Vísir - 10.04.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 10.04.1972, Blaðsíða 5
5 VÍSIR. Mánudagur 10. apríl 1972. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND ÁHLAUPUM N-VÍETNAMA ENN HRUNDIÐ „Drópum marga, en misstum fóa," þannig segja bóðir aðilar fró Suður-Vietnömum tókst snemma i morgun með aðstoð bandarisks stórskotaliðs að hrinda áhlaupi Norður-Vietnama við mikilvæga brú við héraðs- höfuðborgina Quang Tri i norður- hluta S-Vietnam. Norðanmenn hugðust eyðileggja brúna til að stöðva flutning hers og birgða sunnanmanna til vigvallanna sunnan hlutlausa svæðisins. Mesta skriðdrekaorrusta Viet- namstriðsins var háð um helgina, þegar norðanmenn reyndu að komast nær bænum Quang Tri, og jafnframt reyndu kommúnistar að umkringja bæinn með fót- göngu- og stórskotaliði. Sunnan- mönnum tókst að hrinda áhlaup- inu. Norðanmenn gerðu snemma i morgun árásir á varnarlinu sunn- anmanna við Quang Tri. Mjög ósamhljóða frásagnir eru af mannfalli, og segist hvor aðil- inn hafa fellt mikinn fjölda manna af hinum og eyðilagt skriðdreka og annan herbúnað i rikum mæli, en misst litið sjálfur. Bandariskar B-52 risaflugvélar gera nú loftárásir á staði innan landamæra Norður-Vietnams til að skera á flutningalinur norðan- manna. Bandariska herstjórnin skýrði i morgun i fyrsta sinn frá þessúm árásum. Norður-Viet- namar héldu þvi hins vegar fram siðustu viku að þeir hefðu skotið niður tvær sprengjuflugvélar af þessari gérð norðan hlutlausa beltisins. Norður-Vietnamar segja, að bandarisk herskip hafi skotið á strandsvæði i N-Vietnam. MISHEPPNAÐAR EFTIRHERMUR í FLUGVÉLARÁNUM Bandariska ríkislögreglan náöi í gærkvöldi manni nokkrum rétt eftir aö hann haföi rænt Boeing 727 far- þegaflugvél og reynt að leika eftir ránip aðfaranótt laugardags þegar ræningi fékk hálfa milljon dollara, 44 millj. ísl krónur, og fallhlifar, en var svo gripinn eftir allt saman. Flugræninginn i gær fór svipað að, náði flugvélinni með 85 far- þegum og heimtaði hálfa milljón og fallhlifar, en lögrcglan yfir- bugaði hann skömmu eftir lend- ingu i San Diego. Ilinn fyrri komst iengra, stökk úr vélinni með feng sinn cn hann var handtekinn i Sait Lake City á sunnudagsmorgun. Báðir cru þessir ræningjar að herma eftir þeim sem fyrir ára- mót fékk um 200 þús dali og fall- hlifar og stökk úr vélinni og hefur siðan ekki fundizt. Norður-Vietnamskur skriðdreki i sókuinni að (juang Tri Rússar með fótinn við olíuauðœvin Fimmtán ára „vináltu- og sam- vinnusa mningurinn”, se m fuiltrúar Sovétrikjanna og iraks undirrituðu i Beirut i ga'r, er tal- inn þáttur i rilraunum Sovét manna til að auka áhrifasvæði sitt i Mið-Austurlöndum, að sögn stjórnmálafréttamanna i Beirút. Með þessu hala Sovétmenn fengið fótfestu á svæðinu við Persaflóa, en það er hið mikil- vægasta frá sjónarmiði hernaðar vegna oliuauðæva. Sovétmenn hafa einnig styrkt samband sitt við Arabarikin. Samkvæmt samningnum eiga Sovétrikin að veita irak her- naðarlegan stuðning, og rikin tvö segjast munu auka „samvinnu” i efnahagsmálum, einkum i oliu- framleiðslu. Stjórnendur land- anna segjast munu bera saman ráð sin. jalnskjótl og ástand skapast, sem stoínar friðinum i hættu, og þeir lýsa þvi yfir, að þeir muni vinna saman i utan- rikismálum. Sovétrikin gerðu i mai i fyrra sams konar samning við Egypta- land. Búizt er við, að næst komi röðin að Sýrlendingum. Kignast aðra „vini”, ef Kgyptar bregðast. Kgyptaland hefur um árabil « ’ i#lis ISakr lorsæiisrauiiei ■ a Tilbúinn aðkoma i stað Sadats, cf þarf. haft lykilhlutverkið i stefnu Sov- étrikjanna i Arabalöndunum. Sambandið milli Hússa og Egypta hefur hins vegar kólnað mikið siðasta ár. Samningurinn við írak er talinn tákna, að Kússar liafi ákveðið að styrkja sambönd sin i öðrum rikjum á þessu svæði og tryggja, að áhrif þeirri verði áfram mikil, ef koma kynni til alvarlegra deilna við Kgypta. Sovétmenn náðu fótfestu i Mið- Austurlöndum, þegar Egyptar leituðu til þeirra um hernaðarað- stoð vegna deilunnar við ísraels menn.Siðan hal'a Sovétmenn veitt Egyptum mikinn hernaðar- stuðning og aukið áhrif sin mikið þar. Hins vegar hefur Sadat for- seli Egypta og aðrir ráðamenn i Kairó viljað halda áhrifum Rússa i lágmarki og um margt ekki viljað fylgja þeirri stefnu, sem Sovétmenn mæla fyrir um. Samninginn i Beirut undir- rituðu Kosygin forsætisráðherra Sovétrikjanna og Ahmed Ilassan Al Bakr forseti iraks. Bólusóttin 159 veikir Bólusóttarfaraldurinn i Júgóslavíu hafði i gær- kvöldi kostað 33 mannslif. Tveir létust um helgina. Tvö ný tilfelli voru skráö í Kosovohéraði, en i öörum hlutum landsins komu eng- Mintoff ónœgður með Kína Mintoff forsætisráðherra Möltu sagði i Hongkong i gær eftir Kina- ferð sina, aö hann hefði farið til Peking til að fá aðstoð Kinverja við iðnvæðingu Möltu og til að selja Kinverjum vörur. Mintoff sagði, að ferðin hefði orðið árangursrik, en hann vildi ekki segja, hvort hann hefði gert samning við Kinverja. - 33 látnir in ný bólusóttartilfelli fram. Alls hafa 159 tekiö þessa hættulegu veiki, siðan hún barst til Júgóslavíu með júgóslavneskum pílagrími, sem bar hana heim frá irak fyrir mánuði. Undirrita samning um sýklavopn Bandarikjamenn, Rússar og Bretar undirrita i dag aiþjóða- samning, þar sem sýklavopn eru bönnuö. Samningurinn var árangur ráðstefnu um afvopnun i Genf. Tvö atómveldanna, Frakkland og Kina, taka ekki þátt i Genfar- ráðstefnunni. Týndi ættbjálkurinn. Pessi ógreinilega mynd er ein hin fyrsta, sem berst af „týnda ættbálkinurr” á Filippseyjum, sem leitarflokkur Chailes Lindb- crgs og Manuel Elizales fann i regnskógi á eyju f Suður-Filipps- eyjum fyrir nokkrum dögum. —Hálf-naktir standa þeir framan við hella sina. I.ausafregnir höfðu borizt af þvi, að þarna kynnu að vera fyrir mjög frumstæðir menn, sem og kom á daginn við leit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.