Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 3
3 Yisir. Föstudagur 17. marz 1972. „Útsýnið hvarf ekki alveg" Reyna „Biskupsföður" nœstu níu mónuðina „Okkur þykir leitt, aö byggingar okkar skuli byrgja út- sýniö fagra fyrir Bergsteini Gizurarsyni og nágrönnum hans i Kleppsholtinu. En við viljum ekki taka undir þau ummæli hans, að útsýnið fari með öllu til spillis,” segir Þorsteinn Baldursson hjá Gisla Jónssyni og Co. Og hann bendir á að i byggingunum nýju verði til húsa 20 heildsölufyrirtæki, þar sem tvö til þrjú hundruð manns muni vinna margvisleg störf. „Og þetta fólk hefur áreiðanlega yndi af fögru útsýni eins og þvi, sem er yfir Kollafjörðinn, Viðey, Akra- fjall, Skarðsheiði og Esju,” segir Þorsteinn. En hvers vegna voru byggingarnar ekki reistar dálitið neðar? Þannig hefði bæði skrif stofufólkið og ibúarnir i Klepps- holtinu mátt njóta útsýnisins? „Það er skipulagsyfirvaldanna að svara til um það. Þau hljóta að hafa eitthvað fyrir sér i þvi, eins og tillit til umferðar og annars þar fram eftir götunum,” svarar Þorsteinn. En nú verða Bergsteinn og ná- grannar hans að láta sér lynda að Þyrlan kostar 40-50 milljónir Heildarkostnaður við hina nýju þyrlu Landhelgisgæzlunnar er á- ætlaður milli 40 og 50 milljónir króna, með varahlutum. Mun kostnaður vegna varahluta vera stór liður i þeirri upphæð. Heimildarákvæði um 45 milljóna króna lán liggur nú fyrir þingi. Nýja þyrlan, sem Landhelgis- gæzlan fær, er tólf manna þyrla, en venjulega munu tveir menn verða á henni. Nú leitar Landhelgisgæzlan fyrirsérum kaup á minni þyrlu i staðinn fyrir Eir, einnig er i at- hugun að kaupa Fokkef-vél. — og kaupa skipið ef vel gengur horfa inn i steinsteypugafl bygg- inganna? „Ekki steingráan vegg, nei. Sigurjón listamaður i Laugarnes- inu hefur verið fenginn til að skreyta gaflinn. Nú þegar hefur verið komið upp einu, ef ekki tveim verka hans, og hin koma hvert á fætur öðru. Nú, og svo megið þið skila þvi til Bersteins og hinna i Kleppsholtinu, að þeim standi allar dyr opnar hjá okkur til að virða fyrir sér útsýnið sem hvarf....,” sagöi Þorsteinn að lokum. -ÞJM- Kísilgúrinn frá Mývatni mun i framtíðinni verða fluttur utan með skipum Hafskips h.f. Hefur m.a. af þeim orsökum þótt nauð- synlegt að auka skipastól- inn enn. Danska skipið Asser Rig mun þó mjög liklega verða eitt skipa félaganna eftir 9 mán. reynslu tima hjá félaginu. Sveinn Valdimarsson skipstjóri mun nú sigla með skip'inu og kynnast þvi, og liklega verður þetta skip Laxá, en Laxá, minnsta og fyrsta skip félagsins, var selt fyrir nokkru til Vestmannaeyja, en er enn i þjón- ustu Hafskips. Asser Rig er 2441 tonn að stærð sem lokað hlifðarþilfarsskip. Lestarrými er mikið, 118.820 rúmfet. Skipið hefur einkum verið notað til siglinga á Miðjarð- arhafi til þessa. Skipstjórinn Niels E. Lökkebö, á langan og happdrjúgan feril að baki, en hann stýrði áður fyrr einu af fá- um seglskipum Dana, sem sigldu um heimshöfin með frakt. Sigldi hann þá m.a. fyrir Gróðrarvonar- höfða. Hafskip hefur að undanförnu unnið að endurskipulagningu á ýmsum þáttum starfseminnar, m.a. endurnýjun tækja við vöru- móttöku og afgreiöslu, þannig að tekizt hefur að stytta verulega af- greiöslutima skipanna. JBP- Asser Rig var faðir Absalons biskups, þess er stofnsetti Kaupinannahafnarborg fyrir rúmum 800 árum. Ilcr kemur Asser Rig út úr höfninni i Vestmannaeyjum, en sú höfn var fyrsta höfnin sem skipiö heimsótti i fyrstu ferðinni liingað. Skipiö mun verða skrásett i Eyjum, — cf 9 mánaða reynslutíminn fer eins og von azt er eftir. Portúgalar stœrstu kaupendur að Nígeríusaltfiskinum Eftir að skreiðarmarkaðurinn i Nfgeriu lokaðist árið 1968 hefur Sölusamband islenzkra fiskfram- leiðenda unnið upp stóra markaöi fyrir verkaðan og óverkaðan salt- fisk i öðrum löndum. Nigeriu- fiskurinn fer nú einkum til Portú- gals og S-Ameriku. Einkum hefur útflutningurinn til Portúgals vaxið hröðum skrefum, og þangað voru seldar liðlega 12 þúsund lestir af óverkuðum salt- fiski i fyrra. Kaupa Portúgalar þvi nær hglminginn af heildar- framleiðslu okkar af óverkuöum saltfiski, þvi samtals var af- skipaö 25 þúsund tonnum i fyrra til útflutnings. Næst stærsti kaupandi að þessari vöru er Spánn með 4.500 lestir. Heildarútflutningsverð- mæti óverkaös saltfisks nam tæp- lega 1,4 milljörðum króna á sl. ári, en verkaður fiskur var fluttur út fyrir 380.000 krónur, samtals 6.369 tonn. Visir spurði TómasÞorvaldsson form. SIF um hvort kvartanir hefðu borizt um léleg gæði óverk- aða fisksins, en sem kunnugt er voru Nigeriumenn ekki sérlega kr.öfuharðir um gæði. Tómas, sagði, að svolitið hefði borið á kvörtunum, en slikt kæmi fyrir á hverju ári og engar stórar skaða- bótakröfur hefðu komið upp. Taldi hann söluhorfur góðar á þessu ári og væri verðið að jafn- aði 15% hærra en i fyrra. -SG Skylt að auglýsa með 4 vikna fyrirvara „Það eru skýr lagafyrirmæli, að lausar stöður skuli auglýsa i Lögbirtingablaðinu með 4 vikna fyrirvara. Hins vegar er útilokað, að hægt sé að auglýsa öll störf i Lögbirtingi þegar ekki er um fast- ráðningu að ræða” sagði Höskuldur Jónsson deildarstjóri launadeildar i fjármálaráðuneyt- inu i samtali viö Yisi i gærmorg- un. Opinberar stofnanir eru stöðugt að auglýsa eftir fólki, en algengt er, að ekki sé tilgreint um hvaða stofnun sé að ræða, heldur á að leggja umsókn inn á afgreiðslur blaðanna merktar hitt og þetta. T.d. mátti fyrir skömmu lesa eina slika auglýsingu, þar sem opinber stofnun auglýsti eftir einkaritara og hét góðum launum fyrir hæfa stúlku og jafnfram þagmælsku. Siðan kom „Tilboð merkt „1426” sendist afgr. Mbl.” Hér er ekki nefnt, hvort um starf eða stöðu sé að ræða og engar upplýsingar um fyrirtækið. „Ég tel útilokað að auglýsa svona stöður án þess að um- sækjandi hafi hugmynd um hjá hvaða stofnun hann sækir um starf” sagði Höskuldur. Jafn- framt kvaðst hann vita þess dæmi, að opinber fyrirtæki aug lýstu eftir fólki og legðu nafn sitt við, en settu sömu auglýsingu einnig nafnlausa, hvað svo sem það ætti nú að þýða. Þá er það algengt i auglýsing- um frá þessum dularfullu stofn unum, að tekið sé fram „laun samkv. kjarasamningum” Höskuldur sagði þetta oft gefa umsækjendum mjög takmarkað- ar upplýsingar. T.d. gæti skrif- stofumaður verið frá 7. launa- flokki og allt upp i 27. 1 haust var sérstaklega mikið kvartað undan þvi, að hið opinbera endursendi ekki umsóknir né skilriki, sem þeim fylgdu. Stóðu umsækjendur uppi ráðalausir, þar sem þeir höfðu ekki hugmynd um, hvaða stofnun væri nr. „12345” eða hvar hún væri til húsa. Þessu mun nú vera búið að kippa i lag að mestu. -SG- „Hvers vegna 13 mánaða laun?" „Hvers vegna sitja stjórnvöld með hcndur i skauti á meðan bankakerfiö blæs út? - Hvers vegna fjölgar bönkum stööugt og bankaútibúum? - Hvers vegna risa stórhýsi banka, á meðan rikisstofnanir kúldrast i leigu- húsnæði? - Hvers vegna eru bankaráöin óvirk? - Hvers vegna þiggja bankastjórar 13 mánaða laun? - Hvers vegna skagar starfsmannafjöldi Seðlabankans upp i starfsmannafjölda allra ráðuneytanna? - Hvers vegna....?” Það eru margar spurningarnar sem lagðar eru fram i þingsálykt- unartillögu þeirra Bjarna Guðna- sonar og Ingu Birnu Jónsdóttur um endurskoðun á bankakerfinu. En i greinagerð með tillögunni svara þau raunar ýmsum spurninganna og segja svarið Iiggja i augum uppi: „Banka- kerfið er dágott sýnishorn um stjórnleysi nýrikrar þjóðar á verðbólgutimum. En mestu máli skiptir þó, að stjórnmála- flokkarnir hafa kastað eign sinni á bankakerfið”. Segja flutningsmenn að flokkarnir hafi séð hag sinum borgið með þvi að hluta á milli sin bankastjórastöðum og hafi þvi ekki séö neina ástæðu til að hrófla við skipulaginu. Hins vegar vakni áhuginn þegar flokkarnir þurfi að koma fulltrúa sinum i banka- stjórastöðu, sem þeir telji sig eiga samkvæmt óskráðum úthlutunar- reglum. Þá hefjist innanflokks bræðravig. Þá segir i greinargerð með til- lögunni að i stjórnarsáttmálanum sé talað um að endurskoða allt bankakerfið. Nú hafi rikisstjórnin setið að völdum i hálft ár en ekki gefið sér tima til að hefjast handa. Tillagan sé þvi brýning til rikisstjórnarinnar. —SG Laxárdeilan: Reyna til þrautar að ná sœttum „Stanzlausar sáttatilraunir hafa farið fram með deiluaðilum bæði fyrir noröan og einnig hér i Reykjavik. Hér er orðið um geysimargbrotið og flókið mál að ræða og mikið í húfi að það leysist á farsælan hátt”, sagði Egill Sigurgeirsson hrl i samtali við VIsi, en hann er annar tveggja sáttasemjara I Laxárdeilunni margumtöluðu. Hann kvað talsvert hafa miðað i samkomulagsátt, en þó bæri vissulega mikið i milli ennþá. Rætt hefur verið við deiluaðiia sitt i hvoru lagi.og sagði Egill að reynt yrði til þrautar aö ná samkomulagi i deilunni. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.