Vísir - 16.06.1972, Síða 3

Vísir - 16.06.1972, Síða 3
VÍSIR. Föstudagur 16. júni 1972 3 r „ÞA SNOBBAST MAÐUR HÚFUNA UM BÆINN" MEÐ Sfúdentar útskrifuðust í gœr Stúdentar útskrifuðust i gær. i öllum skólum borgarinnar fóru fram skólaslit, einkunnir voru afhentar og hvitum húfum skeilt á kolla. Stórum áfanga var náð, og hressir stúdentar og ungar stúdinur ausa úr vizkubrunn- inum, og kyrja á latinu: gaude amus.... Bæjarbúar hafa án efa ekki farið varhluta af allri gleðinni, þvi skjannahvitar húfurnar- sáust viða um bæ. Enda engin furða, það er svo sem ekki ama- legt að spranga um göturnar og sýna hverju maður hefur afrekað i þjóðfélaginu. Leigbilar óku um bæinn fullir af menntamönnunum, sem héldu á prófskirteinum sinum i hendinni, en Visismenn hittu fyrir eina stúdinu og unnusta hennar, sem voru i gönguferð við tjörnina, og virtu fyrir sér fjölskrúðugt fuglalifið. „Jú, þetta er ógurlega gaman og auðvitað stór dagur”, sagðu hún Lina Hrólfsdóttir. Hún stundaði nám i máladeild Menntaskólans við Lækjargötu. „Hvernig gekk i prófunum? Æ, við skulum nú ekkert tala of mikið um það, en það gekk þó. Ég býst jafnvel við að fara i hjúkrun næsta vetur en fyrst ætlun við að skemmta okkur, að minnsta kosti þessa og næstu viku”. Og unnusíanum finnst það ekkert úr vegi að óska henni enn einu sinni til hamingju með sigurinn og gefur henni stóran koss á munninn. En það eru fleir pör á rölti um bæinn. í Hafnarstrætinu rekumst við á þau Kristinu ísleifsdóttur og Jónas Hallgrimsson, sem bæði voru að útskrifast úr úr Mennta- skólanum við Lækjargötu. Kristin úr máladeild, en Jónas úr náttúrufræðideild. „Jú, sjálfsagt verða alls staðar fjölskylduboð i kvöld,” segja þau, „en við erum bæði utan af landi, þannig að það verður kannski engin stór- veizla”, „Nei, örugglega ekki, gripur Jónas fram i, ,” ég á nefnilega ekki neinar frænkur og þess háttar. Og þar með eru þau farin. Nýútskrifaðir stúdentar hafa nefnilega um margt annað að húgsa á þessum merkisdegi en að halda uppi samræðum úti á miðri götu. Fyrir utan eitt húsið við Lina Hrólfsdóttir ásamt unnustanum viö tjörnina. Systkinin Snorri og Karí ásamt móður sinni Miní Gunnarsson, en hún á 30 ára stúdentsafmæli einmitt núna. Miklubrautina stendur „Kók- bill”, og einhvern veginn hvilir svo mikill stúdentabragur yfir öllu, að við ákveðum að skyggnast inn fyrir. Grunur okkar reynist réttur. Og þarna er ekki aðeins fyrir að finna einn stúdent, heldur tvo, þau Snorra og Kari Ólafsbörn. En ekki er nóg með það, móðirin Minni Gunnarsson á 30 ára stúdentaafmæli þennan sama dag. Snorri útskrifaðist úr Mennta- skólanum við Hamrahlið, en systirin Kari úr Kennara- háskóla Islands. „Jú, prófin gengu alveg pryðilega”, segir Snorri, og eftir að hafa gengið hart að honum, kemur það i ljós að hann hefur hlotið verðlaun fyrir hæstu einkunn i þýzku og dönsku, og einnig verðlaun fyrir enskueinkunn. „Ég hygg á læknisfræðinám næsta vetur”, segir hann ennfremur, „fór þess vegna i náttúrufræðideild i stað máladeildar, en málin kýs ég fremur að læra erlendis.” Kari hefur hug á að leggja fyrir sig kennsluna, og þá jafn- vel að kenna vanheilum börnum. En næsta vetur hefur hún sótt um vinnu á Skálatúni, sem hún telur góðan undii: búning fyrir áframhaldandi nám i þeirri grein. En góða veizlu gjöra skal, i þessu húsi sem öðrum, blómum og heillaskeytum rignir yfir, svo að Visismenn hafa sig á brott. Stúdentarnir þurfa að taka á móti ættingjum og vinum. Dagur stúdentanna 17. júni, er svo eftir,, og þá snobbastmaður með húfuna um bæinn”, varð einum þeirra að orði. —EA Jónas Hallgrimsson og Kristin tsieifsdóttir — Engar stórveizlur he'rna megin.” ^ Taka ísland fram yfir Þýzkaland — Seals and Crofts í Húsafelli um verzlunarmannahelgina? Ekki er ráð nema i tima sé tek- ið, og nú þegar er farið að undir- búa samkomuhaldið i Húsafells skógi fyrir Verzlunarmanna- helgina. Er nú unnið að þvi, að fá þangað til að skemmta ameriska dúettinn Seals and Crofts, en þessir þjóðlagasöngvarar njóta vaxandi vinsælda má t.d. nefna hljómleika þeirra i New York i siðustu viku þar sem komu niu þúsund áheyrendur. Liklega fýsir fáa íslendinga að taka sundtökin niðri i Kerinu i Grimsnesi, enda nóg um hentugri sundlaugar á landinu. En sænskur leikari, sem þarna var á ferö i gær ásamt fleiri þátt- takendum á norrænu leiklistar- Seals og Crofts eru um þessar mundir að gera sumaráætlun sina, en þar ber hæst fyrirhugaða hljómleikaferð þeirra um Evrópu. Á leiðinni yfir hafið vildu þeir félagar eiga viðkomu á íslandi.en samkvæmt áætluninni hefði það orðið i vikunni fyrir verzlunarmannahelgi og þótti hérlendum aðilum sá timi heldur óheppilegur. En nú hafa þeir Seals og Crofts komið með þá þingi, gerði sér litið fyrir, vippaði sér úr hverri spjör og tók röskleg- an sundsprett niðri i isköldu vatn- inu. Vatnið i Kerinu er yfirleitt aðeins örfáar gráður, en bezta veður var i gær, og getur hitinn á vatninu þá komizt i 5-10 stig. þs hugmynd, að spila þess i stað i Húsafelli um verzlunarmanna- helgina — og sleppa hljómleikum i býzkalandi fyrir vikið. Hug- myndin er hér til athugunar. Dúettinn er islenzkum þjóð- lagpunnendum ekki með öllu ókunnugur, en hann hefur komið fram á sérstökum hljómleikum i Háskólabiói i tvigang á siðustu tveim árum. Bæði skiptin troð- fylltist bióið og gerður var góður rómur að hljómlist og söng félag- anna. Þá segja okkur lika hljóm- plötusalar, að plötur þeirra félaga hafi stóraukizt i sölu eftir hljómleika þeirra hér. Seals and Crofts settu nýja , breiðplötu á markaðinn fyrir tveim vikum og hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda brezkra og amériskra poprita. -þJM Sœnskur synti í Kerinu Skákkeppendurnir velja sér birtumagn Ljósbirtan hjá Fischer og Daði Agústsson, ljóstækni- fræðingur, sér um hönnun lýs- ingarinnar sem komið verður fyr- ir, ofan við höfuð keppinautanna Fischers og Spasskis á sviði Laugardalshallarinnar. „Jú þetta er dálitið sérstætt, sagði Daöi, ég sé um aö hanna lýsinguna en Slálumbúðir leggja til lampa og perur og Málmtækni smiðar lampann sem verður 4,30x9,20.” „48 fluorpipum er blandaö saman á þrjá mismunandi vegu, hlýlegt, bláleitt og dagsbirtuflú- or. Við köllum þetta de luxe birtu. Pipurnar eru siðan tengdar við ljósdeyfi sem minnkar og eykur birtuna allt frá 1-1500 lux (mæli- eining birtu). Það má geta þess hér til gamans að venjuleg skrif- stofulýsing er 500 lux. Lýsingin Spasski 1-1500 lux verður dreifð til að fyrirbyggja skuggamyndun og reynt verður að likja sem mest eftir dagsbirtu. Siðan verður komið fyrir hnappi á veggnum sem keppendur geta skrúfað til og frá og stillt þannig birtuna eftir eigin geðþótta,” sagði Daði að lokum. Drætti frestað til 24. júni. Ákveðið hefur verið að fresta drætti i landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins fram að Jóns- messu, 24. júni. Þeir sem eiga eftir að gera skii eru beðnir að hafa samband viö skrifstofu happdrættisins að Galtafelli.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.