Vísir - 22.04.1972, Síða 6

Vísir - 22.04.1972, Síða 6
6 VÍSIK. Laugardagur 22. april 1972. vism Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttast jóri: y Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn K. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Fétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 22. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 22. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611 if, imuri Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö Blaöaprent hf. w Island í sjónarmiðju Á sjötugsafmæli Halldórs Laxness á morgun kemur ein staðreynd fyrst i hugann. Án hans væru hvorki islenzkar bókmenntir né ísland sjálft hið sama sem það er i dag. Án hans og verka hans væru lika hugmyndir manna um ísland og Islendinga allt aðrar en þær nú eru, bæði erlendis og okkar sjálfra hér heima. Halldór er einn af örfáum samtiðar- mönnum sem verður sagt með sanni að hafi sett svip á öldina. Halldór kaus sér ungur að mannast á heimsins hátt. Að þvi leyti til fór hann i fótspor Einars Bene- diktssonar með hugsjón hinna fornu væringja að leiðarljósi. Þeir gerðu báðir það tilkall til islenzkra bókmennta að þær stæðu jafnfætis þvi sem mest og bezt væri unnið i skáldskap meðal annarra þjóða. Og bókmenntaleg höfðingslund, metnaður þeirra beggja átti sér bakhjarl i vitund þeirra um forna is- lenzka hámenningu, lifsmegin tungunnar og si- gildra bókmennta hennar. í þessum metnaði fyrir hönd lands og þjóðar felst sá skilningur að Island sé ekki einangraður út kjálki heldur partur umheimsins. Og i sinum miklu þjóðfélagslegu og sögulegu skáldsögum setti Hall- dór Laxness lif mannsins i heiminum á svið is- lenzkra aðstæðna og umhverfis, hið stríða mannlif sögunnar og samtiðarinnar. Heimurinn var hér — Sumarhús og Sviðinsvik. Nóbelsverðlaun Halldórs árið 1955 voru ekki ein- asta persónuleg viðurkenning honum til handa. Þau fólu einnig i sér viðurkenning umheimsins á þessari staðreynd, hlutdeild islenzkra bókmennta i evrópskum menntum og menningu. Halldór Laxness hefur notið þeirrar hamingju að aldrei hefur verið kyrrt um hann né verk hans. Margbreytni hans hefur alla tið verið orðlögð. Á efri árum er hann sistarfandi, jafn-fjölhæfur sem nokkru sinni og birtir nýja bók á hverju nýju ári. Enn sem fyrr eru skoðanir og skáldskapur hans i si- felldri endurskoðun með sibreyttum heimi. Annað er óbreytt, vandlæti skálds og metnaður vegna tungunnar sem hann yrkir, ísland i sjónar- miðju verka hans. Á efri árum höfundarins beinist hugur hans i æ rikara mæli að sigildum verðmæt- um mannlifs og sögu i landinu. Það verður æ gleggra hver er uppistaðan i skáldskap hans: hug- sjón hins eilifa íslands i skáldskap og veruleik, bak við allt umrót og straumhvörf timanna og heimsins. Yfirvofandi innrós í Saigon? Hvað mun gerast næstu daga i Vietnam? Sennilega er þetta ekki i fyrsta skipti i sögu Viet- nam-striðsins, sem menn velta þvi fyrir sér, hvort gert verði út um þetta undarlega strið á næstu sólarhringum. Hvernig sem þvi er farið, þá hafa þeir norð- anmenn hleypt gifurleg- um krafti i aðgerðir sin- ar i suðurhluta lands ins, og jafnvel loftárásir Bandarikjamanna hafa ekki megnað að stöðva framsókn kommúnista. Eins og ævinlega áð- ur, þá eru leiðtogarnir i Hanoi án efa staðráðnir i að vinna þetta strið, og sjaldan hefur hernaðar- staða þeirra verið betri en nú. „Samt eru þeir ekki super- menn”, sagði The Economist i siðustu viku, og vitanlega er það rétt. Spurningin er núna, hve miklu þeir afreka, áður en monsúntimabilið gengur i garð og skriðdrekar þeirra og önnui þungaverkfæri sökkva i kaf. Broddur úr sókninni Nixon situr nú i Washington og veltir þvi án efa fyrir sér með vaxandi áhyggjum, hvort „Vietnamisering” striðsins hafi misheppnazt hjá honum. Enn er reyndar ekki útséð um það. Siðan i siðustu viku hafa hermenn Sai- gon-stjórnarinnar staðið i löndum sinum að norðan og jafnvel náð að hrekja þá til baka nokkur fet á stöku stað. Enn hafa kommún- istar ekki náð að hertaka neina meiriháttar borg i landinu. Páskaaðgerðir norðanmanna standa enn á fjórum stöðum i landinu. 1 norðri komu Norður- Vietnamarnir inn úr Laos og eru þar enn að reyna að sundra varn- arlinu Saigon-hersins vestan við Hué. Við Kontum, sem er á mið- hálendi landsins, hafa kommún- istar enn þrjár vikur til að brjótast þar i gegn, en að þrem vikum liðnum hellir monsún- regnið sér yfir þá. Sagt er, að yfir 40.000 hermenn Norður-Vietnama séu i innan viö 100 km fjarlægð frá Saigon. Og jafnvel enn sunnar hafa kommúnistar magnað ófriö- inn við óshólmana á svæði, sem undanfarin ár hefur verið álitið iett tryggasta svæði sunnanmanna. „Allt eða ekkert” Kommúnistar hafa lagt þvilik- an þunga i þessa sókn sina, fórnað svo mörgum mannslifum, vélum og striðstólum, að a.m.k. Banda- rikjamenn halda því fram, að nú ætli þeir sér „allt eða ekkert” og vilji gera út um striðið annað- hvort með hernaðaraðgerðum eða með þvi að pina fram ein- hverja samninga og koma stjórn Thieus á kné. Sagt er, að af hinum 15 her- fylkjum, sem mynda her Norður- Vietnama, séu 10 i Suður-Viet- nam. Samtals munu þetta vera liðlega 100.000 hermenn. Þessum herfylkjum til stuðnings eru svo þrjú, sem eru handan landamæra Kambodiu og Laos. Það hefur vakið nokkra undrun sunnanmanna, af hvilikum krafti Norður-Vietnamar halda uppi þungri skothrið á öllum vigstöðv- um, því ef þeir ætía sér að'sund- urskjóta allt land, plægja það upp með fallbyssukúlum og stór um sprengjum, liður vart á löngu, þar til samgönguleiðir milli þeirra eigin herja i Suður-Viet- nam rofna. Saigon markmiðið? Ekki er enn hægt að sjá fyrir, hvað kommúnistar ætla sér, hver hernaðaráætlun þeirra er, en sumir herforingjar Bandarikj •nna i Vietnam óttast, að þeir ætli sér að blekkja Saigon-herinn til ótimabærrar gagnsóknar. Gagn- sóknar, sem þeir siðan geti auð- veldlega brotið niður og þar með vigstöðuna. Einn bandariskur hernaðarráðgjafi var yfir sig hrifinn um daginn, þegar sunnan- mönnum tókst að hrekja komm- únista frá An Loc, en þar reyndust norðanmennirnir kænir. Þeir notuðu bragð, sem frægt var i fyrra Indókinastriðinu, þegar Navarre hershöfðingi var neydd- ur til uppgjafar. Þeir geröu sér grein fyrir þvi, að framsókn Saigon-hersins yrði næsta þunn i báða enda, og þeir brutust gegn henni af auknum ofsa og hafa nú aftur náð An Loc. Verið getur, að kommúnistar ætli að halda taflstöðunni svipaðri og hún er nú, en binda með þvi mikinn hluta herstyrks sunnan- manna fjarri Saigon. Siðan gætu þeir hafið stórsókn sunnar i land- inu og jafnvel komizt inn i eða að Saigon. Meðan á þessu gengur, berjast Bandarikjamenn i lofti. Aldrei áður I sögu strfðsins jafnvef ekki þegar Johnson fyrirskipaði loft- árásirnar, hafa verið svo margar sprengjuflugvelar á móðurskip unum á Tonkin-flóa. Og það er ekkert smáræði, sem flugvélarnar ausa af sprengjum yfir Norður-Vietnam og heri norðanmanna i Suður-Vietnam. Spurningin er bara, hvort nokkuð vinnist með sprengjukastinu. Hvort norðanmenn eru yfirleitt á þeim buxunum að gefa eftir i þetta sinn. Og Nixon hafði ákveðið að fækka enn i hersveitum Banda- rikjamanna i Vietnam eftir 1. mai. Þá var ætlunin að skilja eftir 69.000 bandariska hermenn eystra. Loftárásirnar geta ekki stöðvað sókn kommúnista við An Loc, það verður fótgöngulið að sjá um. Og hvað ef þeir brjótast þar i gegn? Verður frestað heimsend- ingu bandariskra hermanna og þeir sendir aftur út að striða? Eða heldur Nixon áfram að „viet- namisera GG Saigon-hermenn aö æfingum: höfuðborg sina? Munu þeir næstu daga verja TIMOTHY DAVEY ER DAÐUR I ENGLANDI Timothy Davey, 14 ára enskur skóladrengur, var fyrir sex vik- um dæmdur til sex ára fangelsis- vistar í Tyrklandi. Sakargiftir voru hass-smygl, eins og frægt mun orðið. Timothy á sannarlega ekki glæsta æsku framundan sitjandi bak við rimlana, en hann virðist taka örlögunum með ró og situr öllum stundum og les bækur þær, sem honum berast frá Englandi. Mikill fjöldi fólks i Bretlandi vor- kennir mjög þessum óheppna unga landa sínum, og honum berst mikill fjöldi bréfa, einkum frá ungum stúlkum, sem dá hann sem hetju. Situr Timothy við og svarar bréfunum. Einnig er hann I önnum að skrifa ferðasögu sina, hefur hafið nám I tyrknesku, ensku og stærðfræði. Kennari hans er enskur skólakennari, sem býr Istanbul. Timothy dúsir i sérstakri álmu Sagmacilar-fangelsis i Istanbul, þar sem flestir fanganna eru út- lendingar. Klefi hans er rúmgóður, þegar miðað er við fangaklefa, og hann lætur vel yfir meðferðinni. Fangelsisyfirvöldin leyfa hon- um að fara mjög eigin leiðir. Hann fer t.d. á fætur, þegar hon- um sjálfum sýnist, og má vera öllum stundum I fangelsisgarðin- um, ef hann svo kýs. Það vakti mikla athygli i Bret- landi, þegar fréttir bárust þangað af handtöku þessa skóladrengs, og finnst fólki sem tyrknesk yfir- völd hafi gengið fulllangt i dómi sinum yfir honum. Timothy Davey var handtekinn i skógi utan við Istanbul með lið- lega 27 kiló af hassi meðferðis. I bók sinni mun hann útskýra, hvar hann náði i þennan varning og hvað hann ætlaðist fyrir með vöruna. I London hefði hann get- að selt þetta tyrkneska hass fyrir samtals 12.000 pund, og i Tyrk- landi er hassrækt bönnuð, og eru harðar refsingar við smygli þar i landi. Fullorðinn maður getur vænzt þess að vera dæmdur I allt að 30 ára fangelsisvist fyrir hass- smygl. — GG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.