Vísir - 18.12.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 18.12.1971, Blaðsíða 8
V 1 S I R . Laugardagur 18. desember 1971, Utgefandi: KeyKjaprpm hf. 7ramksæmdastjóri: Sveinn R. Eyjölfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánssoo Fréttastjóri: Jón Birgir*'Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610, 11660 Afg. „la: Bröttugötu 3b. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 195 á mánuöi innanlands lausasölu kr. 12.00 eintakiö. Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Aukin ríkisafskipti Aukin ríkisafskipti og ófrelsi eru jafnan fylgifiskar vinstri stjórnar á íslandi, eins og annars staðar. Eng- inn þarf að ganga þess dulinn, að nýtt haftakerfi er í uppsiglingu hjá núverandi ríkisstjórn. Magnús Jóns- son, fyrrv. fjármálaráðherra, lýsti þessu skilmerki- lega á Varðarfundi fyrir nokkru. Hann sagði að stjórnarflokkamir hefðu allir lagt áherzlu á aukin rikisafskipti. Framsóknarflokkurinn væri þar að vísu blendinn. Hann ætti stefnu sinni samkvæmt að vera á móti miklum ríkisafskiptum, en hefði síðustu árin gagnrýnt það sem í þeim herbúðum væri kallað skort- ur á skipulagshyggju og hömlulaus fjárfesting. Fram- sóknarmenn hefðu forðazt þá stefnu, sem ráðið hefði síðustu 12 árin og talið að hún leiddi til lélegri nýt- ingar á fjármagni og minni framfara. Þetta er gamla sagan um Framsókn. Þegar flokkur- inn er í stjórnarandstöðu þykist hann kunna ráð við öllu betur en allir aðrir, en þegar hann er kominn til valda eru úrræði hans ævinlega höft og ófrelsi. Nýjasta dæmið um þetta er frumvarpið um Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Það er eins og Magnús lónsson sagði, „fallegar umbúðir um Ijótan kjama“. Og verst er að stjómarliðar sjálfir vita ekki hvað felst í þessum kjama. Það er talað um heildarstjóm fjárfestingarmála, samræmingu á útlánum stofn- ánasjóða, röðun framkvæmda og athugun á arðsemi lýrra atvinnugreina og fyrirtækja og — að ríkið ikuli hafa fmmkvæði að stofnun nýrra fyrirtækja. Eins og Magnús Jónsson tók fram, er ekki nema gott um það að segja, að vilja samræma útlán, en það hlutverk er nú eins og hann minnti á, í höndum Framkvæmdasjóðs og Seðlabankans. En það er ekki hið sama og að ráða framkvæmdum. Verði heimilað að setja almennar reglur um, hvað leyft skuli hverju sinni, eins og að tiltekin mannvirki eða tilteknar verksmiðjur skuli ekki reistar á einum stað fremur en öðrum, þá er gripið óþyrmilega inn í athafnalífið af ríkisvaldinu. Slík heimild getur þá, eins og þing- maðurinn sagði, merkt það t. d. að ekki megi reisa 'ieinar tilteknar byggingar í Reykjavík, en hins veg- ar á einhverjum öðrum stöðum. Framkvæmdastofnun ríkisins er hugsuð sem póli- tísk valdastofnun. Þar eiga pólitískir trúnaðar- og eftirlitsmenn ríkisstjórnarinnar að gæta þess að ekk- ert gerist nema það sem valdhöfunum er hagkvæmt og þóknanlegt. Þessir menn eiga að vera þrír og íeita framkvæmdaráð. Sjá menn ekki hið austræna ættarmót á þessu frumvarpi? Á því leikur víst eng- nn vafi, að kommúnistar hafa þama komið sínum vilja fram í veigamestu atriðunum. Þar eru þeirra íugmyndir og handbragð, svo að ekki verður um /illzt. Vilja íslendingar láta fara að stjórna sér að íustantjaldshætti? Ef ekki, er eins gott að gæta sín og veita þessari vinstri stjóm nauðsynlegt aðhald í "fma. Fagnandi Austur-Pakistamr taka á móti indverskri hersveit. Sigur Indverja i A-Pakisfan: Það hefur nú gerzt sem alþýða manna vildi Árás Indverja á Austur-Paki- stan var ekkert venjulegt land vinningastríð. Sá málflutningur manna er gersamiega villandi, að fordæma Indverja sem hvern annan árásaraðila. sem beiti of urefli hervalds til að leggja und- ir sig land. Sannleikurinn er sá, að í Austur-Pakistan hefxu- vafa- laust gerzt bað sem alþýða manna þar helzt vildi. Að vera bandarískari en Bandaríkjamenn Víða um heim finnast menn, sem a!la tíð hafa verið banda- rfskarj en Bandarlkjamenn og verið í fýlu út í Indverja, meðan Nehru iifði og mótaði hlutleys- isstefnu Indverja og æ sðan. Þessir menn bölsyngja Indverja, teija þá hafa gerzt ofbeldi9þjóð og líklega til að ganga Rússum á hönd. í þeirra augum er dæm- ið einfalt. Heimsbyggðin hefur horft á ofurefl; indverskra her- sveita sigra her Pakistans og leggja undir sig Austur-Paki- stan. Það er auðvelt að segja: „Sko“. Það er auðvelt að gleyma sannleikanum. Hann er Kka „flóknari“ en svart og hvítt. Jaja Kan fylgislaus einræðisherra Rifjum upp nokkrar staðreynd ir. Einræðisherra Pakistans Ajub Kan sagði af sér árið 1969 eft ir uppþot. Herlög voru sett, og forsetj skipaður Jaja Kan hers höfðingi. sem hefur setið sið- an. Jaja Kan efndi til þing- kosninga fyrir ári. í þeim beið Jaja Kan mikinn ósigur. í Aust ur-Pakistan, þar sem býr rúm- ur helmingur af meira en 110 milljón íbúum Pakistan fékk Awami-bandalagið, sem barðist fyrir auknu sjálfsforræði Austur Pakistan að heita má hvern ein asta þingmann kjörinn. Foringi þessa flokks, Mujibur Rahman, hefði samkvæmt kosningaúrslit unum átt að verða leiðtogi alls Pakistans Jáfnvel í Vestur-Pakistan reyndust Jaja Kan hershöfðingi og stuðningsmenn hans fylgis- snauðir. Augljóst var, að völdum hans yrði lokið, er þingræði tæki við. Þetta misllkaði Jaja Kan. Hann ákvað að fresta því að kalla þing saman en stjóma í þess stað í skjóli hersins. sem hefur reynzt honum hollur til þessa. Sjöundi hvec íbúi flýði land Mujibur Rahman foringi Aust- ur-Pakistana krafðist eðlilega, 9IIIIIIII1IE MD MFM Umsjón: Haukui Helgason að þing yrði kvatt til funda. Jaja Kan dró málið á langinn, unz hann gerðj herh’aup á Aust ur-Pakistan Mikið herlið var flutt þangað frá Vestur-Pakistan, og í fastaherliði, sem fyrir var f Austur-Pakistan réöu Vestur Pakistanar lögum og lofum. Stjórnarhernum var beitt gegn Awami-bandalaginu, Mujibur Rahman var handtekinn. Stjórn- arhermenn fóru ránshendj um byggðirnar. Fjöldamorð voru tíð. Hús brennd og fólkið myrt. Afleiðingin varð sú, að margir landsmenn gripu til vopna og skæruliðasveitir mynduðust og í öðru lagi hafa ekki færrí en 9 —10 milljónir fbúanna flúið land tii Indlands. Barizt var um borgir Austur- Pakistans. Þar máttu sín méira eins og vænta mátti, þjálfaðar og vel búnar hersveitir stjórnar innar. Hver borgin af annarri féll í hendur hermanna Jaja Kans. og flóttamannastraumur- inn magnaðist í kjölfar þess. Nú má ætla, að sjöundi hver fbúi Austur-Pakistans hafi flúið iand Ekkj flýðu menn til vel- lystinga. Fréttir hafa greint frá hungri flóttafólksins, sjúkdóm- um og skjólleysi: Þetta fólk yf- irgaf heimili sfn af illri nauð syn. Það uggði um líf sitt og lirni undir einræðisexi JajaKans. Hörmungar flóttafólksins eru vel kunnar og tala sTnu máli. Frek- arj skýringar um ástandið f Aust ur-Pakistan ætti ekk; að þurfa. Indverjar koma íbúun- um tií hjálpar Þegar átök stjórnarhermanna og skæruliða í Austur-Pakistan mögnuöust, tóku Indverjar að aðstoða skæruliða. Þeir létu þeim í té vopn, vistir og her- þjálfun Skæruliðar Austur-Paki stana áttu griðland handan landamæranna. Bardagar urðu við landamærin. Loks fór svo, að her Indverja var orðinn alger þátttakandi T stríðinu, og fyrir tveimur vikum hófst þar styri öld Indverja og skæruliða ann ars vegar og stjórnarhers Paki- stans hins vegar, og það var auð vitað afl Indverja sem réð úr- slitum Án Indverja var barátta skæru liða dauðadæmd. Með innrás Ind verja hafa þeir hlotið völri i landi sínu og sigrazt á Vestur- Pakistönum, s»m bar hafa al!‘- af verið meiri útlendingar en Indverjar. Það hefur tvímæla’aust serzt, sem fólkið í Austur-Pakistan vildi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.