Alþýðublaðið - 26.01.1922, Síða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1922, Síða 1
Alþýðublaðið Geflð út aí AlþýdaflokkBam 1922 Fimtudaginn 26. janúar 2t tölubiað Kosningarskrifstofa Alþýðuflokksins er opin daglega frá kl. 10 árdegis í Alþýðuhúsinu. Jfft vilja þeir samvinnn. Morgunblaðið s?gir í gær „ein mitt nú þörfnumst vér friðar, sam- úðar og samvinnu.” Það er ekki í fyrsta skiftið að M(>bl segir þetta. Það er búið að sepja þetta nokkrum sinnum áður. En hverjir eru það, sem Mgbl. segir að þarínist friðar og samúð ar? Er það að tala um verkalýð inn? önei, það er auðvaldið. Það er það sem þarfnast friðar. Það er það sem viil vera í friði fyrir kröfum hins stóra atvinulausa fjölda um að fá vinnu. Það vill vera í friði fyrir ásökunum alþýð unnar fyrir hina glæpsamlegu fá sinnu, að láta togarana vera bundna við land f sumar Og hver er það, sem Mgbl. á við að þurfi á samúð að halda? Eru það mæðurnar, sem ekki vita hvar þær eiga að fá bitann upp i börnin sín? Eru það feðutnir, sem ekki vita lifandi ráð til þess að útvega húsaleiguna, svo fjöl- skyldan verði ekki rekin út á gaddinn? Eru það verkamennirnir, sem einskis óska heitar en að fá að vihna, fá að þræla, af því þeir eiga hungraða munna að fæða, og fá þó enga vinnu, þó þeir fari i náttmyrkri á morgaana, dag eftir dag og viku eftir viku, til þess að leyta að vinnu? Eða eru þ»ð þeir, sem reknir hafa verið úr vinnu hjá Kvöldúlfi, af því þeir hafa aðra skoðun en eigendur þess féiags? Nei, þeir sem Morg unblaðið á við að þurfi samúð, það eru atvinaurekendurnir, sem með gengdariausu braski sínu era að setja iandið á höfuðið. Það eru mennirnir sem hafa eyðilagt fjármál landsins. Það eru þeir, sem saœúðin á að vera með. Og samvinnan. Nú á að vera samvinna. Og húu á að vera fólg- in í því, að nú á aiþýðan að haida að sér höadum. Það er ekki nóg að alþýðau svelti, húa á að þegja líka, svo atvinnurekendurnir geti verið í friði. Það er sú samvina, sem auðvaids máitólið, Morgun- blaðið prédikar. AlþfðÉlk Reykjavíkur! RísiðjUvala! Eg kom til höfuðstaðar landsins fyrir tveim árum. Eg hafði verið yzt úti á útkjálka þess og þess vegna ekki geta fylgst með þeim hörmungum, sem borgarlífið hefir í för með sér, eða réttara sagt, sem eg er orðinn var við að það hefir. Því eg sé að hér ríkir kúg- un og ranglæti nokkurra aura sjúkra auðvaldsmanna, sem reyna að svæla undir sig réttlæti og- frið borgaibúa; það má bezt sjá af hegðun þeirra nú upp á sfð- kastið. Það versta er þó, að þessir auðvaldsseggir skuli ráða fram þróun alls landsins, allrar aiþýð- unnar. Þið alþýðumenn og konur, það er auðvaldið sem kvciur okkur; það er það sem skamtar okkur þau voðakjör sem við verðum að búa við. Það er það sem úthlutar okkur Ieku hænsnakofana og kjall arana, sem eru oftast hálfir af vatni, til þess að búa í. Þeir kugsa að þeir séu nógu góðir fyiir okk ar lika. Það er auðvaldið sem rænir börn okkar og okkur heils unni. Eg skal færa söemur á mál mitt með því að segja ykkur sögu af einum stéttarbróður okkar. Eg kom til hans og sá alt ástandíð hjá honum. Eg var á gangi i útjaðri bæj- arins og gekk eftir mjórri götu. Rétt þegar eg var kominn fram hjá litlum kofa, er stóð vinstra megin við götuna, sá eg alt f einu mann koma á móti mér og þóttist þekkja hann. Hann heihaði mér um Ieið og hann fór fram hjá, og sneri eg mér þá strax við, þvf eg ætlaði að tala við hann, en hann var kominn kippkorn frá mér og fór eg því á eftir honum og sá að hann beygði upp að kofanum og gekk inn f bann. Eg hélt að þessi kofi væri geymsluhús, er hann hefði með að gera, og gekk því rakleitt inn á eftir honum En mér brá í brún, er eg kom inn i kofann, þvf hann hafði að geyma koau og þrjú börn. Konan og börnin voru háttuð f rúm sem stóð f polli á gólfinu, þvf kofinn lak og áttu þau fult í fangi með að halda sængurfötunum þurrum f þessu eina rúmi, sem þarna var inci, þvf strigapokar voru breiddir yfir það. Og f þessu eina súmi svaf öíl fjölskyldan, fimm manns, þvf fleiri rúm hefðu ekki komist tyrir í kofanum. Svona eru víða húsakynnin hér í borginni, og þarna verða þeir fátækustu að gera sér að góðu að vera Hvað viil nú auðvaldið segja við þessu? Heldur það ekki að það sé heihuspillandi að búa í slíkum kofum? Jú, það veit það en það læzt ekki sjá það. Þeir bara borga vetkamönnunum sem allra lægst kaup, því þess nieir geta þeir sjálfir grætt og þvf meir geta þeir kvalið alþýðuna, því það er það sem þeir vilja gera. Alþýðufóik Reykjavíkurl ifiið nú úr dvalanum og fylkist undir einn fána og standið allir sem

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.