Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Föstudagur 16. .jiíni 1972 í MORGUN UTLONDI MORGUIM ÚTLÖND í MORGUN GUNNARGUNNARSSON ÚTLÖND Allir skriðdrekar ónýtir? — og bensín búið? Bandaríkjamenn segja mikinn „árangur" af loftárásum sínum — 500 af 600 skriðdrekum N-Vietnamo séu ónýtir ibúar Hanoi og ná- grennis njóta nú góðs af veru Podgornys, forseta Sovétríkjanna, þar í borg- inni. Vegna komu hans þangað, fannst Banda- ríkjamönnum ekki annað hæfa en að hætta að kasta sprengjum yfir landsvæð- ið við borgina. Podgorny er í Hanoi, að því er bezt er vitað, að ræða við norður-viet- namska ráðamenn um möguleika á samningum við Bandaríkjamenn. Sprengjuflugvélar af gerðinni B-52 héldu þó i gær uppi árásum á bæi og vegi i um 50 km i suður af Hanoi — gærdagurinn var sá niundi i röðinni sem Banda- rikjamenn hafa haldið úti svo þungum loftárásum á svæðið norður undir Hanoi. Afram var barizt kringum An Loc i nótt. Bandarisk og suður- vietnömsk hernaðaryfirvöld gefa jafnan upp hrollverjandi tölur um mannfall i liði norðan- manna, en hins vegar fækkar litið i herjum sunnanmanna,, ef marka á þessar upplýsingar. 1 gærkvöldi segjast þeir t.d. hafa drepið 57 n-vietnamska her- menn. Ekki er getið um mann- fall i liði sunnanmanna. Þá segir AP, að á milli 400 og 500 norður-vietnamskir skrið- drekar hafi i loftárásunum fokið veg allrar veraldar. Þar með sé broddur dreginn úr sókn norð- anmanna suður undir Saigon. Ameriska herstjórnin heldur þvi fram, að i upphafi marz- sóknar kommúnista og skæru- liða, hafi herir þeirra aðeins ráðið yfir 600 brynvörðum striðsvögnum og skriðdrekum. Og ef tekizt hefur að sprengja frá þeim 600 stykki — fer að draga mjög úr sóknarþoli N- Vietnama og Þjóðfrelsisfylking- arinnar. Bandarikjamenn þykjast einnig hafa valdið N- Vietnömum miklum spjöllum, þar eð þeim hafi tekizt að spilla miklu magni af olium og benzini fyrir norðanmönnum. ^WPWRS^P^ <*•*«! • Þeir kalla þyrluflota sinn „riddaraliðloftsins", Bandarikjamenn^og þessu riddaráliði beita þeir óspart i Vietnam. Þessar á myndinni eru að lenda á flugvelli viö Lai Khe. Þyrlurnar eru aðallega notaðar til liðsflutninga. Hvasst í Hong Kong Ofsalegur stormur geisaði i llong Kong i nótt og hafði þá raun ar staðið frá því aðfararnótt fimmtudagsins, fimmtudaginn allan og aftur föstudagsnóttina. — llcrti storminn mjög i nótt og var mikil úrkoma með þrumustormi þessum eins og þeir eystra köll- uðu hann. Sennilega hefur rignt cinum 7 þumlungum og a.m.k. fimm manncskjur hafa bcðið bana i þcssum veðurhamförum og 10 annarra cr saknað. Bilar sópuðust af vegum, fjalls- hliðar losnuðu og komu æðandi yfir hús, veggir sliguðust niður og lokuðu fólk inni i kjöllurum og gryfjum. Fólk hefur grafizt undir i alls konar vegarskurðum og skorningum. SAS lamast :--V.-''.'-,:." í mörg horn að líta Það eru ekki aðeins sendifulltrúar hinna ýmsu landa, sem starfa a í krafti á umhverfisráðstefnunni i Stokkhólmi þessa dagana. Ungir mótmælamenn „stunda" og ráðstefnuna af krafti. Þeir vikja naum- ast frá ráðstefnustaðnum, heldur þramma um þar fyrir framan á hverjum degi með spjöld sin. Rétt að menn gefi sér tima til að halla sér á nærliggj- andi bekki og grasflatir, þegar ráðstefnufulltrúar taka sér matarhlé. ENN STORSLYS I LOFTI 500 flugfreyjur i Noregi, Sviþjóð og Danmörku, þ.e.a.s. þær sem fljúga fyrir SAS hafa nýlega hótað verkfalli 17. júni. Ntb sagði i gær- kvöldi, að útlit væri fyrir að af verkfallinu yrði. SAS hefur búið sig undir að fresta meira en helmingi flugferða sinna, en reyna að selja fólki farmiða með öðr- um flugfélögum, a.m.k. fyrst i stað. Flugfreyjur vilja fá hærra kaup, styttri vinnutima og betri að- stæður til að vinna störf sin. Skaut lögreglumann Farþeg'aþota af gerð- inni Convair hrapaði yfir Suður-Vietnam i gærdag. 82 manneskjur fórust með henni, en hún var á flugi yfir miðhálendi Suður-Viet- nam, þegar sprenging virtist verða i vélinni. Hún klofnaði i tvo hluta, og steyptist brennandi til jarðar. Vélin var frá flug- félaginu Cathy Pacific i Hong Kong. í fyrstu var álitið að þotan hefði flogið á aðra vél, rekizt á bandariska þyrlu, en svo mun ekki hafa ver- ið. Síðast heyrðist til vélarinnar, er hún var rétt komin framhjá landamærum Kambodiu inn í S-Viet- nam. Hrapaði hún skammt frá þvi svæði, þar sem hernaðarátök hafa átt sér stað i fjallshliðum við Pleiku. Snaróður maður, sem lögreglan I Bonn ætlaði i gær að flytja á spitala, hóf harða skothrið að lög- rcglunni og skaut þrjá lögreglu- þjóna til bana. Maðurinn, óreiðumaður sagður 9 barna faðir, þurfti að komast á sjúkrahús. Hann neitaði að fara. Fengin var lögregluaðstoð til a.ð hjálpa honum af stað. Þá trylltist hann og kom i ljós, að hann átti i sinum fórum talsvert mikið magn af byssum. Lögreglumennirnir réðust gegn honum og voru búnir brynslegn- um vestum. Manninum tókst samt að bana þremur, áður en lögreglunni tókst að yfirbuga hann og eiginkonu hans, sem veitti honum aðstoð i látunum. Köstuðu lögreglumenn táragas- sprengjum inn i ibúðina og reistu stiga upp að gluggunum, þannig að börnin gátu bjargað sér út. Formósa vann bláu sveitina Loks kom að þvi, að ítalska bridgesveitin á ólympiumótinu á Miami Beach tapaði leik, en það varð ekki fyrr en í 19. umferð, þegar liðið mætti Formósu, sem að vísu hefur tapað fyrir veikari sveitum, en hefur nú unnið alla sina leiki við efstu sveitirnar. Báðar sveitirnar spila sama kerfið, Precision-lauf Varð munurinn litill, tveir punktar, sem veittu Kinverjunum vinninginn, 11-9. Engu að siður er italska sveitin langefstennþa,með331 st. ognær 50 stigum á undan Kanada, sem er i öðru sæti, en USA er i þriðja sæti. — Pólverjar döluðu hinsveg- ar Brezka sveitin, sú sama, sem s-tóð sig með svo miklum ágætum á Evrópumótinu f fyrra, hefur legiðniðri i 14. sæti og þar um bil, framan af mótinu, en hefur krækt sér i 73 st. i siðustu 4 umferðun- um.Oghefurklifraðuppi 8. sætið. Pólverjareru i 4. sæti, Formósa i 5. sæti, Frakkar i 6. sæti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.