Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 9
Visir. Föstudagur 17. marz 1972. 9 Þótttaka í kennaranámskeiðunum vekur athygli erlendis — en hún er vegna hins óeðlilega ástands, sem stafar af hinum miklu breytingum í skólakerfinu, segir Stefán Olafur Jónsson fulltrúi í viðtali við Innsíðuna — Hlutfall kennara, sem sækja kennaranámskeið hér að sumrinu, meira en helmingur fastráðinna kennara, þykir óvenju hátt og hefur vakið mikla athygli erlendis. En þetta er óeðlili ástand, sem stafar *>f. hinum miklu breytingum á skólakerfinu. Meðal annar'ra þjóða þykir eðlilegt, að fjórð- ungur starfandi kennara sæki slik námskeið, segir Stefán Ólafur Jónsson fulltrúi i Fræðslumáladeild Mennta- málaráðuneytisins. Ekki undir 800 á námskeið í sumar t fyrrasumar sóttu 1100 kennarar endurmenntunar- námskeið. t sumar er búizt við, að tala kennara, sem sæki slfk námskeið, verði milli 800 og 1000, og ekki undir 800 eins og Stefán Ólafur segir. Þegar kennaranámskeiðin voru að hefjast, þótti það ganga ósvifni næst að tala um endur- þjálfun kennara. Kennarastétt- in virtist vera nokkuð svo við- kvæm fyrir þessu orði, en ætli langflestir liti ekki öðrum aug- um á málin nú. Endurmenntun eða endurþjálfun kennara þykir sjálfsagður hlutur og endur- þjálfunar i öðrum starfsgrein- um er sennilega fyllilega þörf. Jafnvel er ekki óliklegt, að ein- hverjir óski þess að geta komizt á slik námskeið til þess að fylgjast með á starfssviði sinu og fá endurvakinn áhuga á starf inu, sem nýr lærdómur ætti allt- af að gefa. Með námskeiðum af þessu tagi veitist ef til vill einnig launauppbót, en t.d. kennarar geta hækkað sig i launaflokki með þvi að sækja viss námskeið. Það er ef til vill arðvænlegra að öllu leyti þegar til lengdar lætur, en að standa i byggingar- vinnu, sem var ekki óþekkt fjáröflunarleið kennara á sumrin i eina tið. En vikjum aftur að þvi, sem Stefán Ólafur Jónsson hefur að segja um kennaranámskeiðin. Hann segir, að i sumár verði námskeiðin a.m.k. 20 og að öll- um likindum fleiri, en i fyrra hafi þau verið liðlega 20. Stórir námskeiðsflokkar, sem verða kenndir, eru stærðfræði, eðlis- fræði, danska og liffræði, en i þeim námsgreinum hafa verið gerðar og verða gerðar miklar breytingar á kennsluháttum i barna- og gagnfræðaskólum. Sú breyting verður á nám- skeiðunum, að þau verða lengd. YíirJeitt munu þau standa yfir i 2-3 vikur og sum lengur. Áður voru 7-8 daga námskeið algeng. —Þessi mikla þjálfunarþörf vegna breyttra kennsluhátta, hlýtur hún ekki að stafa af þvi, að við höfum dregizt aftur úr öðrum þjóðum i kennslu- háttum? Leggjum áherzlu á skjótar og róttækar breytingar á skólakerfinu. — Jú, það má segja það, að við höfum ekki talið okkur standa jafnfætis sumum öðrum þjóðum, en það má einnig segja það, að við leggjum áherzlu á skjótar og róttækar breytingar á skólakerfinu. En það breytist svo margt i kennslumálum og einhver endurnýjun á sér alltaf stað og þvi er fyrst og fremst stefnt að þvi að draga.st ekki aftur úr. Segja má, að breyting- in á kennsluháttum hafi verið hæg frá 1946-1963-65 en mjög ör frá þeim tima, og svo mun verða þennan áratuginn. Við teljum að nokkuð fari að draga úr endurmenntun kennara 1977, þannig að það verða ennþá 4-5 ár, sem nokkur þungi hvilir á endurmenntuninni. Eftir þann tima verður hægt að fara að tala um eðlilegt viðhald. Oft hefur verið talað um áhuga kennaranna, sem sækja námskeiðin, en þeir sækja þau á eigin kostnað. Stefán Ólafur segir, að kennarar búsettir i Reykjavik sæki námskeiðin á eigin kostnað. Kennarar utan af landi, sem sækja námskeiðin, fá ferða- og dvalarkostnað greiddan samkvæmt samning- um við rikisstarfsmenn um dag- peninga, er þeir fá, þegar þeir eru i innanlsndsferðum, en upp- hæðin er núna 750 krónur á dag. Mótfallinn því, aö kennarar þræli sér út i óskyldri vinnu —Það er vikið að þvi, að kenn- arar hafi lengi vel verið öfund- aðir af hinu langa sumarfrii — þrem mánuðum ár hvert, sem þeir hlióta einir stétta oe um þau ákvæði, sem segja, að þeir eigi að nota hluta af þessum tima til undirbúnings kennsl unni fyrir næsta ár. 1 eina tið fór litið fyrir þessum undirbún- ingi hjá kennurum, og unnu þeir yfirleitt allt sumarið i öðrum störfum til að fá uppbót á kaupið. Að visu með undantekn- ingum. Hvernig standa málin nú? — Jú, kennarar hafa farið geysilega mikið inn á almennan vinnumarkað á sumrin t.d. i byggingarvinnu. Nú er það þeim mun örðugra og jafnvel útilokað, sumir þeirra sækja meira en eitt námskeið. Það er talað um þriggja mánaða hlé i skólunum. Þó eru skölárnir að lengjast, og menntaskólarnir byrja t.d. i haust hinn 15. sept- ember. Kennarar vinna yfirleitt meira en aðrir opinberir starfs- menn yfir veturinn en eiga að skila i heild sama vinnutima. Þess vegna hefur þessi timi orðið lengri að sumrinu en hjá öðrum. Einnig hafa kennarar sjálfir til ráðstöfunar 160 klukku stundir á sumrin til undirbún- ings kennslustarfs að vetri. Þannig hefur kennarinn einum mánuð lengri tima en aðrir sem hann á að nota til að undirbúa kennsluna, hitt vinnur hann af sér að vetrinum. Ég er algjör- lega mótfallinn þvi, að kennarar séu að þræla sér út i óskyldri vinnu á sumrin. Þá koma þeir ekki endurnærðir til starfs að haustinu tii. — Námskeiðin hljóta þvi að hafa breytt þvi ástandi að nokkru, eru kennarar ánægðir með þau? — Já, þeir taka vel við þeim og virðast vera ánægðir, enda reynum við að fá bezta fólkið, sem völ er á i hverri grein til kennslunnar. En maður, sem IINIIM SÍÐAN Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir ætlar. t,d. að ganga inn i eðlis fræðikennsluna eftir breyting una, verður að fylgjast mei námskeiðum i 3-4 ár, og sarm máli gegnir i stærðfræðinni of fleiri greinum og þá má ef til vil tala um of mikið álag, þar sen kennarar hafa þó þennan timt til frjálsrar ráðstöfunar, ti undirbúnings kennslunni. Hér eru það söngkennarar, sem eru á námskeiði. Kennt um flóttamenn og uppreisnir — margar nýjungar á döfinni i námsefni barna- frœðaskólanna, sem verða kenndar eða kynntar á Breytingarnar á kennslunni og námsefni hafa verið miklar sið- ustu árin og breytast enn. Andri tsaksson forstöðumaður Skóla- rannsókna gaf yfirlit yfir það, sem gerzt hefur, og um ýmsar nýjungar, sem veröa kenndar á kennaranámskeiðunum i sumar. —Það er kannski einna eftir- tektarverðast.að eðlisfræöi- áætluninni lýkur sumarið 1973. Eðlisfræðin er fyrsta fagið, þar sem nýtt námsefni verður orðið almennt i skólunum, frá 11 ára bekk barnaskóla til 3. bekkjar gagnfræðaskólanna. t sumar verða námskeið fyrir Fyrst voru þaö tölur og mengi, sem kennarar lærðu, þegar þeir settust á skólabekkinn. kennara i dönsku, eðlisfræði, lif- fræði og stærðfræði og reynt að fara fræðilega i fagið og kynna nýjungar. Þessu til viðbótar verða námskeið t.d. i sam- félagsfræðum, kynnt ný áætlun um kennslu i islenzku, en til- raunakennsla mun hefjast i henni næsta vetur. Meginbreytingin verður á samfélagsfræðinni, það er aö segja sögu, félagsfræði, landa- fræði og skyldum greinum, sem verða samkvæmt áætluninni ekki sundurgreindar, heldur samþættar i eina námsgrein. Þar verður leitazt við að tengja tima við rúm, það er að segja sögu við landafræði og liðinn tima við liðandi stund — sögu við þjóð- félagsfræði. Það er gert ráð fyrir mikilli aukningu kennslu um þjóðfélagið og samtimann. Sem dæmi má nefna, að i náms- skrártilhögun er gert ráð fyrir, að i öðrum bekk gagnfræðaskól- anna verði kennsla um sam- vinnu og árekstra meðal manna og þar talið upp eftirfarandi námsefni: „Við” og ,,þeir”, einingarhvatir og/eða árásar- hvatir, flóttamenn og flótta- mannahjálp, uppreisn og borgarastrið, alþjóðalög og þjóðarréttur. Samkvæmt áætluninni hefst tilraunakennsla i samfélags- fræðum i 3. bekk barnaskóla næsta vetur, en árið þar á eftir mun hún fara fram i þrem bekkj um. Baldur Ragnarsson kennari hefur unnið hjá Skólarannsókn- um við að semja heildarálits- gerð um móðurmálskennslu, þar innifalinn lestur, i vetur. Þessi áætlun verður kynnt i sipnar og siðan byggð á henni tilraunakennsla i islenzku. og gagn kennaranámskeiðunum Tungumálakennslan hefui færzt neðar og neðar i skólastig inu. Nú læra flestöll 12 ára böri dönsku, sem eitt sinn var aðein kennd i gagnfræðaskólum. vetur hefur danskan verii kennd i sumum 11 ára bekkjum og næsta vetur verður húr námsefni fyrir 10 ára bekki. Næsta vetur er áætlað, af enskukennsla verði almennt fyrsta bekk gagnfræðaskól anna, en hún hefur ekki verið al menn fyrr en frá öðrum bekk. sumum barnaskólanna hefui enskukennsla farið fram, en enn nær hún aðeins til 12-15% barn anna. Hana á að kenna almennt frá og með sjötta bekk barna skólanna og færa niður i fimmta bekk til 11 ára barna frá og með hausti 1975. í Langholtsskóla er óformleg tilraun með enskukennslu, að sögn Andra, þar sem ensku kennsla er frá 4. bekk, og 10 ára börnum kennd enska. 1 vor mun fyrsti sjötti bekkur barnaskól anna, sem hefur haft mengi frá upphafi skyldunáms, taka barnapróf. Tónmennt er nýtt námsefni á tilraunastigi, sem verður kynnt á einu námskeiðanna i sumar Tilraunakennsla i liffræði ei rétt að hefjast. Lengra er i enc urskoðun á öðrum námsgrein um eins og t.d. myndíð, en þai er frumendurskoðun i gangi og búizt er við, að tilraunakennsla geti hafizt haustið 1973 Heimilisfræði er i endurskoðun en þar er gert ráð fyrir bæði neytendafræðslu og fræðslu um smábörn. Sem valgreinar i gagnfræða skólunum hefur verið rætt um vélritun, bókfærslu, verzlunar fræði og véltækni. —IgT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.