Vísir - 29.12.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 29.12.1971, Blaðsíða 7
V 1 S I R . MJðvikudagur 29. desember 1971. cTMenningarmál Gunnar Gunnarsson skrifar um kvikmyndir: Hástemmd era Stjörnubió JWackenna's GoW" -j* Leikstjóri: Lee Thompson Aðalhlutverk: Omar Sharif. Gregory Peck, Julie Newman, Telly Savalas o. fl. Mér hefur orðið á ¦ messunni. Ég sagði fyrir viku að ég myndí forðast það eins og heitan eldinn, að láta draga mig í kvikmyndahús að sjá svo vonda mynd, að ég yrði að gefa henni Iægstu einkunn. þ. e. punktinn. I gær lét ég draga mig aö sjá eina slíka — nei, reyndar ætla ég að gefa þeirri mynd eina stjörnu, en kannski stafar sú einkunnagjöf bara af veik leika mínum fyrir kúrekamynd- um í Stjörnubíói eru þeir nú að sýna einhverja þá háværustu hrossaóperu sem sézt hefur hér norður við yzta • haf, tAy—* ¦ Sjarmörar >¦ eins og ¦ Omar Sharif, hinn egypzkj • o« Greg- ory Peck gevsast um víðlendar sléttur, eyðimerkur, fiplllendi og skóga á fótfráum gæðingum sínum, Þeim til skemmtunar ríða Jíka gamlar kempur svo sem Edward G Robinson. Eli Wallach og sá stórmerki Breti, Anthony Quale. Og svo maður haldi áfram að telja upp nöfn. þá þeysir þarna líka sá sköllótti Telly Savalas um á rauðri bikkju, en þess um herramöpnum eru svo til skemmtunar tvær yngisméyjar, hvór annarri fegurrj og skírlíf ari. ¦ Myndin gengur út á guílæði fáeinna þorpara, sem vilja leggja það á sig að ríða hérum bil á heimsenda fyrir vasafylli af gullhlunkum, og vondi skúrk urinn og heigullinn sem Omar Sharif leikur á sér þahn draum æðstan að skemmta sér af lyst í ellinni T borg glaums- ins París. Til þess að ná því marki ætlar hann sér að finna gullnámu, sem miklar ?'ii,ur hafa farið - af um árabil, og loks fréttist hvar raunverulega er. Gallinn er bara sá, að um langan veg er að fara, og verð ur að drepa mikið af Indíána- .hyski ti'l að komast á leiðar- enda , Þetta fer nú svo alit ein"hvi|rn', veginn — þótt ekki 'komisf Om- ar,- karlinn ..tii" -Harisar í bráðw*, Þetta var svo sem ekkert voða lega vont — og Lee Thompson, leikstjóri fær eina stjörnu fyr ir sitt tillag, klipparinn deilir henni með honum og hollívú^d hestarnir líka, þeir voru frá- bærir í stökksenunum, og hnegg þeirra syngja enn í eyr um mínum. Vondir Lúsí Ball er sögö sýna sitt bezta þessa dagana í Tónabíói — og er það sagt hér án ábyrgðar því, undirrifaður hefur ekki séö þá mætu konu skvétta úr klaufunum hjá Tóniistarfélaginu, Henry Fonda viröist við fyrstu umhugsun undarlega valinn sem mótleikari gegn þeirri margreyndu og frægu skvettu sem Lúsí er, en kannski plumar hann sig bærilega í sam spilinu. Verst að Tónabíó skyldi ekki geyma Lúsí fram á vetur, „Joe"-myndin sem bíóið sýndi á undan, var aldeilis stórkostleg, og ég heid að bíóið hafi ekki þurft að kvarta undan skorti á aðsókn. Lúsí rhalar sjálfsagt gull, en ,^Ioe" hefðu fleiri þurft að sjá. þýð , Það er fyrir löngu kominn tími til. að þeir heiðursmenn sem þýða texta kvikmynda hér á Iandi, fái aðeins orð í eyra. Ég minnist bess nefnilega ekki að hafa um langa hríð séð kvikmynd almennilega þýdda. Yfirieitt virðast þýðarar vera með kærulausustu mönnum — því varla trúir maður því um þá, að þeir kunni næsta lítið í þeim tungum sem þeir snara textanum af. ¦ Nú má það satt vera. að all ur almenningur sé orðinn svo vel að sér i ameriskunni, að varla taki því aö þýða til hlít- ar myndir sem að vestan koma. en sannarlega er ekk; vanpörf á að þýða vel myndir frá Dan- mörku, Svfþjóð, Frakklandi. Þýzkaland; - að ,maður ekki tali um Austur-Evrópulöndin. Eg man eftir mynd, sem ég minntist & fyrr' T vetur hér, sænska myndin ,,Puss og kram", sem StjörnuMó sýndi. Sú mynd fékk góða einkunn' — en þýð- ingin. vár næstá\4Íla unnin. Ég tök eftir 'því að langir kaflar í myndinni .liðu hjá, án þess að þýðarinn sæj ástæðu til, að snara ein einasta orði — og þfegar hann svo loksins tók við sér var vitlaust þýtt. Stundum roðnar m'aður af blygðun fyrir hönd býðara þeg ar maður veit að hann hefur vísvitandi bvtt rangt — vegna þess að hann hefur ekkj kjark f sér að þýða erlent kiarnyrði á aóða og rétta Tslenzku. Nóg um þýðara — en ég sting upp á því að sérhvert' bíóhús geti þess við upphaf sýningar. hver snarað hafi text anum. Tónabíó hefur raunar gert þetta l'öngum, en virðist hafa tapaö þræðinum. Glæsilegt úrval BYGGINGAVORUVERZLUN \ * » REYKJAVÍKÚRVEGI 68 )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.