Vísir - 29.12.1971, Page 9

Vísir - 29.12.1971, Page 9
V í S I R . Miðvikudagur 29. desember 1971# iazgŒSM—i Pétur erz gegn „Minningar rikisstjóraritara" uppseld — e/nn- ig „Spitalasaga" og „Dulrænir áfangar" „„Minningar ríkisstjóraritara“ eftir Pétur Eggerz er mesta sölubókin hjá mér í ár“, sagði hún Regína Bragadóttir í bókabúð Braga í Hafnarstræti, þegar Vísismaður forvitnaðist um það hjá henni, hvern- ig bóksalan gengi í ár, „bókin er algerlega uppseld, og ekkert eintak hefur komið aftur hingað til mín“. Við höfðum í gær tal af fáeinum bóksölum og bókaútgefendum — rétt til að kanna, hvernig á þeim lægi, og hvort verkfall bókagerðarmanna hefði mjög dregið niður í þeim. „Það er svo vont að segja til um hvaða bók hefur selzt mest“, sagði einn verzlunarstjórinn, „sumar eru raunar uppseldar — en aðrar, sem enn eru til, hafa selzt meira, því upplag þeirra hefur verið stærra, þess vegna er ekki svo mjög að marka, þótt bækur séu sagðar uppseldar“. Meðalupplagið innan við 2000 bækur „Ætli meöalupplag bóka hér á landi sé ekki komið talsvert niður fyrir 2000 bækur — og það segir sig raunar sjálft, að ekk; þýðir að búast við mikilli sölu fyrstu bókar óþekkts höf undar“ sagði Örlvgur Hálfdán- arson hjá Bókaútgáfurni Örn og örlygur — Hve margar bækur gáfuð þið út í ár? „Sjö bækur fyrir fullorðna og sbx barnabækur. Af fullorð insbókunum voru fjórar inn- lendar — raunar þrjár, því ein pelrra, „Heimurinn þinn‘‘ er brezk bók, en þýdd og stað færð, skrifaður sérstakur kafli fyrir ísland. Af barnabókunum voru þrjár erlendar og þrjár innlendar." — Hve margar eru uppseldar af innlendu bókunum fyrir full orðna? „„Þrautgóðir á raunastund" eftir; Steinar J. Lúðvíksson, „Engum er Helgi lfkur" og „Ágúst á Hofi“ einnig seldist „Heimurinn þinn“ sérlega vel. enda er um að ræða m.iög vand aða bók og raunar bjuggumst við ekk-i við mikilli sölu, þar sem bókin er svo dýr, en hún hefur selzt miög vel, þött ekki sé hún uppseld.‘‘ Pétur Eggerz sló í gegn Og bóksölum bar saman um að Pétur Eggerz hefði slegið 1 gegn með bók sinni „Minning ar rfkisst;óraritara“. Hún er að því er bezt er vitað uppseld í öllum bókabúðum, og í for- laginu er ekkert til eftir. Það var Skuggsjá T Hafnar- firði sem gaf þessa bók út — sem við höfum víst ekki leyfi tij að kalla metsölubók ársins — þar sem enn er allt á reiki með upplag bóka, bóksalar hafa ekkj skilað uppgjöri og bókaút- gefendur eru feimnir við að gefa upp upplögin, þar sem þeir eru enn hræddir við að fá „kannski helming upplags i hausinn aftur, þegar þeir senda til baka utan af landi“ eins og einn bókaútgefandinn sagði. Hjá „Skuggsjá" bókaforlaginu hafnfirzka, sem gaf út „Minn ingar ríkisstjóraritara", feng- um við þær upplýsingar, að ekkert værf eftir af bók Péturs Eggerz og hefði forleggjarinn, Oliver Steinn, náð þeim ein- takafjölda úr bókbandi fyrir verkfall, sem hann hefði aetlað sér. Mun upplag bókarinnar ekki hafa verið mikið umfram það sem yfirléitt gerist með bækur hér á landi. Laxness fékk forskot Við ræddum við verzlunar- stjórann hjá Bókaverzlun Snæ- bjamar Jónssonar í Hafnar- stræti. „„Yfirskygðir staðir'1 Halldórs Laxness, sem Helgafell gaf út, hefur selzt mjög vel þótt ekki sé bókin uppseld, en Laxness fékk reyndar forskot umfram flestar bókanna T haust — hún kom svo snemma út, Og sama má raunar segja um „Spítalasögu‘‘ Guðmundar Daníelssonar Hún kom fyrr út en flestar jólabókanna og er nú uppseld. Nú, aðrar bækur sem seldust vel eða eru uppseldar eru t. d. „Dulrænir áfangar“ eftir Olaf Tryggvason, hún er uppseld og einnig ,,Undralaefenirinn“ eftlr Edgar Casey. Tvær skáldsögur seldust mjög vel, þær voru „Út í óvissuna'* eftir Desmond Bagley og „Hin feigu skip" eftir Brian Cailison. „Norðan við stríð“ rýloir út irnHRvd "in *rt Hjá, Bókayer^Hn „$jgfúsar,..Eyt mundssonar var okkur sagt, að „Noröan við strfð" bók Indriöa G. Þorsteinssonar, seldist mjög vel, enda nýtur sú bók þess, að áskrifendur bóka Almenna bókafélagsins fá hana sjálf- krafa. Það var raunar sama í hvaða bókaverzlun við hringdum, hvar vetna hefur mest verið spurt eft ir „Minningum ríkisstjórarit- ara“ — og svo þarf vitaniega ekki að spvrja að þýddu skáld sögunum t. d. eftir Desmond Bagley „Ut í óvissuna", hún virðist hafa selzt feikilega vel, enda Iét höfundur þá bók ger ast á íslandi. Kannski heiðraður Bagley hafi haft spurnir af því út T Iönd, h-versu Islendingar eru gjarnir á að gefa hver öðrum bækur T jólagjöf. Eftir að sjá hvað bðk- salar endursenda Enn er of snemmt að slá föstu, hvaða bók seljist roest og bezt á þessari jólavertíð bóka útgefenda og bóksala. þvi að enn eiga bókaforlög eftir að fá endursendar þær bækur sem ekki rjúka út strax Hér T Reykjavík panta bók- salar kannski bækur mestan part eftir því sem þær seljast, en ekki þýðir annað en að senda fyrirferðarmiklar sendingar út á land, þvf að samgöngur eru nú eitt sinn þannig hér á landi, að varla er að treysta á óskeik ulleik þeirra. „Verkfallið olli þvi líka T ár,“ sagði örlygur Hálfdánarson hjá Erni og Örlygi, að við urðum að senda vænar sendingar út á lancf áður en það skaþ á — og nú bfður maður bara eftir að sjá hve mikið af þessu mað ur fær endursent. Bóksal.irnir gera ekki upp fyrr en eftir ára mótin." —GG Kolbrún Ingólfsdóttir, hár- greiðsludama: — Ég fékk enga bók í jólagjöf, las enga né heldur gaf bök eða bækur i Sigurður Jónass., skattstofumað ur: — Ég gaf nú engar bækur í jólagjafir þessi jólin, og fékk ekki heldur neinar sjálf ur. En ég las þó engu að sfð- pr. Ég var með T láni úr bókasafninu bók forsætisráð- herrans okkar, Stjórnarfarsrétt og í þeirri bók las ég kaflann um rfkisstarfsmenn. Annað las ég nú ekki um helgina Ég fæ líka nóg að lesa á skattstof unni i janúar þykist ég vita. Rúna Guðmundsdóttir, verzlun arstjóri: — Ég gaf nokkuð margar bækur T jólagjafir og fékk sjálf þó nokkrar. Af þeim hef ég þegar lesið nýjustu bók Laxness og ljóð Jónasar Hall- grímssonar og það allt. Nú og svo var það anzi viðamikið verk að lesa sig í gegnum öll jóla-, blöðin og lesbækur dagblað- . anna. Rúna Hauksdóttir, 9 ára c dóttir Rúnu: — És fékk tó bækur í jólagiöf og er búin a lesa tvær þeirra. Bókina ui „Lfnu lant,sokk ti! sjós“ og sv „Gunnu og nýju stúlkuna“. - Nei. ég hefðj ekk; viljaö fá mi ið fleiri bækur T jólagjöf ... Sennilega eru alls 10% færri bækur á jólamarkaðinum nú en áður, þar eð erfiðlega gekk að ná bókum úr bókbandi fyrir verkfall. Óskar Guömundsson, iðnrek- andi: — Lesbækur dagblaðanna var satt að segja það einasta sem ég gat gefið mér tfma til að lesa. Annars fékk ég tvær bækur í jólagjöf og gaf sjálfur aörar tvær. _______ Þorsteinn Hjaltason, verzlunar maður: — Ég fékk að vísu fjór að bækur f jólagjöf, en þetta voru svo stutt jól, að ég hef ekki komizt til að lesa neina þeirra ennþá — Ég gaf sjálfur fjórar bækur T jólagjafir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.