Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Fimmtudagur 16. marz 1972. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritsíjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 11660 ( 5 línur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Hussein hreyfir sig Hussein Jórdaniukonungur á heiður skilinn fyrir að koma hreyfingu á málin. Vissulega er þó óvist, að tillögur hans séu raunhæf lausn á vandamálum Jórdaniu og Palestinu. Þriðjungur ibúa Jórdaniu eru flóttamenn frá svæðum sem ísraelsmenn ráða. Þetta fólk lýtur forystu róttækra afla, ýmiss konar samtaka skæruliða, og fyrstu viðbrögð þeirra við tillögum Husseins eru að saka hann um svik. En stöðnunin er aðalvandamálið i skiptum Araba og Israelsmanna. Hún getur endað skyndilega með stórstyrjöld. Hræðsla Arabaleiðtoga við að stiga öðrum fæti fram fyrir hinn hefur lamað allt friðarstarf Sameinuðu þjóðanna og annarra á þessum sióðum. Margt hefur þó breytzt, siðan ísraelsmenn gjör- sigruðu Araba i styrjöldinni 1967. Nasser forseti Egyptalands varð fyrstur til að rétta fram hönd til sátta. Þá gerðist það loks, að leiðtogi arabisks rikis gaf i skyn, að hugsanleg væri önnur lausn á deilunum en ,,útrýming ísraelsrikis”. Nasser var sterkur leiðtogi. Sviplegt andlát hans stöðvaði frekari hreyfingu i samkomulagsátt. Eftirmaður hans i forsetastóli, Sadat, kom að visu á óvart með þvi að feta i fótspor hans og halda opnum leiðum til sátta. En Sadat er ekki sambærilegur leiðtogi og Nasser var. Sadat hefur ekki megnað að safna Aröbum undir merki sitt. Þvert á móti stendur hann höllum fæti i landi sinu, og ekki kæmi á óvart, að valdaferli hans lyki innan skamms. Viðbrögð Israelsmanna við leiðtogaskiptunum i Egyptalandi urðu sifellt meiri þvermóðska. Vitað er, að Israelsmenn hafa búið sig undir að sitja til langframa á hernumdu svæðunum, sem þeir tóku af Aröbum 1967. Israelsmenn hafa stofnsett verk- smiðjur og flutt fólk til margra þessara svæða, og þó einkum þess hluta Jerúsalemsborgar, sem tilheyrði Jórdaniu fyrir striðið. Israelsmenn vita þó að enginn Arabaleiðtogi mún geta sætt sig við, að þessi svæði séu endanlega glötuð. Forystumenn Araba voru stórorðir um áramótin, og Sadat boðaði ,,algert strið” gegn Israels- mönnum. Af þvi varð ekki að sinni, og siðan hefur Sadat orðið fyrir vaxandi gagnrýni heima fyrir og háði og spotti erlendis. Tillögur Husseins ganga út á stofnun sambands- rikis á svæði, sem tekur til Jórdaniu og Palestinu, að meðtöldum svæðum, sem ísraelsmenn hernámu. Palestinumenn krefjast hins vegar algers full- veldis. Þessar tillögur eru i ýmsu freistandi fyrir Israelsmenn. Með þessum hætti gæti þeim veitzt auðveldara að hafa hemil á skæruliðum, sem hafa sig frammi á landamærasvæðunum, gera árásir yfir landamærin og leita siðan skjóls i Jórdaniu. Israelsmenn gætu betur ráðið við þetta vandamál, ef stofnað yrði sérstakt riki á þessum slóðum, þar sem eigin forystumenn bæru ábyrgð ef i odda skerst. Tillögur Husseins eru þó fyrst og fremst tilraun til að koma til móts við óskir flóttafólksins frá Palestinu um að ráða málum sinum sjálft, en vera ekki aðeins ómagar i Jórdaniu. Hver þorír að segjo „Ég er hórbarn!" Það er vist meiningin, að við pússum okkur upp i kvöid, förum i kjói og hvítt, sléttgreiðum okkur og sköfum undan nöglum til að sitja á mestu snobbsamkomu ársins, sem svo hefur verið kölluð, pressubailinu. Og það kynduglegasta er, að við skulum hafa fyrir þessu til að taka á móti Bernadettu Devlin. Það var þá vit, að efna tii siðkjólaballs fyrir skruggukvenmanninn frá Cooks- town, sem kann vist bezt við sig úti á götuvirkjunum i Derry og vilar ekki fyrir sér að kasta grjóti i Órangista-lögregluna. Bara að hún mæti þá ekki sjálf i öllu finiriinu á ullarpeysu, ef hún þá kemur nokkuð eftir aiit saman. Allt er þetta heldur kyndugt, prúðbúnum kjólklæddum rnönnum mun sjálfsagt finnast kúnstugt að mæta Bernadettu i eigin persónu, kannski i ullar- peysu. Þar verður sem mætist tveir ólikir heimar. Menn verða i vandræðum með hvað á helzt að tala um við hana, hvað eigum við að segja viö fyrstu mennina, sem heimsækja okkur frá Mars, hvernig geta hugmyndir okkar og skilningur mætzt. Hvernig getum við komizt i kontakt við ein- stakling frá hinum myrku mið- öldum, sem kemur inn i okkar tuttugustu öld, persónu sem kemur út úr andrúmslofti galdra- ofsókna, er alin upp i trúareinsýni páfakirkjunnar. Þetta verður skelfilegt, við getum ekki átt neitt sameiginlegt, orð eins og frelsi, ást, dyggð og sómi hafa allt aðra merkingu. Hvernig eigum við til dæmis að lita á þessi. ummæli Bernadettu Devlin, hvort lýsa þau henni sjálfri eða þvi þjóð- félagsumhverfi, sem hún lifir i: ,,Það má vera, að ykkur finnist orðið „hórkrakki” eitthvað hlægi- legt. Óg það má lika vera, að þiið teljið frjálsar ástir billegar, ef þæ'r er hægt að kaupa fyrir tvo shillinga og niu pens i Sandy Row. En hvað margir ykkar þyrðu aö standa upp, án þess að roðna, og segja óhvikandi: ,,Ég er hór- barn-?” Það stóð enginn upp, og óþægileg þögn lagðist yfir salinn. Svo heyrðust fáein hlátrafliss, og nokkrir stóðu upp á við og dreif og sögðu i háðslegum hálfkæringi: ,,Ég er hórbarn”, En loksins stóð ungur piltur upp og tók til máls. „Það er greinilegt,” sagði hann, „að ekkert af þessu fólki hefur verið kallað hórbarn i alvöru. En ég hef orðið fyrir þvi, og þess vegna skil ég betur, hvað þú varst að fara.” Já hvernig eigum við norður á hinu háþróaða tslandi að skilja slik orðaskipti og þær tilfinn- ingar, sem að baki þeim liggja. Við erum svo fullkomnir. Eða þorir ekki hver sem er á Islandi að standa upp og segja upphátt án þess að blygðast sin: „Ég er hórbarnl”, þó það nú væri, (og flissa um leið) jafnvel á sjálfu siðkjólaballinu. Já, hvernig á að skilja, hvernig á að komast i kontakt? Það er vandamálið. Ymsir kunningjar minir hafa við og við haft orð á þvi, hvernig ég svona gamall ihaldskurfur hafi getað fengið mig til að taka upp hanzkann fyrir galdrakvendið Bernadettu Devlin, leggjast jafnvel svo lágt, að afsaka það, prisa og lofa, þegar hún tók sig til og klóraði virðulegan ráðherrann á fremsta bekk hins hátignarlega parla- ments. Svo er hún þar að auki yfirlýstur sósialisti, og að þú skulir leyfa þér, af gamalli og góðri fhaldsætt, að taka upp hanzkann fyrir þessa rótarstelpu. Og þar sprakk blaðran. Það er ekki laust við það, að svo sé farið að stimpla mig fyrir þetta sem laumukomma, ekkert betri en SAM. En þvi er þá fyrst til að svara, að það er sigildur misskilningur margra, að hin svokölluðu „lög” mannanna séu óskeikult og óumbreytanlegt nátturulögmál. Þessi misskilningur teygir sig alla leið aftur til gamla Mósesar, þessa gamla einræðisseggs, sem hugðist stinga allri Israelsþjóð i vasa sinn með lögum höggnum i stein, svo óafmáanleg áttu þau að vera. En reynsla þjóðanna síðan hefur sýnt, að hvorki Móseslög né önnur lög fá staðizt til eilifðar. Lög eru einskis virði, nema þau séu i samhljóman við lifsviðhorf fólksins. Við tökum ekki lengur hórhjúin og hengjum þau á hæsta gálga eða drekkjum þeim i drekkingarhyl. Hvenær sem lög eru ranglát, eru til önnur miklu sterkari óskráð lög gegn þeim, sem heimila hverjum einstaklingi að verja sig gegn þeim, heimila honum jafnvel að fórna lifi sínu i þágu réttlætisins. Þegar menn hyggja nánar að þessu, geta varla verið um það skiptar skoðanir, um það vitnar óralöng lifsreynsla hundraða þjóða. Lifsviðhorf Bernadettu Devlin, sem eru svo snilldarlega túlkuð i ævisögu hennar, Sál min að veði, eru sprottin upp úr þjóðfélags- ástandi þvi sem rikir á Norður- trlandi. Og þegar við hugleiðum sósialismann, þá gildir það sama um hann og aðrar stjórnmála- stefnur, að hann er ekki tieldur neitt náttúrulögmál, algilt i öllum löndum fyrir alla tima. Þó við séum andvigir honum við einar aðstæður, þar sem hann leiðir sýnilega ekki til neins annars en skriffinnsku og sóunar, getum við viðurkennt, að hann kunni að eiga við á öðrum stöðum og öðrum timum. Þegar við hvörflum augum til ranglætisþjóðfélags miklu iðnbyltingarinnar á siðustu öld, verðum við að viðurkenna, að uppspretta sósialismans var óhjá kvæmileg söguleg nauðsyn til að hamla gegn þvi fári. Þá var sáð i stórum stil hatri til blóðstrauma og styrjalda. Við ættum nú að vera reynslunni rikari, við vitum hvaða uppskeru við skárum. Við höfum lika nú kom izt á snoðir um, eftir áratuga þögn og fáfræði, hvernig samfélaginu var háttað i Norður-trlandi, hvernig miskunnarlausri kúgun gegn minnihluta var haldið uppi undir nafni lýðræðis, hvernig mann- vonzka og djöfulæði hrokans og valdafikninnar eitraði sálirnar. Og þvi segi ég, það er engin furða, þó Bernadetta Devlin kalli sig sósialista. Hvað dugar annað en bylting gegn slikri ófreskju hrokafulls valds. Það er ekki þar með sagt, aö við mætumst á miðri leið. Það er kannski ómögulegt að mætast eða skilja. En þó kann að vera undir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.