Vísir - 16.06.1972, Side 13

Vísir - 16.06.1972, Side 13
VÍSIR. Föstudagur 16. júnl 1972 UMSJON: JBP Opið til kl. 10 í kvöld SKÓSALAN LAUGAVEGI 1 -s^BDÖRNSSONACo SKEIFAN 11 SÍMI 81530 .ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU" meö f jaörandi höggvara „FÍFLALÆH" - segir Paavo Nurmi um íþróttirnar „íþróttir eru bara hjóm og fiHalæti, — eitthvað handa táningunum”, segir mesta hlaupafyrirbæri aldarinnar, Finninn Paavo Nurmi, sem varð 75 ára á þriðjudaginn var. Þessi ummæli sýna að gamli maðurinn hef- ur ekki ýkja háar hugmyndir um iþróttir og iþróttamennsku. Hann lætur ekki i Ijós neina biturð gagnvart þeim mönnum, sem á sinum tima útilokuðu hann frá keppni, þegar það kom á daginn að hann þáði pen- inga fyrir að hlaupa, en engu að siður þykja ummæli sem þessi benda i þá átt. ,,Ef ég ætti fyrir höndum annað lif, mundi ég einbeita mér að verðugri viðfangsefn- umf segir Nurmi. Samt hefur Nurmi ekki kastað timanum á glæ i einkalifi sinu fremur en á hlaupa- brautinni. Honum græddist mikið fé á hús- byggingum og öðrum viðskiptum, en i dag ver hann starfsdeginum að mestu bak við búðarborðið i herrafataverzlun i Helsing- fors, en þar býr hann i ibúð með útsýn yfir Sibeliusar-garðinn. Margir haía náð að fara fram úr afrekum Nurmis frá þvi fyrr á öldinni, en engu að siður er hann talinn mesti frjálsiþrótta- maður aldarinnar. Á Ólympiuleikunum i Antwerpen 1920, Paris 1924, og Amsterdam 1928 hreppti hann 9 gullverðlaunapeninga og 2 úr silfri. Mesta afrekið vann hann i Paris, þá 27 ára, þegar hann vann tvenn gullverðlaun á Ólympiuleikum á einum klukkutima. Fyrst vann hann 1500 mctrana og 40 minútum siðar 5000 metrana. Sigrar hans á hlaupabrautum um allan heim eru óteljandi, en árdngurinn i hlaupum mundi cnn þann dag i dag sóma sér vel, þrátt fyrir hverskonar tækniframfarir, sem oröið hafa til að bæta afrek, svo og bættar þjálfunar- aðferðir. Sem dæmi um afrek Nurmis á þriðja ára- tug aldarinnar má nefna eitthvað af 27 heimsmetum sem hann átti: 1500 metrar á 2.52.6, 5000 metrar á 14.06.2 og 10.000 metr- ar á 20.06.2. Á degi hverjum gengur Nurmi 12 kiló- metra til að halda sér i formi og styðst þá við staf sinn, en fyrir 4 árum fékk hann slag og er siðan tiltölulega lasburða miðað við það sem áður var. KLUKKAN TEKIN FYRIR DÓMSTÓL Á SUNNUDAG Klukkumáliö svonefnda verður tekið fyrir af knatt- spyrnudómstóli KRR á sunnudaginn. i gærkvöldi hittist dómurinn, , sem Bergur Guðnason, heraðs- dómslögmaöur, stýrir. Var þar ákveðið að taka máliö til dóms á sunnudag- inn kemur. I>á verður dóm- aratrióið tekið til yfir- heyrslu i málinu. en mest er lagt upp úr vitnisburöi þremenninganna. Ekki er vist hvenær dóm- urinn getur lokið störfum, þvi ekki er útilokað að fyrir dóminn þurfi að kveða fleiri en dómarann oglinu- verði,en stefnt er að þvi að kveða upp dóminn i næstu viku. Þá fæst væntanlega úr þvi skorið voert vald dóm- ara er, — hvort þeir geta i krafti embættis sins sagt leikmönnum og áhorfend- um að 54 minútur séu i rauninni 45 minútur, þeir hafi ákveðið að þetta sé nú einnu sinnrsvona. Fjöldamargir hafa haft samband við blaðið vegna þessa máls, en við látum vera að birta þaö sem þar hcfur komið fram og biöum eftir að sjá þann dóm, sem kveðinn verður upp. FH EINSTEFNAN LÁ EKKI í NETMÖSKVANNA FH ætlar sér greinilega að blanda sér i toppbar- áttuna i 2. deildinni, — og i gær unnu þeir mikiivægan sigur, unnu lið Selfoss, sem i vor hefur aftur verið að komast i fyrra form. Það voru Selfyssingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins snemma i fyrri hálfleik. beir notuðu sér að FH-menn mynduðu slakan varnarvegg,og aukaspyrn- an fór beint i gegnum vegg- inn og i ma;rkhornið óverjandi. Það var Sigurð- ur Reynir Óskarsson sem skoraði þetta mark. Hálfleikurinn var fremur jafn, en Pálmi Svein- björnsson jafnaði með góð- um skalla fyrir FH-liðið áður en blásið var til leik- hlés. Seinni hálfleikur byrjaði svo að segja með sigur- marki FH. Það var Helgi Ragnarsson sem skoraði það mark. STANGARSKOTIN VORU STJÖRNUNNI LÍTIL HUGGUN Stjarnan úr Garðahreppi sótti mun meira i 3. deildarleiknum á Mela- vellinum i gærkvöldi. En hvað stoðar það, ef ekki tekst að skora. Leikmenn sóttu allt of mikið upp miðjuna, dreifðu leiknum ekki og ógnuðu þvi ekki nándar nærri nóg til að geta verið hættulegir mót- herjum sfnum úr Ung- templarafélaginu Hrönn. Eina mark leiksins kom i fyrri hálfleik. Hár bolti af alllöngu færi kom svifandi inn að Stjörnumarkinu, og markvörðurinn misreikn- aði greinilega þessa að- stöðu, — og boltinn sigldi inn i netið bak við hann, 1:0. Og það urðu einmitt úrslit leiksins, og Hrönn hvarf á braut með bæði stigin, en fyrir Garðhrepp- ingana var það litil huggun að hafa átt skot i þverslár og annað slikt, þvi þeir gerðu sér góðar vonir um að ná sér þarna 2 stig til viðbótar þeim 3 sem þeir höfðu eftir 3 leiki. ÞRJU MORK A FYRSTU 6 MÍN. HÁLFLEIKSINS Það gekk glatt fyrir Akureyringa að skora i gærkvöldi i 2. deildar- leiknum á isafirði, — 7:1 voru úrslit leiksins, eftir að i hálfleik stóð 3:0. En i seinni hálfleik voru Akur- eyringar ákveðnir i að tryggja sigur sinn enn bctur, — og það geröu þeir með þvi að skora 3 mörk til viðbótar á fyrstu 6 minútum seinni hálfleiks. Siðar i leiknum fylgdi 7. mark Akureyringanna, — en isfiröingar áttu loka- orðið i þessu mikla marka- flóði, — skoruðu úr vita- spyrnu. Vitaspyrnurnar voru annars óvenju margar i leiknum, þrjár, Akureyringar skoruðu úr einni, en isfirðingum tókst aðeins að notfæra sér aðra þeirra, hinni brenndu þeir Siðasta stundar- fjórðunginn sóttu is- firðingar talsvert meira en Akureyringar, en vissulega var sú sóknarlota fullseint, eftir þaö sem á undan var gengið, en Akureyringar farnir að slaka á klónni og Jóhannes Atlason búinn að rýma fyrir nýliða sem Akureyringar vildu reyna. HUNANICI SVO DÝR? INGI BJÖRN ALBERTSSON — hér skoran hann eitt af mörkum Vals i gær. FYRSTA GOLFLANDSLIÐIÐ YALIÐ UM HELGINA Fyrsta landsliöiö okkar í golfi æfir um þessar mund- iraf kappi, einstaklingarn- ir á hverjum degi að heita má/ en liðið i heild æfir saman einu sinni í viku á golfvellinum í Grafarholti. Það eru tiu efstu menn á punktamótum sem Golfsamband- ið viðurkennir sem landslið hverju sinni. Þannig æfa um þessar mundir þeir tiu, sem efstir urðu á punktamótunum i fyrra- sumar, — en skyldi einhver skær stjarna falla af himnum ofan er þó alltaf möguleiki að opna smugu i liðinu fyrir slikan mann. Framundan er fyrsta verkefni þessa fyrsta golflandsliðs okkar, Norðurlandamótið i golfi, sem fram fer i Danmörku um miðjan júlimánuð. Þar mætast allir beztu kylfingar Norðurlanda. Úr þess- um hópi verður endanlegt golf- landslið valið um helgina, en i hópinn vantar íslandsmeistar- ann. Frá vinstri eru þeir Björgvin Hólm, Einar, Þorvaldur þjálfari, Hannes, Hans, Þorbjörn, Jóhann, Gunnlaugur, Óttar og Ólafur Bjarki Að visu eru Norðurlandamenn ekki i hópi beztu golfþjóðanna heimsins, en þó munu grannar okkar örugglega eiga létt með sigur yfir okkar mönnum, — ennþá a.m.k. Héðan fara 6 menn af þeim tiu, sem nú æfa, en þeir sem stunda landsliðsæfingarnar eru þeir Björgvin Þorsteinsson, Islands- meistarinn frá Akureyri, Björg- vin Hólm, GK, Einar Guðnason, GR, Hans Isbarn, GR, Þorbjörn Kjærbo, GS, Óttar Yngvason, GR, Ólafur Bjarki Ragnarsson, GR, Gunnlaugur Ragnarsson, GR, Jóhann Eyjólfsson, GR og Hannes Þorsteinsson, GR. Á æfingurium hefur landsliðs- þjálfarinn, Þorvaldur Asgeirs- son, æft golfmennina mikið i sandhindrunum, en þær eru hættulegri ytra en gerist á golf- völlum hér heima. Einnig hafa verið æfð viss högg. Liklega mun valið endanlega i Danmerkur- ferðiria nú um helgina. Úr þessum hópi verður endanlegt golflandslið valið um helgina, en i hópinn vantar islandsmeistarann. Frá vinstri eru þeir Björgvin Hólm, Einar, Þorvaldur þjálfari, Hannes, Hans, Þorbjörn, Jóhann, Gunnlaugur, Óttar og Ólafur Bjarki. Þegar þér hugleiðið hvað öryggisútbúnaður eins og fjaðrandi höggvari getur sparað yður í beinum peningum við núverandi tryggingafyrirkomulag? ER SAAB SVO DÝR ÞEGAR Á ALLT ER LITIÐ? # Þegar þér hugleiðið hið höa endursöluverð SAAB ? — kostur ö verðbólgutímum. Þegar þér hafið skoðað bílinn — séð hvað hann er fröbærlega hannaður, hagkvæmur og vandaður með aukaþægindum eins og rafmagnshituðu framsæti og Ijósaþurrkum. VIKINGAR GETA EKKI SKORAÐ í 1. DEILD - mörg tœkifœri gegn Val í gœrkvöldi en öll voru ónotuð Sannarlega mega Vikingar muna betri uppskeru í mörkum en þessa fjóra leiki sína i 1. deildinni, — ekkert mark var skorað i stað marka- súpunnar i 2. deild í fyrra. Og Víkingar hljóta óneitan- lega að fara að setja sig í varnarstellingu i deildinni, þeir eiga í fallbaráttu nú þegar. En liðið átti samt sinn bezta leik gegn Val i gærkvöldi, og hefði undir öllum cðlilegum kringumstæðum átt að skora mark eða miirk. Valsliðið lék hinsvegar af óvcnju mikilli skyn- semi, hetur en ég hef áður séð til liðsins i sumar. ()g Valur skoraði mörkint Ingi Bjiirn byrjaði á II. minútu og upptökin og hciðurinn var Her- inanns Gunnarssonar, sem sendi lil Alcxandcrs, skotið var varið og Ingi Björn náði boltanum i upp- liigðu færi til að skora. Nokkru siðar áttu Vikingar hættulegt færi, sem ckki nýttist, og Hcrmann Gunnarsson skaut af löngu færi á markið, sann- kallaður eiturholti, scm sendi markviirðinn af velli með fingur úr liðiv. Sannarlega var það sárt að missa Ilirik þannig af velli, en Ogmundur Kristinsson, vara- maður hans, stóð sig með prýði og verður ekki sakaður um mörkin sem á eítir fylgdu. Eiginlega strax og hann var kominn inn á völlinn fer Hermann að lcika sér á vitateig mcð boltann. varnarmcnn standa klumsa, og áður en nokkur veit af er Ilermann búinn að skapa sér skotfærið og skorar óverjandi 2:0. Bæði liðin attu siðan sin tæki- l'æri án þcss að af hlytist mark. i scinni hálfleik treður Her- mann sér i gegnum Vikings- vörnina með boltann, skotið er hálfvarið af markverði Vikings, en llermann fylgir inn á marka- linu og ýtir boltanum þangað sem honum var ætlað að fara, 3:0. Enn áttu Víkingar tækifæri en annað hvort varði Sigurður Dags- son af snilld, eða eitthvað annað kom i veg fyrir að þeim tækist að skora. i rauninni sóttu Vikingar i seinni hálfleik af mun meiri fcstur og ákveðni, cn óheppni cin varð þess valdandi að það var valur, sem sá um að skora mörkin. Og þaðfjórða kom svo á siðustu minútu leiksins, geysi falleg leik- l'létta, milli Hermanns, og Ingvars sem boruðu sér lcið gegnum vörnina og enduðu með marki, sem Hermann skoraði 4:0. Með tveim stigum úr þessum leik kemst Valur meðal efstu liðanna, — og þar má liklega reikna með þeim á næstunni, alla vega ef Hermann verður eins og i gærkvöldi, sá leikur sýndi hvað i honum býr. Annar Valsmaður vakti athvgli mina, ungi bak- vörðurinn Vilhjálmur Kjartans- son, góður leikmaöur það. Vikingarnir ciga eftir að krækja i stig enda þótt á móti blási, rétti keppnisandinn var að koma i gærkvöldi, og með honum fara þeir að skora mörkin sem þarf að skora til að fá stigin. v L

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.