Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 8
cTMenningarmál Gunnar Björnsson skrifar um listahátíð: y Kraftar og gœlur Það leikur ekki á tveim tungum, aö Bandarikja- maðurinn André Watts er einn glæsilegasti píanóleik- ari, sem hefur látið Ijós sitt skína í Reykjavík. Það reynir mjög á merkingar- þol þeirra orðaer lýsa frá- bærum hljóðfæraleik, er gera á tilraun til að draga upp i orðum mynd af þess- um dásamlega listamanni, já hætt við að hér gildi hið fornkveðna að sjón er sögu ríkari — og þá reyndar bæði sjón og heyrn. Watts fæddist í Niirnberg 1946, sonur þeldökks hermanns banda- risks og konu 'hans ungverskrar, sem var góður pianóleikari. Hann öölaöist frægð, þegar hann kom fram i sjónvarpsþætti Leonards Bernsteins, svo sem margir Is- lendingar muna. Fyrir hlé á tónleikunum i Há- skólabiói á miðvikudagskvöldið heyrðum við eintóman Schubert: fyrst tólf valsa op. 18, ákaflega skemmtilega músik, hlaðna krafti, en jafnframt leikandi létta. Þá var Sónata i a-moll op. 143 og loks Wanderererfantasian i C-dúr, verk, sem islenzkir tón- leikagestir eiga góðar minningar um. Sjálfum er mér minnisstæður flutningur ungfrú Ann Schein i Austurbæjarbiói fyrir mörgun ár- um. Uppistaða þessa verks er brot úr hinu góðkunna lagi Schu- berts, ,,Der Wanderer" og endar brotið á þessum einkennandi orð- um firringar og einmanaleika: „Ich bin ein Fremdling uberall". Það væri lika synd að segja, að vantað hafi kvölina i leik Watts, innlifun hans er ákaflega sterk og sannfærandi: hann er allur i list sinni. Ég sagði hér að ofan, að erfitt væri að gripa til algengra orða, er lýsa á pianóleik André Watts. Hann hefur til að bera tækni, sem tekur fram flestu, sem ég hefi orðið vitni að áður. Flygillinn emjar undan tröllslegum krafti hans, en ómar lika undurblitt við finlegum gælum þessa frábæra snillings. Eftir hlé heyrðum við tvö verk eftir Franz Liszt, þennan sann- kallaða þýzka rómantiker, þrátt fyrir ungverska þjóðernið. Pianó- verk Liszts eru óskapleg virtu- ósastykki, svo þrælslega erfið, að tæpast verður með oröum lýst. t flutningi Watts fann maður ekk» mikið fyrir örðugleikunum, en gat notið frjálslegs forms og snot- urra laglina, ásamt með öllum ' krómatisku krúsindúllunum. André Watts VÍSIR. Föstudagur 16. júni 1972 Helga Guðmundsdóttir með beztu gœðin á vertíðaraflanum Skarðsvíkin, aflahœsti bóturinn, meðal þeirra beztu á nýtingu aflans Fiskmat rikisins hefur lokið út- reikningum um fiskgæði, sam- kvæmt ferskfiskmati, á þorski veiddum með þorskanetum á ver- tiðinni i vetur á svæðinu frá llornafirði til Stykkishólms. i skýrslu yfir þá báta, sem komu með beztan afla að sinni vcrstöð — miðað viö gæði — ber hæsta llelgu Guðmundsdóttur, sem veiddi i net á hálfum öðrum mánuði rúmlega 700 tonn af þorski, og fékk 74,8% af þeim fiski i 1. flokk. i greinargerð, sem Jóhann Kúld, fiskimatsstjóri, hefur látið fylgja skýrslunni, bendir hann á, að Helga Guðmundsdóttir hafi takmarkað netanotkun sina við það, sem skipshöfnin komst yfir að draga yfir daginn i góðu sjó- veðri. Jafnframt var þar um borð allur fiskur blóðgaður niður i sjó- kar og is hafður með á sjóinn. „Ennfremur er aflahæsti bát- urinn á netum i ár, Skarðsvikin, með 64,4% af þorskafla sinum i 1. fl.j" bendir fiskimatsstjóri einnig á. ,,Og Þórsnesið frá Stykkis- hólmi, sem aflaði yfir þúsund tonn af þorski, nær þó öðru sæti i gæðamati, og er næst á eftir Helgu Guðmundsdóttur með 72,1% i 1. flokki. — Þórsnesið miðaði netanotkunina við það, sem skipshöfnin gat dregið i sæmilegu sjóveðri, en það voru niu trossur (135 net). Þórsnesið fór ekki meö is á sjóinn, en það gerðu margir bátar aðrir, sem eru meðal þeirra, sem góðum árangri náðu á vertiðinni, hvað snertir fiskgæði". Vetrarvertiðin i ár var ein sú erfiðasta, sem komið hefur um langt skeið, við þorskanetaveiðar hér fyrir suður- og suðvestur- landi. Bæði var vertiðin með eindæm- um stormasöm, svo og var lika mikil loðna i fiskinum um langan tima. En fiskur fullur af loðnu skemmist fljótt og er vandmeð- farinn. Otkoman á fiskgæðum netafisksins, þegar á heildina er litið, markast að sumu leyti af þessum erfiðu aðstæðum. Aðal þorskanetasvæðinu frá Hornafirði til Stykkishólms eru 16 verstóðvar, 9 þeirra koma út með betri fiskgæði heldur en á vertið- inni 1971,1 verstöð stendur i stað, en 6 verstöðvar eru með lakari fiskgæði en i fyrra. t fyrra var hinsvegar veðrátta hagstæðari til sjósóknar, og þá var heldur engin loðna i fiskinum. -GP Hér kemur á eftir skrá yfir hinar ein- stöku verstöðvar svo og þá báta, sem náð hafa mestum fiskgæðum i netafiski frá hverri verstöð á vertiðinni. Hér er ein- göngu miðað við þorsk. iMiruafjorour II hútur iiflnuiiignliþOs. sml. I, fl.53% I. lluiiilloool 44i;kg i. fl. 2 HvanncyBHI.BOUkg .1. KprgaSUt.tvMkg. Vugar 3hálar iiflamngu 1.5 þUs. sml I. fl 45.9°,', 57% I. AgUstGuomundss II 724 1.422 kg 1 fl. 47.7°, 55 9% 2-SigurbcrR2S21.»4okK 47.2", 547% 3. Agúsl Guomundss.55.11 twukg 42.8°, \'i'sliit;iiiii;irvjiir 38 batur aflamagn n.i: þús. sinl. 1. VerrSSÍ. 180kg 2. AndvariKii t.402kg 3. I)anskif'ctur3IOt.2BSkg 4. Þflrunn Svclnsd. 401 t.368kg 5. Gjafar 2041.385 kg l.fl 52.3% I. fl. 63.1% 62.8% 60.5% 59.8% 58.6% Sliikkscyri abatar ariarn.2.3bús.stnl,- i.fl.4i.2% i. HólmsleinnAK4131.720kg í. fl. 47.2% 2. Olafur Magnúss. 3051.370 kg 45.8% 3. VigfUsÞóroars.240t.B70kg 44% lliifiiarfjiirour 8 batar aflantagn 2.9 þUs. sntl. - 1. Hafslcinn403t 404kg 2. GuftrUn 4791. 874 kg 3. Vcnus 5831 260 kg lteykjiivik 20bátar- aflamagn7.4þUs.sml. 1. Hlakkur374t 860kg ' 2. Sjoli 3851.490 kg 3. Arnarbcrg 4821.863 kg 4. Raldur613l.674kg l.fl 48.5% I. fl. 53.5% 50.7% 49.8% 1 fl.51.9% 1. fl. 67.7% 63.7% 60.1% 59.2% Kyrarhakki 7bátar - aflam.2þUs. sml. I.fl 44.1% Akrancs Kibalar aflamagn 5.2 þUs. sml. - 1. fl. 55.3% 1. .líibiinn Þorkclss 407 I 2. Alaborg 3041.700 kg 3. Hafrún\59t.714kg 408 kg 1. n. 51.6% 47.5% 47.4% 1. Kan308t.998kg 1. fl 66.8% 2. Skirnil'442 I Vlllkr, 62.2% 3. SigurvonAK356t.055kg 60.7% Þorlákslliifll 20 báUir - oflam. 5.3 þús sml. 1. JOnaHofi 1741.390 kg 2. Slurlaugur 3231.930 kg 3. Dalarösl250t.:l00kg 4 friörik Siguross. 436t.775kg (¦tindavik 50batar- aílam. 19.3 þus. sml. 1. Hraunsvik 2271.580 kg 2. SigurvonUK99t.690kg 3. Vöröunes 4691.770 kg 4. HrafnSv.bj. 7351. :»kg 5. ValurNr. 11571.440 kg 6. Helgi Bjarnas 761.650 kg 7. Þúrkatla 6021. 200 kg 8. Vörður599t.630kg l.f 1.48.6% Itif nbiiini aflantagn4.2 þtis. sml. - I fl. 63.6% I. fl. 55.7% 54.5% 53.9% 5i!.l% 1. HclgaCiuðmundsd 7061.275kg 1. fl 74.8% 2. Saxhamar623l.720kg 65.2% 3 Skarosvik 12741. HOkg 64.4% l.fl.45.5% fl 58.7% 55.9% 54.9% 53.7% 53.1% 52.7% 51.6% 51.3% olafsvik 22bátar- aflamagn lOþUs.sml. - 1. UirusSvcinss.976t.020kg 2. Sveinbj. Jakobss. 5781.390 kg 3. 01afur639t 770kg 4. Mallluldur862l.58ukg l.fl.54.6% 1. fl. 65.9% 64.9% 59.9% 59.8% Sandgeríli 14 bátar — af lamagn 4.4 þus. sml. - 1. fl. 51.4% 1. HólmsteinnGK 4601.430 kg 1. n. 64.5% 2. Vonin336t.440kg 60.2% 3. GunnarHamundars.4101 109kg 58.9% Krfluvik 38 bátar - aflamagn 13 þus. sml. - 1. Hafborg 3091.920 kg 2. ErlingurU0t.O90kg 3. Sæþðr 4501. 740 kg 4. OliTOftum 4201. 223 kg 5. Lomur 6991 350 kg l.fl.52% lii iiiiil.il I jini'iiu 7 bátar - aflamagn 3.4 þus. sml. ¦ 1. Grundfiroingur627t.850kg 2. Gnyfari6t5t.854kg 3. Bara 3301.540 kg Stykkishólmur 3bátar— aflamagn l.8þus. sml. l.fl.51.9% fl. 56.7% 54.4% 53.3% l.íl.65.2% 1. fl. 71.9% l. Þórsnes 10251.570 kg 69.3% 2. Glcttingur304t.983kg 67.6% 3. Arncv 4971. 560 kg 66.8% 61.8% V. 62.6% 53.5% J Skarðsvik, aflahæsti bátur vertíðarinnar, var samt með þeirra beztu, hvað gæðum viðvék. Meðan fyrsti flokkurinh fer að mestu leyti til flökunar I frystihúsunum, er reynt að nýta hinn hluta aflans i saltfisk eða skreið (sem féll þó niður við Ntgeriustyrjöldina). Það er muniir að kútta 1. flokks fisk heldur en dj.... netamorkuna."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.