Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Miðvikudagur 19. april 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Loftárásirnar stílaðar á Moskvu Nixon Bandarikjaforseti tók ákvörðunina um loftárásir á Hanoi og Haiphong til að ,,sann-' færa stjórnina i Moskvu um að hún ætti að minnka aðstoð sina við Norður-Vietnam”, segja fréttamenn i Washington. A fundi „æðstu manna” i Moskvu i næstá mánuði er talið, að Nixon muni biðja Rússa um að draga úr aðstoðinni við N-Viet- nama. Þá er hann talinn munu benda á, að loftárásirnar á Norð- ur-VIetnam hafi sýnt staðfestu Bandarikjamanna i stuðningi við bandamenn sina i Suður-Viet- nam. Fréttamenn telja að Nixon muni ekki geta fengið sitt fram, nema hann geti bpðið Rússum eitthvað ,,i staðinn”. William Rogers utanrikisráð- herra Bandarikjanna, leggur áherzlu á, að Bandarfkjamenn muni stiga „nauðsynleg skref” til að stöðva framsókn kommúnista i Vietnam. Hann sagði þingnefnd, að ákvörðunin um loftárásir á Norður-Vietnam hefði verið tekin af „diplómatiskum og hernaðar- legum orsökum”. Rogers átti greinilega við Sovétrikin, er hann sagðist vona, að ekki aðeins Norður-Vietnamar heldur einnig þeir, sem veittu þeim aðstoð, mundu skilja, að ekki þýddi að halda striðinu áfram óendanlega. Melvin Laird neitaöi þeim fréttum, að Nixon hefði fyrir- skipað stöðvun loftárása á N- Vietnam. Fréttamenn álitu þó, að Nixon kynni að fresta loftárásum á borgirnar Hanoi og Haiphong, meðan hann ath., hvaða viðbrögð hefðu orðið við loftárásunum, sem hafa verið gerðar siöustu daga. „Auðmýkir Sovétrikin eða sjálfan sig”. Blaðið Washington Post, sem oft og einatt hefur gagnrýnt stefnu stjórnarinnar i Vietnam, sagði i gær, að ákvörðun Nixons um að knýja fram „deilur við Sovétrikin” vegna aðstoðar þeirra við Norður-Vietnam, væri mjög óskynsamleg. „Ef Nixon hefur betur,” segir blaðið, „mun hann auömýkja leiðtoga Sovét- rikjanna. Ef hann tapar, auð- mýkir hann sjálfan sig. 1 báðum tilvikum mun verða erfiðara að ná samningum við Sovétrikin.” Bandarikjamenn hafa hótaö að beita Norður-Vfetnam auknum hefndaraðgerðum. Melvin Laird hermálaráðherra sagði þingnefnd i gær, að sérhvert svæði i Norður-Vietnam kynni að verða fyrir loftárásum og hann mundi ekki þvertaka fyrir, að Nixon Bandarikjaforseti kynni að fyrirskipa hafnbann á Haiphong. Aðstoð Sovétrikjanna við Norð- ur-Vietnam kemur oft með skipum til hafnar i Haiphong. N-Vietnamar ráðast á marga bæi. Norður-Vietnamar halda áfram sókn frá bænum An Loc til Saigon. Þeir hafa ráðizt á her- stöðvar skammt frá höfuð- borginni. Samtimis geisa harðir bardagar i austurhluta Kambódiu, þar sem hermenn Norður-Vietnama réðust á bæinn Kompong. 1 S-Vietnam gerðu Norður- Vietnamar sprengjuárásirábáeinn Lai Kye, skammt frá An Loc. Suður-Vietnamar segjast aðeins hafa misst fáa menn. .Norður-Vietnamar réðust á bæinn Ben Cat sem er aðeins 37 kólómetra frá Saigon. Þessar árásir urðu skömmu eftir að S-Vietnamar hafðu sagt að norðanmenn hefðu hörfað fra umsátursstöðvum sinum við An Loc og sennilega skipt sér i minni einingar. Umsjón:| Haukur Helgason Sprengjusveppur þessi i Vietnam er frá I.ai Klic, er skotfæragey msla sprakk þar. Bærinn er aöalbækistöð Suður-Vietnama við þjóðvcginn til An Loc, sem bari/.t hefur verið um í tvær vikur. APOILO 15 SEA OF TRANQUILUTV Allende þjóð- nýtir eignir ITT Forseti Chile, Salvadore Allende, til- kynnti i gærkvöldi, að hann hefði sent þinginu tillögu um upptöku eigna bandariska stór- fyrirtækisins Inter- national Telephone and Telegraph Corporation, ITT, i Chile. Bandariski blaðamaðurinn Jack Anderson hélt þvi fram fyrir skömmu, að ITT hefði reynt að hindra valdatöku marxistans Allende i forsetakosningum. Rikisstjórnin i Chile birti texta svokallaðrar ,,Anderson-skýrslu’’ um málið, og Allende sagði i gær, að stjórnvöld hefðu gert ráð- stafanir gegn þeim Chilebúum, sem getið er i skýrslunni. Stórfyrirtækið ITT hefur átt eignir i Chile, sem nema nærri 100 milljörðum króna. Stjórnarandstaðan i Chile vill, að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um þjóðnýtingaráætlanir forsetans. TVOFALDUR SIGUR HEATHS Stjórn Edward Heaths vann i gærkvöldi tvo sigra á þingi yfir and- stæðingum aðildar Bret- lands að Efnahags- bandalaginu. Tillaga frá andstæðingum aðildarinnar i Ihaldsflokknum þess efnis, að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild- ina, var felld með 284 atkvæðum gegn 235. Tillaga frá Verkamanna- flokknum um, að þingkosningar fari fram, áður en Bretland verði aðili að bandalaginu, var einnig felld með 29 atkvæða mun, 301 atkvæði gegn 272. SKELFILEGT FLUGSLYS Rannsóknarnefnd byrjar í dag víðtækar athuganir til að finna orsök flugslyssins á flugvellinum í Addis Abeba i gær. Flugvél, sem flugfélagið East African Airways á, brotnaði i flugtaki. Mikil rigning tálmaði starfi rannsóknarnefndar i gær. Fáir lifðu, en 24 af samtals 96 farþegum og 11 manna áhöfn eru i sjúkrahúsi, margir mikið slasaðir. Fólkið komst undan fyrir mikla mildi gegnum gat á flugvélinni. Vinir og ættingjar stóðu skelfingu lostnir á flugvell- inum, þegar flugvélin hrapaði með gifurlegum bresti, og elds- súlur stóðu i tuttugu metra hæð. Einn þeirra, sem lifðu, Bretinn Fergus Flynn, sagði að svo virtist sem sprungið hefði á hjóli. Flug- stjórinn hemlaði, en flugvélin lenti i skurði. Llli f u þúsund manns i Stokkhólmi i kröfugöngu til að mótmæla stefnu Bandarikjanna i vietnar 7pOI 4>rAP0LL0 11 141 Qy------- APOLLO 16 ÞAR HAFA ÞEIR LENT Myndin sýnir hvar Apollo- geimförin hafa lent a tungii og fyrirhugaðan iendingarstað ApoIIo 16. i kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.