Vísir - 27.11.1971, Page 8

Vísir - 27.11.1971, Page 8
VTSTlt. Laugardagur 27. nóvember 1971. í? ÍSIR utgefanai: KeyKjapreut hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánssoo Fréttastjóri: Jón Birgir*'Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610, 11660 Afgi .la: Bröttugötu 3b. Slmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 12.00 elntakið. Prentsmiðja Visis — Edda hf. Ráðvillt ríkisstjórn Engin ríkisstjóm á íslandi hefur tekið við blómlegra þjóðarbúi en sú, sem nú situr. Og ekki hafa tímamir versnað fyrir ytri áhrif síðan hún kom til valda. Árið hefur verið hagstætt í öllum greinum. Verð á útflutn- ingsafurðum landsmanna hefur aldrei verið hærra, góðæri mikið til sjávar og sveita. Allt virðist hafa leikið í lyndi fyrir menn, sem geta stjómað. En samt bregður svo kynlega við, að allt virðist komið í sjálf- heldu og enginn veit, hvaða ósköp kunna að vera framundan. Það er komið í ljós, eins og fyrrverandi fjármála- ráðherra hefur sagt og rökstutt að stjómarsáttmálinn er einstæður að skrumi og sýndarmennsku. Stjómin stendur sjálf ráðþrota, strax á fyrstu mánuðum valda- tímans, þegar hún á að fara fara að framkvæma það, sem þetta furðuplagg felur í sér. Reynslan hefur nú þegar sannað að það er ekki hægt, vegna þess að eng- in stefna er mótuð í stjómarsamningnum, þar er allt í lausu lofti, og stjómarflokkarnir ósammála um, hvernig eigi að túlka samninginn í mörgum veiga- mestu atriðunum. Þeir skilja hann ekki sjálfir. Þeim fjölgar með degi hverjum, sem verður það ljóst, að þjóðin hefur kosið yfir sig úrræðalausa og óhæfa stjóm. Almenningur er fullur kvíða um fram- tíðina, þrátt fyrir góðærið og peningaflóðið, sem streymir inn í landið. Vinstri stjómin fyrri sannaði það rækilega, að góðæri og hátt verð á útflutningsafurðum nægir ekki, ef þeir, sem með völdin fara, kunna ekki að stjórna. Þessi ríkisstjóm ætlar að verða enn þá fljótari að sanna þetta. Hún er að mestu þegar búin að því á nokkmm mánuðum. í næstu viku er búizt við, að verkfallaholskefla ríði yfir þjóðina, sem lami gersamlega allt atvinnu- og efnahagslífið um ófyrirsjáanlegan tíma. Þetta yrði þá jólagjöfin, sem ríkisstjórnin nýja færði þjóðinni. Stjómin, sem lofaði launastéttunum bættum kjörum, hefur með afglöpum sínum skapað þetta ástand. Mik- il líkindi eru til, að til engra verkfalla hefði komið og löngu væri búið að semja, ef ríkisstjómin hefði ekki komið í veg fyrir það með ráðleysi sínu og sennilega innbyrðis sundurþykkju. Það reyndist íslenzku þjóðinni örlagaríkt ævintýri þegar hún kaus yfir sig vinstri stjómina 1956. Og svo mikið lærðu landsmenn af þeirri reynslu, að þeir létu ekki slíkt henda sig aftur næstu tólf ár. Þá var vitur- lega stjómað, enda mesta framfara- og velmegunar- tímabil í sögu þjóðarinnar. En það er löngum auðveld- ara að rífa niður en byggja upp, og eins og nú horfir benda miklar líkur til að þsssari stjóm muni takast að sigla öllu í strand á mettíma. Þá verður það Sjálf- stæðisflokkur, eins og jafnan áður, sem leitað mun til um björgunina, enda ætti reynslan þá að vera búin að sanna nógu vel, að stjórnarfar á íslandi blessast ekki nema undir fomstu hans. Andreas Cappelen utanríkisráðherra Noregs stendur í ströngu í viðræðunum við EBE. Hér eru þeir þó brosleitir hann og Walter Scheel hinn þýzki, sem er til vinstri. BE sækir í lanSeigi Norimanna Meðan margar þjóðir gera tilkall til 200 tnílna eru þeir í Efnahags- bandalaginu að reyna að komast inn fyrir tólf mílna fiskveiðilandhelgi Norðmanna. Norðmenn eru fastir fyrir í málinu, og það liefur valdið kreppu í samningum þeirra við EBE. Norð- menn gera þá kröfu, að fiskimenn frá EBE-lönd um megi ekki veiða inn an landhelgi Noregs, nema þeir setjist að í landinu. liiiiiiiini fiBÖWM Umsjón Haukur Helgason Hafa sjálf léleg mið við strendur Yfirleitt eru taldar litlar líkur á, að Norðmenn fái þessu fram- gengt. Þá gæti svo farið, aö mál ið hindraði inngöngu Noregs í bandalagið. I EBE giida þær reglur, aö öll veiðiskip hvers lands sem er geta óhindrað veitt upp að land- steinum hjá hvaða öðru EBE- ríki sem vera skal. Fiskimið eru ekki ýkja góð við strendur þess- ara ríkja yfirleitt, og þess vegna gæti það verið kappsmál að kom ast í feitt uppi við strendur Nor- egs, Skotlands, Grænlands og -'Færeyja, e¥ Danir og Norðmehn gengju í bandalagið. Undantekning frá reglunni er, að fólk, sem býr á svæðum, sem eru mjög háð fiskveiðum, á að hafa sérstök forréttindi næstu fimm árin. Síðan verði þau úr sögunni. Norðmenn fengu neitun- arvald um svæðin norð- an Þrándheims. Norðmönnum hefur verið gert það tilboð, að landhelgi þeirra skuli skipt og lína hugsuð dregin utan Þrándheimsfjarðar. Fyrir norðan þessa línu skuli landhelg in vera tólf sjómílur, og I fimrn næstu ár hafi norskir sjómenn einkarétt innan þeirrar línu. Að Ioknu því tímabili verði ráð- herranefnd EBE falið að ákvarða hvaða reglur skuli gilda um veiðamar milli sex og tólf milna á þessu svæði. Ætlazt er til, að ákvörðun ráöherranefndar verði tekin i ljósi.þeirrar reynslu, sem þá hafi fengizt í landhelgismái- um, og skuli hún vera einróma til að fá gildi. Með því fengju Norðmenn, sem eitt aðildarríkja neitunarvald í landhelgismálum sínum að þvi er varðar veiðisvæð in, sem liggja milli sex og tólf mUna frá landi. Norðmenn segj- ast hins vegar ekki sætta sig við öll þessi réttindi útlendinga, en þeir bjóða í staðinn, að erlendir fiskimenn megi njóta sama rétt- ar og norskir, ef þeir setjast að í Noregi. Málamiðlun hafnað Sumir hafa lagt til sem mála- miðlun, að línan, sem EBE vill draga við Þrándheim, skuli dreg- in sunnar til dæmis við Bergen, þannig að norskir sjómenn fái stærri skammt en yrði armais. Hins vegar hafa EBE-nlkin ekki viljað fallast á þessa máiamiðl- un. Ef af henni yrði, mundu íiskimenn annarra EBE-ríkja að- eins fá aðgang að miðum, þar sem þrjú til fjögur prósent afl- ans veiðist, en Norðmenn hafa ölil réttindi á öðrurn miðum f fimm eða ef til vill tíu næstu árin. Þær fjórar þjóöir, sem sækja um fulla aðild að Efnahags- bandalaginu, visuðu í byrjun nóvember algerlega á bug tillög um bandalagsins um skipan land helgismála, eftir að þær fengju aðild að því. Brezkir fiskimenn eru kvíðnir vegna væntanlegrar útfærslu íslendinga og óttast að verða fyrir miklum skakka- föllum, ef riki Efnahagsbanda- lagsins fengju frjálst spil við landsteina Bretlands. Danir og Irar hafa einnig mið að verja. Bretar gætu sætt sig við flest . Um mjög langt skeið hefur ekki horft eins illa í samninga- viðræðum EBE við þessi fjögur ríki og nú. Áður hafði flest geng- ið í haginn, eins og kunnugt er. Bretar hafa samþykkt að ganga i Efnahagsbandalagið með þeim skilyrðum, sem hafa verið sett, og danskir stjórnmálamenn hafa yfirleitt talið fullvíst, að Danir fylgdu strax í fótspor Breta. Nú er það svo, að landhelgismálin eru fyrst og fremst mál Norö- manna. Brezkir ráðamenn mundu geta sætt sig við flest í þeim efnum, þar sem fiskveið- ar eru aðeins örlítill hluti af þjóðarframleiðsiu þeirna. Fyrir Norðmenn, sem veiða meiri fisk en nemur afla allra EBE-ríkj- anna samanlagt, er þetta hins vegar lífshagsmunamál. Andstaðan við aðild að EBE er mikil í Noregi, og landhelgis- málið getur hæglega ráðið úr- slitum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.