Vísir - 10.04.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 10.04.1972, Blaðsíða 9
LANDSLIÐIÐA LINUÆFINGU Þaö mætti ætla að Bandarikin hafi stigið risa- skref í áttina að því að verða eitt meiri háttar handboltaveldi. Svo vel héldu þeir í við islenzka landsliðið i fyrri leik lið- anna i Laugardalnum á laugardaginn. Enn held ég þó að um 15 marku munur sé á liðunum, minnst. Vissulega er Bandarikjaliðið i framför. Skárra væri það nú eftir þann fjáraustur, sem farið hefur i liðið, æfingar og löng ferðalög hvað eftir annað. Það er e.t.v. vörnin sem hefur tekið mestum framförum, og var þó ekki góð, þvi islenzka liðið lék sér mest- allan leikinn i þrengslunum innan 3 metra linunnar, og leikur islenzka liðsins byggðist upp á linuspili svo til eingöngu. Já, það var jafnvel haft á orði að þarna væri islenzka landsliðið með linuæfingu, og það voru orð að sönnu. Fyrsta skotið gegnum vörnina kom ekki fyrr en eitthvað 7—8 minútur voru til leiksloka. Og þessar siðustu minútur sýndu Spánarfararnir á sér nýja og betri hlið og höfðu algjöra yfir- burði, skoruðu nú jafnt úr linu- skotum og langskotum, en fram að þessu hafði leikurinn einkennst af dellukendri leit að linu- mönnum, jafnvel þótt stór- skytturnar okkar virtust eiga fullkomin tækifæri á að skora i gegnum vörnina. Áreiðanlega hafa áhorfendur, sem rétt rúmlega hálffylltu Laugardalshöllina, verið sáró- ánægðir með islenzka liðið, eftir það sem undan er gengið, þ.e. leikina Spáni. Liðið brást nefni- lega illa i sókninni. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þrátt fyrir að varnarmál Bandarikjanna i handknattleiksmálunum hafi stórlega lagazt, þá er það stað- reynd engu að siður! að linu- sendingar heppnuðust með af- brigðum vel. Þó létu linumenn Edes mark- vörð verja hjá sér hvað eftir islenzku skytturnar tóku að taka á honum stóra sinum. Geir var þarna maður dagsins með 12 mörk, þar af helmingur- inn úr vitum. Linusendingar hans voru og margar frábærar, enda þótt nýting þeirra tækifæra væri i lágmarki. Birgir i markinu varði og vel, en varla verða Banda- rikjamenn sakaðir um að brjóta stengur eða rifa net með skotum sinum. Þá var Björgvin Björgvinsson skemmtilegur i þessum leik, sifellt vaxandi leik maður og skoraði 3 falleg mörk af jlinunni. önnur mörk: Sigur- bergur 2, Gisli Blöndal 2, Ölafur Jónsson 1, Sigfús 1. Beztur i ameriska liðinu var markvörðurinn Elmer Edes, en einna næst þvi að geta talizt skytta er Joel Voelkert, ágætir leikmenn eru og þeir Dennis Bertholtz og Terry Tinkle. Dómarar voru Björn Krist- jánsson og Karl Jóhannsson og dæmdu vel. —JBP HEIMSMET Sviinn Kjell Isaksson setti nýtt lieimsmet i stangarstökki á fr- jálsiþróttamðti i Austin i Tcxas á laugardagskvöld, þegar hann stökk 5.51 inetra i annarri tilraun sinni. Kjeil á einnig heimsmelið innanluiss i greininni og ætti að liafa mikla sigurmöguleika á Ólympiulcikunum i IVIunchen i haust. Austur-þýzki óly mpiumeistar- inn Koland Matthes setti nýtt heimsmet i 1110 m. baksundi á inóti i Moskvu á laugardag. Hann synti á 56.6 sek., sem er hroti úr sekúndu hetra en cldra met hans, sem liann setti i I.eipzig 11170. Metið var sett nú i landskcppni milli Sovétrikjanna og Austur- Þýzkalands. A sunnudag bætti Matthes aftur metið, þegar hann synti á 56.3 sek. á sunnudag fyrsta sprett i 1x100 in fjórsundi. Björgvin Björgvinsson frir á linu og skorar eitt af þremur mörkum sinum á laugardag. annað. Hins vegar er ekki hægt að dæmaumlið eftirleik við land eins og Bandarikin, þvi á þessu sviði eru Bandarikjamenn svo sannar- lega vanþróaðir, enda þótt margt hafi breytzttil batnaðarhjá þeim á þeim 8 árum, sem við þekkjum til þeirra á þessu sviði. Leikurinn hófst annars með marki Geirs Hallsteinssonar úr viti á 4. minútu, en Joel Voelkert, Indiánamaður skoraði jöfnunar markið. Eftir það leiddu tslen- dingar, enda þótt stundum virtist munurinn furðu litill á liðunum á markatöflunni, enda þótt munur- inn að öllu öðru leyti væri mikill. tsland komst i 4:1 og 8:2, en siðustu minútur hálfleiksins voru slappar, og Hjalti sem kom inn i stað Birgis, átti greinilega ekki góðan dag. 1 hálfleik var staðan 9:5. Seinni hálfleikurinn leið hægt og rólega og á tima virtist Banda- rikjaliðið ætla að ógna, staöan 10:7 og islenzka liðið hafði ekki skorað i einar 13 minútur hjá þvi bandariska, þegar Geir skoraði loks úr viti. Eftir það var enginn vafi á sigrinum, ekki sizt eftir að — en skytturnar í fríi þegar Island vann þar til undir lokin, Bandarikin 21:11 Norðurlandamót pilta í handknattleik: Misstu af öðru sœtinu vegna taps gegn Finnum islenzku piltarnir náðu þriðja sæti á Norðurlanda- meistaramóti unglinga, sem háð var í Elverum um helgina. Þeir sigruðu Norð- menn, gerðu jafntefli við Dani, töpuðu mjög óvænt fyrir Finnum, sem urðu i neðsta sæti, og töpuðu einn- ig — með miklum mun — fyrir Svíum, sem voru í sér- flokki i keppninni og sigr- uðu auðveldlega í mótinu. Einstakir leikir á mótinu fóru þannig: tsland-Noregur 12-7 Sviþjóð-Finnland 11-3 Danmörk-Noregur 13-8 Sviþjóð-ísland 11-5 Finnland tsland 12-10 Danmörk-Finnland 17-12 tsland-Danmörk 14-14 Sviþjóð-Noregur 7-5 Sviar unnu Dani einnig og hlutu átta stig, Danir 5, Islendingar 3 og Norðmenn og Finnar 2 stig. Island-Noregur. Þrátt fyrir, að fimm leikmönn- um islenzka liðsins var visað af leikvelli i tvær min. hverjum, vann tsland öruggan sigur gegn Noregi með 12-7, en staðan i hálf- leik var 5-4 fyrir lsland. íslenzka liðið hafði mun betri tækni og lék hraðar, segir i frétt frá NTB, og þegar aðeins fimm minútur voru eftir stóð 11-4 fyrir tsland, en norska liðinu tókst að- eins að laga úrslitin undir lokin. Markvörður islenzka liðsins, Jón Hákonarson, vakti athygli i siðari hálfleik, þegar hann greip nokkur föst skot Norðmanna og einnig er Birni Péturssyni hælt og það sé leikmaður, sem vert er að taka eftir. Gunnar Einarsson var markhæstur leikmanna tslands með 4 mörk. Björn Pétursson skoraði 3, Björn Guðmundsson 2, Stefán Þórðarson, Guðjón Mar- teinsson og Haukur Ottesen eitt hver. Finnland-island Finnar komu mjög á óvart á mótinu, þegar þeir sigruðu ts- land, sem talið var öruggt með sigur i leiknum, með 12-10 á laugardagskvöld i Elverum. Staðan i hálfleik var 5-5, en Finnarnir, sem sýnt hafa framför i hverjum leik, unnu á þvi að leika á taktiskan hátt og skora góð mörk úr hornunum. tslenzki markvörðurinn gat litið gert við þvi, þegar finnsku leikmennirnir lyftu knettinum yfir hann i mark- ið, en þeir höfðu friir sloppið framhjá varnarmönnunum úti i hornunum. Þremur mönnum var visað af leikvelli — tveimur is- lenzkum og einum Finna. Beztu menn tslands voru Torfi Asgeirs- son og Björn Pétursson. Gunnar Einarsson var aftur markhæstur meö 3 mörk, Björn Pétursson, Guðjón Marteinsson2 hvor, og Björn Guðmundsson eitt skoruðu fyrir tsland, segir NTB, en fallið hafa niður þar tvö mörk. Sviþjóð-ísland. t fyrsta leiknum á sunnudag i Elverum áttu Sviar ekki i neinum erfiðleikum með að sigra islenzka liöið og gátu þá þegar — eða fyrir siðasta leik þeirra við Norðmenn — kallað sig Norðurlandameist- ara. tsland byrjaði þó vel i leiknum og skoraði tvö fyrstu mörkin og þegar 16 min. voru af leik var jafnt 3-3, en siðan komst sænska liðið vel i gang og sigraði með sex marka mun. n-6. Tveimur Svium var visað af leikvelli — tvær minútur hvorum. Mörk tslands skoruðu Stefán Þórðarson 3, Björn Pétursson og Haukur Otte- sen. tsland-Danmörk tslenzka liðið gerði jafntefli i siðasta leik sinum á mótinu — við Dani 14-14. Þetta var spennandi leikur, þar sem islenzka liðið hafði oftast forustuna, en Dönum tókst að jafna og rétt fyrir leiks- lok komust Danir i fyrsta skipti yfir 14-13. Þá var um minúta tii leiksloka, en islenzka liðið náði knettinum — komst inn i sendingu — og Guðjóni Marteinssyni tókst að jafna. Mörkin dreifðust mjög á islenzku leikmennina, þeir skor- uðu flestir i leiknum, Gunnar, Guðjón, Björn,Haukur og Stefán, svo nokkrir, sem flest mörk skor- uðu séu nefndir. — hsim. Stefán Þórðarson — skoraði þrisvar gegn svium.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.