Vísir - 01.08.1972, Page 1

Vísir - 01.08.1972, Page 1
«2. árg. — Þriðjudagur 1. ágúst —172. tbl. VITANLEGA ER ÉG SÁ BEZTI! ,,Að sjálfsögðu er það ég”, sagði Bent Larsen, þcssi siungi og kviki Dani, þegar blaðamaður Visis spurði hann að þvi hvern hann teldi sterkasta skákmann heims i dag, — og um ieið brosti hann i kampinn. Larsen er ekki aldeilis á þvi að Fischer sé sá bezti sem situr við tafl- borðið i dag, en telur Friðrik ólafsson bezta áhugamann hcimsins i skák. — Sjá VIÐTAL A BLS. 8. HBBHBHnBBBflimBBMHi Stapafellið verður að flugbraut Stapafellið suður undir Höfn- um á Keykjancsi á eftir að taka á móti margri risaþot- unni á næstu árum. — fjallið er að flytja á nýjan stað á Miðnesheiðinni og verður notað til að lengja fiugbraut á Keflavikurflugvelli. Einar litlar 420 milljónir króna kostar sú framkvæmd, — en það er talið borga sig. Visis- menn skruppu suður eftir I gær og ræddu við Thor Thors. — Sjá bls. 8. Skóld ó Litla-Hrauni ,,Þá eru dæmin góð, er það gerist, að þeir sem afplánað hafa refsingu sina á Litla Hrauni gcrast rithöfundar". Þannig sagði lesandi einn i ritdeiiu i Visi. Þessi orð minntu Björn Bjarman, rit- höfund á að heimsækja vin sinn þarna á hælinu eystra. — Sjá dálkinn A HLAUPUM UM HELGINA á bis. 2. Leikföng lúxusvara? Sjá bls. 7. Enga sport- menn, takk! Káðuneyti hefur sagt sport- skyttum strið á hendur. Nokkrir sportmenn hafa stundað það að fara á hrein- dýra veiöar eystra, þegar hið háa ráðuncyti hefur leyft. Nú hefur ráðuneytiö leyft fækk- un á hreinastofninum, — en enga aðstoð frá „sport”- skyttum, takk, scgir ráðu- neytiö. Við ræddum viö einn þessara veiðimanna, Agnar Bogason, ritstjóra. —Sjá bls. :i. Júgóslavnesk varð „Ungfrú Túningur" . 18 ára ljóshærð stúlka frá Júgóslavíu sem ætlar að verða læknir var i gær kjörin „Ungfrú Táningur 1972” i keppni ungra stúlkna frá 45 löndurn i Tókió. Ilún heitir Anaelka Bozic og er 1,78 mctrar á hæð og hefur „málin” 90—64—93. Verðlaunin sein hún fær, eru um 280 þúsund íslenzkar krónur. Önnur varö Rocio Vallejo frá Ekvador, 15 ára, sem fékk um 100 þúsund krónu verðlaun. Þriðja varð Vero- nique Mercier, 16 ára, frá Frakklandi. 18 ára stúlka frá Koiumbiu var kjörin sú stúlkan sem mestan persónuleika hefði, og Sandra Hansen frá Nýja Sjálandi var kjörin „mynd- rænust”. Þær fengu hvor tæpar 30 þúsund krónur. „Ungfrú Vinátta” var kos- in Marcia Almeras Forzan- ini frá Chile. — Sjá ungfrú Alheimur bis. 3. Flugvélarœningja beðið á Keflav.flugvelli í nótt — Fengu milljón dollara, rœndu þotu og flugu frá Boston til Algeirsborgar ENGU LOFAÐ... Þegar gott veður loksins kemur er eins og lifið i höfuðborginni leysist úr læðingi, — og hér er ein Reykjavikurstúlknanna, sem læð- ir sér út úr banka frá rykföllnum vixium og skuldaviðurkenning- um og fær sér svolitinn brúnan lit i hádegin’- * var hún Asgerður Flosadóttir, fulltrúi ungu kynslóðarinnar fyrir ^kkrum árum, sem ljósmyndarinn festi þarna á filmu. En góða veðrið stóð bara einn dag, — og drunginn hvolfdist yfir á ný i gærkvöldi, — og engu lofað um framhald á þurrki og sólskini. — SJÁ BLS. 3. „Við fengum aðvörun i nótt um, að hugsanlega gæti hún lent hérna i Kefla- vík, þotan með flug- ræningjunum," sögðu þeir hjá flugumferðarstjórn- inni. Að fenginni þessari að- vörun biðu menn með nokkurri eftirvæntingu i nótt suður á Keflavíkur- flugvelli og í flugturninum, þar sem fylgzt var með flugumferðinni i kringum island — hvort þotan með ræningjunum átta og einnar milljón dollara lausnargjaldi innanborðs mundi lenda hér á Kefla- víkurflugvelli. En það bólaði aldrei á henni. „Við vorum að velta vöngum yfir þvi, hvort við þyrftum að draga fram sundskýlurnar okk ar!” sagði einn lögregluþjónninn suðurfrá, sem var á vakt i nótt. Ræningjarnir höfðu krafizt þess, þegar FBI-lögreglumenn- irnir afhentu þeim lausnargjald- ið, að allir, sem nálguðust flug- vélina væru i sundskýlum. Og þvi hafði verið hlýtt af ótta um afdrif farþeganna 87 og svo 7 manna áhafnarinnar. Flugvélinni, sem er af geröinni DC-8 frá Delta Airlines, var rænt i Miami af þremur karlmönnum og tveimur konum og i fylgd með þeim voru þrjú börn. FBI hefur komizt að raun um það að hér er um að ræða innflytjendur frá Al- sir, sem siðast liðið ár hafa búið i austurhluta Detroit við kröpp kjör. Kröfðust hœsta lausnargjalds Þau þvinguðu flugstjórann til þess að krefjast hæsta lausnar- gjalds, sem minnst hefur verið á varðandi hin tiðu flugrán, og var það afhent á flugvellinum i Mi- ami, en farþegarnir fengu að yfir- gefa flugvélina. Siðan var vélinni flogiö til Boston i gærkvöldi, þar sem bætt var á hana eldsneyti (og afgreiðslumaðurinn mátti klæð- ast sundskýlu einni fata), og sigl- ingafræðingur tekinn um borð, þvi aö næsta átti að taka stefnuna til Alsir i nótt. Við þvi var búist hálft i hvoru, að vélin þyrfti að lenda einhvers staðar til þess að bæta á sig elds- neyti, og þá hugsanlega i Kefla- vik, og voru viðvaranir sendar út til flugvalla hér i Evrópu. En undir morgun bárust svo fréttir af þvi, að flugvélin hefði lent heilu og höldnu i Álsir eftir 8000 km langt flug, óg þaföi ferðin gengið snuröulaust. _ qp

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.