Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 4
4 VÍSIR. Miðvikudagur 19. april 1972. cTVlenningarmál Stefón Edelstein skrifar um tónlist: Hitt ó hjörtun Sovétmenn eru jafnan vandlátir um val þeirra listamanna sem þeir senda út i heim. Þetta rómaða tónlistarland flytur ekki út neina hálf- drættinga heldur aðeins hina beztu sem völ er á, til að heiður landsins sé hátt borinn. Það þurfti þvi engu að kviða um þá sovét-listamenn sem hingað komu á vegum Péturs Péturssonar og léku og sungu i þjóðleikhúsinu á mánudags- kvöld. Natalja Shakovskaja er stór- finn knéfiðluleikari, lék með breiðum syngjandi tóni, en gat einnig framleitt örfina tóna- þræði, sem vart heyrðust. Makalaus hreinleiki i „intonation” og fullkominn bogaburður auðkenndu músi- kalskan og dýriamiskan selló- leik hennar sem óblandin ángæja var á að hlýða. Hún lék verk eftir Bach, Schumann, De Falla, Debussy og Shaporin. Tenórsöngvarinn Ibrahim Dzjafarof söng lög og ariur eftir Tsjækovski, Glier, Puccini og fleiri. Þess« sviðsvani og reyndi söngvári hitti bersýnilega i hjörtu áheyrenda — enda söng hann aðallega um ást og trega. Hann hefur geysigóða rödd sem hann beitir mjög svo ósparlega s\7o mjög aö maöur óttast um endingu hennar. Eftirminnileg- ast söng hann sönginn frá Napóli um ástfangna hermann- inn, en einnig hina frægu ariu Cavavaradossi úr Tosca eftir Puccini. Ekki má heldur gleyma að minnast á ,,Þú eina hjartans yndiö mitt”, sem söng- varinn söng á Islenzku. Pianóleikarinn Aza Amintaéva lék undir af snilli, mikilli tillitssemi og sveigjan- leik. Tónlistarviðhorf — hér og þar Það er annars merkilegt hve viðhorf til tónlistar i Sovét- rikjunum er tiltölulega ihalds- samt og gamaldags. Efnisskrá sem þessi heyrist varla á vesturlöndum lengur, saman- safn margra stutta þátta, „potpourri” nánast — allt tónlist sem byggist á söngnum laglinum, einföldum og hjart- næmum. En þetta er afstaða sem vel má virða. 011 er þessi tónlist að- gengileg. Hér þarf enginn að snobba: þykjast „skilja" og „hrifast”. Að lokum: Opinberir aðilar mættu gjarnan læra örlitið af þessu framtaki Péturs Péturs- sonar. Mér hefur oft fundizt að hér væri þörf á sterkri im- pressario-skrifstofu sem tæki að sér að skipulegga tónleikahald i þettbyli og dreifbýli og samhæfa hina ýmsu þætti tónlistarlifsins, starfsemi Sinfóniuhljóm- sveitarinnar, tónlistar- félaganna, „list um landið” o.s. frv. Þrátt fyrir allt erum við aðeins 200 þúsund manns og höfum varla ráð á tilviljunar- kenndum vinnubrögðum að þessum málum frekar en öðrum. Hver veit, kannski lærist okkur það með timanum? Þjóðsöngurinn einn þekktur íslenzkra laga á Norðurlöndum Kennaraskólakórinn vakti dhuga á íslenzkum þjóðlögum í Noregsferð —Það, sem vakti mesta athygli mina var, að þarna á Norður- löndunum höfðu menn aldrei heyrt þessi islenzku þjóðlög. 1 nótnabókum er islenzki þjóðsöng- urinn eina lagið, sem er kynnt frá Islandi. Það linnti ekki pöntunum eftir að fá nótur aö islenzku þjóð- lögunum, segir Jón Asgeirsson, sem stjórnaði kór kennaraskól- ans i Noregsferð kórsins, sem er nýlokið. Ekki þurftu þeir kennaraskóia- nemar að kvarta undan ferðinni. Viðtökur voru hinar ágætustu, og þeim gafst kostur á að kynna sér kennaraskóla og ýmsar nýjungar i ferðinni. Kórinn söng i kennaraskólun- um og norska útvarpið, og verður söngnum útvarpað I júni. Og siðasta kvöldið sitt I Noregi sungu kennaraskólanemar fyrir tsl- endinga i ósló. Jón Ásgeirsson sagði ferðina, sem kórfélagar kostuðu sjálfir að mestu leyti, ekki hafa verið tón- leikaferð i eiginlegum skilningi, heldur einnig fræðsluferð. —Norðmenn standa mjög framarlega i kennaramenntun og hafa haft tima til að fylgjast með tilraunum Svia og Dana, Við heimsóttum m.a. tvo kennara- skóla i ósló og fórum til Hamar, þar sem er einn þekktasti kennaraskólinn á Norðurlöndum. Hann er ekki hvað sizt þekktur fyrir músikkennslu sina, en þetta er 450 manna skóli með 14kenn- urum i músiklinunni. Til saman- burðarmágetaþess,að talanhjá okkur er 800 nemendur i Kennaraskólanum og ég kenni þeim einn. Þessi músiklina við norska skólann hefur meira húsnæði til afnota en Tónlistarskólinn i Reykjavik. Þarna er um að ræða svo gifurlegan aðstööumun, að kannski er ekki rétt að jafna honum við aðstæður hér, og reyndar gerir maöur sér ekki grein fyrir þvi, hvað hægt væri að gera hér við sömu aðstæður. Það varð niðurstaða min, að islenzkir kennarar eru ekki verr staddir en aðrir og okkar þjóðlega tónlist ekki verri en þeirra. Og kórinn á sinar góðu minn- ingar úr ferðinni, til dæmisþegar hann stóð i fótsporum Jóns biskubs Ogmundssonar i dóm- kirkjunni i Niðarósi og söng fornan tvisöng, sem sunginn var á timabili biskubs. —Það var slökkt i kirkjunni og sungið fyrir framan Kristslik- neski. Það vötnuðu allir músum — það var svolitið sérkennileg stemmning. —SB— Sveinn Árnason H.F VÉLALEIGA S. 32160 xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Smurbraudstofan II X ly Njálsgata 49 Slml 15105 x xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Prjónavélar Tvær góðar verksmiðjuprjónavélar til sölu. Ein hringvél og ein flatvél nr. 14, báðar i fyrsta flokks ástandi. Uppl. i sima 40087. I MORGUN UTLONDI MORGUN ÆÐI Svissneskur læknanemi fékk æöi í gær á götu i Lausanne í Sviss og rak hníf í margt fólk. Ung stúlka lézt seinna af sár- um, sem maðurinn veitti henni. Höfðingi ó ferð Sex aðrir eru alvarlega slasaðir. Stúdentinn æddi um götuna með eldhúshnif. Hann var yfir- bugaður og fluttur til geðsjúkra- húss. Mun hann hafa reynt að stytta sér aldur, þegar lög- reglan kom á vettvang. Stúdent- inn er 21 árs. Iranskeisari og Fara Diba keisaraynja heimsækja jarð- skjálftasvæöin. 9 ww w ww m ww ^ mrm wwwwww Ammoníak drepur fisk Aðgæzluleysi i meðferð fljótandi ammóníaks á bú- jörð í Randersá Danmörku er talið hafa valdið miklu um, að allur fiskur í norð- urhluta Skader Aa hefur drepizt. ^WWWWWWWWWW'a „SKOTINN EINS 0G HUNDUR,, Óþekktir tilræðismenn særðu 18 ára stúlku, og fleiri hermdarverk voru framin, eftir jarðarför IRA-foringjans McCanns í gær. t Londonderry skutu brezkir hermenn þrisvar á vopnaða IRA- menn að sögn herstjórnarinnar. Milli 2500 og 5000 manns tóku þátt i útför McCanns. Heiðursvörður frá IRA stóð við kistuna og yfir- maður hins opinbera arms IRA, Cathal Goulding, flutti ræðu. Hann sagði, að McCann hefði verið skotinn eins og hundur af sendimönnum heimsvalda- stefnunnar og hann hvatti til hefnda i sama mæli. Búizt er við aðskýrzla Widgerys lávarðar um blóðsunnudaginn i Londonderry verði birt i dag. Nefnd hans ræddi við vitni i 20 daga til að reyna að komast i botns i þeim atburðum þegar 13 almennir borgarar voru skotnir til bana i Londonderry 30.januar. MGWéghvih , með gleraugumfm Austurstrœti 20 — Sími 14566 Ódýrari 1 *' j < 'ÆBBsm) ena^rír- i O" -V . í ^^^^^^%AUÐBREKKU 44-4«. 4 \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.