Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 18

Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 18
18 VÍSIR. Föstudagur 16. júni 1972 UTBOÐ Tilboð óskast i múrverk, innréttingar og fullnaðarfrágang á skrif- stofu- og iðnaðarhúsnæði, sem nú er i byggingu við Suðurlands- braut 30 i Reykjavik. Útboðsgögn verða. afhent i verkfræðistofu vorri frá og með þriðju- deginum 20. júni 1972 gegn 3.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 28. júni 1972 kl. 11.30. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen s.f., Ármúla 4, Reykjavik. OPID TIL KL. 10 i& 1 Vörumarkaðurinn hf. lArmúla 1A - Sími 86-113 aUa föstudaga MATVÖRUDEILD 86-111 IIOSGAGNADEILD 86-112 VERIÐ VELKOMNIR, NyStUdeiltar Endurnýið stúdentablómin ókeypis fram til 17. júní. Alaska við Miklatorg. Símar 22822 og 19775 Við Hafnarfjarðarveg sími 42260. ^1 ^^ AÐRIR MICHEUN í krappri beygju á mikilli ferð skiptir það máli hvort allur snertiflötur hjólbarðanna er á veginum eða hvort hluti þeirra lyftist frá. Það getur hæglega gert gæfumuninn. Michelin radial hjólbarðar beygja sig í hliðunum og halda öllum snertifleti hjólbarðans flötum á veginum. Það munar miklu, einnig við snögga hemlun og í hálku. i RADIAL „MICHELIN genr muninn íí Alltásamastað Laugavegi 118-Simi 22240 EGILL VILHJALMSSON HR Hjálmar W. Hannesson, menntaskólakennari: Herlið - brautarlenging Margir spyrja nú, hvort það geti fario saman að leyfa leng- ingu flugbrautar á flugvellinum i Keflavik annars vegar og láta herinn hverfa hinsvegar. Jafn- framt er spurt, hvort það sé ckki tviskinnungur að ætla sér að láta herinn hverfa, en vera áfram i Atlantshafsbandalaginu, eða eins og það er orðað: leggja ekkert af mörkum til sameiginlegra varna NATO, vera aðeins þiggjendur. Þessi tvö atriði, að lengja flug- brautina og að leggja af mörkum til bandalagsins, eru mjög saman- tvinnuð, svo mjög að hér verður fjallað um þau i einu. Bandarikjaþing samþykkti lengingu brautarinnar, þrátt fyrir þá yfirlýstu stefnu islenzkra stjórnvalda" að stefna að þvi, að herinn fari úr landi á kjörtímabil- inu". Þessi ákvörðun banda- riskra stjórnvalda er afar mikil- væg, er við reynum að skoða mál- in niður i kjölinn. Þá ályktun má draga af ákvörðun þessari, að völlurinn sé talinn lifsnauðsyn fyrir sameiginlegar varnir NATO MED EÐA AN bandariskra her- manna. Hvers vegna ættu Banda- rikjamenn annars að eyða fjár,- munum hér i lenginguna, þar sem herinn verður látinn farainnan 3ja ára? Norski hermálafræðingurinn Hohan Jörgen Holst sagði i ræðu, að Norðmenn treystu i sinum varnaráætlunum á skammdræg- ar flugvélar frá Kanada og Bandarikjunum. Þessar vélar þurfa að millilenda á leið sinni yfir Atlantshafið. Til þess þarf ekki herlið i Keflavik. Vegna ^reyttrar hertækni (sjá Timann, 20. ágúst 1971) er mikilvægi Keflavikurflugvallar sem milli- lendingarstöðvar orðið mjög litið, þótt ofangreind undantekning finnist. Flugvöllurinn er opinn bandamönnum okkar á hættutim- um, og sem slikur er hann öruggari með lengingu þeirri, sem nú er verið að vinna að. Áherzla er lögð á aðvörunar- og eftirlitshlutverk Keflavikurher- stöðvarinnar, enda augljóst hverjum sem er, að eftirlit er hlutverk hersins hér. Þá er ein? kum rætt um aukinn flotastyrk Kússa á N.Atlantshafi. Til þess að fylgjast nákvæmlega með ferðum Hússa (og annarr-a ?) á þessum slóðum þarf eftirlit frá Noregi og Islandi, auk gerfihnatta og ann- arrar rafeindatækni. Þetta eftirlit frá Noregi og tslandi (auk Fær- eyja og Shetlandseyja) getur, farið fram með ýmsu móti, svo sem radartækni ýmiss konar og eftirlitsflugi. Ég hef áður bent á það (Visir, 23. sept. 1971), að við Islendingar gætum i áuknum mæli tekið að okkur radareftirlitið hér á Iandi i samráði við bandamenn okkar og þá ekki sizt Norðmenn. Þannig væri hægt að fækka bandarisku hermönnunum i Keflavik skipu- lega, án þess að draga úr hlut- verki stöðvarinnar. Hins vegar geturh við ekki tekið að okkur Zónar- og Radarflug það, sem á sér stað frá Keflavikurflugvelli. Það er sá þáttur eftirlitsins, sem meðal annars miðar að þvi að fá upplýsingar um ferðir kafbáta Rússa á N.-Atlantshafinu og um ferðir á „blinda svæðinu" (það svæði. sem radartæki i Noregi og á íslandi ná ekki til) milli Noregs og Islands. t Noregi hafa menn leyst þetta vandamál („vandamál" vegna þess að Norðmenn vilja ekki er- lentherlið i landi sinu) þannig, ao zónarflugvélar Bandarikja- manna og brezkar eftirlitsflug- vélar fá eins konar „visitorsvisa" eða gestavegabréf" til þess að lenda þar (einkum á Andöy) og hafa nauðsynlega viðkomu. Erekki möguleika á þvi, að við tækjum upp svipað fyrirkomu- lag? Þannig er hægt að hafa þess- ar þýðingarmiklu og flóknu vélar i stöðugu eftirliti yfir N.-Atlants- hafinu milli Noregs, Bretlands og lslands og i sambandi við eftir- litsstöðvar þar. Eins og að ofan greindi, stæði Keflavikurflugvöil- ur þar fyrir utan opinn NATO- notkun á hættutimum og jafnvel til æfinga á friðartimum stöku sinnum. „Það er ekkert sáluhjálpar- atriði að hafa her i Keflavik" er haft eftir einum þingmanni Sjálf- stæðisflokksins nú i vor. Rétt er það. Fremur er sáluhjálparatriði smáriki eins og Islandi, að þar sé EKKI erlendur her. Ég er ekki mjóg hræddur um spillandi er- lend áhrif á islenzka menningu frekar en menntamalaráðherra (sbr. sjónvarp i vetur). Miklu frekar er þetta þjóðernisleg til- finning i viðri merkingu. Það er ekki vanzalaust, að fullvalda riki þurfi i yfir 20 ár að hafa erlent herlið á landi sinu. Sú spurning vaknar jafnvel, hvort slikt riki sé raunverulega FULLvalda (sovereign), þvi að samkvæmt fullveldisskilgreiningunni er full- valda það riki, sem m.a. hefur al- gert vald yfir öllum þeim, er dvelja innan rikistakmarkanna. Við tslendingar hljótum að fagna sérhverju spori, sem dreg- ur úr spennu i heiminum. Við get- um jafnvel, þótt smáir séum,ýtt undir þá þróun. Samningar Nixons og Bréfsnefs eru etv. góðs viti og sér i lagi væntanleg öryggismálaráðstefna Evrópu. Endanlegt markmið hugsandi manna er, að það ástand skapist, að hernaðarbandalög (og her) verði ónauðsynleg. A meðan svo er ekki, hljótum við að skipa okk- ur sess meðal þeirra þjóða, sem okkur eru næstar að hugar- og stjórnarfari. Það er aðeins eðli- legt raunsæi. Það gerðum við með inngöngunni i NATO 1949. (Þóttþar séu raunar til rfki með allt annað stjórnarfar en okkar eins og Njörður P. Njarðvik skrif- ar i Samvinnunni siðustu, þvi að sérhvert hernaðarbandalag verð- ur að taka tillit til hernaðarlegrar legu og styrkleika andstæðing- anna. Þar fyrir utan ættum við að geta haft meiri (þótt litil séu) áhrif á t.d. stjórnarfarið i Grikk- landi og Portúgal innan NATO en utan). Það höfum við gert siðan. Frá 1949 til 1972 er mjög langur timi i sögu hertækni, þvi að sú saga getur umskapazt á örfáum árum. Það er þvi rétt að endur- skoða afstöðuna til erlends her- liðs á tslandi með þjóðernisleg sjónarmið efst á blaði, en i þvi felst m.a. að taka afstöðu til full- veldisskilgreiningarinnar. Aðvörunar- og eftirlitshluverk stöðvarinnar i Keflavik þarf ekkert að veikjast, ef breytingar i likingu við þær, sem að ofan greinir ættu sér stað. Reykjavik, 9.6. 1972. Hjálmar W. Hannesson. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Iðnaðarbanka tslands h.f. fer fram opinbert uppboð að Armúla 28. föstudag 23. júní 1972, kl. 14.00 og verður þar selt: Pússingsvél og hjólsög, talið eign Hreins Björnssonar. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Vísir vísar ó viðskiptin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.