Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 7
VÍSIR. Föstudagur 16. júni 1972 stefnu kemur. Og við eigum að koma ár okkar fyrst og fremst þannig fyrir borð, að allt herlið geti farið héðan, en við eigum ekki að gera það eins og hænsn, heldur heimta tryggingar og kannski þannig að fá nokkuð i staðinn. Ég hef nú svo oft rakið hér i greinum viðhorfin til hinnar stór- merkilegu stefnubreytingar i málum Evrópu, sáttastefnu Willy Brandts, en það er dálitið merki- legt, að hún kom fyrst fram á ráð- herrafundi Atlantshafsbanda- lagsins, sem haldinn var hér i Reykjavik i hátiðasal Háskólans, og finnst mér Háskólabyggingin alltaf siðan merkilegri bygging. Þar sem kandidataefnin nú hafa verið að pinast i prófum, má segja, að fæðst hafi hugsjón, Ó, drag skóna af fótum þér, o.s.frv. Meginþættir þessarar nýju stefnu eru i stórum dráttum þeir, að Efnahagsbandalagið ætlar að veita Rússum og Austur-Evrópu- þjóðum aðgang að heimsmark- aðnum, samfara allri þeirri að- stoð, sem móguleg er til að við- reisa efnahags og atvinnulif þar, sem er að mestu i kaldakoli — gegn þvi að Rússar létti vig- búnaðarógn og hernaðarhótun af Vestur-Evrópu. Það er opinbert leyndarmál, að nú eftir að frumsamningar hafa verið undirritaðir og staðfestir af öllum og viðskipti taka að kippa við sér, að þá er næst komið að hernaðarstórveldinu Rússum að sýna að þeir vilji létta hernaðar- ógninni af álfunni. Og þeir verða að hafa frumkvæðið um það, af þvi að þeir eru nú langsterkasta herveldið þar. Nú er lika alveg sérstakt tækifæri til þess, þar sem Bandarikjamenn eru eins og allir vita að skrúmpa saman stór- veldishlutverki sinu og stefna markvisst að þvi að draga sig út frá öllum skuldbindingum. Það væri nú það hörmulegasta sem hægt væriað hugsa sér, ef Rússar ekki gæfu skynsamleg andsvör við þessu og hygðust viðhalda þvingunum og ógnunum. Það myndi ekki leiða til neins annars en að Vestur-Evrópa yrði til- ' neydd að vigbúast og allt yrði aft- ur andstyggilega grátt fyrir járn- um. Við vitum það svona nokkurn- yeginn, að tvö öfl takast á um þetta austur i Rússlandi. Annars- vegar gamla útþenslu og ofbeld- isstefnan frá þvi á dögum Zarsins og Stalins, sem vill áfram ryðjast hvað sem það kostar út til At- lantshafsins, og er þessi stefna sennilega rikjandi i rússneska herforingjaráðinu og var undirrót hinnar æðisgengnu flotaaukn- ingar, sem nú hefur einmitt snert okkur svo mjög. En á hinn boginn er nú og greinilegt sterkt afl i Rússlandi, sem vill sættir vestur á bóginn, einkanlega gegnum efnahagslegt samstarf og jafnvel þátttöku i Efnahagsbandalag.inu. Þessir menn segja, að nú sé úrslita- stuhd, annaðhvort brjálæðislegt striðsæði með atómleikföngum, eða viðreisnarstefna, sem færi rússnesku þjóðinni stórbætt lifs- kjör. Höfuðsmaður þessara frjálslyndu afla i landinu sýnist vera Breshnev. En það verður að taka tillit til þess i skiptum við hann, að hann á stöðugt i höggi við striðsæsingaöflin i landinu. Þannig var með Tékkóslóvakiu- málið, þá var hann settur i þröng og var neyddur af þeim til að framkvæma glæpsamlegt athæfi. Þetta eru þær staðreyndir, sem Vestur Evróðurikin eiga að spila á eins og hægt er. Þau gefa Breshnev sterkt tromp með fyrir- heitum um efnahagsaðstoð, og þess að vænta að hann geti beitt þvi til áð kveða niður gamla heimsvelda og nýlendusjónar- miðið i Rússlandi. Það er alveg ó- viðunandi lengur, að tvö Evrópu- riki viðhalda enn gamla hroka- fulla nýlenduhugsunarhættinum, Portúgal, og Rússland og það er krafa timans, að þessar þjóðir reyni að yfirvinna það og gefi kúguðum nýlenduþjóðum sinum frelsi. Það er öllum og ekki sizt þeim sjálfum fyrir beztu. Allt sem Vesturveldin nú gera þarf að stefna að þvi að auðvelda frjáls- lyndu öflunum i Rússlandi að þoka fram þessum breytingum. Og sérstaklega verður að taka fram, að þeim er enginn greiði ger með þvi að gefa allt upp og láta undan i öllu. Mikilvægast er að fram fari hreinir og heiðarleg- irsamningar um hlutina, þar sem dregið verði skipulega úr spenn- unni stig af stigi og samstarf verði upp tekið þrep af þrepi. Og þá kem ég aftur að afstöðu okkar fslendinga i þessum mál- um. Það er augljóst að hernaðar- mikilvægi tslánds hefur á siðari árum vaxið rússnesku hernaðar- sinnunum i augum. Ég er hrædd- ur um, að i útþenskudraumum þeirra sé það nú orðið efst á lista að ná valdi yfir Islandi, það er hinn herfræðilegi lykill að At- lantshafinu. Það getur enginn vafi leikið á þvi að i skúffum rúss- neska herforingjaráðsins og hernaðarsinnannaliggur þegar til- búin v, áætlun um töku Islands, hvort sem það er nú bara striðs- leikur hjá þeim háu herrum. En afleiðingin af þessu er, að það væri mikill bjarnargreiði við frjálslyndisstefnu Bresnévs, ef við gæfum land okkar skilyrðis- laust upp á bátinn. Hitt er meining min, að við eig- um að tengja brottför hersins héðan öryggismálaráðstefnunni og fá framgengt vissum skilyrð- um. Skilyrði númer eitt þarf að vera, að Rússar skuldbindi sig til að láta hvorki herskip sin né her- flugvélar koma inn á all stórt haf- svæði kringum tsland. Þetta er hrein og sjálfsögð öryggisráðstöf- un en hún má samt ekki ná svo langt að hún liti út eins og verið sé að loka Rússa alveg. Hún þarf að geta stuðlað að þvi að frjálsl. öflin i Rússlandi geti beitt henni til áð draga úr flotakapphlaupinu. E.t.v. ætti að fylgja þvi skilyrði, að Rússar skæru niður að ein- hverju ráði hinn óþarflega stóra Múrmansk flota sinn. Ég tel að þessi hugmynd væri uppbyggileg meðan tillaga Jónasar Árnasonar um svokallaða „friðun" Atlants- hafsins sé hrein hundingjatillaga, sprottin upp úr dreggjunum af gómlum sleikjuhætti hans sem kommúnista. Hún gerir ekki ráð fyrir þvi, hvar tsland stendur og hefði enga aðra þýðingu en að láta blessað landið okkar standa allsnakið gegn ásókn og svivirði- legum nauðgunum sjóræningja. Varnarleysi lslands er svo stórt mál i augum Rússa, að mér virð- ist að fá mætti miklu meira fyrir þann gullsnúð. Það væri t.d. hreint ekkert f jarstæðukennt sem smáskilyrði, að föður Ashkenazy yrði sleppt úr landi i Sovétrikjun- um svo hann gæti setzt hér að. En þó er það að lokum önnur hugmynd, sem ég vildi koma að. Fyrst vil ég rifja það upp, svona rétt undir stóra skákmótið, hvernig taflið hefur gengið við Eystrasalt undanfarna áratugi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Finnland var algerlega á áhrifasvæði Rússa og hefði þvf i rauninni átt að hljóta sömu ömur- legu örlögin og hin lepprikin. En það vildi svo til, að mótleikur var gegn þvi. Ef Rússar hefðu lagt Finnland undir sig, hefðu Sviar þegar i stað fallið frá hlutleysi sinu og gengið i Atlantshafs- bandalagið. Þetta vitum við allir. Kannski er hugmynd min út i loftið, en væri það þó ekki reynandi fyrir okkur að koma til Rússa og bjóða þeim að láta allt bandariskt herlið fara héðan jafnvel að við gengjum úr At- lantshafsbandalaginu, gegn þvi aðeins t.d. að Rússar gæfu svo sem eitt Eystrasaltsrikjanna frjálst svo það fengi sömu stöðu og Finnland. Við vitum af siðustu hryllingsatburðum i Litháen að hrein nýlendukúgun rikir þarna. Hvernig væri til dæmis, ef valið væri Eistland, sem stendur Finn- landi mjög náið i öllu. Og þessu mætti sérstaklega hreyfa á öryggismálaráðstefnunni. Kannski kemur Eistland okkur ekkert sérstaklega við, en það var þó talið nánast Norðurlandaþjóð- unum, mig minnir jafnvel að það hafi á sinum tima tekið upp Norð- urlandakrossfána. En það kemur okkur við eins og öllum öðrum að Rússar skuli enn viðhalda ný- lendukúgun og mér sýnist ástæða til að ætla að frjálslyndu öflin i Rússlandi gætu haft ástæðu til að notfæra sér slikt tilboð, hvi ekki að stilla taflmönnunum þannig upp, Finnland fyrir Sviþjóð, Eist- land fyrir Island. En fyrst og fremst þetta, burt með hænsningjahátt úr hinum við- kvæmustu og dýrmætustu öryggis og landvarnarmálum okkar. Þorsteinn Thorarensen. cTltenningannál Súm-lœti í Lindarbœ: Atli Heimir fór á kostum EFTIR GUNNAR GUNNARSSON Súm stóð að merkri skemmtun í Lindarbæ á miðvikudagskvöldið. Listskemmtun þessi, var greinilega þrælvel undirbú- in, enda fór hún fram af stakri prýði yfir tómum stólum í sal. Nei — raunar slæddust einar 10 eða kannski 12 sálir til að upp- lifa þarna eitt glæstasta at- riðið sem þessir Listahátíð- ardagar hafa boðið upp á. Fámennið er kannski afsakan- legtmeðþvi,aðSúm-kvöld þetta i Lindabæ var litt auglýst — hins vegar getur margur listvinurinn min vegna nagað sig ákaft i hand- arbókin fyrir að hafa misst af þeim hlutum sem svo stórkost- lega voru tilreiddir i Dagsbrúnar- húsinu. Sýndar voru margar stuttar ræmur — allar erlendar og gerðar af ungu fólki. Hver mynd snérist aðeins um eina hugmynd — góða eða slæma eftir atvikum, en áhrifin eftir þessa sýningu voru ósvikin: undirritaður hefði ekki lengí getaö haldiö ser uppréttum fyrir sakir vanliðunar i höfðinu, hefði ekki Atli Heimir Sveinsson, mesti tónvitringur þjóöarinnar, snarað sér upp á svið með nótna- hefti i bunkum og hafið að leika af frægri snilld. Flutti Atli Heimir ýmis pianó- verk eftir sjálfan sig og aðra — raunar öll nema eitt úr laga- flokknum „For boys and Girls". Spái ég þvi að sum þessara laga eigi eftir að ná almennum vin- sældum hérlendis — einkum lagið „Skissur", sem seint liður úr minni. Atli Heimir var stórfenglegur á að lita, þar sem hann sat sem bergnuminn við hljóðfærið, og töfraði tónana út úr þvi fáránlega f skrapatóli sem Lindarbær býður snillingum sem honum upp á. Virðulegir aðstandendur Lista- hátiðar létu sig vanta á þetta list- kvöldSúm, og varsvo sem við þvi að búast, þvi sumt af þvi sem Súmarar og gestir þeirra bjóða "fólki uppá, er ekki beinlinis i sam- ræmi við hversdagssmekk. En ég vil þakka Atla Heimi og Súmur- um fyrir frábæra kvöldskemmt- un. Gunnar Gunnarsson skrifar um kvikmyndir MAÐUR OG BJORN Pólverjar sendu okkur þrjár myndir að sýna á Listahátið. Var ein þeirra eftir þann fræga meist- ara Janusz Majewski, en tvær, raunar stuttar báðar, eftir yngri mann og óþekktari , Zanussi. Zanussi er spáð miklum frama, jafnt heima fyrir sem erlendis. Vakti hann fyrst mikla athygli á kvikmyndahátiðinni i London i haust er leið, en þar var sýnd eftir hann ný mynd, „Famili Life". LOKIS— byggt á sögu eftir Prosper Merimée leikstjóri og handritshöf undur: AAajewski Aðalhlutverk: Józef Duriasz og Edmund Fetting. Myndin gerist einhvern tima um miðja 19. öld, og segir frá þvi, er Wittembach, klerkur frá Königsberg fer til Litháen að kynna sér fornar mállýzkur þess lands. Kemst hann þar i kynni við greifa einn undarlegan. Er það hald manna, að hann sé afkvæmi skógarbjarnar og konu. Lýsir Majewsky siðan af fádæma næm- leik viðskiptum klerks og greifa — hryllingsmynd, segir i aug- lýsingum, en væntanlega 'hefur Vesturlandabúum, uppvöxnum við æsandi hrollvekjur eftir Hitchock þótt litið bragð af þess- ari mögnuðu sögu i meðferð Majewskys. Það fannst mér stór galli við myndina, að Majwski virðist fremur leggja á það áherzlu að velta sér upp úr eigin hæfileikum. Hann býr að sönnu til gott lista- verk. Hins vegar gleymir hann áhorfandanum gersamlega, teygirhann áfram og togar, lætur hann biða endalaust eftir há- punktinum — og þegar hann svo loksins verður, er allt bragð orðið útþynnt. Handbragð leikstjórans og skribentsins Majwskis er gott — skóluð vinnubrögð hans næsta fáséð, en hann hefði að minu viti átt að vanda sig aðeins minna, a.m.k. hefði honum þá tekizt að láta þessa mögnuðu sögu Merimées njóta sin betur. Cryztal og Handan við vegginn eftir Zanussi Áður en Zanussi settist i kvik- myndaskólann i Lódz, Póllandi, Edmund Fetting, klerkurinn I „LOKIS" stundaði hann eðlisfræðinám, og mun raunar hafa lokið þvi. Myndirnar tvær, sem sýndaT voru eftir hann s.l. miðvikudag i Háskólabiói, báru þess og merki, að Zanussi þekkir vel til hugsa'na- gangs, vinnubragða og umhverfis visindamanna. Styttri myndin sem sýnd var, „Handan við vegginn", segir frá tveimur liffræðingum, búandi i blokk,vinnandi á stofnun. Zanussi kann þá list, að sýna fremur er segja frá. Sálarástandi þarf ekki að segja frá, það bera persónur hans utan á sér. Hann lýsir einangrun manneskjunnar með þeim hætti, að varla verður betur gert. I „Cryztal" segir frá tveimur eðlisfræðingum, fyrrverandi skólafélögum. Annar þeirra hefur flúið samkeppnina, hefur gerzt veðurathugunarmaður langt fjarri borgarmenningu. Hinn hef- ur unnið sig áfram og er orðinn prófessor. Hann fer á eftir þeim fyrrnefnda og vill fá hann til að koma ur einangruninni, koma til borgarinnar og „ná árangri" i lifinu. „Nei", segir veðurathugunar- maðurinn, „til hvers?" Og allar orðræður prófessorsins, útmálun heimsins listisemda og frægðar- inriar, falla sem gjalt fyrir augna- tilliti veðurathugunarmannsins. Hann þarf ekkert að segja, hefur sinar hugmyndir að hverfa að — stendur i lokin og veifar til pró- fessorsins, sem ekur burt á góð- um bil sinum. Og áhorfandinn vorkennir þessum borgar- slæpingja nútimans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.