Vísir - 27.11.1971, Side 7

Vísir - 27.11.1971, Side 7
VISIR . Langardagur 27, nóvember IS7L cTKknningarmál Kristján Bersi Ólafsson skrifar um sjónvarp: BLEKKINGIN Á KJALVEG TTRÆDDUR er ég um að spumiogaþáttur Barða Frið- rikssonar sé nokikuð harður und ir tönn þehn, er ekki hafa þeim mtia meira yndj af þjóðlegum fróðtei'k og smásmyglilegum sögusamfíningi Spurningar hans spanna yfir furðu þröngt svið og eru níðangurslega þung- ar sumar hverjar. Það þarf þó ekki endilega að vera galli; hitt er verra að í síðasta þætti kom það nokkrum sinnum fyrir að stjórandanum láöist að fræða áhorfendur um hið rétta svar, eftir að báðir þátttakendur höfðu gatað Og i eitt skipti ætla ég að úrskurður stjórn- anda og dómara um rétt svar geti orkað nokkurs tvimælis. Þar á ég við spurningu þeirra um höfunda vísunnar: Ljót er bölvuð blekkingin, bhndar á lifsins Kjalveg. Þó er verst ef þekkingtn þjónar henni alveg. Þessa visu töldu þeir yera eftír skáidprestana séra Jón Þor- láksson á Bægisá og séra Snoera Björnsson á Húsafelli, og eiga þeir að hafa hitzt á Kili og ekki farið á millj þeirra önnur orð en þessi visa, en sinn helnringktn eiga þeir hvor um sig að hafa ort af henni. Þetta er samhljóða þvf sem segir í Brekkukotsannál Halldórs Lax- ness, og þangað hefur efniviður spumingarmnar að öllum lík- indum verið sóttur því að í þættinum var líka spurt um þjóðsöguna um viðskiptj sóra Snnrra og'Magnúsar Stephensen, eri frá þeim er einmitt sagt í sama kafla Brekkukotsannáls. Cagan um viðskipti séra Snorra ^ og Magnúsar er vissulega eldri en Brekkukotsannáll og meðal annars prentuð í þjóð- sögum Ólafs Daviðssonar. Mér er hins vegar ekki ljóst hvaðan Laxness hefur söguna um sam kveðlinginn, en geri þó ráð fyrir að sú saga leynist einhvers stað ar T þjóðsagnasöfnum prentuð- um eða óprentuðum. Hins vegar er sú saga tæpiega mjög göm ul, og heidur verður að teljast ólfklegt að hún eigi sér nokkurn sögulegan grundvöll í fyrsta lagi er vísan ungleg og i öðru lagi er ákaflega óliklegt að þess ir ágætu prestar tveir hafi nokkru sinni farið um Kjöl; Kjalvegur var yfirleitt ekki far inn á síðari hluta 18du aldar, en á þeim tíma ættj atburðurinn að hafa gerzt, ef sannur væri. Og T þriðja iagj er vísan þess eðlis að óiíklegt er annað en hún hefði flogið víða þegar i stað, en í útgáfu Jóns Sigurðs- sonar á kvæðum séra Jóns á Bægisá er hún ekki með, \ og bendir það til þes^ að Jón forseti hafj hvorki heyrt vísuna né séð, (a m k ekkj eignaðp séra Jóni á Bægisá að hluta) þar eð T þeirri útgáfu er nær öllu tjald að sem til var eftir skáldið. þar á meðaj ýmsum vísum sem séra Jón átti ekki nema hluta í. Nú er sagan í sjálfu sér ekk ert verri fyrir það, þótt hún sé tilbúningur, en mér fannst það á skorta f áðurnefndum þættj að fram kæmi, að hún er sögn en ekki sagnfræði. YNNINGIN á Flateyjarbók á sunnudagskvöldið var fróð leg og um margt betur gerðen fyrrj kynrringarþáttur handrit- anna. í' þetta skipti var T það minnsta unnt að fylgjast með textanum um leið og hann var lesinn, en það var dálítið erfitt í fyrra skiptið vegna þess að myndavélarnár voru þá ekki fyllilega í takt við leiðbeinand- ann. Or þessu var búið að bæta núna, þannig að sem leiðbeining í handritalestri gat hann komið að nokkrum notum. Og starfs- menn Handritastofnunarinnar sögðu skilmerkilega frá sögu Flateyjarbókar og efni hennar, eins og þeirra var von og vTsa. Hitt er svo allt annað mál, að ég er ekki viss um að kynning ar af þessu tagi megnj að ‘vekja hin fornu handrit til lífsins á nýjan leik: í augum mikils hluta landsmanna eru þau löngu hætt að vera lifandi bökmenntir; á þau er litið sem safngripi, sem vissulega sé gaman að eiga, en komj samtíðinni sáralítið eða ekkert við I þessum pistlum minum hér 1 T blaðinu hef ég allajafna ver ið heldur fáorður um tónlistar- ‘þættj i sjónvarpinu enda' er skyn mitt á þá hiuti fremur takmarkað, svo að vægt sé tek ið til orða Ég get þó í þetta sinn ekki látið hjá líða að nefna í framhjáhiaupj tvo tónlistar- þættj frá sTðustu dögum. Annar var þátturinn þ/rir ungt fólk á mánudagskvöldið, en í mínum augum og eyrum var hann skemmtilegastur þeirra þátta til þessa; fyrst og fremst þó fyrir frábæra kímni unga mannsins með munnhörpuna, Hannesar J. Hannessonar. Hinn þátturinn var þessum gjörólíkur, það voru af Pablo Casals — yngdist um þrjátíu ár. mælistónleikar Sameinuðu þjóð- anna undir stjóm Pablo Casals. Um tónlistina skal ég ekkert segja, en það var ævintýri lík- ast að sjá meistarann aldna, hruman og kominn að fótum fram, yngjast um minnsta kosti 30 ár við það eitt að sfíga upp á hljómsveitarpaUinn og hefja tónsprotann á loft. Og fögnuður hans yfir að vera á þessu sviði og þakkarræða hans til U Thants sem kom á vitlausum stað í hátíðahöldunum, þetta hvort tveggja var í senn pate- fískt og hrærandi. Auglýsing Þýzka sendiráðið í Reykjavík hefur tjáð ís- ienzkum stjórnvöldum, að boðnir séu fram styrkir handa íslenzkum vísindamönnum til námsdvalar og rannsóknastarfa í Sambands- lýðveldinu Þýzkalandi um allt að þriggja mánaða skeið á árinu 1972. Styrkirnir nema 1.200 mörkum hið lægsta og 2.100 mörkum hið hæsta á mánuði, auk þess sem til greina kemur, að greiddur verði ferðakostnaður að nokkru. Umsóknum uni styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 1. febrúar n. k. Sérstök um- sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 25. nóvember 1971. . HEILBRIGÐI ÞIÐ GETIÐ SJÁLF BÆTT LÍKAMA YKKAR Æ f jÍmL ’Ar Trjmmæfingar ir Megrun ★ Styrkæfingar ★ Vöðvaæfingar ir Saunabað Komið í reynsluííma yð- ur að kostnaðarlausu Opið fyrir konur: Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 10—20.30. Opið fyrir karlmenn: Þriðjud. oh fimmtud. kl. 12—14 og 17—20.30 og laugard kl. Hringið í síma 14535 eða lítið inn. 10—16 HilLSURÆKTARSTOFA EDDU Skipholti 21 við' Nóatún

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.