Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 17

Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 17
VÍSIR. Miðvikudagur 19. april 1972. ------------------------------------------------------- 17 | í DAG | í KVÖLD | ÍDAG IíkvöldI ÍDAG 1 Kornin Sólrún og Bergur fyrir framan smiöjuna. Sólriín: Friðrika Geirsdóttir, Bergur: Valur Gústafsson. Sjónvarp, kl. 20.30: Tröffin og dvergarnir, „Síðasti bærinn i dalnum", is- lenzka ævintýramyndin sem byggð er á sögu eftir Loft Guð- mundsson rithöfund, er meðal efnis á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Kvikmyndun og framkvæmda- stjórn annaðist óskar Gislason. Myndin var tekin sumarið 1949, og þá meðal annars á Kjalarnesi, i Kjósinni og ölfusi, en allar inni- senurnar voru teknar i Arbæ, og var þar komið upp hálfgerðu stúdiói. Kvikmyndin var siðan frum- sýnd i Austurbæjarbiói i marz ár- ið eftir, og voru þar sýningar á henni i hálfan mánuð á hverju kvöldi. Sfðan hefur hún verið tekin til sýninga alltaf öðru hvoru, eða nokkurn veginn á tveggja ára fresti og er alltaf jafn vinsæl og sigild. ,,Jú, aðstæður voru oft erfiðar til myndatöku," sagði Óskar Gislason, er við slógum á þráðinn til hans i telefni sýningar myndarinnar i kvöld. „Sérstak- lega var erfitt að ná dvergunum og tröllunum og þvi öllu vel, svo var tæknin nú ekki á svo háu stigi þá." Óskar hefur gert fjöldan allan af kvikmyndum, en siðasta leikna myndin var „Nýtt hlutverk" byggð á sögu Vilhjálms S. Vil- hjálmssonar, en sýning á henni , tók um einn og hálfan tima. Þá mynd gerði hann á árunum 1953-54. Siðan hefur hann gert margar átthagamyndir og gerir enn. En „Siðasti bærinn i dalnum", er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 20.30, og er tónlistin i kvik- myndinni gerð af Jórunni Viðar, en leikstjóri er Ævar Kvaran. — EA óskar Gislason MIÐVIKUDAGUR 19. april 14.30 Síðdegissagan: „Stúlka i april" eftir Kerstin Th. Falk. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Andrarimur hinar nýju. Sveinbjörn Bein- teinsson kveður elleftu rimu rimnaflokks eftir Hannes Bjarnason og Gisla Konráðs- son. 16.35 Lög leikin á flautu. 17.00 Fréttir. 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson tónskáld sér um þátt- inn. 17.40 Litli barnatiminn. Valborg Böðvarsdóttir og Anna Skúla- dóttir sjá um timann. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Daglegt mál. Sverrir Tómasson cand. mag. flytur þáttinn. '19.35 ABC Asdis Skúladóttir sér um þátt úr daglega lifinu. 20.00 Stundarbil. Freyr Þórarins- son kynnir hljómsveitina Led Zeppelin. 20.30 „Virkisvetur" eftir Björn Th. Björnsson Endurflutningur sjöunda hluta. 21.30 Þeir sletta skyrinu, sem eig- það.Þáttur i umsjá háskólast . enta. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Endurminningar Bertrands Russels. 22.35 Danslög i vetrarlok. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR20.apríl Sumardagurinn fyrsti 8.00 Heilsaö sumri a. Avarp formanns útvarpsráðs, Njarðar P. Njarðvik. b. Sumarkomuljóð eftir Matthias Jochumsson, lesið af Herdisi Þorvaldsdóttur leikkonu. c. Vor- og sumarlög. 9.00 Fréttir Útdráttur úr forustu- greinum dagblaðanna. 9.15. Morgunstund barnanna Sigriður Thorlacius heldur áfram að lesa „Ævintýri litla tréhestsins", eftir Ursulu Moray Williams" (10). 9.30 Morguntónleikar: Vor I tónum. (10.10 Veðurfregnir). 11.00 Skátaguðsþjónusfa i Háskólabiói. Préstur: Séra Þó r i r Stephensen. Organleikari: Jón Stefánsson. Skátakór syngur. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 12.50 A frivaktinni Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.00 Miödegistónleikar: Promenade-tónleikar frá hollenzka útvarpinu. Létt tóniist eftir Gounod, Offenbach, Gastaldon, Millöcker, Vaugha.n-Williams, Zeller, Boccherini o.fl. 15.00 Fréttir. Tilkynningar.. 15.20 Ungt- listafólk. Börn og unglingar úr skólum Rvikur leika og syngja. 16.15 Veðurfregnir. Harpa gengur igarð.Jón B. Gunnlaugsson sér um sumarkomuþátt. 17.00 Barnatimi: Margrét Gunnarsdóttir stjórnar að tilhlutan Barnavinafélagsins Sumargjafar. Börn úr 5. bekk A i Hliöaskóla flytja tvo leik- þætti: „Grámann i Garðs- horni" og „Láki i ljótri klipu", stúlkur úr Alftamýrarskóla syngja þjóðlög, börn úr Alfta- borg flytja leikþáttinn „Gömlu skórnir" og lesin verður sagan „Bréfberinn litli". 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Stundarkorn með Gisla Magnússyni, pianóleikara. 18.30 Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Hratt flýgur stund Dagskrárþáttur með biönduðu efni, hljóðritaður á Laugar- vatni undir stjórn Jónasar Jónassonar. 20.40 Frá samsöng finnska stúdentakórsins Brahe Djaknar i Háskólabiói. 1. þ.m. Söngstj Gottfrid Grasbeck. Ein- söngvarar: Börje Lang, Viking Smeds. 21.25 Góð eru grösin. Þáttur um fjallagrös og grasaferðir i samantekt Agústu Björns- dóttur. Flytjendur meðhenni: Hjálmar Arnason og Loftur Asmundtson. Flutt verður m.a. nýtt. efni eftir Vigd. Jóns dóttur skólastjóra og Valtý Guðmundsson bónda á Sandi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. „Vor", smásaga eftir Unni Eiriksdóttur.Erlingur Gislason leikari les. 22.30 Danslög 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. *-£t*-ti*-b*ii*-b*-k*-{t*-b*-b*-t!*-b*-k*-&*-b*-b*-tr*'k*-Ct*-(t*-(r*-ít*+ «- -C? + -Ct -Ct «- X- «- «- * «• * «• «• * fþimi «- * «- + «- Jf «- * «- * «- + «- + «- + «- + «- + Í3 Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 20. april. Hrúturinn,21.marz—20.april. Góður dagur sem býr yfir margvislegum tækifærum, og allt sem bendir til að þér muni takast að hagnýta þau, að minnsta kosti að einhverju leyti. Nautið, 21.april—21.mai. Kyrrlátur dagur, að þvi er séð verður, góður til athugana og ihugunar, ef til vill ekki eins vel fallinn til á- kvarðana eða beinna framkvæmda. Tviburarnir, 22.maí—21.júni. Góður dagur, og margt sem bendir til þess að þú megir vera harðánægður með árangurinn og jafnvel útlitið, þegar hann er allur aö kvöldi. Krabbinn, 22.júni—23.júli. Þú átt f einhverjum erjum á vinnustað, eða við einhverja aðila, sem þú umgengst daglega, en allt bendir til að þér takist að snúa þar vörn i sókn. Ljónið,24.júli—23.ágúst. Sómasamlegasti dagur að mörgu leyti, en ekki er óliklegt að þú verðir samt fyrir einhverjum vonbrigðum i sambandi við einhvern kunningja þinna. Meyjan, 24.ágúst—23.sept. Einhver tregða virðist á að þér takist að átta þig á hlutunum, en lagast þó er liður á daginn. Fjármálin kunna að valda einhverjum áhyggjum. Vogin, 24.sept.—23.okt. Rólegur, en ef til vill fremur aðgeröarlaus dagur, að minnsta kosti framan af. Ekki er ósennilegt aö þér berist lang- þráð bréf eða fréttir. Drekinn, 24.okt.—22. növ. Þetta veröur að öllum likindum fremur góður dagur, svo fremi sem þér tekst að komast hjá þátttöku i deilumáli vina þinna eða vandamanna. Bogmaðurinn,23.nóv—21.des. Þú verður að við- hafa fulla aðgæzlu i peningamálum i dag, ef ekki á að fara miður fyrir þér, ef til vill í sambandi við gamla skuld. Steingeitin,22.des.—20.jan. Það kostar þig ef til vill nokkurt erfiði aö ná tökum á hlutunum fram eftir deginum, en svo ætti það aö verða tiltölu- lega auðvelt fyrir þig. Vatnsberinn, 21.jan— 19.febr. Þægilegur dagur að þvi er séð verður, varla neitt ýkja markvert sem gerist, og ekki vert að fitja upp á neinu nýju yfirleitt. Fiskarnir, 20.febr.—20.marz. Ef það hefur dregizt ur hömlu hjá þér að svara bréfi, ættirðu að vinda að þvi bráðan bug, þvi aö þess viröist beðið með nokkurri óþreyju. «- «- * «- «- + «- «- + «- X- «- * «- * «- If «- * «- «¦ + «- * «- >?- «- * «- * «- * «- «- + «- * «- * «- «- * «- «- -Si -ÍJ -K * -Ot -K -tt •* ¦» + ¦¥ -t! -K * ¦¥ * * * « -K ÍJ -»< •» ¦X -ít -X * -ít -K -ít * -Ct * ¦ft * -Ct * -K -tt -K -ft -K -Ct * -ÍJ + -Ct -C! + -Ct -K -Ct + -Ct M -Ct -K -Ct + -Ct * -Ct * -Ct * -Ct -Ct -Ct -?< -Ct -»< -Ct * -Ct * -Ct -X •Ct Miövikudagur 19. april. 18.00 Chaplin. Stutt gamanmynd með frægasta gamanleikara allra alda, Charles Chaplin. 18.15 Teiknimynd. 18.20 Harðstjórinn. Brezkur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 3. þáttur. Efni 2. þáttar: Börnin halda áfram leitinni aö „Harðstjóran- um" viðsvegar um Lundúna- borg, en maðurinn, sem heyrt hafði á tal þeirra um málið, virðist hafa á þeim gætur. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 18.45 Slim John. Enskukennsla i sjónvarpi. 20. þáttur endur- tekinn. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Siðasti bærinn idalnum.fs- lenzk ævintýrakvikmynd, byggð á sögu eftir Loft Guð- mundsson, rithöfund. Kvik- myndun og framkvæmdastjórn- Óskar Gislason. Kvikmynda- handrit Þorleifur Þorleifsson. Tónlist Jórunn Viðar. Leikstjóri ÆvarKvaran. Leikendur: Þóra Borg, Jón Aðils, Valdimar Lárusson, Friðrikka Geirs- dóttir, Valur Gústafsson, Erna Sigurleifsdóttir, Klara J. Óskarsdóttir, Guðbjörn Helga- son, Ólafur Guðmundsson, Valdimar Guðmundsson, Nina Sveinsdóttir og Sigriður Öskarsdóttir. Formálsorð flytur Erlendur Sveinsson. 22.00 Hljómsveit Tónlistarskól- ans.Hljómsveitin leikur Vatna- svituna eftir Georg Friedrich Handel. Stjórnandi Björn Ólafsson. 22.20 Japanskar leikgrimur. I Japan hefur á löngu liðnum öld- um myndazt eins konar hefð i sambandi við sérkennilegar leikgrimur. 1 þessari mynd er brugðið upp svipmyndum af fornum dönsum og leikjum, þar sem slikar grimur eru bornar og jafnframt er sýnt, hvernig þær eru gerðar. t myndinni er einnig leikin þjóðleg japönsk tónlist. — Japanska sjónvarpið NH. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.50 Fljótalandið Guyana. Fjórða myndin i flokki fræðslu- níynda um fugla- og dýralif i frumskógum Guyana. (Nord- vision — Sænska sjónvarpið). Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.