Vísir - 01.08.1972, Page 11

Vísir - 01.08.1972, Page 11
10 Visir Þriðjudagur 1. ágúst 1972 Visir Þriðjudagur 1. ágúst 1972 Örn Ó. bœttist í y landsliðshópinn i stað Atla Þórs Héðinssonar Diðrik ólafsson Örn óskarsson, nítján ára húsamálari frá Vest- mannaeyjum, var í gær vaiinn i islenzka landslið- ið, sem heidur til Noregs í dag til að leika 14. lands- leikinn í knattspyrnu milli Noregs og Islands. Orn kemur i stað Atla Þórs Héðinssonar, KR, sem meiddist i ieiknum i Keflavik á laugardag og getur þvi ekki tekið þátt i Noregsförinni. örn er eins og Atli 19 ára og hefur ekki verið i landsliðshópnum áður. Hann er i hópi efnilegustu yngri leik- manna okkar, fljótur, sterkur og leikinn framherji. örn er fjölhæfur iþróttamaður og hefur — auk knattspyrnunnar — náð athyglisverðum árangri i frjáls- um iþróttum, einkum spjót- kasti. Þá er einn annar nýliði i landsliðinu, Diðrik Ólafsson, markvörður úr Vikingi. Diðrik er tvitugur að aldri og lærður kokkur. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir góða markvörzlu, en varð fyrir þeirri óheppni fyrr i sumar að brákast illa á fingri, og háði það honum um tima, enda fór hann af illri nauösyn að keppa of fljótt aftur. Flestir leikmenn islenzka liðsins hafa mikla reynslu að baki. Eyleifur Hafsteinsson hef- ur leikið 25 landsleiki Guðni Kjartansson 24 og hafa þeir leikið flesta leikina. Þá Þorbergur Atlason með 12 leiki, Einar Gunnarsson einnig 12, en Ásgeir Eliasson 13. Guðgeir Leifsson heíur leikið átta lands- leiki, Ólafur Sigurvinsson sjö, Marteinn Geirsson er einnig með sama landsleikjafjölda, og Þröstur Stefánsson hel'ur leikið fimm landsleiki, Tómas Pálsson þrjá og þeir Asgeir Sigurvinsson og Þórir Jónsson hafa leikið einn landsleik hvor og Teitur Þórðarson tvo. Svo eru nýliðarnir tveir eins og áður er sagt frá, örn Óskars- son og Diðrik Ólafsson. Meðalaldur leikmanna er mjög lágur sennilega sá lægsti sem um getur hjá islenzku landsliði. Flestir leikmannanna eru rétt um eða yfir tvitugt. Eyleifur er elztur 28 ára, Þröst- ur 27 ára, Guðni 25 ára og Þorbergur 24 ára. Ásgeir Sigur- vinsson er yngstur 17 ára, örn og Teitur 19 ára Guögeir, Diðrik, Ólafur. Þórir tvitugir, Marteinn og Tómas 21 árs og Ásgeir Eliasson og Einar 22ja ára. Landsliðsþjálfarinn leystur frá störfum S ko zk i þj á I f a ri n n Duncan MacDowell, sem þjálfað hefur ísfenzka landsliðið að nokkru í sumar, hefur verið leystur frá þeim störfum og mun ekki fara með landsliðinu til Noregs eins og fyrir- hugað hafði verið. MacDowell, sem réðist hingað til lands sem þjálfari FH, en tók siðan einnig aö sér æfingar landsliðsins, hefur verið heldur áhugalitill hvað landsliðið snertir siðustu vikurnar, og i sambandi við undirbúning fyrir Noregsförina mætti hann aðeins á einni æfingu af fjórum. — Það er ekki ástæða til að vera að eyða peningum KSt á þennan hátt, sagði Albert Guð- mundsson, þegar blaðið spuröi hann um þjálfarann i gær, og bætti við: — Þegar Skotinn mætti ekki á sunnudags- æfinguna ákváðum við að láta hann hætta afskiptum af lands- liðinu. Eggert Jóhannesson, knatt- spyrnuþjálfari, fer með lands- liðinu til Noregs i dag, og mun hafa þau störf með höndum sem þjálfara ber i slikri ferð. tslenzka landsliðið á lokaæfingunni i gærkvöldi. Frá vinstri Diðrik ólafsson, Eggcrt Jóhannesson, Teitur Þórðarson Þorbergur Atlason, Einar Gunnarsson, Guðni Kjartansson, Þröstur Stefánsson, Eyleifur Hafsteinsson, Asgeir Eliasson, Guðgeir I.eifsson, Asgeir Sigurvinsson, Tómas Pálsson, ÖRN Óskarsson, Marteinn Geirsson. Þórir Jónsson og Ólafur Sigurvinsson. Ljósmynd Bjarnleifur. Landsleikurinn við Norð menn leggst vel í mig! — sagði Albert Guðmundsson, formaður KSÍ, á lokaœfingunni í gœrkvöldi t>að var samstilltur hópur, sem mætti á loka- ælingu landsliðsins á Mela- velli í gær og þar var tekin létt æling undir stjórn Kggerts Jóhannessonar og Albert Guðmundsson útskýrði leikaðferð norska landsliðsins fyrir islenzku landsliðsmönnunum — leik- aðferð, sem byggð er kringum Harald Berg, atvinnumann, sem leikur tneð hollenzku knattspyrnu- liði. — Hann leggst vel í mig lands- leikurinn við Norðmenn á fimmtudag i Stafangri, sagði Albert Guðmundsson, formaður KSl, þegar við ræddum við hann um leikinn og undirbúning aö honum. Og hann bætti við: — Ég hef séð norska landsliðið i leik og Norðmenn hafa oft átt sterkari landslið en að þessu sinni. Ég hef trú á islenzkum sigri i þessum leik, sem er i riðlakeppni fyrir heimsmeistara- keppnina i.Munchen 1974, og við munum ekki leika neinn varnarleik gegn Norðmönnum heldur stefna að þvi að skora sem flest mörk — fleiri en mótherjarnir. Ég hef mikla trú á islenzka liðinu og ef það nær svipuðum leik og gegn Belgum fyrr i þessari keppni er hægt að búast við miklu af þvi. Við erum með leiknari og léttari leikmenn — en norska liðið er skipað stórum, kraft- miklum leikmönnum, þar sem þjálfar- inn Curtis, sem ég þekki vel, byggir i kringum Harald Berg, og ef leiknin verður látin sitja i fyrirrúmi á þetta að geta orðið skemmtilegur leikur. Islenzka landsliðið heldur áleiðis til Noregs eftir hádegi i dag og verður flogið til Osló og komið þangað um sjö- leytið. í kvöld verður svo flogið til 2E231 Stafangurs þar sem leikurinn fer fram. A miövikudag mun landsliðið æfa og kynna sér aðstæður á velíinum i Stafangri, en landsleikurinn verður svo á fimmtudag kl. 6.30. Daginn eftir verður haldið heim aftur og komið heim um fimmleytið. I hópnum er 21 maður — fimmtán leikmenn og sex menn i fararstjórn. Aðalfararstjóri er Albert Guðmunds- son, formaður KSl en aðrir i farar- stjórn Jón Magnússon, Friðjón Friðjónsson, Hallur Simonarson, Hafsteinn Guðmundsson, landsliðsein- valdur, og Eggert Jóhannesson þjálfari. Þetta verður þriðji leikurinn i riðla- keppni heimsmeistarakeppninnar i sumar — tvivegis áður hefur verið leikið við Belgiumenn — en þrir leikir verða háðir næsta sumar. Þá leikið tvivegis við Hollendinga, sem eru i riðli með okkur ásamt Belgum og Norðmönnum, og svo siðari leikurinn við Norðmenn, sem verður leikinn hér i Reykjavik. 14. landsleikurinn við Noreg Albert Guðmundsson Landsleikurinn i knattspyrnu við Noreg á fimmtudaginn er fjórtándi landsleikurinn milli þjóðanna og hinn fyrsti, sem liáður cr i- Stafangri. I.eikurinn hefst kl. 6.30. Sjö leikjanna hafa verið háðir hér i Reykjavik, en þetta verður sjöundi leikurinn i Noregi, en þar hafa tveir landsleikir verið háðir i Osló, tveir i Þrándheimi og tveir i Björgvin. Fyrsti landsleikur Islands og Noregs var háður i Reykjavik 24. júli 1947 og sigruðu Norðmenn i skemmtilegum leik með 4-2 og Albert Guðmundsson skoraði bæði mörk Islands — fyrstu islenzku landsliðsmörkin. Annar leikurinn var i Þrándheimi 1951 og Norðmenn sigruðu með 3-1 og einnig með sömu markatölu i Björgvin 1953. Fyrsti sigurinn gegn Norð- mönnum vannst i Reykjavik 1954 og sigurmarkið skoraði Þórður Þórðar- son, faðir Teits, sem nú leikur með landsliðinu. Lokatölur urðu 1-0. 1957 komu Norðmenn hingað með mjög sterkt lið og sigruðu ísland i afmælis- móti KSl 3-0, en 1959 sigraði Island Noreg 1-0 á Laugard.vellinum i riðla keppni Ólympiuleikanna fyrir Róm 1960. Rikharður Jónsson skoraði sigur- markið með glæsilegum skalla. Siðari leikurinn i keppninni var i Osló siðar um sumarið og unnu Norðmenn þá 2-1. Árið eftir, 1960, var einnig leikið i Osló og aftur norskur sigur 4-0. Niundi landsleikurinn var i Reykja- vik 1962 og enn sigruðu Norðmenn 3-1 og einnig i landsleik 1968 á sama stað 4-0. 1969 var leikið i Þrándheimi öðru sinni og Norðmenn sigruðu með litlum mun 2-1, en i Reykjavik 1970 vannst þriðji sigurinn gegn Norðmönnum 2-0 með mörkum Hermanns Gunnars- sonar. Og i fyrra var leikið i Björgvin öðru sinni og þá sigruðu Norðmenn 3-1 — i fjórða sinn, sem þeir hafa sigrað með þeirri markatölu. i þessum þrettán leikjum hafa Norð- menn skorað 31 mark, Island 12. Norð- menn eru með tiu sigra — Islendingar þrjá, og hver verða nú úrslitin á fimmtudag i fyrsta sinn, sem Noregur og island mætast i heimsmeistara- keppni i knattspyrnu?. 11 ALLT í FERÐALAGIÐ íslenzk og sœnsk TJÖLD 2ja, 3ja, 4ra og 5 manna Svefnpokar Bakpókar íþróttabúningar Gúmmíbátar Allar veiðivörur P0RTVAL HLEMMTORGI slmi 14390 PÓSTSENDUM Stefnt að þátttöku í Evrópumótinu í golfi Norska Nokkrir leikir voru háðir i 1. deildinni norsku i gærkvöldi og helztu úrslit urðu þessi: Brann-Fredrikstad 0-1 Lyn-Skeid 1-3 Sarpsborg-Viking 0-1 Víking 13 11 0 2 30-10 22 Strömsgodset 13 7 4 2 28-11 18 Fredrikstad 13 8 2 3 15-14 18 Rosenb. 13 4 5 4 14-11 13 Sarpsb. 13 5 3 5 16-16 13 Harmarkam. 13 5 3 5 10-10 13 Skeid 13 5 2 6 18-16 12 Mjöndal. 13 5 2 6 19-23 12 Lyn 13 3 5 5 17-16 11 Bran n 13 3 3 7 8-13 9 Hödd 13 2 4 7 10-25 8 Mjölner 13 1 5 7 5-20 7 knattspyrnan Ársþing Golfsambands Islands (GSi) var haldið s.l. mánudag að Hótel Loftleiðum. Á fundinum voru mættir fulltrúar frá 9 af 13 golfklúbbum, sem starfræktir eru hér á landi. Þetta var 29. ársþing GSt, en það er elzta starfandi sér- samband, sem til er hér á landi, á 30 ára afmæli u.þ. mundir og verður haldið upp á það með hófi i Átthagasal Hótel Sögu n.k. laugardagskvöld- að loknu islandsmótinu i golfi, sem nú fer fram á Grafarholtsvelli. Á þessu þingi kom m.a. fram, að fyrirhugað er að taka þátt i Evrópu-meistaramóti landsliða i golfi, sem fram fer á trlandi næsta sumar. Einnig að bjóðast til að halda Noröurlandamótið hér árið 1974, en frá hinum Norðurlandaþjóðunum hafa komið fram ákveðin tilmæli um það. Akveðiö var að halda næsta tslandsmót i golfi i Vestmanna- eyjum, en næsta ár á Golfklúbbur Vestmannaeyja 35ára afmæli. Þá var ákveöið að i framtiöinni verði keppt i tveim flokkum kvenna á tslandsmðti.... M.fl. og l.fl. Reksturshagnaður GSt á árinu var 16.400 krónur, sem má teljast gott^.það sem sambandið hefur litlar sem engar tekjur fyrir utan styrki frá tSt.... en peningavand- ræði há allri starfsemi þess, sem og annarra sérsambanda ISt. Stjórn GSt var öll endurkjörin, en hana skipa: Páll Ásgeir Tryggvason formaður. Aðrir i stjórn. Ragnar Magnússon, Konráö Bjarnason, Kristján Einarsson, Hermann Magnússon. Páll Asgeir Tryggvason Sigurvegarar i Ambassadorkeppni Golfklúbbsins Ness á laugardag. Endurskoðendur: Vilhjálmur Ólafsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson. Dómstóll GSt. Tómas Árnason, Óttar Yngvason og Kristján Einarsson. Hin árlega Ambassadorkeppni Golfklúbbsins Ness var háð á laugardag og sigraði John Ever- ett, GÞ, á 73 höggum. Annar var Leifur Arsælsson og þriðji ts- landsmeistarinn Björgvin Þor- steinsson, báðir með 75 högg. Keppendur voru 65 og með forgjöf sigraði Gisli Arnason á 64 högg- um nettó.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.