Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 15

Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 15
VÍSIR. Föstudagur 16. júnl 1972 15 „Viltu verðo móðir erfingja míns? — spurði marg-milljónerinn Spies . . . Ferðaskrifstofukóngur- inn danski, Simon Spies er í fjórða sinn i hjúskaparhug- leiðingum. Hann hefur lif- að hinu djarfasta pipar- sveinslífi frá því hann skildi við þriðju konu sína, Lillian, árið 1959. Háttalag hans hefur vakið geysimikla athygli. Hann hefur látið hár sitt og skegg vaxa óhindrað, reykt hass og klipið smástelpur, sem hann hefur haft i miklu magni hjá sér. Duttlungum hans virðast engin takmörk sett, hann leitar stöðugt inn á ný svið — og frá þeim aftur. Simon Spies reisti sér myndar- legtkvikmyndahús á dögunum og tilkynnti öllum, sem hafa vildu, að nú væri hann helzt að hugsa um aö helga sig bióstjórastöð- c> Kameldýrinu því arna virðist geðjast prýðisvel að kvikmyndaleikkon- unni Madeline Smith, sem er 22ja ára gömul og frá Wimbledon í Englandi. Þau voru bæði mætt- til Lundúna til að taka þátt í hátíðarsýningu þar um síðustu helgi. Við kunnum engin skil á Kameldýrinu, en við vitum, að Madeline hefur m.a. leikið á móti Frankie Howard í mynd- unum ,,Up Pompei" og 'Up the Front". Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon unni, en koma ungum og efnileg- um mönnum inn i ferðaskrifstofu- stjórnina, svo hann þyrfti ekki lengur að vera að vasast á þeim vigstöðvum. Örfáum vikum siðar tók hann til við að koma á fót vikuriti og lét innrétta þær vistlegustu rit- stjórnarskrifstofur, sem enn hafa sézt i Danmörku. Þær skrifstofur voru hins vegar aldrei teknar i not. Karlinum leiddist allt i einu þessi hugmynd sin og stakk henni bak við stól. Næst tók hann til við að byggja sér glæsilegan næturklúbb i Kaupmannahöfn. Sá klúbbur gerir það gott og þar dvelur ferðaskrifstofukóngurinn lang- timum. Það var kannski til þess að geta notiðlistisemda klúbbsins, sem hann fór aftur á kreik til að leita uppi heppilegan arftaka. Þeir urðu einir fimmtiu, sem hann fékk augastað á — og gáfu kost á sér, en einhverra hluta vegna féll enginn þeirra i kramið hjá karli og fljótlega gafst hann upp á leitinni. ,,Það er bezt að ég búi mér snöggvast sjálfur til erfingja,” tilkynnti hann blaðamönnum, en hver barnsmóðirin skyldi verða — það gaf hann ekki upp. Nú er það þó loksins komið á daginn, hver hin útvalda er, nefnilega 20 ára gömul dönsk stúlka, Inge Weile að nafni, sem starfað hafði sem stofustúíka á hótel Mercur, sem er á Spáni og i eigu Spies. Seinna náöi hún þó aö fótstalli Spies sjálfs, er henni hlotnaðist sá heiður, að veröa einn af hans svokölluðu „einka- riturum”. Kynni þeirra Inge og Spies upp- hófust þó á Spáni. Eftir að þau höföu eytt nokkrum dögum saman i vellyst- ingum pragtuglega, og hann m.a. rétt að henni sem nemur 150 þús- undum islenzkra króna til að verzla fyrir rétt á meðan hann þurfti að sitja fund með blaða- mönnum — ja, þá fannst slúður- dálkahöfundum blaöanna ekki lengur þurfa vitnanna við og slógu þvi föstu, að hjónabands þeirra Inge og Spies væri að vænta. Og hvorugt þeirra reyndi hið minnsta til að bera á móti þvi. Og nú hefur Simon Spies sem sé tilkynnt opinberlega, að Inge Weile sé sin væntanlega..., eins og hann sjálfur komst að orði. Spies hefur oft sagt, að eigi hann eftir að gifta sig þá sé það frumskilyrði, að eiginkonan geti alið honum erfingja. Þykir mönn- um harla ósenailegt, að hann hafi eitthvaö slegiö af þeim kröfum. Það getur öllum orðið kalt ár tánum, hvort heldur er um aö ræða hund eða stúlku. A mynd- inni hér að ofan sjáum við Boots ameriskan hund, sem hefur það verkefni með höndum, að gæta litillar vinkonu sinnar, hennar Shirley. Þegar veðriö er slæmt slabb og leiðindi á götum úti, bregður Boots sér fremur i stig- vél heldur en að sleppa hinni daglegu gönguferð sinni með litlu stúlkunni. Sama viðhorf hefur sýninga- stúlkan Debbie Knitz til sinna gönguferða. Hún lætur ekki veðráttuna aftra sér frá þvi að fá sér gönguferð. Snjór úti! Nú, þá er það bara spurningin, hvar rétti skófatnaðurinn er. „Viltu verða móðir erfingja mins?” „Já. það gæti cg vel hugsað mér!” Amerlskir hafa boðið Spies 840 milljónir isl. króna fyrir feröa- skrifstofuna og leyfin. Hann afþakkaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.