Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 2
2 Vísir. Föstudagur 17. marz 1972. VÍSIRSnB: Hvert er álit yðar á Bernadettu Devlin? Asgrir Albcrtsson, llagaskóla. Ja, ég veit varla, hverju ég á aö svara. Mér finnst margt af bessu, sem hún gerir. dálitiö asnalegt, en ég held nú samt að hún sé nokkuð klár. Tryggvi l.eósson, llagaskóla. Hún er mjög mikill persónuleiki, og svei mér þá ef ég mundi bara ekki gera þaö sama i hennar sporum. Sigriður Bcnjaminsdóttir, hús- móftir. betta er sérstaklega dug- legur kvenmaður. En ég get nú ekki sagt, að ég sé sammála henni að öllu leyti. En hún er kvenskörungur með réttu. bóra Hetgadóttir, afgreiftslu- stúlka. Eg get þvi miður ekki svarað þessari spurningu, þar sem ég hef litið sem ekkert hugs- að þetta mál. Ég hef satt að segja ekki myndað mér nokkra skoðun um Bernadettu. Guðrún Ilasler, afgreiftslustúlka. Ég held að ég verði bara að segja, að hún er kona að minu skapi. Hún er mjög dugmikil og kven- skörungur hinn mesti. Ég kann bara vel við hana. Karln Jónsúó'tir, húsfrú. Það er nú dálítiö crfitt fyrir mig að dæma Berr.adettu, þar sem ég hef ekki kynnt mér þessi mál nógu vel. En ég held að hún vilji gera mikið gott og vilji sinum vel. Og hún er áreiðanlega ekki fylgjandi blóðsúthellingum. Það vantar 650 rúm fyrír geðsjúka á sjúkrahúsum og dvalarheimilum 140 ónothœf rúm eru í notkun — geðlœknar eru 10 en þyrftu að vera 30 — vantar 75 geðhjúkrunarkonur til starfa ,,l stuttu máli má segja, að geðheilbrigðismálin séu í hreinu neyðarástandi í dag" sagði Tómas Helga- son prófessor í erindi, sem hann hélt fyrir tæpu ári. Oddur Ólafsson yfirlæknir ritaði grein um þessi mál fyrir skömmu í Vísi, og niðurlag orða hans voru þessi: ,, Ríkisstjórnin hefur lofað að ráða bót á ófremdarástandinu i mál- efnum geðsjúkra. Þær eru margar f jöldskyldurnar, sem bíða eftir efndunum." Hér á eftir verður leitazt við að gera grein fyrir ástandinu i stór- um dráttum eins og það er i dag, og verður að verulegu leyti stuðzt við fyrrnefnt erindi prófessors Tómasar Helgasonar, sem hann hélt á geðheilbrigðis- ráðstefnu Félags læknanema og Geðverndarfélagsins i fyrra. 1 þvi kemur m.a. fram, að það vantar mörg hundruð sjúkrarúm fyrir geðsjúklinga og hátt á annað hundrað sérlært starfsfólk. Þvi miður hefur ástandið ekkert breytzt til batnaðar fra þvi prófessor Tómas hélt erindi sitt fyrir nær einu ári. En i raun og veru hafa málefni geðsjúkra alltaf setið á hakanum og er ómælt það tjón, sem áhugaleysið um málefni geðsjúkra hefur valdið. Eina meiriháttar framförin, sem orðið hefur á siðustu 20 ár- um, er stofnun geðdeildar Borgarsjúkrahússins, sem tók við af Farsóttarsjúkrahúsinu. Þar fyrir utan er það stofnun geð- deildar Barnaspitala Hringsins sem opnuð var fyrir rúmu ári, en þá er upptalið það, sem gert hefur verið raunhæft til að bæta þjónustu við geðsjúka og fjölga sjúkrarúmum i 20 ár. Vantar 650 rúm Sjúkrarúmaþörfin fyrir geð- sjúka er nú talin vera um 1000. Hér er átt við alla þá, sem þurfa á hjálp geðlækna að halda, hvort sem þeir dvelja á sjúkrahúsum, hjúkrunar- og dvalarheimilum, drykkjuhæli eða endurhæfingar stöðvum. Samtals munu vera i notkun tæplega 500 rúm á þessum stofnunum, þar af eru ekki talin nothæf nema 350 rúm. Á gamla Kleppsspitalanum dvelja t.d. um 50 sjúklingar, þótt hann sé ekki einu sinni talinn boðlegur sem iveruhús lengur, hvað þá sem sjúkrahús. Ef við göngum út frá þvi, að hér Kleppsspitalinn gamli er nú talinn ónothæfur sem íveruhús, hvað þá sem sjúkrahús. Þar verfta þó tugir sjúklinga aft vera þar sem ekki er pláss annars staftar. Setustofa sjúklinganna er á ganginum. vanti um 650 rúm, eins og fram- angreindar tölur bera með sér, á þeim stofnunum sem nefndar eru hér að framan, þá verður skipt ingin milli stofnana þannig: Sjúkrarúm á deildaskiptu sjúkra- húsi vantar fyrir um 300 fullorðna og 25 börn, á hjúkrunar- og dvalarheimili vantar 200 rúm, skortir 80-90 rúm fyrir drykkju sjúka, sem þurfa á hjúkrunar og dvalarheimilisvist að halda, og 35 rúm vantar á endurhæfingar- stöð fyrir geðsjúka. Ýmsum finnst kannski, að ekki ætti að tala um drykkjusjúka um leið og geðsjúka, en að mati lækni telst drykkjusýki til geðsjúkdóma og þvi eru þeir, sem haldnir eru þeirri tegund geðveiki, að sjálf- sögðu taldir hér með. Skipting sjúkrarúma fyrir geðsjúka i dag. Deildaskipt sjúknhús, sem hafa rúm fyrir geðsjúka, eru aðeins tvö, geðdeild Borgarspitalans og Kleppsspitalinn. t þessum tveim stofnunum eru ekki i raun og veru rúm fyrir nema 210 sjúklinga. Það er 61 pláss á Borgarspitalan- um, sem skiptist nokkurn veginn jafnt milli spitalans sjálfs og Hvitabandsins, og á Klepps- spitalanum eru i raun og veru ekki nothæf nema 150 rúm, þó að spitalinn sé i dag ætlaður.fyrir 194 sjúklinga. Á geðdeild Barnaspitala Hringsins eru 15 rúm fyrir börn og unglinga innan 16 ára, en gert er ráð fyrir að þörfin sé 40 rúm. Á hjúkrunar- og dvalarheimilum, sem sérstaklega eru ætluð geð- sjúkum, mun vera rúm fyrir 120 sjúklinga eins og er. Auk þess dvelja nokkrir tugir sjúklinga að dvalarheimilinu að Ási i Hvera- gerði. Fyrir utan ein 22 rúm er hér um hreinar neyðarráðstaf- anirað ræða, þvi þessar stofnanir hafa verið byggðar til annarra nota. Á hjúkrunar- og dvalar- heimilum fyrir drykkjusjúka eru 68 rúm, en þörfin er 150. Reiknað er með 35 rúmum að Reykjalundi, sem gætu verið til ráðstöfunar fyrir geðsjúka i endurhæfingu, en þörfin er talin 60-80. Stórkostleg vöntun á starfsliöi Staífólk við geðdeildir mun nú vera l.ólega 80. alls. Þörfin er talin vera 240 - 250. Hér er ein- göngu átt við sérhæft starfslið, lækna, sálfræðinga, félagsráð- gjafa, hjúkrunarkonur og iðju- þj'lfa. Geðlæknar eru 10, en þyrftu að vera 30, sálfræðingar 4, þörfin 15, félagsráðgjafar 3, en þörfin 20. Geðhjúkrunarkonur eru 5, en þyrftu að vera 80, iðjuþjálfari er aðeins einn, en þeir þyrftu að vera 20. Læknar eru 10 talsins, en þörf er fyrir 30, en hins vegar hefur gengið nokkuð vel að fá al- mennar hjúkrunarkonur. Hér er eingöngu átt við starfsfólk á stofnunum. Það er því mikið starf fram- undan að útvega allt það sér- menntaða fólk, sem þarf til starfa, þótt á einhvern hátt yrði hægt að leysa húsnæðisþörfina. En nú er ekki vitað um nema 12 unga lækna, sem eru i framhalds- námi i geðlækningum. Hér hefur verið stiklað á stóru og margt er að sjálfsögðu ósagt, sem miklu máli skiptir. En það skiptir mestu máli, að gert verði stórátak til að bæta úr þvi ástandi, sem nú rikir og hefur dregizt úr hömlu að bæta úr. -SG ^/N/N/N/VN/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/VN/W'N/N/N/N/N/N^N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/V/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/N/V^ Verða plastpokar helzta sérkenni íslenzkrar náttúru? Um 1.5milljón plastpokar undir áburð fara til bœnda á ári eftir stœkkun áburðar verksmiðjunnar. Eyðast ekki á áratugum Útlit er fyrir, aft verulegur hluti 1.5 milljón plastpoka undan áburfti muni fara á flakk um Islenzka náttúru á hverju ári, þ.e. ef bændur halda almennt uppi þeiin standard I þrifnaöi, sem hefurþótt auðkenna þessa annars svo ágætu stétt. Þegar viðbótin við Áburðar- verksmiðju rikisins verður tekin i notkun næsta haust, er nefnilega ætlunin að setja allan áburð landsmanna i plastpoka, sem án tillits til margra góðra kosta hafa þann afleita galla, að veður og vindar vinna ekki á þeim. Eftir nokkra áratugi gætu þeir þvi orðið tugmilljónir plastpokarnir, sem „prýða” hina „ósnortnu” islenzku náttúru. Þetta er vandamál, sem margir hafa rætt um við mig, sagði Hjálmar Finnsson, fram- kvæmdastjóri Áburðarverk- smiðju rikisins, i viðtali við Visi i gær. — Ég sjálfur tek undir það sjónarmið, að plastpokarnir eru óæskilegir frá náttúruverndar- sjónarmiði, en þvi miður fæ ég ekki séð, hvernig við getum hamlað á móti þessari umbúða- þróun og afleiðingum hennar, nema að eggja bændur lögeggjan að eyða þeim i stað þess að skilja þá eftir á viðavangi. Hingað til hafa bændur ekki sinnt þessu sem skyldi, né heldur aörir, sem ættu að sjá um eyðingu plastiláta. Sveitirnar og fjörurnar hér i nágrenni Reykjavikur, þar sem varla er unnt að þverfóta fyrir plastdrasli, bera þessu sorglega vitni, sagði Hjálmar. Áburðarþörf landsmanna sam- svarar núna rúml. 1.3 milljónum poka af áburði árlega. Um 800 þús. plastpokar eru nú fluttir inn en áburðarverksmiðjan sjálf hefur sekkjað kjarnann i um 500 þús. pappirspoka, sem eyðast á tiltölulega skömmum tima. Það er fyrst og fremst fyrir áeggjan bænda, búnaðarfélaga og búnaðarsambanda, að horfið hefur verið að þvi ráði að setja áburðinn i plastpoka, segir Hjálmar. Plastpokarnir varð- veita áburðinn betur, þeir eru ódýrari, bæði vegna þess að sjálfir pokarnir eru ódýrari, en einnig vegna þess, að auðvelt er að geyma þá utanhúss, og sparast þvi mikið og dýrt lagerpláss. Hjálmar sagði, að þvi miður virtust ekki likur til þess, að unnt væri að fá áburðarpoka, sem hefðu kosti plastpokanna, en ekki galla. Að visu væri verið að vinna að gerð plastefnis, sem eyddist á ákveðnum tima, en það væri enn ekki komið á framleiðslustig. Þá kæmu pappirspokar, sem væru húðaðir að innan með örfinni plasthimnu, ekki að sömu notum og plastpokarnir. Plasthimnan kæmi að visu i veg fyrir, að áburðurinn tæki i sig raka, en pokarnir sjálfir þyldu ekki langa geymslu utanhúss og gliðnuðu þvi i sundur, þegar taka ætti á þeim eftir stutta veru utanhúss. -VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.