Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 7
7 niðri sami stofn mannlegra til- finninga, sem er miklu dýpri og stærri en nokkur sósíalismi eða nokkur önnur stjórnmálastefna. Það snertir rétt okkar til að lifa eins og menn og láta engum haldast uppi að troða á okkur. Fyrir mér var samskilningur kannski fólginn i stuttri lýsingu Bernadettu á stjórnmálastarf- seminni i háskólanum: „Fólkið var svo upptekið af þvi að spila stúdenta, að bera skjalatösku undir armi og gáfusvip á andliti. Ég fann engar bitastæðar hug- sjónir til að berjast fyrir hjá pólitisku flokkunum (i háskólanum). Þeirvoru allir eitt- hvað svo mengaðir af persónu- metnaði og stertimennsku, eins og afskipti af stjórnmálum ættu samtundis að hefja þá upp fyrir raðir venjulegs fólks. Umræður þeirra fóru fram á einhverju upp- höfnu menntamannastigi, envoru ekki i snertingu við neitt mann- legt samfélag sem ég þettki til. 1 sperringi sinum reyndu þeir að vera hástemmdir, semja stefnu- skrár, og bjóða frægu og finu fólki að koma og halda fyrirlestra, en þeir gátu ekki verið raunveru- legir. Maður hafði það alltaf á til- finningunni, að i rauninni stæði þeim alveg á sama um allt, sem gerðist utan veggja háskólans. Þjóðfélagsmál voru léttvæg, nema aðeins til að hafa eitthvert umræðuefni i félagi sinu.” Er hér ekki einmitt snert við þvi viðfangsefni, sem alls staðar hrærist undir niðri? Hvert er eðli valdins, hvernig á ég að komast að völdum, hvernig á ég að beita völdunum? Geta menn komizt til valda fyrir það eitt, að þeir ágirnast þau til að upphækka sjálfan sig og gera sig að stórum kalli? A að skipa völdunum fyrir þröngum hópi gáfulegra forustumanna, sem setja upp virðulegan svip og kjósa hver annan i nýjar og nýjar og nýjar nefndir, skiptast um að ýta undir rassinn hver á öðrum, upp á nýtt og nýtt þrep valdsins? Kemur þeim ekkert við i þessu klifur- kapphlaupi upp á hefðartindinn, hvort fólkið umhverfis, þjóðin sjálf, þjáist og á við hundruð erfiðleika að striða? Og hvernig á svo að beita valdinu, þegar þvi er náð, er það aðeins gert fyrir vald- hafann, er rikið þú sjálfur herra Louisdor konungur? Eða hefur það einhvern annan tilgang að reyna að lina þjáningar og erfið- leika fólksins? A þessu sviði er hægt að sameinast og skilja. Við getum lika horft i kringum okku i Jjjóð- félaginu og séð, að ef einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa þýðingarmestu vandamál fólksins gleymzt. Það er að visu ekki út af fyrir sig eins hér á hinu kalda Islandi og á hinu heita og mjög svo sprengihætta Norður- trlandi. Við þurfum heldur ekki að glima við launskyttur og morðingja. En við eigum lika vandamál sem hafa gleymzt, einhvern veginn dottið upp fyrir. Það væri auðvitað hægt að nefna mörg slik, en eins og ég hef áður gert hér i greinunum, þá er aðal. ástæða til að minnast á eitt. Það er hið eilifa áfengisvandamál, áratuga af-" skiptaleysi og vanræksla, sem kostar stóran hluta þjóðarinnar, sjúklingana sjálfa, eiginkonur, börn og vandamenn ósegjanlegar þjáningar. En það er eins og hróp og bænir þessa fólks nái engra eyrum. Valdið sýnist ekki vera til að þjóna þeim, heldur til einhvers alls annars, sem enginn skilur i. 1 Norður-lrlandi er hrópað um annað. Þar risa upp til himins bænir um einföldustu réttindi mannsins ,um atvinnu^ um rétt til að eignast heimili, um aðstöðu til að mega kvænast og skapa fjölskyldu og lifshamingju, Enginn hefur heyrt þessi drynj andi hróp og ásakanir. Þar sitja valdhafarnir heyrnarlausir og tilfinningalausir uppi i hinum forna Stormont kastala, heyra ekkert, vita ekkert og vilja ekkert skilja, hvað er að gerast i kringum þá, girta lögum og lög- reglusveitum með pálisandurs kyl'fúm. „1 þrjá daga bragðaði ég ekki matarbita. Mér var flökurt af hneykslun og skelfingu. Ég óskaði mér þess, að ég mætti þeysa á gandreið á milli allra lögreglu- bækistöðva i Norður-llandiog drepa þá alla, þessa einkennis- búnu djöfla. n skynsemin náði aftur yfirhöndinni,” Þorsteinn Thorarensen cTWenningarmál Nýr Macbeth Playboy-fyrirtækiö fékk þann fræga, unga hryllingsmyndafram- leiðanda, Roman Polanski, til að gera fyrir sig kvik- mynd eftir Macbeth Shakespeares. Hversvegna Polanski? spurðu menn. Vegna þessað hann hefur sýnt hæfni sína sem hroll- vekjuskapari. En Polanski virðist hafa jafnframt hæfileika til að skilja gömul, sígild bókmennta- verk á ferskan hátt. Það var 1970 um vorið, sem pólski leikstjórinn Roman Polanski hóf að vinna að mynd eftir Macbeth Shakespeares. Nú er þessi mynd sýnd út um alla Evrópu og Ameriku við feikilega aðsókn. Kannski ekki i frásögur færandi — nema að þvi leyti, að vinnu- brögð Polanskis að þessari mynd þóttu með nokkrum hætti óvenju- leg. Eins og hans er raunar von og visa: að vera óvenjulegur. Það var ameriska bisniss-stór- veldið „Playboy”, sem kostaði gerð Macbeths Polanskis, og með honum að gerö handritsins vann frægur enskur leikhúsmaður og jafnframt Playboy-blaöamaöur, Kenneth Tynan. Skilningur Polanskis á Macbeth er likast til ekki alveg glænýr af nálinni, en kvikmynd um Mac- beth morðingja hefur aldrei verið gerð eftir linu Polanskis. Hann vorkennir glæpamann- inum. Hann gerir hann að ung- æðislegum metnaðarsegg, sem er rekinn áfram af valdafikn, en þó miklu frekar rekinn áfram af konu sinni, hinni ungu og fögru kastalafrú, sem sifellt hrærir upp tilfinningar og taugar manns sins. Polanski neitar þvi, að Mac- bethhjónin hafi verið miðaldra, grálynd hjón. Hvaða hermaður hefði látið Gunnar Gunnarsson Iskrifar um kvikmyndir kerlingarskass æsa sig tii hryðju- verka? segir Polanski. Nei — Macbeth var góður hermaður, fyrst og fremst hermaður og þar að auki unglingur, ástfanginn upp fyrir haus af töfrandi konu. Playboy geðjaðist afskaplega vel að þessum skilningi hans, og þær eru ófáar yngismeyjarnar, sem Polanski fékk til að koma fram i myndinni, kviknaktar. Nei, nei! — þetta er ekkert endalaust stripl. Það sást varla ber kroppur i myndinni nema nornirnar, ungu og fögru, seið- kerlingarnar. Og svo Lady Macbeth, er hún gengur i svefni og reynir að þvo blóð af höndum sér. Af hverju hef ég hana alls- nakta þá? Vegna þess að á þeim tima, sem leikurinn gerist, var ekki enn búið að finna upp nátt- serkinn. Fólkið svaf allsbert. „Ég sé Macbeth sem ungan, hreinskilinn striðsmann, sem hægt og hægt þeytist af stað með atburðarás vegna metnaðar sins. Þegar hann hittir seiðkonurnar, systurnar, þá hugsar hann eins og maður, sem vonast eftir að vinna milljón i happdrættinu — fyrst og fremst er hann spilamaður sem leggur hátt undir.” Undarlegt sambland Háskólabió mánudagsmynd: ,,A ntonio, maður dauðans” ☆ ☆ ☆ Höfundur: Glauber Rocha Glauber Rocha er sagður vera i allra fremstu röð brasiliskra kvikmyndahöfunda, og skal það ekki dregið i efa við þessi fyrstu kynni af honum og raunar fyrstu kynni af brasiliskri kvikmynda- list. „Antonio, maður dauðans” er undarleg mynd. Hún er sannar- lega ekki auðskilin, en samt svo einföld að gerð. Leigumorðinginn Antonio gengur á mála hjá stór- bóndanum til að ráða af dögum leiðtoga trúarflokks. Þessi leið- togi, Coriana, er eins konar dýr- lingur, sem ætlar sér að sigrast á hungrinu. Antonio drepur leiðtog- ann, en myndin snýst áfram um hann dauðan. Klippingar Rocha eru mjög ó- venjulegar — hann hefur ekki fyrir því að horfa á leikendur út frá einu sjónarhorni. Þeir eru ævinlega á ferðinni, jafnvel i löng- um samtölum eru menn sífellt færðir til og ekkert haft fyrir þvi að hafa samhengi I senunum. Myndavél er stillt upp, og er leikið fyrir framan hana um stund. Siðan er vélin færð og aftur leikið. Sennilega ekki mjög mikil vinna lögð i klippingar. Einmitt þessi frumstæðu vinnubrögð gefa þessari mynd eitthvert dulúðar- magn, þannig að hún gleymist seint. Og tónlistin sem Rocha not- ar, er afar mikilvæg. Stundum hljómar hún eins og aftan úr grárri forneskju, en i næstu andrá heyrir maður gól I popp-söngv ara, og António er ýmist þrammandi um eyðimörk eða að flækjast innan um nýtizkulega vörubila. Vörumerki Glaubers Rocha er sagt undarlegt samband af þjóðlegheitum og framúr- stefnu. Sannarlega var forvitnilegt að fá örlitið að sjá frá Brasiliu og þessi mynd vekur forvitni eftir að fá að sjá meira eftir Glauber Rocha og-aðra Brasiliumenn. Stefón Edelstein skrifar um tónlist: Gaman að syngja Ruth L. Magnússon söng- kona og Árni Kristjánsson píanóleikari glöddu eyru áheyrenda á tónleikum Tónlistarfélagsins s.l. þriðjudagskvöld. Ruth hefuroft komið opin- berlega fram áður við ýmis tækifæri (þó því miður allt of sjaldan, þegará heildina er litið). Þarf því varla að fjölyrða um ágæti hennar sem söngkonu og túlkanda. Mezzosópranrödd hennar er í góðu jafnvægi, og henni tekst vel að virkja holrúm höfuðs og líkama. Enginn mun efast um það, þegar hann hefur heyrt hana syngja mjög veikt með röddu, sem berst út í hvern krók og kima salarins. A efnisskránni voru verk eftir Grieg, Jón Þórarinsson, Samuel Barber og irsk þjóðlög. Hóf Ruth söng sinn með Ijóðaflokknum „Huliðsheimar” eftir Grieg. Ég býst við, að manni beri að hafa mikið dálæti á Grieg (og Sibelius), þó ekki væri nema vegna samúðar og ástar á Skandinaviu. Þvi miður nær tryggð min of skammt til að lof- ausa Grieg, allra sizt þessi söng- lög eftir hann. Mér finnst þau heldur leiðinleg, einhliða og of gómsæt i heild. Samtskal þvi ekki neitað, að ýmislegt skemmtilegt og. aðlaðandi býr i sumum þeirra, sérstaklega i þeim lif- legri. Ruth þurfti 2 eöa 3 lög til að „syngja sig inn”, sérstaklega efra raddsviðið. Eftir það var hún „tilbúin”. Prýðileg túlkun Ruthar á „Ast- Ruth Magnússon inni og dauðanum” eftir Jón Þórarinsson (ljóð eftir Christian Rosetti) kemur manni til að harma, að sá ágæti maður skyldi ekki semja fleiri tónverk. Jón $r smekkmaður og gáfað tónskáld þar að auki, breytir þar engu um, þótt þetta verk beri sterk ein- kenni stils Hindemiths, kennara Jóns. Ruth flutti okkur merkilega og stórfallega tónlist eftir hlé: „Söngvar einsetumannsins” eftir bandariska tónskáldið Samuel Barber (byggðir á kveðskapirsk ra munka frá 8.-13. öld). Þessi „lög” eru stórskemmtilegar tón- smiðar, sum hver hreinustu ger- sc.nar, og ekki er kveðskapurinn af lai\... ‘aginu. Reynir söngur þeirra og t. un mjög á snilli ein- söngvara (og undirleikara), og finnst mér Ruth hafa hér komizt i hápunkt kvöldsins. Að lokum söng Ruth nokkur irsk þjóðlög við sérstaklega góðar undirtektir áheyrenda. Virtist söngkonan vera ákveðin i þvi að færa innihald og boðskap laganna beint að mönnum. Þetta tókst henni vegna ágætrar framkomu á sviði, frjáls og lifandi söngmáta, og e.t.v. ekki sizt einfaldlega vegna þess, að maður trúir þvi að hún hafi sjálf gaman af að syngja þessi þjóðlög, henni tekst að smita áheyrendur með sönggleði sinni. wm& ■% ■ Polanski i kastala Macbeths Að lokum nokkur orð um undir- leikarann: Arni Kristjánsson er ekki bara góður og vandaður undirleikari, heldur hreinasti snillingur i þeirri grein. Það eru fáir, sem eru sjálfstæðir persónu- legir túlkendur og um leið slikir aðlögunarsnillingar sem Árni er. Það kann að hljóma hálfdónalega eða afkáralega, ef talað er um framfarir hjá listamönnum, sem eru komnir af léttasta skeiðinu. En Arni leikur betur með ári hverju (nú, gerir Rubinstein það ekki einnig?). Mikið klapp, blóm, tvö aukalög. Kærar þakkir, Ruth og Árni. Arni Kristjánsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.