Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR. Miðvikudagur 19. april 1972. 3 Sigmar fer ekki með Sigtún í Skeifuna 6 Margur unglingurinn hefur sennilega bundið nokkrar vonir við þann skemmtistað, sem sagt var frá i fréttum, að Sigmar i Sigtúni hyggðist koma á fót i Skeifunni 6. Þær vonir hafa nú orðið að engu og sami húsnæðis- skorturinn blasir við poppurum. „Það má vera, að einhver fótur kunni að hafa verið fyrir þeim fréttum, að ég væri að ráðast I að innrétta skemmtistað þarna i Skeifunni, en ég er alla vega ekki á þeim buxunum núna,” sagði Sigmar i viðtali við Visi I morgun. ■ Og þegar Visir hafði samband við eigendur prjónastofunnar, sem á hæðina i Skeifunni 6, var þau svör að fá, að það hafi aldr- ei staðið til, að skemmtistaður yrði innréttaður þar á hæðinni. „Við ætlum að flytja þangað prjónastofuna innan skamms,” bættu þeir eigendur við. En það breytir engu um það, að Sigmar verður að yfirgefa Sigtúnið sitt við Austurvöll um næstu áramót. Hvert ætlar hann þá með það fokdýra diskótek, sem hann setti upp i Sigtúni fyr- ir siðustu páska? „Það get ég ekkert sagt um,” svaraði hann. „Ég er hættur að hugsa svo langt fram i timann. Læt bara hverjum degi nægja sina þjáningu” — ÞJM ## Ósköp venjuleg dimission seqir rektor — „ungt og leikur sér,#, segir lögreglan ## „Þetta fór allt fram i vinsemd og var vel skipulagt hjá mennta- skólanemunum I gær,” sagði Óskar ólason, yfirlögregluþjónn, „við urðum reyndar að stöðva dráttarvélaaksturinn um bæinn, en það var bara vegna tveggja óhappa sem urðu. Stúlka stökk niður úr heyvagni og lenti á jeppabil. Að öðru leyti fór þetta vcl fram. Nemendurnir voru kurteisir og komu vel fram við lögregluna. Fólk má nú ekki gera of mikið úr þvi, þótt mennttingarnir sletti svolitið úr klaufunum með ærslalátum. Þetta er ungt og leikur sér”. Og Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans i Reykjavik, tók mjög i sama streng og Óskar: ,, Þetta var ósköp venjuleg dimissjón núna. Svona eins og þær eru farnar að gerast. Hreint ekki til sóma, og kannski ekki sú bezta sem verið hefur, en heldur ekki neitt voðaleg. Menn verða lika að gæta að þvi að þetta var stærsti hópurinn sem við höfum þannig hleypt út — yfir 300 manns. Ég hef ekkert heyrt um nein óhöpp hjá þeim, nema þetta með stúlkuna. Og ég held að hún hafi ekki verið i sjötta bekk, held- ur aðvifandi þarna.” —GG Smuga í aukastarf opnuð — fyrir prófessorana í Hóskólanum Stjórn Félags háskólakennara hefur eindregið mótmælt sam- þykkt Háskólaráðs um breyt- ingar á háskólalögum um kennaraembætti. Lýsir stjórnin vanþóknum sinni á þvi, að svo umdeilt mál skuli hafa verið af- greitt i Háskólaráði án þess að á undan færu fram viðtækar um- ræður fyrir opnum tjöldum á öllum stigum þess. Stjórnin telur hvort tveggja mjög varhugaverða stefnu að skipa kennara með takmörkuðum skyldum við Háskólann, og að fara aftur inn á þá braut að skipa timabundinni skipun. Stjórnin telur að stefna beri markvisst að þvi, að rannsóknir háskólakennara fari fram á vegum Háskólans, og stuðli að eflingu Háskólans sem visinda- legrar rannsóknarstofnunar. Telur stjórnin, að rannsóknar- starfsemi á vegum Háskólans sé og forsenda þess, að Háskólinn geti gegnt hlutverki sinu sem vis- indaleg fræðslustofnun, saman- ber fyrstu grein laga um Háskóla íslands. Sé ekki unnt um stundarsakir að koma upp við Háskólann rannsóknaraðstöðu i ákveðinni kennslugrein telur stjórnin eðli- legt, að samningar séu gerðir við rannsóknarstofnanir utan Há- skólans um rannsóknaraðstöðu fyrir fastráðna háskólakennara i greininni. Tryggtverði þó'hverju einstöku tilviki, að Háskólinn hafi fullar nytjar af þeim rann- sóknum, sem unnar eru af há- skólakennurum. Visir hafði samband við Jóna- tan Þórmundsson formann Fél- ags háskólakennara, sem sagði að rikisstjórnin væri búin að leggja fram frumvarp til breyt- inga á Háskólalögum, sem feli m.a. i sér viðtækar heimildir fyrir þvi, að fastir kennarar viö Háskólann geti haft fastar stöður utan Háskólans og einnig væri gert ráð fyrir þvi að taka upp timabundna ráðningu lektora og dósenta og að þeir geti haft stöðu utan Háskólans. Viki þetta frá þeirri stefnu, sem mótuö ■ var 1969, Þegar lektorar og dósentar voru gerðir að fastráðnum starfskröftum með rannsóknar- skyldu eins og prófessorar. — Við gagnrýnum það atriði, að ekki er nægilega gengið frá þvi, að þau störf, sem unnin eru utan Háskólans séu i þágu hans og unnin á vegum hans. Við teljum, að fastráðnir háskóla- kennarar eigi að vinna að rann- sóknarstörfum samkvæmt þvi sem kjarasamningur segir til um þ.e. að 40-60% af starfi hvers há- skólakennara felist i þeim. Við höfum sterkan grun um að með nýrri lagasetningu sé verið að heimila háskólakennurum að fara fram hjá kjarasamningum og veita þeim tækifæri til að hafa tvöföld laun. Með þvi skapast hætta á mismuni á launum há- skólakennara. Viö teljum að þessi atriði séu m.a. til komin vegna lækna.sem hafa löngum haft sérstöðu innan Háskólans. Þeir höfðu áður en kjarasamningarnir gengu i gildi hálf önnur prófessorslaun. Prófessorar i læknisfræði eru yfirleitt jafnframt yfirlæknar. Hinsvegar má geta þess, að við höfum bent á leiðir til að bæta stöðu þeirra manna, sem ekki hafa föst laun við Háskólann, m.a. með þvi að benda á það hversu laun stundakennara eru hraksmánarlega léleg. Tilgangurinn með mót- mælunum er ekki eingöngu sá að mótmæla heldur að veita yfir- völdum Háskóla og mennta- mála aðhald um að nota þessar heimildir i hófi, ef að lögum verða. Við i félaginu teljum, að heildarendurskoðun á Háskóla- lögunum sé bæði æskileg og timabær og eðlilegra hefði verið, að þessi mál væru skoðuð i heild. Við telium að bað skorti mark- vissa stefnu i þessum kennara- málum, i stofnun kennara- embætta. —SB— Stolið staf gamals manns — var að leggja peninga í banka og lagði stafinn fró sér andartak „Flest geta menn nú latið hafa sig út i,” varð einhverjum að orði i Búnaðarbankanum i fyrradag. Þar var eldri maður að leggja inn peninga og var hann að skrifa viðeigandi nótur við eitt borðanna i salnum. Þegar hann hcfur lokið þessu, ætlar hann að gripa til stafs sins með silfur- handfangi, máðu nokkuð, en stafurinn var þá ekki við hlið borðsins, þar sem hann hafði lagt hann. „Þetta er forláta stafur”, sagði maðurinn, sem ræddi við lögreglu um málið. „Á hand- fanginu er silfur og stafurinn merktur fyrri eiganda, honum Baldvin Einarssyni, söðlasmið, sem vará Laugaveginum i gamla daga.” Nú vita áreiðanlega einhverjir lesendur um stafinn góða, og ættu þeir að láta ritstjórn Visis. vita, og mun hún koma honum til rétts eiganda, sem þarf á honum að halda eftir umferðarslys sem hann varö fyrir. -JBP- <j4p 4 \ Á morgun er fyrsti sumardagur og vonandi fer I hönd fallegt og gott sumar. Þessi piltur var að leik I góða veðrinu vestur við Ægissfðu þegar ljósmyndarann bar að garði og tók þessa skemmtilegu mynd ljóss og skugga af honum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.