Vísir - 16.06.1972, Side 6

Vísir - 16.06.1972, Side 6
6 VÍSIR. Föstudagur 16. júní 1972' Engan hœnsningjahátt ast 1 kringum okkur i heiminum. Nú að aðfararkvöldi þjóðhátið- ar okkar er rétt að skoða þ'essi' mál nánar. Og er það nú einkum tilgangur orða minna að benda á að nú er einmitt meiri von til þess en nokkru sinni fyrr og það þegar lit- ið er á allar kringumstæður, að við getum og þorum að losa okkur við herinn, og það væri sannar- lega skemmtilegt, ef það mætti einmitt takast fyrir okkar eftir- væntu þjóðhátið 1974. En við eig- um ekki að gera það i einsabragg- iskum hænsningjahætti. Við eig- um að fara að öllu með gát, koma Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaöaprent hf. Ekki enn á lygnum sjó Lýðveldi íslendinga verður 28 ára á morgun, á af- mælisdegi Jóns Sigurðssonar forseta. Okkur finnst óralangt siðan lýst var á Þingvöllum yfir stofnun lýðveldisins, svo margt hefur gerzt og breyzt siðan þá. En i rauninni eru þetta ekki einu sinni heilir þrir áratugir, ekki einn mannsaldur. Segja má, að stöðugur hvirfilvindur hafi verið i þjóðfélaginu þessa tæpu þrjá áratugi. Fram- farirnar hafa verið ótrúlega örar. Þjóðin hefur margfaldað auð sinn, gert velmegun að al- menningseign og býr nú við fjölbreyttara menningarlif en nokkru sinni áður. Um leið og við hugsum með ánægju til þessara framfara verðum við lika að velta fyrir okkur þeirri ónotalegu hugsun, að tæpir þrir áratugir eru alltof skammurreynslutimi. Voldugari riki hafa risið upp og hrunið á lengri tima án þess að skilja eftir sig nokkur spor. Við erum langt frá þvi að vera komin út á lygnan sjó sem sjálfstæð þjóð. Framundan er óvissa framtiðarinnar. Þar ráðast örlög okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Ýmsar blikur eru á lofti, ef til vill meiri en oft áður. Landhelgis- málið er ekki erfiðasta málið. Þar stöndum við þó sameinaðir með réttlætið og þröunina okkar megin. önnur vandamál eru erfiðari, þótt þau séu fjar- lægari i þessari andrá. Stjórþjóðir eru að tengjast i efnahagsbandalögum til þess að ná meiri velmegun á kostnað sneiðar af sjálfstæði sinu. Við tvistigum nú fyrir utan dyr hins öflugasta þessara bandalaga, viljum hafa af þvi ýmislegt gagn án þess að ganga i það, og viljum heldur ekki einangrast utan gátta. Stjórnmálamenn og embættismenn okkar eru ekki öfundsverðir af þessari erfiðu viðureign. Við lifum nú i þjóðskipulagi, sem skapar gott andrúmsloft fyrir smáþjóðir, þvi þjóðskipulagi valddreifingar og réttaröryggis, sem kallað er vest- rænt lýðræði. Þvi miður er þetta þjóðskipulag i vörn. Annars vegar er það i vörn gagnvart alræðis- kerfum á alþjóðlegum vettvangi og hins vegar er það i vörn gagnvart áhugaleysi margra heima fyrir. Skipulagið liður fyrir það, að við erum oft að mikla fyrir okkur vankanta þess og gleymum oft veigamestu vanköntum alræðiskerfanna. Þessi þróun getur reynzt lýðveldi okkar hættuleg. Mörg fleiri atriði valda okkur áhyggjum, til dæmis vaxandi mengun úthafanna og loftsins yfir þeim. Þessi þróun getur gert land okkar óbyggilegt, áður en lýðveldið verður hálfrar aldar gamalt. Von okkar er sú, að þjóðir heimsins muni nú, þegar vandinn er séður, taka höndum saman um öflugar gagnaðgerðir, er dugi gegn menguninni. Við höldum þjóðhátið okkar við góðar aðstæður. Hjól atvinnulifsins snúast hratt og allir hafa nóg að starfa. Samt vitum við, að framundan eru vanda- mál, sem safnað hefur verið i á undanförnum mánuðum, svo sem of háar skattgreiðslur, bullandi verðbólga og taprekstur útflutningsatvinnuvega. Vandamálin eru bæði skammt og langt undan. Við höfum ekki enn borið endanlegan sigur af hólmi i sjálfstæðisbaráttu okkar. Þá baráttu verðum við stöðugt að heyja enn um langan aldur. Það var stórfurðulegt fyrir- bæri, að um siðustu helgi skyldi enn vera efnt til keflavikurgöngu „gegnherilandi”. Það furöulega er, að slik ganga skuli vera farin nú, þegar hugumstór vinstri- stjórn situr við viild, sem hefur þcgar skuldbundið sig til að senda herinn umyrðalaust úr landi. Samt á að hefja herferð, — gegn hvcrjum? gegn ríkisstjórninni? Maður bolnar bara ekki neitt i neinu. Hvað á að berja í gegn? Eða hvað á allur þessi áróður að þýða fyrir brottflutningi hersins, þegar hann hefur verið ákveðinn? A kannski að steypa vinstri stjórninni til að tryggja að herinn fari? Þetta fólk hlýtur að vera meira en litiö tjúllað. Og eins og venjulega saman- stendur Keflavikurgangan af nokkrum mismunandi þáttum, mest áberandi eru þrir. Fyrst kemur höfðingjaþátturinn, sem byggir á fornum þjóöernishug- myndum um, að Islendingar séu göfug þjóð, þar sem hver smá- bóndi er af höfðingjum kominn i báðar ættir — og engin þjóð kann heldur að elska sitt land á göfug- mannlegri hátt. Auðvitað allt meira og minna úreltar hug- myndir, sem standa á ýmsan hátt nærri nasismanum með þjóð- ernisrembingi hans. í öðru lagi rennur saman i gönguna hund- ingjahátturinn hjá mörgum gömlum kommúnistunum, sem enn hafa ekki getað fengið úr aug- unum draumglýjuna um rússnesk sovésk sósialistisk heimsyfirráð. Þeir mæta enn i gönguna með slitna sóla fra fyrri göngum, reiðubúnir alveg eins og i gamla daga að svikja sitt land, aðeins ef náðarsól sósialismans mætti yfir það skina, sólin i austri. 1 þriðja og siðasta lagi kemur svo hænsningjahátturinn, sem komið hefur hvað best i ljós á und anförnum mánuðum hjá kappan- um Einari Braga, þessum is- lenzka Don Kikkótt, sem kom þrisvar i útvarpið til að tala um daginn og veginn og háði alltaf upp aftur og aftur sama vind- myllubardagann, sömu áróðurs- klissjurnar um það, að herinn skyldi fara úr landi, hvernig sem ástandið i heiminum væri. Það er fólgið i þessum hænsningjahætti að hafa gott hjartalag en vera al- gerlega blindur. Eða er hægt að hugsa sér meiri hænsningjahátt en það að vilja skipa öryggismál um þjóðarinnar, kasta fjöreggi þess, láta frelsið standa á glám- bekk, þar sem þjófar og ræningj- ar geta stolið þvi, alveg án nokk- urs tillits til þess, sem er að ger- ár okkar vel fyrir borð nota okkur þau tækifæri, sem gefast og láta aðgerðir okkar um leið verða til að stuðla að bættum og friðsam- legum heimi. Látið umfram allt hænsningjana og glópana ekki eyðileggja þá möguleika. bað er ekki hægt að komast framhjá kringumstæðunum i landvarnar og öryggismálum. Standi einhversstaðar storkandi útþenslu og ofbeldisstórveldi, þá hlýtur það að hafa áhrif i öðrum löndum i kringum það. Það sem haft hefur geigvænlegustu áhrif hér á landi að undanförnu er hin geigvænlega flotaaukning Rússa á hafinu kringum Island. Auðvit- að loka hænsningjarnir augunum fyrir þvi, „það kemur okkur ekki við, við viljum bara ekki hafa her i landi!” Ég fyrir mina parta er sann- færður um það, að ekki hefðLkom ið til flotaaukningar Rússa, þá væri herliðið þegar farið héðan i burtu. En nú eru mál að skipast svo i Evrópu, að mjög sterkar likur eru til þess að þrátt fyrir flotaaukn- ingu Rússa verði hægt að draga svo úr spennuni að okkur sé ó- hætt að láta herinn fara. En til þess að hrinda þvi i framgang er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgj- ast mjög náið með öryggismála- ráðstefnu Evrópu, sem bráðlega verður haldin, og reyna að koma okkar málum þar skynsamlega að. Ég álit jietta nú vera stærsta viðfangsefni okkar næst á eftir landhelgismálinu, svo mikilvægt, að við þyrftum að koma sérstakri sendinefnd til að fylgja okkar málum fram, þegar að þeirri ráö- VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Slmi 86611 Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611 (5 linur)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.