Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 13
13 VÍSIR. Miðvikudagur 19. april 1972. LIZ TAYLOR kveðst ekki mundi standa i vegi fyrir Richard sinum Burton, vildi hann yfirgefa hana. — En kannski ég mundi slá hann i rot i staðinn, segir hún. ALAIN DELON og Burt Lanchester munu innan skamms leika saman i njósnamynd. Hún verður gerð i Wien i mai — og Delon á að leika CIA-njósnara i Wien, þar sem á að vera viðamikil njósnamiðstöð aust- urs og vesturs. JÁNE FONDA — Oscarsverðlaunahafinn nýbakaði — hefur ekki mörg orð eða stór um hjónaband sitt og Rogers Vadim hér fyrr á árum: — Með honum átti ég leiðinlegasta timabil ævi minnar, segir hún. Það er ekkert jafn fyrirlitlegt og stúlka, sem er svo yfir sig ástfangin og ég var þá. MICHELE MORGAN — fyrrum kvikmyndastjarna, en nú hluthafi i hring tizkufataverzlana — er að snúa sér aftur að kvikmyndunum. Og fyrsta hlutverkið, sem hún tekur að sér, er hlutverk 45 ára gamallar konu. GUNTERSACHS nýtur ekki ástar og umhyggju sinnar ástkæru eiginkonu Mirju þessa dagana. Þeirri ágætu frú _ fipaðist illa á skiðum nýlega, sem leiddi til þess,' að hún skaddaði á sér andlitið. Taka varð nokkur spor i andlit henni og þá mest við varirnar, þannig að Gunter fær ekki einu sinni að þrýstakossi á varir henni i heimsóknartimanum á spitalanum. — Og það þykir mér afar súrt i broti, kvartar hann. BRIGITTE BARDOT — fyrrum eiginkona Gunters Sachs — hefur upp- lýst, hverjar kröfur hún geri helstar til sinna fylgissveina: — Það verða að vera karlar i krap- inu sem ég get átt með ánægjulegar nætur. Þegar ég er ótrú, er það ætið mannsins sök. ROBERT VAUGHN — maðurinn frá F.R.Æ.N.D.A. — hefur tekið að sér aðalhlutverkið i nýjum, enskum sjónvarps- myndaflokki, sem á aö vera talsvert margir þættir. Með aðalkvenhlutverkið fer Nyree Dawn Porter, sú er lék Irene i „Sögu Forsyte-ættar- innar”. RINGO STARR er orðinn leikstjóri. Hann hefur nýlokið við aö stjórna töku myndar um pop-hljómsveitina T.REX. JACKIE ONASSIS borðar reiðinnar býsn af osti. Hún var nýverið i innkaupaleiðangri i Paris og keypti þá hjá ein- um einasta ostasala eftirtalin ósköp: 50 kg camember, 20 kg. emmentaler og samtals 210 kg. af ostum annara tegunda. Samanlagt verð: 114 þúsund islenzkar krónur. FREDERIC LOEWE — sá 68 ára gamli tónlistarmaður og höfundur ,,My Fair Lady” — fæst nú við það að skilja við konu sina eftir 41 árs hjónaband. Karlanginn er nefnilega orðinn bálskotinn i einni 25 ára gam- alli. 200 metrarnir Þessi skemmtilega mynd var tek- in i Sundhöllinni fyrir nokkru, þegar Höllin hélt eftirminnilega upp á 35 ára afmælið. Þetta er skemmtilég og listilega gerð mynd hjá Bjarnleifi Bjarnleifs- syni. Asdis Erlingsdóttir, sú sem vigði laugina á sinum tima, synd- ir hér öruggum tökum, en spegil- mynd glugganna varpar svona skemmtilegri mynd á vatnsflöt- inn. Og vitanlega er rétt að minna á 200 metrana i leiðinni. Hversu oft hefurðu synt? Kvótinn er jú 50 skipti á hvern mann. Júgóslavneska ströndin ekki í hættu vegna bólu Bólusóttin i Serbiu i Júgóslaviu hefur sett ugg að ferðafólki, en að þvi er segir i fréttum frá Júgósla- viu, er strönd Júgóslaviu algjör- lega laus við alla bólusótt. Kom hún aðeins upp i Serbiu og i þorp- um þriggja héraða i sjálfstjórn- arhéraðinu Kosovo. Nokkrir Is- lendingar voru um páskana þarna suður frá og komu heim, heilir heilsu, og með þennan hraustlega brúna húðlit að auki eftir vel heppnað páskaleyfi. Er ferðamannastraumur nú að hefj- ast á ný til Júgóslaviu eftir það bakfall, sem varð vegna bólusótt- arinnar. Þeir sem fara til Júgó- slaviu ættu þó að athuga að fá bólusetningu hjá borgarlækni i Reykjavik, eða héraðslæknum i sinum héruðum, — svona til að öllu öryggi sé framfylgt til hins itrasta. 50 sparisjóðir starfandi í landinu Alls eru þeir 50 sparisjóðirnir, sem starfandi eru á tslandi i dag. Þar af eru 41 i Sambandi isl. sparisjóöa, sem hélt aðalfund sinn um siðustu helgi. I sparisjóð- um eru nú varðveitt 17,9% af spariinnlánum bankakerfisins og hefur litið raskazt þrátt fyrir að sparisjóðum virðist fækka og bankaútibúum fjölga i staðinn. Upphæð heildarinnlána i spari- sjóðum i árslok 1971 nam 3221 milljón króna og höfðu þau aukizt um 463 milljónir á árinu. A sið- asta ári sameinuðust tveir spari- sjóðir bankaútibúum, en sá þriðji, Sparisjóður alþýðu var gerður að banka. Minnsti sparisjóðurinn er með innlán við milljón krónur, sá stærsti með um 530 milljónir, svo misjöfn er stærð sjóðanna. For- maður Sambands sparisjóða er Friðjón Sveinbjörnsson i Borgar- nesi, aðrir i stjórn eru þeir Hörð- ur Þórðarson, sparisjóðsstjóri i Sparisjóði Reykjavikur, Sólberg Jónsson, Bolungarvik, Jón P. Guðmundsson, Keflavik, og Ingi Tryggvason, sparisjóðsstjóri á Kárhóli. Heilsurœktin í Glœsibœ Óskar að ráða 2 starfstúlkur til afgreiðslu og skrifstofustarfa. Verzlunarskóla- menntun æskileg. Vinsamlega tilgreinið aldur og fyrri störf. Vaktavinna. Skriflegar umsóknir sendist Heilsurækt- inni. Meðmæli æskileg. Heilsuræktin. Umboð i Reykjavik: Aðalumboö Vesturveri Verzlunin Straumnes, Nesvegi 33 Sjóbúðin við Grandagarð B.S.R. Lækjargötu Verzlunin Roði, Laugavegi 74 Ilreyfill, Fellsmúla 24 Bókabúö Safamýrar, Iláaleitisbraut 58—60 Ilrafnista, verzlunin Verzl. Burstafell, Réttarholtsvegi 3 Bókaverzlun Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7 Breiðholtskjör, Arnarbakka 4—6 í Kópavogi: Litaskálinn, Kársnesbraut 2 Borgarbúðin, Hófgeröi 30 í Hafnarfirði: Sjómannafélag Ilafnarfjarðar, Strandgötu 11. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. Happdrætti D.A.S. 'vi?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.