Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 19.04.1972, Blaðsíða 20
Gjaldeyrisyfirvöld hóta ferðaskrifstofum Gjaldeyrisyfirvöldin hafa sent ferðaskrifstof- um harðort bréf, þar sem þeim er hótað, að ekki verði veittar yfirfærslur fyrir þeim ávísunum eða „kúponum", sem skrif- stofurnar veita fyrir hótel herbergjum og sliku, ef þær fari ekki eftir sett- um reglum. Meö þessu mun ætlunin að minnka gjaldeyrisútlátá vegum ferðaskrifstofa. Ferðamaðurinn fær nú yfir- færðar um 21 þúsund krónur, þegar hann fer til annarra landa. Ef hann kaupir á vegum ferðaskrifstofu ferðir (IT-ferðir, „Inclusive Tours”), lækkar yfirfærslan, sem hann fær, i um 60 pund, sem mundu vera rúm- ar 12 þúsund krónur. Ferða- maðurinn greiðir ferðaskrif- stofunni i islenzkum krónum þá þjónustu, sem hún kaupir fyrir hann. 1 reglum gjaldeyrisyfir- valda á ferðaskrifstofan að fá sem svarar þremur pundum á dag yfirfært fyrir hvern ferða- mann, og hámarkið er 15 dagar. Þetta þýðir, að fari ferðamaður 15 daga tero og fái skrifstofan yfirfærð 3 pund á dag, eða 45 pund fyrir 15 dagana, hafa verið yfirfærð i gjaldeyri vegna þessa ferðamanns 105 pund, eða rétt rúmlega það sem hann fengi, ef hann færi algerlega á eigin vegum. Þessi yfirfærsla þykir ferða- skrifstofum mesta „lús”, enda er hún litil miðað við verð á hótelherbergjum og öðru er- lendis. Gjaldeyrisyfirvöld segja, að brögð hafi verið að þvi, og þau töluverð, að ferðaskrifstofur hafi lagt i meiri útgjöld en þetta fyrir fólk á þeirra vegum. Ger- ist það þá, að aðilar erlendis, svo sem hótel, hafa reikninga á skrifstofurnar, segja yfirvöldin, sem eru mun hærri fyrir hvern ferðamann en svarar þeirri yfirfærslu, sem hann ætti að fá samkvæmt reglunum. Mun þetta þó mjög oft hafa verið lát- ið flakka og yfirfærslur veittar fyrir þessum upphæðúm, enda til kominn reikningur á is- lenzkar ferðaskrifstofur i er- lendum hótelum, sem erfitt væri að hafna. I ár munu yfirvöld ætla sér að sauma að ferðaskrifstofunum i þessu og þvi hafa þau sent þeim aðvörunarbréf. —HH. Hlýr fyrsti sumardagur — og nú mó taka snjódekkin af bílunum — Nú er síðasti dagur vetrar og góður vetur að kveðja. Hann ætl- ar ekki að gera það endasleppt við okkur þvi að núna I morgun var hiti þetta 5-8 stig á láglendi og hlýtt á Hveravöllum, eins stigs hiti. Það var létt yfir Jónasi Jakobssyni veðurfræðingi i morg- un.enda heitir hann okkur hlýind- um á næstunni. Bezta veðrið á iandinu er norðan- og austaniands en suddi á Suöur- og Vesturlandi. Um Sumardaginn fyrsta segir Jónas. — A morgun eru likur á að verði áfram hlýtt veður, vindur suö- lægur og yfirleitt úrkomulaust norðan- og austantil á landinu en hinsvegar má búast við, að á suð- vestanverðu landinu fylgi einhver væta hlýindunum, þó er ekki búizt við mjög mikilli úrkomu. Nú held ég, að sé.timi til kom- inn fyrir menn að taka snjódekkin af bilunum.allavega fyrir þá, sem ætla sér að gera það i þessum mánuði, en þaö er ekki útlit fyrir kulda næstu daga. —SB— Kannski á hestbak í fyrsta sinn Kannski fá einhver þeirra þúsunda barna, sem munu skemmta scr á morgun, Sumar- daginn fyrsta, að bregða sér á hestbak i fyrsta sinn á æfinni. Fáksfélagar ætla að koma inn i skemmtanahaldið með þvi að teyma undir börnum yngri en tiu ára. Sú skemmtun hefst klukkan fimm og vcröur i Viöivailalandi við Vatnsendaveg. Lögreglan hefur beint þeim til- mælum til foreldra, að þau verði með börnum sinum i göngunum og gæti þess, að börnin séu vel klædd, en það hefur oftar en ekki brugðið við, að Sumardagurinn fyrsti á tslandi hafi verið fremur hryssingslegur. -SB- Sjá dagskrá hátiðahaldanna á bls. 7 Svo skemmtum við Verkfrœðingafélagið 60 óra í dag Halda upp ó afmcefið með 8 róðstefnum Þeir tóku sveinspróf i framreiðslu og hér standaþeir við veizluborðið. Veigamesta máiið núna á norræna samvinnunefndar- fundinum er endurmenntun verk- fræðinga, en verkfræðileg þekking úreldist núna á þessuni hraðfara framfaratimum á 10 árum. Verkfræðifélögin hafa sjálf haft þessa endurmenntun með höndum framtil þessa, en núnaá að athuga þann möguleika að Norðurlandaráð tak. að sér þessa starfsemi þar sem endurmennt unin er að vaxa okkur yfir höfuð Þannig komst Sigurður Jóhannsson, vegamálsstjóri að orði i viðtali við Visi i morgun en þá var að hefjast fundur for- manna verkfræðingafélaga frá öllum Norðurlöndunum, en Sigurður er formaður Verkfræði- félags Islands. — 60 ár eru nú liðin frá þvi að félagið var stofnað, og er formannafundurinn haldinn hér i þvi tilefni,, en annars eru þeir haldnir til skiptis i aðildar- löndum hinnar norrænu sam- vinnunefndar verkfræðinga- félaganna (NSK) Sigurður sagði að helzta til- stand félagsins vegna afmælisins væri að efna til 8 ráðstefna um helztu atvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem gerð er úttekt á hverri atvinnugrein. Fimm af þessum ráðstefnum hafa þegar verið haldnar en þrjár eru eftir. — Þá heldur félagið mikið afmælishóf á föstudaginn. Fjöldi félagsmanna er nú 460.en af þeim starfa 57 erlendis. Bygginga- og mælinga- verkfræðingar eru fjölmennastir eða 231 þá koma skipa- og véla- verkfræðingar 74, rafmagnsverk- fræðingar 64 og efnaverk- fræðingar 62. -VJ Það var áður staðsett á veit- ingastanum „Frascati” i Kaup- mannahöfn, en þegar starfsemi hans lagðist niður i haust, var málverkið boðið upp ásamt fleiri munum. Ekki þótti eigendum þeir fá nægilega mikið fyrir verkið og var það þvi dregið til baka. Eins og áður segir er málverkið málað af Jóni Stefánssyni, en hann var fenginn til þess að skreyta „Farascati” listaverkum ásamt nokkrum af fremstu málurum Norðurlanda. Áning eða Frukost ud i det grönne, er málað i Þjórsárdal. —EA llressir kokkar I eldhúsinu. Þeir tóku sitt sveinspróf i gær. Málverkið Aning, málað af Jóni Stefánssyni, er komið til landsins en eins og áður hefur komið fram hefur Þorvaldur Guðmundsson, eigandi Hótei Holts keypt mál- verkið fyrir um það bil 380 þúsund krónur. Ekki væsti um málverkiö á leiðinni til landsins, þvi að reyk- salur Gulifoss var sérstaklega lokaður fyrir það Málverkinu verður komið fyrir i Hótel Holti, og er það stórt og fyrirferðarmikið, 1,60 m á hæð og 2,58 m á breidd. Tvíseldi húsið -Ég ætla að fá eitt af þessum húsum, en má ekki vera að neinu dedúi. Það er fullt af fiski og nóg að gera. — Að sögðum þessum orðum þrýsti væntan- legur huseigandinn 400 þús. krónum i hönd verktakans i Garðahreppi, sem var að selja nokkur háifverksmiðjufram- leidd hús,bað um kvittun og var svo rokinn i aðgerð aftur. Þetta er litil saga frá ástandinu á fasteigna- markaðinum,' sem gerðist i fyrrakvöld. og sýnir að eftir- spurnin eftir húseignum hefur sizt minnkað undanfarin ár, eða mánuði. Verktakinn, sem aug- lýsti, seldi öll sin hús á nokkrum klukkustundum eins og aðrir verktakar, sem hafa haft sllka starfsemi með höndum undan- farið. Asóknin var t.d. orðin svo mikil hjá einum, að hann gáði ekki að sér fyrr en hann var búinn að selja tveimur aðilum sama húsið. — Málið upplýstist ekki fyrr en hinar tvær væntan- legu húsmæður i þessu húsi hittust I hárgreiðslu og fóru að ræða húsakaup. VÍSIR Miðvikudagur 19. april 1972. ANING KOMIÐ TIL LANDSINS okkur œrlega . . . Það rikti fjör og lif í eldhúsinu uppi.i Sjómannaskóla i gærdag þegar Visismenn lögðu leið slna þangað til þess að smella mynd af tilvonandi þjónum og kokkum. En i gær fór fram sveinspróf i matreiðslu og framreiðslu og var það i húsakynnum skólans i Sjó- mannaskólanum. Útskrifaðir voru 7 þjónar, þar af einn kvenmaður, en siðan út- skrifast annar til i haust. Skólinn tekur þrjú ár, og er kennt 4 mánuði á hverjum vetri. 6 matsveinartóku einnig sveins- próf i gær og bætast 3 við i haust. Skólatimi þeirra er sá sami og þeirra fyrrnefndu. I tilefni prófsins var ýmsum góðum gestum boðið til kvöld- verðar og þegar við litum þar inn stóðu matsveinarnir og sungu við raust yfir pottum og pönnum i eldhúsinu og undirbjuggu allt eftir beztu getu. Þjónaefnin gengu hinsvear i kringum dekkuð borðin og litu eftir að allt væri eins og það átti að vera. „Eftir þetta allt saman skemmtum við okkur ærlega, en siðan verður hlaupið beint út i at- vinnulifið.” Það voru þeir allir sammála um. E.A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.