Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 7
VÍSIR. Miövikudagur 19. april 1972. 7 cTVlenningarmál Spurningar og svör STUNDUM heyrist sagt aö spurningaþættir séu með vinsælustu dagskrárliöum útvarps og sjónvarps. Trú- lega er þetta ekki þjóö- sagan einber. Minnsta kosti varö ég þess áþreifanlega var í fyrravetur að þá var mikið hlustað á spurninga- þátt Jónasar Jónassonar í útvarpinu á sunnudags- kvöldum. En þaö má mikið vera ef spurningaþættir Barða Friðrikssonar og Guðmundar Sigurðssonar i sjónvarpinu nú í vetur megna ekki að drepa þennan áhuga fyrir fullt og allt. Þessir þættir hafa aldrei verið neitt yfirmáta skemmtilegir eða upplifgandi, en upp á siðkastið eru þeir orðnir gjörsamlega ó- þolandi, hreint út sagt. Þar virðist allt leggjast á eitt, drumbsleg stjórn, afkáralegt spurningaval og algjör skortur á allri viðleitni til að gera viðfangs- efnið myndrænt. Svo að ég viki nú fyrst að spurningavalinu, þá virðist það imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiyii ( Eftir ( | Kristján Bersa ( Ólafsson | liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiÍ! gert af algjöru handahófi og litið um það hirt að dreifa spurningunum jafnt á milli kepp- enda með tilliti til þyngdar og efnisviðs. Fyrir bragðið ráðast úrslitin einatt fremur af tilviljun en raunverulegri getu keppendanna. Að visu er aldrei hægt að útiloka tilviljun frá spurningaleikjum að þessu tagi, en spurningum á að vera hægt að haga þannig að báðir keppend ur hafi svipaða möguleika á að hagnast á tilviljuninni. En stundum er engu likara en spurningarnar séu beinlinis sniðnar fyrir annan keppandann, eins og til að mynda á dögunum þegar séra Ágúst Sigurðsson fékk i einum og sama þættinum þó- nokkrar spurningar um kirkju- söguleg efni, spurningar sem hann sökum sérmenntunar sinnar og starfs hlaut að hafa ólikt meiri möguleika til að svara rétt en keppinauturinn. Mér dettur að sjálfsögðu ekki i hug að þetta hafi verið með ráðum gert, en það er eitt dæmið af mörgum um þann hundavaðshátt i spurningavali, sem hefur einkennt þessa þætti. Yfirleitt eru spurningarnar mjög einhæfar. Langsamlega flestar eru um smásmyglilegan sögulegan eða þjóðlegan fróðleik, margar niðþungar, — en inn á milli koma svo spurningar sem eru svo léttar að þær væru varla gjaldgengar i spurningaleikjum i Stundinni okkar, barnatimanum á sunnudögum. 1 þann flokk koma til dæmis myndirnar af Hólum i Hjaltadal og Hvanneyri, sem brugðið var upp i siðasta þætti, — og ef ég man rett féll það lika i hlut sama keppandans að þekkja þá staði báða. 1 þessum tveimur siðastnefndu spurningum var að visu brugðið upp myndum, en yfirleitt fer fjarska litið fyrir þvi i þessum þáttum að spurningarnar séu settar fram á myndrænan hátt. Teiknimyndir Halldórs Péturs- sonar standa að visu vel fyrir sinu, en fullmikill skortur á hug kvæmni er það þó að hafa ekki upp á annað að bjóða af raun- verulegu sjónvarpsefni þátt eftir þátt. Raunverulegu sjónvarps efni, sagði ég, þvi að það er ekki raunverulegt sjónvarps efni að láta myndavélina reika milli manna, sem sitja umhverfis borð og skipt ast á orðum, ef við það eitt er látið sitja. Slikar viðræður eiga langtum betur heima i útvarpi, og trúlega er það engin tilviljun að spurningaþættir útvarpsins hafa yfirleitt tekizt mun betur en bræður þeirra i sjónvarpinu. Það dugar nefnilega ekki til að gera gott sjónvarpsefni að mynda út- varpsþaetti, heldur verður að meðhöndla efnið á annan veg en gert er i útvarpinu. En i raun og veru er spurn ingaþáttur þeirra Barða og Guðmundar litið annað en myndaöur utvarpsþáttur, heldur óhönduglega unninn i þokkabót og að þvi leyti gjörólikur spurningaþáttum Jónasar og Ólafs Hanssonar i útvarpinu, sem eru oft býsna skemmtilegir. Hlutirnir snúast við Annars konar spurningaleikir komu skyndilega á dagskrá i byrjun þessarar viku. Sjálft alþingi fann sig knúið til að verja dýrmætum tima i umræður um fréttaviðtöl sjónvarpsins við ráð- herra. Spurningaþátturinn Vitið þér enn: spurningar. Slikt hefur að visu gerzt áður. Fyrrverandi stjórnarandstaða var stundum býsna hávær um auglýsingastarfsemi þáverandi ráðherra i sjónvarpinu og sakaði frettamenn sjónvarpsins um hlut- drægni þeim i hag. Nú hafa hlutirnir snúizt við og samskonar ásakanir koma úr nýrri átt, en að öðru leyti hefur ekkert breytzt. Nú eins og þá leita sjónvarps- menn eftir þvi sem fréttnæmt er, og nú eins og þá er það partur af hlutverki ráðherra að hafa stundum athyglisverð tiðindi að flytja. En það er barnalegt ofmat á áhrifamætti sjónvarpsins að halda að fréttir af verkum ráð- herranna verði þeim endilega til framdráttar. Meint auglýsinga- starfsemi fyrrverandi ráð herra i sjónvarpinu kom ekki i veg fyrir fall þeirra i fyrrasumar, og meint aug lýsingastarfsemi núverandi ráðherra i sama fjölmiðli kemur áreiðanlega ekki i veg fyir sömu örlög þeirra, þegar fram liða timar, — svo framarlega sem þeir springa þá ekki á limminu fvrir timann. drumbsleg stjórn og afkáralegar En i þessum umræðum mun hafa komið fram sjón armið, sem veldur þvi að ég geri þetta að umræðu efni hér. Það er sjónarmið, sem hefur að visu heyrzt áður, en er að minu viti gjörsamlega fráleitt. Þar á ég við þá skoðun, að ekki sé réttað heimila umræður i útvarpi og sjónvarpi um þingmál fyrr en eftir að þingið hefur sjálft tekið þau til meðferðar. Þeir sem þessu halda fram virðast gleyma, að fyrirætlanir stjórnvalda, laga frumvörp og ályktunartillögur eru oft með þvi fréttnæmasta sem gerist i landinu og það er beinlinis skylda fréttastofnana að skýra frá öllu þessu og varpa á það ljósi frá sem flestum hliðum án óþarfa tafar, meðal annars með um- ræðum og skoðanaskiptum. Ef fréttastofnanir ættu ávallt að biða þess að forsetar alþingis tækju málin á dagskrá væru þær að bregðast þessari skyldu, og öll lagaboð eöa önnur fyrirmæli i þessa átt væri alvarleg og óþol- andi skerðing á frjálsum frétta- flutningi i landinu. ---i-i-rvy-inrryV-Lru-V-irV-inru-iru-inrVVVTrV-inr HÁTÍÐAHÖLD SUMARGJAFAR SUMARDAGURINN FYRSTI 1972 Útiskemmtanir: Kl. 2.00: Skrúðganga barna i Breiðholtshverfi. Lúðra- sveit verkalýðsins léikur ’fyrir gongunni. Safnazt verður saman við Grýtubakka. Gengið verður vestur og suður Arnarbakka og að dyrum samkomusalar Breiðholtsskóla. Kl. 1.15: Skrúðganga barna frá Vogaskóla um Skeiðarvog, Langholtsveg, Álfheima, Sólheima að safnaðarheimili Langholtssafnaðar. Lúðrasveit ung- linga undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen leikur fyrir skrúðgöngunni. Kl. 2.15: Skrúðganga barna frá Laugarnesskóla um Gullteig, Sundlaugaveg, Brúnaveg að Hrafnistu. Lúðrasveitin Svanur undir stjórn Jóns Sigurðssonar leikur fyrir skrúðgöngunni. Kl. 2.30: Skrúðganga barna frá Vesturbæjarskólanum við öldugötu eftir Hofsvallagötu, Nesveg um Haga torg i Háskólabíó. Lúðrasveit unglinga undir stjórn Páls Pampichler leikur fyrir göngunni. Kl. 3.00: Skrúðganga barna frá Arbæjarsafni eftir Rofabæ að barnaskólanum við Rofabæ. Lúðrasveit unglinga undir stjórn Ólafs Kristjánssonar leikur fyrir göngunni. Hestamannafélagið Fákur. Kl. 5—6. Fáksfélagar verða með hesta á athafnasvæði sinu, Viðivöllum við Vatnsendaveg i Selási, kl. 5—6 og munu leyfa börnum, yngri en 10 ára, að koma á hestbak. Teymt verður undir börnunum. Foreldrar athugiö: Leyfið börnunum ykkar að taka þátt i göngunni og verið sjálf með, en látið þau vera vel klædd, ef kalt er i veðri. Inniskemmtanir: Austurbæjarbió kl. 3.00. Börn, fóstrur og neraar úr Fóstruskóla Sumargjafar skemmta. Aðgöngumiðar seldir i bióinu frá kl. 4—9 seinasta vetrardag og frá kl._2 sumard_agi.nn fyr.sta. Safnaðarheimili Langholtssafnaðar kl. 2.00. Samverustund. (Barnaguðsþjónusta)Safnaðarfélög Langh.safnaðar sjá um samverustundina. Samkomusalur æfingadeildar Kenn- araskólans kl. 3.00. Aðgöngumiðar seldir í húsinu sjálfu frá kl. 4—6 sein- asta vetrardag og frá kl. eitt sumardaginn fyrsta. (Gengið inn frá Háteigsvegi). Réttarholtsskólinn kl. 3.00 Aðgöngumiðar seldir i húsinu sjálfu frá kl. 4—6 sein- asta vetrardag og frá kl. eitt á sumardaginn fyrsta. Safnaðarfélög Bústaðasóknar og Sumargjöf sjá um skemmtunina. Háskólabió kl. 3.00 Fjölskyldusamkoma i Háskólabiói að lokinni skrúð- göngu, i umsjá Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar. Frú Hrefna „amma” Tynes og æskulýðsfulltrúarnir, séra Bernharður Guðmundsson og Guðmundur Einarsson, segja sögur, kenna söngva og leiki, kynna sumarstörfin, efna til ýmiss konar keppni og hafa helgistund. Aherzla er lögð á þátttöku allra samkomugesta. Árborg (Hlaðbær 17) kl. 4.00 Framfarafélag Arbæjarhverfis og Sumargjöf sjá um skemmtunina. Aðgöngumiðar seldir i húsinu frá kl. 4—6 seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta. Samkomusalur Breiðholtsskóla kl. 3.00 Aðgöngumiðar seldir i anddyri hátiðasalar Breiðholts- skóla frá kl. 4—6 seinasta vetrardag og frá kl. 2 á sumardaginn fyrsta. Iþróttafélag Reykjavikur og Sumargjöf sjá um skemmtunina. Laugarásbió kl. 3.00 Aðgöngumiðar i bióinu frá kl. 4—6 seinasta vetrardag og frá kl. eitt sumardaginn fyrsta. Leiksýningar: Þjóðleikliúsið kl. 3 GLÓKOLLUR Aðgöngumiðasala i Þjóðleikhúsinu á venjulegum tima. Venjulegt verð. Rikisútvarpið kl. 5.00 Barnatimii umsjá frú Margrétar Gunnarsdóttur. Kvikmyndasýningar: Nýja bió kl. 3.00 og kl. 5.00. Gamla bfó kl. 8.00. Aðgöngumiðar i bióunum á venjulegum tima. Venjulegt verð. Dreifing og sala: Merkjasala: Frá klukkan 10—2 á sumardaginn fyrsta verður merkj- um félagsins dreift til sölubarna á eftirtöldum stöðum : Melaskólanum, Vesturbæjarskóla v/öldugötu, Austur- bæjarskóla, Hliðaskóla, Alftamýrarskóla, Hvassa- leitisskóla, Breiðagerðisskóla, Vogaskóla, Langholts- skóla, Laugarnesskóla, Arbæjarskóla, Isaksskóla, Breiðholtsskóla, leikvallaskýli við Sæviðarsund. Sölulaun merkja er 10%. Merkin kosta 30.00 kr. Aðgöngumiðar að inniskemmtunum kosta 100.00 kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.