Vísir - 10.04.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 10.04.1972, Blaðsíða 11
Geir Hallsteinsson skoraði 18 mörk i landsleikjunum við Bandarikjamenn og hér sendir hann knöttinn i markið. 300. mark Geirs H. var einasti Ijósi punkturinn — þegar ísland sigraði Bandaríkjamenn með 25—18 í síðari landsleik landanna ó sunnudagskvöld Geir Ha I Isteinsson skoraöi sex mörk i siðari landsleiknum við Banda- rikjamenn i Hafnarfirði í gærkvöldi og sjötta markið var 300. mark hans i lands- leikjum fyrir island, sem er frábær árangur. Geir hefur leikið 59 landsleiki og því skorað rúmlega fimm mörk í leik að meðaltali og þetta afrek hans var hið eina, sem varpaði ijóma á þennan landsleik i Hafnar- firði i gærkvöldi. island sigraði að vísu með sjö marka mun — 25-18 — sem er minnsti munur, sem ís- lenzkt landsliðið hefur náð gegn Bandaríkjamönnum, og vissulega kom þar margt i Ijós sem leikmenn- irnir og landsliðsnefnd þurfa að bæta áður en hald- ið er til þátttöku á ólym- piuleikunum í Munchen. Já, þar var margt athugavert við leik islenzka liðsins i gær- kvöldi — hann var hreint ekki til útflutnings. Það er alvarlega áminning, að ekki betra lið en Bandarikjamenn skuli skora 18 mörk hjá islenzka liðinu. Það er alvarlega áminning um varnar- leikinn og markvörzluna. Það var alvarleg áminning hvernig leikur islenzka liðsins leytist upp i hreina leikleysa langa kafla i sið- ari hálfleik. Það var alvarlega á- minning hve göð tækifæri voru misnotuð á herfilegan hátt, þrátt fyrir 25 mörkin i leiknum, þvi varnarleikur Bandarikjamanna var á köflum ekki til — mark- varzla litil sem engin allan fyrri hálfleikinn. Það var alvarleg áminning að það var varla skorað mark yfir varnarvegg mótherj- anna — enginn leikmanna is- lenzka liðsins virðist hafa hæð eða stökkkraft til að lyfta sér upp yfir vörn mótherjanna, Og það var einnig umhugsunarefni að aldrei var gerð tilraun til leikfléttu úr aukaköstum, þegar nýgræðingar eins og Bandarikjamenn sýndu tilþrif á þvi sviði, sem gaf þeim falleg mörk. Já, það mátti margt betur fara i þessum leik og kannski er alvar- Sigruðu þœr dönsku, en urðu þó í neðsta sœti íslenzku stúlkurnar komust sannarlega i snertingu við Norður- landameistaratitilinn á mótinu í Vænersborg í Svíþjóð um helgina, en lánið lék ekki við þær i úrslitaleiknum við norsku stúlkurnar — þær töpuðu með eins marks mun og lentu í neðsta sætinu með tvö stig. Þær norsku sigruðu með 4 stigum á betra markahlutfalli en dönsku stúlkurnar, en þær sænsku hlutu tvö stig eins og isiand. fsland vann Danmörk 12—11 i afar skemmtilegum og spenn- andi leik og kom sá sigur tals- vert á óvart, þvi við miklu var búizt af danska liðinu. Áður hafði Island tapaði 13—8 fyrir sænska liðinu og var þá allur leikur liðsins þrúgaður af taugaspennu og siðar kom i ljós, að sænska liðið var lakast i mótinu.Dönsku stúlkurnar unnu bæði þær norsku og sænsku með litlum mun, en Noregur vann Sviþjóð 8—5. Siðasti leikur Islands á mótinu var við Noreg og þá kom i byrjun i ljós sú taugaspenna, sem varð liðinu að falli gegn Sviþjóð. Þær norsku skoruðu og skoruðu til að byrja með og þar til staðan var 5—0 fyrir Noreg og loks á 22. min. tókst Islandi að skora mark. En þá fór liðið heldur betur i gang og skoraði 3 mörk. Staðan varð 5—3, en siðan komust norsku stúlkurnar i 8—4. tsland skoraði þrjú siðustu mörkin i leiknum og boltinn var á leið i márk i fjórða skiptið, þegar flautan gall. Markið var þvi ekki dæmt Islandi og Noregur vann 8—7. Þegar leið á leikinn sýndi islenzka liðið miklu betri leik en það norska, en upphafsmin- úturnar urðu þvi að falli, nák- væmlega eins og á móti sænska liðinu. tslenzku stúlkurnar voru yfirleitt 2—3 árum yngri en mótherjar þeirra, og það, ásamt algjörum skorti á keppnis- reynslu, varð liðinu að falli á þessu móti. Þegar bezt gekk lék það betri handknattleik en önnur lið i keppninni. —hsim. legasta áminning, að bandariska iiðið var virkilega óheppið i þess- um leik — átti fjölmörg stangar- skot svo lokatölurnar gátu orðið — með smáheppni — mun hag- stæðari fyrir það en raun ber vitni. Islanzka liðið hafði náð sex marka forskoti eftir 23. min. og siðustu 37 minúturnar voru þvi nokkuð jafnar hvað mörk snerti. Sjö marka munur i hálfleik 14-7 og siðari hálfleikurinn þvi jafn- tefli, hvort lið skoraði 11 mörk, og það getur ekki talizt gott gegn bandarisku landsliði. F'yrstu minúturnar i leik is- lenzka liðsins voru þó góðar. Geir og Viðar Simonarson byrjuðu á þvi að skora tvö fyrstu mörk leiksins við mikinn fögnuð hinna hafnfirzku áhorfenda, sem þó fylltu ekki húsið i þessum fyrsta landsleik, sem háður er i Hafnar- firði. Og eftir sjö minútur var staðan orðin 6-2. Birgir Finnboga- son stóð i marki fyrstu 10 min. og var hreint frábær, en meiddist og kom Hjalti þá i markið — lék sinn 59. landsleik eins og Geir. Hann var góður i fyrstu — en mark- varzla hans og einnig Birgis i sið- ari hálfleik var léleg. Eltir þessa góðu byrjun fóru að koma gloppur i leik islenzka liðs- ins — næslu sex minútur skoraði það ekki mark, þar til Gisli kom loks knettinum i márkið á 13.min. 7-3. Enn liðu fimm minútur þar til skorað var, Stei'án Gunnarsson á 18. min. og aftur fimm min. þar til nafni hans Jónsson sendi knöttinn i markið. Sem sagt sex mörk fyrstu sjö minúturnar — siðan aðeins þrjú mörk i 16. minútur. En lokaminútur hálf- leiksins lagaðist leikur islenzka liðsins aftur og löiur i leikhléi voru 14-7 fyrir isienzka liðið. Sem sagt von I stórsigur. En það var ekki raunin — leik- ur islenzka liðsins i siðari hálfleik bezt gleymdur sem fyrst. Eini spenningurinn var i sambandi við hvort Geir tækist að skora tvö mörk til viðbótar — hann hafði skorað fjögur mörk i fyrri hálf- leik — og það var löng bið i þaö. Ekki laust við að einhvers taugaspennings gætti hjá öllu lið- inu i sambandi við þetta atriði. Um miðjan hálfleikinn fékk ts- land viti og Geir skoraði fimmta markið sitt i leiknum. Og 300. markið kom fyrir hreina tilviljun — en fallegt var það. Islenzka liðinu misheppnað- ist upphlaup og Geir ,,sat eftir” upp við vitateig Bandarikja- manna og þá komst Sigfús Guð- mundsson allt i einu inn i send- ingu milli Kananna — var fljótur að átta sig og sendi knöttinn fram til Geirs, sem einn og óhindraður gat gengið að vitateignum og sendi knöttinn i mark örugglega. Gifurleg fagnaðarlæti voru meðal áhorfenda þegar Geir hafði tekizt að ná þessum merka áfanga — hann er sannarlega i sérflokki hvað vinsældir snertir i Hal'nar- firði og reyndar viða, enda af- buröamaður á sinu sviði. Þetta var 21. mark Islands i leiknum og staöan þá 21-13, svo Bandarikjamenn unnu lokakafla leiksins með eins marks mun — einmitt þegar allir bjuggust við að islenzka liðið mundi beinlinis „skjóta þá i kaf” samkvæmt venjunni i fyrri leikjum við Bandarikin. Lokatölur urðu sem sagt 25-18 og þetta verður áreiðanlega talinn einn af lökustu landsleikjum Islands um langan tima. Mörk Islands i leiknum skoruðu Geir 6, Viðar 5, Stefán Jónsson 3, Ólafur H. Jónsson 3, Gisli 2, Björgvin 2, Stefan Gunnarsson, Sigfús, Gunnsteinn og Ágúst Og- mundsson eitt mark hver. Þeir Abrahamson og Matthews voru markhæstir Bandarikja- manpa með fjögur mörk hvor. Voelkert og DeCalogero skoruðu 3 mörk hvor. Dómarar voru Hannes Sigurðsson og Valur Benediktsson. — hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.