Vísir - 01.08.1972, Page 5

Vísir - 01.08.1972, Page 5
Visir Þriðjudagur 1. ágúst 1972 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLOND UMSJON: HAUKUR HELGASON IRA-menn flúnir Leyniskyttur skutu á brezka hermenn nokkrum sinnum í Lond- onderry i nótt, og i Bel- fast særðist piltur. Ann- ars var allt með kyrrum kjörum, eftir innrás brezka hersins i hverfi IIIA i gærmorgun. Bretar telja, að flestir yfirmenn öfga arms IRA-hreyfingarinnar hafi flúið yfir landamærin til irska lýðveldisins. Óttazt er, að nú hefjist aftur hermdarverk skæruliða, sem hafast við i irska lýðveldinu. en geri árásir i Norð- ur-lrlandi, eins og gerðist á árun- um 1956 til 1962. Yfirmenn öfgafyllri arms IRA- hreyfingarinnar segjast ekki hafa staðið að sprengingunni i þorpinu Claudy i Norður-lrlandi i gær, en þar biðu sex borgarar bana. Með- al þeirra sem fórust, voru niu ára stúlka og 16 ára drengur. Verkfallið í Bretlandi sverfur að: Vöruskortur Hafnaverkfallið í Bret- landi er farið að segja til sín í matvælabirgðum. Þótt verkfallið hefði aðeins staðið i fimm daga, voru kaupmenn farnir að vara við skorti á ávöxtum. Verði verkfalli haldið áfram, verða engir bananar til í verzlunum i lok þessarar viku og aðrir ávextir verða gengnir til þurrðar í næstu viku. Mikið magn liggur undir skemmdum i skipum, sem ekki hafa verið afgreidd. 600 skip biða i höfnum, meöal annars með mik- ið af appelsinum, eplum, banön- um og sitrónum. Heath ræðir við ráðuneyti sitt i dag um, hvenær skuli lýsa yfir neyðarástandi. Búizt var við slikri yfirlýsingu i lok vikunnar, ef verkföllum létti ekki. Fulltrúar vinnuveitenda i höfn- um og verkalýðsfélaga héldu fund i dag i fyrsta sinn, siðan verkfall- ið hófst. Þriggja stunda viðræður gáfu engar frekari vonir um samn- inga. Kjötverð hækkar Dálitið magn af nýjum matvæl- um var flutt til Bretlands i gær i fiugvélum. Tómatar komu til eins flugvallar. og 16 tonn af dönsku svinafleski komu til annars. Þetta er þó aðeins litið brot af þvi magni, sem berst við venjulegar aðstæður. Kjötbirgðirnar eru töluverðar, en lambakjöt frá Nýja Sjálandi hefur hækkað i verði. Nixon fengi 56% 56 af hundraði kjósenda mundu kjósa Nixon, en 37 af hundraði styðja McGovern, samkvæmt Galluppkönnun, sem var birt í gærkvöldi. Grófust í skriðum 10—14 verkamenn eru taldir hafa farizt eftir skriðuföll á Spáni í gær við stiflu skammt frá landa- mærum Portúgals. Tvö lik hafa fundizt. en ekki var vitað, hvort þar hefðu verið S eða 12 aðrir. Mennirnir grófust undir grjóti og mold. I.itlar vonir eru um að finna nokkurn þeirra á lifi. Krýningin. Kerry Wells krýnd „Ungfrú Alheimur" 1972. „Ungfrú Alheimur 197(1", Marisol Malaret setur kórónuna á höfuð henni. Kagleton reynir að laglæra toppinn á Mcdovern. Eagleton víkur „Fréttir um veikindi hans skyggðu ó kosningamólin" — 0 'Brien og Muskie nefndir meðal líklegra eftirmanna McGovern tilkynnti i nótt að Thomas Eagleton mundi draga sig i hlé sem varaforsetaefni flokksins. Tilkynningin var gefin eftir þriggja stunda fund hans og Eagletons. Orsökin var, að sögn McGoverns, aö upplýsingar um það, að Eagleton hefði fyrrum orðið að leita læknis vegna geð- sjúkleika, „beindu athygli al- mennings frá kosningamálum”. McGovern kvaðst vera sann- færður um, að Eagleton væri við góða heilsu eftir að hann hefði rætt við lækna hans og starfað með honum, siðan flokksþing depnókrata valdi þá frambjóð- endur. Eagleton gaf stutta yfirlýsingu á eftir ræðu McGoverns og hét að halda áfram stjórnmálastarfi þrátt fyrir æsinginn, sem hefði orðið vegna þessa máls siðustu sjö daga. Miðstjórn demókrataflokksins kýs i dag eftirmann Eagletons i framboð til varaíorseta. Búizt er við, að hún fari að fyrirmælum McGoverns. Deilt er um, hverjir hafi réttindi til að sitja i mið- stjórn, eins konar vasaútgáfa af deilunum, sem urðu um réttindi fulltrúa á flokksþinginu. McGovern segist ekki hafa tek- ið ákvörðun um, hver skuli taka við af Eagleton. Thieu forseti Suður- Vietnam spáir þvi, að Norður-Vietnamar muni hefja nýja sókn um- hverfis bæina Quang Tri og Ilue, áður en forseta- kosningar verða i B a n d a r i k j u n u m i nóvember. ,,Einhverjar slæmar afleiðingar" Eagleton hlaut hrós frá mörg- um stjórnmálamönnum demó- krata fyrir að láta „þjóð og flokk sitja i fyrirrúmi fyrir eigin hags- munum ’. Demókratar lýstu yfir von um, að nú gæti kosningabar- átta miðazt við málefni fremur en menn. Fylkisstjóri i Oklahoma, David Hall, segir, að Eagleton hafi sýnt „hugrekki”. Leiðtogi demókrata i öldungadeildinni, Mike Mans- field, segist vera „hryggur, en þessa ákvörðun varð að taka”. Hann kvaðst bera fyllsta traust til Eagletons. Formaður demókrata i Miss- ouri, Delton Houtchens, segist ekki munu styðja lista demókrata eftir þessa ákvörðun. Eagleton hafi hlotið slæma meðferð. Einn kosningastjóri McGoverns, Anne Wexler, segist búast við „einhverjum slæmum afleiðingum, en þær munu ekki endast lengi”. Fréttirnar af Eagleton skyggðu á deilur um Nixon „Þetta var einhver átakanleg- asta ákvörðun, sem ég hef tekið á ævinni,” sagði McGovern. „Ég er sannfærður um, að Eagleton hefur heilsu og geðstyrk Hann hvatti Bandarikjamenn óbeint til að halda áfram loftárás- um á Norður-Vietnam” og sagðb að „vopnahlé i Norður-Vietnam” yrði hættulegt fyrir Suður-Viet- nam. „Ef við viijum binda enda á þetta strið, verðum við að halda áfram að eyðileggja allar her- stöðvar Norður-Vietnama og brjóta niður efnahagslegan styrk þeirra,” sagði Thieu. járnkarls,' sagði McGovern. „En það varð mér sifellt ljósar, að fréttirnar af lyrri sjúkleika Eagletons hafa ráðið lögum og lofum i pólitiskum umræðum hér á landi. Ég hafði vænzt, að úrslit þessara kosninga yrðu ráðin á grundvelli verka Nixon-stjórnar- innarog þeirra breytinga, sem ég býð upp á.” Þau nöfn, sem oltast eru nefnd um liklega eftirmenn Eagletons, eru Lawrence O’Brien, fyrrum formaður miðstjórnar flokksins, og öldungadeildarþingmennirnir Gaylord Nelson frá Wisconsin, Frank Church frá Idahoe og Ed- mund Muskie frá Maine, sem var einn þeirra sem kepptu við McGovern um framboðið. Auk þeirra hefur verið nefndur Kevin White borgarstjóri i Boston. Deilurnar um Eagleton spruttu skömmu eítir að hann hafði sam- þykkt tilboð McGoverns um að vera varaforsetaefni flokksins. Þá skýrði Eagleton frá þvi, að hann hefði verið i sjúkrahúsi i þrjú skipti á árabilinu 1960 til 1966 til meðferðar vegna geðsjúkleika, og meðal annars verið gefið raf- magns,,sjokk” i meðferðinni. Tliieu forseti. „Ný órós í Víetnam fyrir kosningarnar"

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.