Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 2
2 VÍSIR. Miðvikudagur 19. april 1972. tlálsmenin sem við sjáum hér eru teiknuö og unnin af Guðbjarti Þorleifssyni. 1^86611 vlsiísm: Gullsmiðir halda utan Kanadamenn kanna kaup Hvaða tómstundaiðju stundið þér? Asbjörn Bjarnason, iðnrekandi. Ja þvi er nú fljótsvarað. Ég hef nú t.d. stundað laxveiði, en er nú farinn að minnka það, þar sem verðið er orðiö svo hátt. Svo stunda ég skytteri bæði vor og haust, og það eru þá gæsirnar og rjúpurnarog allt það. Sigurður Karlsson, leikariÞaö er ekki hægt að segja frá svona, það er ekki prenthæft. Magnús V. Pétursson, verzlunarmaður. Það er svo gifurlega margt, ja, iþróttir til dæmis og svo ýmislegt. Ég er nú knattspyrnudómari og svo tefli ég og einnig reynir maður að gera eitthvað fyrir börnin og konuna. Guðrún Brynjólfsdóttir, skrif- stofustúlka. Mestmegnis útsaum og prjón, en iþróttir og þess háttar stunda ég ekkert. En eins og ég segi, ég geri mikið af þvi að sauma út og prjóna. Þeir munir sem sýndir verða á Norrænu gull- og silfursýningunni i Kaup- mannahöfn 29. april til 2. mai, voru i fyrradag opinberlega kynntir, og voru þar mættir fulltrú- ar sýningaraðila með nokkra muni sina. Einnig voru viðstaddir kynninguna nokkrir full- trúar verzlunarfyrir- tækisins Eaton i Winni- peg, og vararæðismaður íslendinga i Winnipeg, Sigursteinn Alec Þórar- insson. Um það bil tvö og hálft ár eru siðan Útflutningssamtök gull- smiða hófu starfsemi sina. Hefur aðaláherzlan verið lögð á hand- smiðaðar silfurvörur og gjarnan með islenzkum séreinkennum. A þcssari mynd sjáum við horn með hrenndu silfri unniö hjá gull- smiðunum Bjarna og Þórarni, en teiknað af Kiguröi Bjarnasyni. Komu þeir á sunnudag og eru hér að athuga kaup á gull- og silfur- munum. 1 annað sinn halda gullsmiðir utan á Norrænu sýninguna, en munirnir sem voru á sýningunni i fyrra vöktu mikla athygli. 1 samvinnu við Útflutningsmið- stöð iðnaðarins taka islenzkir gull- og silfursmiðir nú i annað sinn þátt i Norrænu sýningunni i Kaupmannahöfn. Eftirtaldir aðilar taka þátt i kaupstefnunni: Gullsmiðir Bjarni og Þórarinn, Gull- og silfursmiðj- an Erna hf., Guðbjartur Þorleifs- son. Simon Ragnarsson, Gull og silfur, Jens Guðjónsson, Jón Dal- mannsson, Magnús Baldvinsson og Páll Zophaniasson. Vararæðismaður tslendinga i Winnipeg, Sigursteinn Alec Þórarinsson, ásamt tveim fulltrúum Eaton við nokkra sýningargripina. Gullsmiðafélögin á Norður- löndum gangast fyrir kaupstefn- unni sem ætluð er innkaupastjór- um og fagmönnum. Útflutningur er enn mjög litill, en islenzkir silfurmunir hafa vak- ið athygli viða um heim, t.d. i Evrópu, Bandarikjunum og Astraliu. — EA Þetta er ekkert vopn, nci þetta er aðeins hringur, sem gerð'ur er af Jens Guðjónssyni. VÍSIR Guðbjörg Eggertsdóttir, af- greiðslustúlka.Ég hef bara enga sérstaka tómstundaiðju, jú ég fer svona einstaka sinnum i sund, og það er þá það helzta. Sigurgeir Kristjánsson, sjó- maður. Min tómstundaiðja er nú anzi litil, maður er alltaf að gutla þetta við sjóinn. Maður er með 65 tonna bát, og það má eiginlega segja að það sé jafnt atvinna og tómstundaiðja. Hver er sjálfur sér nœstur Öryrki að Austurbrún 6 hringdi: ..Reykjavikurborg birti sina áriegu auglýsingu um lóðahreins- un nú fyrir skömmu. Þar er aö finna ýmsar hótanir til handa þeim húseigendum sem ekki þrifa sinar lóðir fyrir vissan tima. En mér þætti fróðlegt að vita hvort Reykjavikurborg hefur ekki sömu skyldum að gegna gagnvart sinum húseignum eins og aðrir húseigendur. Hérað Austurbrún 6 hefur ekki verið hreyft við lóðinni i ein sex ár enda er það borgin sem á að sjá um hreinsun á eigin lóðum eftir þvi sem mér skilst. En hér að Austurbrún 6 hefur ekki borið á neinni viðleitni til viðhalds á lóð og hefur þetta valdið okkur sem hér búa bæði tjóni og leiðind- um. Þvi finnst okkur timi til kom- inn að borgin byrji á að gera hreint fyrir sinum dyrum.” Afram eftir hádegið Tryggvi Pálsson simar: ,,Það er þessi þáttur hans Jóns B. Gunnlaugssonar sem fram- • leiddur er eftir hádegi á þriðju- dögum sem mig langar aðeins til að minnast á. Á undan þessum þætti er Dagrún Kristjánsdóttir vön að rabba við húsmæður um ýmis mál og læt ég mér það i léttu rúmi liggja hvað hún hefur fram að færa. En i þættinum i gær sagði Dagrún að ekki yrðu fleiri þættir i bráð vegna sumarkom- unnar. Þá datt mér i hug að kannski yrðu þá hljómplötuþættir Jóns felldir niður lika en slikt tel ég hrapalleg mistök ef af yrði. Bæði er það að Jón er með létt og skemmtileg lög i sinum þáttum og eins fær maður ýmsar fréttir útúr þeim viðtölum sem hann á við hlustendur.” Gunnar í framboð Siggi söngur skrifar: „Kristján Guðbjartsson, hver sem hann nú er, kom fram hérna i dálkinum þann 12. april með áskorun sem beint var til Reyk- vikinga. Þeir eru vist nærri helm- ingur þjóðarinnar. Askorun þessi var um að skora á Gunnar Thoroddsen að bjóða sig fram á móti herra Kristjáni Eldjárn til forsetakjörs nú i sumar. Mér finnst þessi áskorun fyllilega timabær og er henni algjörlega sammála. Skora ég nú á þá sem að Kristján Guðbjartsson skorar á, það er að segja Reykvikinga, að verða við áskorun hans um að skora á Gunnar Thoroddsen nú- verandi varaforseta sameinaðs þings að bjóða sig fram til for- setakjörs á móti herra Kristjáni Eldjárn.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.