Vísir - 01.08.1972, Blaðsíða 12

Vísir - 01.08.1972, Blaðsíða 12
12 Visir Þriðjudagur 1. ágúst 1972 ég bezt með þvi að segja, að ég get ekki hugsað og skilið hlutina eins fljótt og þú. Þess vegna á ég erfitt með að læra, en lestu samt þessa bók vel og vancflega, og þá geturðu séð hvað ég get og hvað ég get ekki. Skrifa bók um bœklaðan dreng sinn, sv ðnnur börn eigi auð- veidara með að skilja hann Thoinas Larsen, danskur sjö ára drengur, er að mörgu leyti alveg eins og önnur börn. Hann leikur sér, hann hlær og grætur, og hann borðar og sef- ur. Ilann heiur alveg sömu þörf fyrir að vera hamingjusamur og önnur börn. En Thomas er ekki heilbrigður, hann hefur heilaskemmd. ,,En einmitt vegna þessa má hann ekki verða einangraður segja íoreldrar hans, llanne og Erik Larsen, en þau hafa skril- að hók um daglegt lif Thomas, sem þau kalla: ,,I)av, skal vi snakke sammen”, og tilgangur með þessari bók er sá að þau vonast lil að el'tir að hal'a lesið hana komi fólk og þá aðallega biirn til með að skilja þau börn sem á þennan eða annan hátt eru ekki heilbrigð likamlega eða andlega. Bókin mun sennilega verða notuð við kennslu i barnaskólum i Danmörku, ,,Þvi að það eru börnin sem við treystum á”, segja foreldrarnir. ,,Þau viður- kenna Thomas, og hal'a hann með sér i leikjum og öðru en það erallt annað með fullorðna fólk- ið, þaö veit ekki hvernig það á að vera l'rammi l'yrir andlega eða likamlega veikluðum börn- um. En með bókinni viljum við lika l'á l'ólk til þess að skilja að þeir óheilbrigðu eiga ekki að þurl'a að biðja um leyfi til þess að fá að lifa. Þau eru jafn rétthá og við hin sem þykjum heil- brigð.” Bókin segir frá daglegu lifi Thomasar eins og áður segir, allt l'rá þvi hann vaknar á morgn ana, og þar til hann sofnar á i kvöldin. t lyrsta kafla bókarinn- ar er hann kynntur á þennan hátt: — Ég er bæklaður. Veiztu hvað það er? Það er hægt að vera bæklaöur á ýmsan hátt. Kannski er það augað sem sér ekki, eða ef til vill er það eyrað sem getur ekkert heyrt. Ef til vill geturðu ekki hreyft höndina, eða kannski færðu ekki fótinn þinn til þess að ganga. Hjá mér er það heilinn, sem ekki er heilbrigður. Þessu lýsi Fred Astaire, sem nú er 73 ára gamall segist viss um að verða að minnsta kosti 100 ára gamall. ,,Vinir minir segja að nú orðið geti ég kallað mig gamlan. Ég er alls ekki á sama máli. Ég get dansað alla nýjustu dansana, og ég dansa á hverjum einasta degi i 15 minút- ur, svona rétt til þess að halda mér léttum.” Þess má svo geta að móðir hans er nú 93 ára gömul. Einu sinni vor. . Einu sinni var..., á vel við þessa mynd sem við sjáum hér af þessu hamingjusama pari við hjóna- vigslu sina. En Elvis Presley og kona lians fyrrverandi, Priseilla liafa nú alveg slitið samvistum. Astin sem virtist ótakmörkuð i upphafi, fór smátt og smált að dvina, og þar koma að Priscilla l'luttist að heiman, og kom sér upp hústað i öðru húsi i Memphis, cn þar bjuggu þau hjón. En það dugði ekki lengi, henni heíur eflaust ekki fundizt fjar- lægðin nógu mikil, þvi nú hefur hún flutt sig úr borginni, ásamt Ijögurra ára gamalii dóttur þeirra og nú búa þær rnæðgur i Los Angeles, meðan Presley situr heima i Memphis. A meðfyIgjandi mynd sjáum við þau i brúðkaupi sinu lukku- leg á að lita, en þau giftu sig með mikilli viðhöfn i I.as Vegar árið 1907. Kolling Stones, er sú hljómsveit sem stöðugt heldur velli sinum i sviðsljósinu, og allir fagna fréttum af þeim félögum. Við birtum hér myndafeinum meðlima hljómsveitarinnar, Mick Jagger, sent alltaf hefur verið nokkurs konar leiðarljós þeirra félaga. Mick Jagger heldur hér upp á 29 ára afmæli sitt, en hans al'mæli var siðasta fimmtudag. 29 kertuni var komið fyrir á þessari griðarlegu stóru köku, en hvort liunn hafði að slökkva á þeim öllum i einu fylgir ekki sögunni. Honum var færð kakan á siðustu hljóm- leikum hljómsveitarinnar i Canada, cn það voru siðustu hljómleikarnir i þeirri þriggja mánaða hljóm- leikaferðsem félagarnir tóku sér fyrir hendur i Bandarikjunum. Siðustu fréttir af þeim, eru þær að þeir hvggjast nú yfirgefa Bandaríkin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.