Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 8
8 VÍSIR. Miðvikudagur 19. april 1972. ÓLÉTTA TÍZKAN - plastkúla eða satínpúði notuð til að fó „línuna" Kjaftasögurnar fá byr undir vængina og munu komast i al- IINIIM gleyming, þegar viss tizkunýjung hefur haslað sér völl hérna. Siðan munu efasemd- irnar koma ,,er hún eða er hún ekki?” Nýja tizkan er óléttu- útlitið. Einhvern veg- Utanlands frá berast fréttir af mikilli sölu í viðum blússum, kjólum og öllu sem vit.t getur kallazt. Hér heima hafa tán- ingastúlkur keypt óléttukjóla i verzlunum, sem verzla með þann varning. Og það allra nýj- asta mun vera komið hingað eða alveg á leiðinni og það er hlutur- inn til að gera útlitið alveg full- komið — nefnilega uppblásnar blöðrur, sem eru spenntar á hæfilegan stað. Fyrir og eftir — nýju línunni náð. I SBÐAIM I Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir inn hafa viðar flikur ófrisku konunnar, sem getur varla beðið eftir að losna við þær orðið að tizkuvarningi þeirra, sem ekki eru þungaðar. Erlendis hafa satinpúðar ver- ið framleiddir i þessu sama skyni. Þeir eru bundnir um magann og linan eftir á er eins og á áttunda mánuði þungunar. Það hafa komið fram margar uppástungur um af hverju vin- sældir nýju linunnar stafi. Sumir segja hana vera mótsvar við næstnýjasta útlitið, þegar öll föt áttu að falla þétt að likamanum. Aðrir halda þvi fram að nýja linan sé aðeins þáttur i þjóðfélagsbreytingu, þar sem öllu „eðlilegu” sé haldið á lofti svo sem venjulegri fæðingu, gefa kornabörnum brjóstið og lifræn fæða án gerfi- efna. En hvernig sem lita má á púð- ann og óléttuútlitið mun þessi tizkunýjung kannski hafa einn kost i för með sér. Það er, að við losnum i eitt skipti fyrir öll við þá fordóma, sem hafa fylgt þungun, þar sem litið hefur verið á hana sem feimnismál og þunguðum konum jafnvel verið settar vissar siðareglur. HREYFANLEGI STÓLUNN nýtt ökutœki fyrir fatlaða ,,Hinn fatlaða eða lamaða hefur alltaf dreymt um að geta hreyft sig eins auðveld- lega og fólk, sem hefur fæturna til að bera sig — i stofunum, i kjör- búðunum, á fundum og i samkvæmum”, segir i danskri blaðagrein um nýtt flutningstæki fyrir fatlaða og lamaða. A sýningu með hjúkrunar- gögnum, sem nýlega var opnuð i Kaupmannahöfn, var meðal annarra hluta sýnd þessi upp- finning. Þetta er stóll, sem gengur fyrir batterium og hafa margar hendur unnið að þvi marki að gera hann sem þægi- legastan i meðförum. Það var fatlaður blaðamaður að nafni Quentin Crewe, sem auglýsti eftir skemmtilegu ökutæki til að nota innanhúss og sem hinn fatl- aði gæti alveg sætt sig fyllilega við. Maðurinn, sem teiknaði svo ökutækið er Snowdon lávarður, sem á sæti i stjórn hjálparfélags ásamt blaðamanninum. Okutækið samanstendur af litlum palli, knúnum rafmagni og með stól og stýringartæki. Það er hægt að hafa stólinn á ýmsa vegu svo að hann passi sem bezt, og hægt er að stjórna ökutækinu þannig, að jafnvel mikið fatlað fólk getur haft gagn af tækinu. Stóllinn getur snúizt i kring sjálfur, tækið hreyfist á rólegri ferð, hægt er að leggja hann saman og hafa I bilnum. Hann gengur fyrir batterium, sem eru hlaðin á hverri nóttu, og kostar i kringum 37 þúsund krónur i Danmörku. t Englandi hefur ökutækið átt miklum vinsældum að fagna og þar er sagt, að ef fötluðum sé boðið á hirðball i Kensington- höllinni geti hann eins lipurlega hreyft sig milli gestanna og hinir, sem hafa fæturna tvo sér til stuðnings. —SB— Stóilinn er drifinn batteríum og þykir mjög þægilegur í meðförum. Skammastu þín ekkert ? Ekki bara pínulítið ? Værir þú áskrifandi að VÍSI biðu nýjustu fréttir þín, strax þegar þú kæmir heim frá vinnu. Fréttir dagsins í dag. VlSIR fór ekki í pressuna í gærkvöldi. Það var enn verið að skrifa hann klukkan að ganga ellefu í morgun. Þess vegna eru ferskustu fréttirnar alltaf í VÍSI. Og hvað með konuna þína? Ekki er hún 'í strætó á hverjum degi. Ef þú værir áskrifandi, yrði hún búin að lesa VlSl þegar þú kæmir heim — og þú hefðir allt blaðið bara fyrir þig. Já, hvernig væri það? VÍSIR Fyrstur með fréttimar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.