Vísir - 01.08.1972, Síða 2

Vísir - 01.08.1972, Síða 2
2 Visir Þriöjudagur 1. ágúst 1972 rimsm-- Haldið þér að sumarið sé loksins komið eftir alla rigninguna ySem á undan er gengin? Björg AlladóUir.nemandi: Ja, ég ætla að minnsta kosti að vona að það fari að hætta að rigna. Niels Svcinsson. bila-. viðgerðarm.: Ég er nú bara voða hræddur um að það sé búið. Ég á von á meiri rigningu, held að einn sólardagur sé bara skin á milli skúra. lílvar Iljarlarson, vélvirki: Já, það held ég. Þó finnst mér ein- hvern veginn að það eigi eftir að rigna annað slagið. En alla vega er það góðs viti að l'á einn sólskinsdag. Mikacl Fransson, auglýsinga- teiknari: Það vona ég. Eg hef jú heyrt það eftir gömlu fólki að ef' hundadagar byrjuðu með rigningu, þá rigndi fram á höfuð- dag. Með þessum degi opnar þó fyrir sól, og það gefur manni góðar vonir um að nú birti eitt- hvað til. Gunnlaugur Jónsson, starfsm. v/bilamáln.: Já,ég vona það. Hef minnsta kósti trú á að sólin haldi áfram að skina. Elin Dóra Sverrisdóttir, nemandi: Veit það ekki. Nei, ætli það haldi ekki áfram að rigna. Á HLAUPUM UM HELGINA Vinnuhælið á Litla-Hrauni Ég held það hafi verið á fim m ludaginn var, sem þessi setuing hirtist hér i hlaðinu: „Þá cru dæmin góð er það gerist, að þeir, sem afplánað hafa refsingu sina á Litla-llrauni, gerast rit- höfundar.” Þetta finnst mér vond setning og þó ég sé allra manna verst að mér i guðsorði, þá hef ég cinhvern tima heyrt: „dæiniö ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir”. Annars er það fjarri mér að ætla að hlanda mér i þvottamál á Litla-IIrauni enda innanhússmál og eins og segir i ágætri bók, þá á ekki að drepa l'lugur i annarra manna húsum. En ofangreind setning hér i hlaöinu varð til þess að stinga á persónulegu kýli. fig hafði gleymt að heimsækja vini mina á hælinu l'yrir austan og þess vcgna lagði ég á dróg mina á sunnudaginn og þcysti austur fyrir Kjall. Á Kambabrúninni var mann- fjöldi og útsýnið dýrðlegt. Alls staðar Jónasar i kappkeyrslu og ég slepp með skrekkinn undir Ingólfsfjallinu. Vegurinn frá Sel- fossi niður á Bakka engu Iikur oa rykkófið eins og versta sandfok austur á Fjöllum. Mikil breyting til bóta hefur orðið á hælinu fyrir austan siðan nýja byggingin var tekin i notkun og allur bragur betri, og það lá viö ég gleymdi rimlunum fyrir gluggunum meðan ég sat á spjalli við vini mina. Oftast hef ég verið dapur og niðurdreginn, þegar ég hef horfið heim frá vinnuhælinu á Litla- Hrauni eftir að hafa hlustað á kvartanir og harmatölur innan- hússmanna en nú svifu einhverjir betri andar yfir vötnunum þarna austur frá, ég veit ekki hvers vegna og reyni ekki að gera þvi skóna, en vinir minir tveir, sem ég talaði við voru hressir og kátir og eiginlega léku við hvern sinn fingur. Kannski var það sólin úti, kannski betri aðbúnaður, kannski vonin i brjóstum þeirra, kannski aukin trú þeirra á utanhússmenn, kannski máfurinn, sem flögraði fyrir utan gluggann, ég veit það ekki en hitt veit ég, að það var glaður og ánægður maður, sem steig upp i rauðan Fiat og dólaði i rólegheitum heim á leið um sex- leytið á sunnudaginn var. norðlenzkan gáfumannasvip og lék rulluna óaðfinnanlega. Að lokinni senunni gekk fram fyrir- liöi sjónvarpsmanna, hneigði sig fyrir listamanninum og sagði á bjagaðri ensku: „Thank you very much Mr. Gligoric. Hin sagan er um hann Sigga Sig. hjá útvarpinu, sem hann segir með nokkru stolti og hæfi- Sigurður lega miklum drýgindum. Það var einn einvigisdaginn, að i Höllina kom danskur túristi. Ég held þetta hafi verið ósköp venjulegur óbreyttur Dani og þegar hann er að ganga inn i salinn er honum iitið upp i bakkabúðina og sér þar greindarlegan mann með kross- lagðar hendur á brjósti og gler- augu, og Daninn snýr sér að dyra- verðinum og spyr'. Er það rétt sem mér sýnist að Bent Larsen sé kominn hingað? Nei , nei, segir dyravörðurinn, þetta er okkar Gunnar Nu Hansen. „Ja, netop er det hr. Sigurdson.’' segír Danskurinn um leið og hann hverfur inn i salinn. Thank you Mr. Gligoric Það er eins með skákeinvigiö og brennivlnstúr, þegar fellur niður skák sækir að manni heil hersing timburmanna og hvergi afrétlara að fá en lil að vera viss um að ekki renni viman af mér með öllu. þá læt ég hér fara á flot tvær anekdótur, sem báðar eru tengdar einviginu. Það var i siðustu viku eða kannski hinni vikunni, að bóndinn á Hafrafelli við Múlaveg örlygur Sigurðsson, listmálari með meiru, var á heilsubótargöngu i Laugardalnum. Sem örlygur nálgast Höllina þyrpast að honum sjónvarpsmenn og byrja að kvik- mynda hann i krók og kring og listmálarinn veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið.. En eins og allir vita, sem örlyg þekkja, þá er tvennt i fari hans óbrigðult, hann verður aldrei orð- laus og hann bregzt nákvæmlega rétt við óvæntum uppákomum. Hann sem sagt sneri sér i hringi, brosti, veifaði höndum, setti upp Hinn ástsœli Ástgeirsson? Lesalidi skrifar: „Miðaldra fólki er enn í fersku minni þær árásir sem Jónas Jóns- son ráðherra varð fyrir á þvi herrans ári 1930 þegar islenzka þjóðin hló „vitlausa lækninn á Kleppi” i hel. Var það þá álit margra að langur timi myndi liða þar til jafn „stór bomba” yrði sett til höfuðs islenzkum stjórnmála- manni. En nú hafa þau undur gerzt að nýju, að ráðizt er til atlögu gegn ástsælasta stjórnmálamanni ofanverðar 20. aldar, Gunnlaugi Ástgeirssyni, eilifum stýrimanni Framboðsflokksins (þar til annað verður ákveðið) og honum borið á brýn að vera höfundur lélegra út- varpsþátta. Stórbombufabrikant- inn segir að'Þjóðþrif séu „hvorki fugl né fiskur”, en sem kunnugt er hefur þvi aldrei verið haldið fram. Það er litil bót i máli þótt dregið sé nokkuð i land siðar i greininni („allt fráfarmiðasölum niður i toppfigúrur”) og starfs- grein Gunnlaugs sett efst i virð- ingarstigann. En eins og alþjóð veit rekur Gunnlaugur nokkurs konar ferðaskrifstofu inn á alþingi okkar Islendinga og hefur borizt mjög vel á , þvi að þar sitja að jafnaði 60 manns á hans veg- um. Gunnlaugur virðist vera maður sem lætur litið yfir sér og státar ekki af miklu og þeim mun nið- ingslegri er árás þessa manns, sem næst ætlar að' halda fyrir eyrun. Út frá sjónarmiði sál- sýkisfræðinnar er það sjúklegt þvi að mun hentugra er að slökkva á útvarpinu og þvi eru orð mannsins að engu hafandi. Skv. stöðu minni sem isl. rikis- borgari er ég knúður til and- mæla.” „Hreinasti viðbjóður" „Það er ekki rétt sem kom fram i frétt i Visi um daginn, þegarskýrtvarfrá pipuhreinsara i gosflösku, að þetta sé eitthvert einsdæmi. Ég get til dæmis sagt frá þvi að þegar ég hellti úr pilsnerflösku i glas fyrir stuttu við matborðið, þá kom i ljós að i flöskunni var bæði sigarettu- stubbur og kúla úr silkipappir. Ég hringdi til ölgerðarinnar og sagði frá þessu en þeir kipptu sér ekki mikið upp við þessi tiðindi. Sögðu aðeins að svona lagað gæti alltaf komið fyrir og buðu mér aðra flösku i staðinn. Það hlýtur að læðast að manni sá grunur að eftiriiti i þessum verksmiðjum sé meira en litið ábótavant þvi auðvitað á svona nokkuð ekki að geta komið fyrir. Þetta er hreinasti viðbjóður.” Valtýr Guðmundsson. Ja hérna, Sigurður! Fyrirspurn til Skákfréttastofu út- varpsins: „Væri ekki heppilegast að láta Friðrik Ólafsson einan um að lýsa einviginu?” Örn Snorrason. HRINGIÐ í síma86611 KL13-15

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.