Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 13
Visir. Föstudagur 17, marz 1972. 13 • Hún kemur til islands i kvöld. Hún veröur boðsgestur á pressubailinu, „fina” ballinu, sem svo margir hafa beðið eftir. Hún heldur ræðu yfir prúðbúnum Reykvikingum, sem flestir hafa aldrei gengið í mótmælagöngu og myndu likast til falla i yfirlið við að sjá samborgara sina skotna niður i kringum sig. • Hún er 24 ára og 151 cm að hæð og er að verða nokkurs konar nútima Jóhanna frá örk í trlandi. Reynar eru þeir ófáir sem kalla hana bara uppreisnarkerlingu, smekklausa stelpugálu. Og þeir sem kalla hana slíkum nöfnum tilheyra ekki kaþólska minnihlutanum á Norður-trlandi. Þeir eru t.d. úr borgarastétt á tslandi. • Bernadette Devlin er hin yngsta allra, sem nokkru sinni hafa valizt til þingsetu á Bretlandseyjum. Og án efa er hún I hópi þeirra, sem mest og hæst lætur í á þeirri samkomu. Hún hefur lengi haldið þvi fram, að ekki væri fyrst og fremst um trúarstriö að ræða i heimalandi hennar, heldur frekar stéttabaráttu. Hún bendir á þá staðreynd, að kaþólski minnihlutinn I N-trlandi er fátækasta fólkið i þvi landi. 0 Og hún er fræg fyrir að kæra sig kollótta. Hún kærði sig koll- ótta, þótt margur kaþólikkinn úm veröld viða hneykslaðist ofan í tær, þegar hún varð þunguð, ógift stúlkan. Og það sem enn „verra” var, hafði ekki fyrir þvi að nefna til föður að barni sinu. Henni var sama, þótt hún hneykslaði sina eigin kjósendur. Bernadette Devlin i mótmæiagöngu í Derry — löngum hafa brezkir hermenn staðið i veginum. Sviðið er anddyri þinghússins i London. Það er grámóskulegur mánudagur eftir blóðidrifinn sunnudag. Efst i tröppunum stendur Bernadette Devlin, klædd bláu pinu-pilsi, skreyttu rauðum hnöppum. Fáum min- Utum áður geröi hUn allt vitlaust i neðri deild þingsins, er hUn stökk upp Ur sæti sinu, yfir gólfið og réðst að Reginald Maudling innanrikisráðherra með hvii og góli, reif hár hans og klóraði hann i framan. Sjónvarpsfréttamaður gengur til Bernadettu, réttir að henni hljóðnema hennar og segir sjálfur: — En Bernadette, þetta var nú ekki beint „ladylikr” mót- mælaaðgerð? Og nú fauk enn meir i Berna- dette Devlin. HUn horfði á fréttamanninn, sagði ekkert um stund, en hreytti svo Ut Ur sér: „Ladylike — ladylike”? A þessari stundu fyrir einum sólarhring sá ég unga stUlku i Bogside-hverfinu skotna til bana af brezkum hermönnum. Höfðu menn einhverjar áhýggj- ur af þvi, hvort hUn væri „lady- like” eða ekki?! „Ladylike”. Það er orð sem minnir mann á kvenmann eins og leikkonuna Katherine Hep- burn, sem leikur 'helzt yfir- stéttarkvenfólk, sem drekkur te Ur postulinsbollum, sem eru bornir til hennar i stássstofu á silfurbakka — eða hUn sveiflar sér i hægum valsi i viðáttu- miklum danssölum — eða hún situr keik i söðli á hvitum gæð- ingi og hefur slör yfir andliti. Svonalagað er anzi fjarri Devlin með nikótin-gulu fing- urna. StUlkuna, sem finnst fátt betra að drekka en viski. StUlk- una, sem hefur munninn fyrir neðan nefið — og getur með fá- um vel völdum setningum fengið heila hersingu af „lady- lika” kynsystrum sinum til að falla i öngvit, eða að teygja sig eftir ilmvatnsglasinu sér til hressingareftirdembufrá irska skörunginum. „Verkalýður” er orð, sem Devlin notar oft, og hUn segir þetta orð með sérstökum hreimi, sérstökum virðingar- hreimi. HUn metur það þing, sem hUn þrumar yfir I Irlandi, þ.e. götuþingið, meira en hina finu þingsali i London. Og i kvöld treður hUn inn I „fina” salinn á Hótel Sögu i Reykjavik og skálar við gesti is- lenzkra blaðamanna. Hvað ætli hUn segi? —GG Dagrún er góður stjórnandi „Ég get ekki orða bundizt vegna ummæla Torfa Halldórs- sonar i lesendadálki Visis, um DagrUnu Kristjánsdóttur, for- stöðukonu Hrafnistu. Við starfsstUlkur mætum kl. 8 á morgnana, og DagrUn er þá alltaf mætt, og þegar við förum Ur vinnu kl. 4.10 er hUn enn að störf- um. Hvernig er hægt að ætlast til að ein manneskja liti inn á öll her- bergin daglega, þegar bæði starfsstUlkur og hjUkrunarkonur eru á göngunum allan daginn. Ég verð nU bara að segja, og tala þar fyrir hönd margra starfsstUlkna, sem vinna undir stjórn DagrUnar Kristjánsdóttur, að betri og hreinskilnari stjórn- anda er ekki hægt að hafa, að öll- um öðrum ólöstuðum. Ég skora á ykkur gamla fólk, leitið til hennar og reynið, hvernig það er. Virðingarfyllst Jóna Sigursteinsdóttir, starfsstUlka. Kveðja til Torfa Halldórssonar fyrir auðsýndan vinarhug 1 Visi i dag, 15. marz, fékk ég 3vo hjartnæma kveðju, að ég blátt áfram viknaði við. Sérstaklega var það niðurlag kveðjunnar, sem mér kom á óvart, — en um leið er það svo átakanlegt: —„mér er ekki sýnt um að skrifa skammar- bréf SVO AÐ VEL FARI, þess vegna verðið þér að taka viljann fyrir verkið. í GUÐS FRIÐI”. Það er hægt að tárfella yfir þvi, að nokkur skuli vera svo van- máttugur að geta ekki skrifað skammarbréf svo að vel fari ! þó viljinn sé fyrir hendi, — og bæta svo við — 1 guðs friði. Þetta var i sannleika sagt dálitið óvænt niöurlag, þviþað, sem ég hef heyrt til Torfa Hall- dórssonar, hefur hvorki verið guðsorð né borið vitni um það, að honum væri sérlega ósýnt um að bera sér óþverra i munn. En lik- lega hefur hann „frelsazt” ný- lega, fyrst hógværðin og sann- leiksástin er orðin svo rik i honum, að þrátt fyrir vangetu sina i þvi að opinbera alþjóð sinn sanna innri mann á prenti — sem hann harmar mjög að vonum — þá er hann af veikum burðum að reyna það. Þvi miður Torfi minn, þá tókst þetta ekki sem skyldi hjá þér, en ég skal fUslega fyrirgefa þér það, þó að þU færir ekki með meiri ósannindi en þU gerðir, og „tek viljann fyrir verkið”. Ég vona einnig, að þU fáir að njóta þess á himnum, að þér tókst að skemmta mörgum með þessum kristilegu „leið- réttingum” þinum —en sagt er að þó ekki sé gert nema eitt góðverk, þá verði sálin hólpin, og góðverk hlýtur það að teljast að gera lifið léttara og skemmtilegra fyrir náungann — ekki sizt af þeim, sem ekki er þekktur að þvi. En nU sný ég mér að þvi, sem verið var að „leiðrétta”. 1. Réttilega leyfði ég mér að segja það, sem satt er, að ég mæti um kl. 8 á morgnana og það sem þeir vita, „sem gleggst þekkja til’Yþá mæti ég meira að segia ofttöluvert fyrirkl. 8, oftar en hið gagnstæða. Ef til vill hefði ég átt að spyrja Torfa Halldórsson að þvi, hvað ég mætti segja i þessu viðtali i Visi 7. þ.m., þvi hann virðist vita betur en ég sjálf um allt mitt starf, hvenær ég mæti og hve oft ég geng á herbergin, o.fl. En g vissi það ekki fyrr en nU, að Torfi hefði svo mikinn áhuga á mér og minum störfum, að hann legði það á sig að fylgja mér hvert spor, en það hlýtur hann að gera, fyrst hann staðhæfir að það sé rétt sem hann segir, annars verð ég að álíta, að hann haldi uppi njósnum, en ekki mjög góðum, þar sem flestir á Hrafnistu gætu borið vitni með mér. Svo langar mig til að upplýsa þennan guðs- engil um það að samkvæmt ráðningarsamningi á ég ekki að mæta fyrr en kl. 9 nema aðeins einn dag I viku kl. 8. Vissulega má segja að „gæti nokkurrar ónákvæmni” að mæta alltaf meira en klukkutima fyrr i vinnu en mér ber skylda til, en varla er það af umhyggju fyrir mér, sem Torfi bendir á þá „ónákvæmni” — öllu heldur stafar það af ónákvæmni hans sjálfs, að hann veit ekki hið sanna, heldur efalaust, að ég sé að svfkjast um, komi ég fimm — tiu minUtur yfir 8, sem kemur ekki oft fyrir. 2. Ég vil einnig álita að ég viti það betur en Torfi Halldórsson, hve oft og á hve mörg herbergi ég hef komið. GangastUlkurnar vita það e.t.v. a.m.k. að ég hef farið margar ferðir á gangana, her- bergi Ur herbergi, — ALLA GANGA OG ÉG FULLYRÐI, AÐ ÉG HEF KOMIÐ A HVERT EINASTA HERBERGI 1 HÚSINU OG ÞAÐ OFT. En þvi miðurTorfalaus, svo að hann veit ekki betur en hann vill vita. En liklega heldur blessaður unginn, að ég hafi ekkert annað að gera og liði eitthvað á milli, þá þýði það aðeins eitt, að ég fari aldrei á herbergin. Ég játa það, að ég mundi liklega ekki sinna neinu öðru, fengi ég aðrar eins dýrðarviðtökur og hjá honum sjálfum, — ég hef nokkur vitni að þvi, hve yfirmáta gestrisinn, kurteis og elskulegur hann er við mig i þau skipti, sem ég hef komið til að llta eftir þrifum og um- gengni á herberginu hans. En ég skil þetta allt nUna, þegar hann hefur kvattmig i „guðs friði”, að hanu er ekki ánægður, nema ég liti inn einu sinni á dag á þessi 273 herbergi + sjd. og hjd. með 90 manns á Hrafnistu og tala við alla 415 lika. 3. Og þá kem ég að eina sann- leiksneistanum i allri „ádrep- unni”. Það er satt, að ég sé alls ekki um þvottahUsið, — en — ég hef heldur aldrei sagt það og myndi aldrei detta það i hug, þvi að það væri ósatt. Og það er lfka rétt og það ætti engum að vera kunnugra en mér, að forstöðu- kona þvottahUssins, Kristjana Þorsteinsdóttir, þarf engrar aðstoðar, svo að ég noti orð vinar mins Torfa. Okkar samvinna hefur verið með eindæmum góð, og vil ég aðeins nota tækifærið og þakka henni fyrir það og hið geysimikla starf, sem hUn leysir af hendi svo að betur verður ekki á kosið. Það var mikil heppni fyrir Torfa Halldórsson, að ég skyldi ekki vera bUin að koma leiðrétt- ingu i blaðið, þvi fleira þarf að leiðrétta, sem skakkt var eftir mér haft i viðtalinu. En fyrst þetta: Ég sagðist „sjá um linið og það sem þyrfti aö sauma fyrir heimilið, þvi mikið gengi Ur sér á svo stóru heimili.” (Einnig eru fullar hillur af þvotti inni á lini hjá mér, — en það er ekki það sama og ég sjái um þvottahúsiö.) 4. Það sem haft er eftir mér i þessari málsgrein, er orðrétt, — en svo slær Uti fyrir hinum ný „frelsaða” Hann viðurkennir, að það sé rétt hjá mér, að það hafi verið forstöðukonulaust I hálft ár eða um það bil, en svo segir hann: „en hér var stUlka, sem var önnur hönd frU Astrid Hannesson i fjölda ára og var þvi öllum hnUtum kunnug, svo það sem lesa má milli linanna i skrifum Visis fær ekki staðizt. „I fyrsta lagi er það þá rétt, að hér var forstöðu- konulaust, áður en ég kom, all- lengi. 1 öðru lagi þá veit ég ekki, hvað það er sem „lesa má milli linanna” og ekki fær staðizt.” Það vill nefnilega svo vel — eöa illa til — fyrir Torfa, að þessi kona „sem var öllum hnUtum kunnug” hUn hefur ekki veriö á Hrafnistu á sumrin, hUn fór I mai og kom 1. október ár hvert, og ég byrjaði á Hrafnistu að hausti til. Þetta vita allir á Hrafnistu nema Torfi Halldórsson. Mér dettur heldur ekki i hug að bera br igöur á það, að báðar þær forstöðukonur, sem hafa verið á undan mér, hafi verið ágætar og góðar konur, — en eins og allir vita, þá má hæla svo einum að annar sé ekki endilega lastaður um leið. Og þó að Torfi Halldórs- son tæki ekki undir jóla- og nýárs- kveðjur minar, þá gerðu aðrir það og voru þvi elskulegri við mig. Einnig er dálitið erfitt að koma þvi við að borða með 415 manns i tveimur borðsölum og á mörgum deildum, ef gera á öllum jafnt undir höfði. Heimilið hefur stækkað örlitið siðan það var innan við hundrað manns, og ekki svo auðvelt að koma þvi heim og . saman að vinna þau störf, sem nauðsynleg eru og eiga lika að sitja og rabba við fólkið mest- allan daginn, og þá auðvitað sem flesta á sem stytztum tima, svo að ekki liði langt á milli um- ferða. Þvi miður er það ógern- ingur, og það skilja allir aðrir en Torfi, að það starf, sem ég hef með höndum, er ekki gert i hjá- verkum,heldur krefstþað meir en þess tima, sem mér er ætlaður, þess vegna hef ég bætt a.m.k. einum klt. við minn skylduvinnu- tima daglega. En að lokum. Kæri Torfi, mér þykir það leitt að geta ekki litið inn til þin oftar, þvi þU hefur alltaf eitthvað fallegt og gott að segja við mig og ert svo þýðlyndur og laus við hroka og rembing — Aldrei fellur þér styggðaryrði af munni — þolinmæðin og um- burðarlyndið er einstakt, það geta stUlkurnar borið vitni um, sem hlustað hafa á þig tala við mig. Svo er ég þér verulega þakk- lát fyrir það að vekja athygli á þessari missögn i blaðinu — ég leiðrétti hana þvi fljótar og betur en annars. Forstöðukona þvotta- hUssins á það ekki skilið af mér, að ég eigni mér hennar ágætu verk — enda gerði ég það ekki — heldur blaðamaður Visis. Einnig vil ég taka það skýrt fram, að ég sagðist ekki sjá um flutninga fólks milli herbergja eða hafa með það að gera. Það er stjórn heimilisins og forstjóri, sem ráða öllu sliku, en ég þarf að sjá um hreinlæti herbergja og alls heimilisins og tilkynna alla flutn- inga innanhUss og inn á heimilið til skrifstofunnar skriflega. Sömuleiðis vil ég leiðrétta það, að ég „geng um herbergin til að lita eftir hreinlæti og þrifum, fyrst og fremst — en hjUkrunarkonur og gangastUlkur hugsa um daglegt eftirlit og umönnun fólksins á vist-og hjUkrunardeildum, og gera þaö svo vel sem tök eru á, og hef ég enga löngun til að eigna mér það, sem ég á ekki hvorki þvi við- víkjandi eöa öðru. Ef til vill er lika vissara að taka það fram, að MagnUs Guðmundsson bryti sér um eldhUs og borðstofu og okkar samstarf er mjög gott. Fleiri ranghermi og missagnir nenni ég ekki að eltast við, þar sem þær skipta minna máli og halla ekki á neinn, nema þá sjálfa mig. Það var slæmt, herra Torfi Halldórsson, að þU skyldir ekki vera svo glöggur að leiðrétta þessar missagnir um leið, — en sleppa heldur þvi, sem þU sagðir visvitandi ósatt, — eða fullyrða það, sem þU getur ekki vitað skil á; en segir einungis til að fá Utrás fyrir þinn göfuga hugsanagang. Og ég held, að það veiti ekki af að óska þér GUÐS FRIÐAR. Til allra á Hrafnistu sendi ég beztu þakkir fyrir vinsemd og alUðlegheit i minn garð, skilning og stuðning i starfi. DagrUn Kristiánsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.