Vísir - 05.08.1972, Síða 1

Vísir - 05.08.1972, Síða 1
VISIR 62. árg.—Laugardagur 5. ágúst—176. tbl. Slagœð ferðamennskunnor Heyrt á flugstöðinni i gær! „Þetta helvitier ekki hægt strákar, að sitja hérna eins og hænur á priki, komum fram á klósettog fáum okkur sjúss.” Hundruð ef ekki þúsundir manna voru að fara i ferðalög i gær, og á flug- stöðinni Fiugfélagsmegin á Reykja vikurflugvelli og eins i Umferðarmiðstööinni var ys og þys allan daginn. Björn Bjarman heimsótti þessar slagæðar ferða- mennskunnar i gærdag. SJA BLS 2. HHHHHBBB Stúlko á baðströnd með barnið í maganum Maria N. fjögurra og hálfs árs gömul gerði myndina „stúlka á baðströnd meö barn i maganum” sem skreytir dagskrá fóstru- þingsins. Fleiri barna- teikningar og ekki sízt bækur fyrir börn og bækur um uppeldismál eru á bóka- sýningunni i Norræna liúsinu, sem sett var upp vcgna fóstruþingsins. Frá sýningunni er sagt á BLS 7 i blaðinu i dag. Þegar neyðin er stœrst. . . Billinn fer aðhiksta og hósta, — ökumaöurinn að bölva og ragna. „Ætlar druslan ekki að hafa það af, — rétt einu sinni!” Og þegar bíllinn er stopp, þá er eins gott að vita að hjálpin er nálæg. FIB, Fé- lag islenzkra bifreiðaeig- enda er stöðugt með þjón- ustu sina úti á þjóðvegunum um ferðahelgar, og um verzlunarmannahelgi af tvö- földum krafti. SJA BLS. 4 (og takið með ykkur i helgarferðalagið). Þeysingur ú þjóðvegum Þeysingurinn um þjóövegi landsins getur orkað svo á menn að sæluvikan sem sumarfriinu er ætlað að vera, getur breytzt i svartasta örlagastríð. Eins og betri helmingurinn sagði,hingaö og ekki lengra, eftir að hafa eitt hálfu sumarfriinu i það að komast miöja leið til áfangastaðar- ins, heimili tengda- foreldranna. Frúin hélt hins vegar ferðinni áfram i fússi, og síðan haf þau hjón ekki sézt! -Sjá bls. 8 Eiga krakkarnir að róða öllu? „Eiga nú krakkarnir að ráða öllu i skólunum?” spyrja þeir Danir sem þykir inenntamálaráðherra þeirra sýna mikið frjálslyndi i nýja grunnskólafrumvarpinu sinu. Það er búist við þvi, að miklar deilur spretti upp i danska þinginu áöur en þetla frumvarp nái fram að ganga, þar sem skólakerfið á i framtíðinni að byggjast á „meira lvöræði”. SJA NANAR A BLS 6. Kyn mir hér fyrsti Búddamunkurinn heimsœkir ísland Fyrsti Búddamunkurinn, sem heimsækir tsland, kom hingað i gær, og ætlar hann að kynna trú- arbrögð sin og hugleiðslu hér á landi. Hann heitir Piyadassi, ritstj. útgáfusambands Búdda- trúarmanna og er kominn alla leið frá Ceylon. Aður hefur hann fimm sinnum farið umhverfis hnöttinn og kynnt trúarbrögð Búdda. Að gömlum og góðum islenzk- um sið ætlaði undirrituð að heilsa Piyadassi með handarbandi og kynna sig, en fátt varð um kveðj- ur, þar sem Búddamunkum er bannað að snerta konur. Urðu við þvi að láta okkur lynda að heilsa Piyadassi að sið Búddatrúar- manna, hneigja okkur með lófana saman i bænastellingu. Piyadassi býr hér hjá Haraldi Dungal. Við þiggjum kaffisopa og Piyadassi drekkur ávaxtasafa. „Ég bragöa aldrei áfengi” segir hann. „Og dýr drep ég ekki mér til matar”. Hann er einstaklega liflegur, opinn og skemmtilegur viðræöu, talar mikið með liprum, brúnum höndunum og hann segir okkur frá trú sinni. „Búddisminn byggir á algyðis- trú, hann trúir ekki á einn varan- „Búddisminn hefur orðið geysilega vinsæll á Vesturlöndum á seinni árum,” segir Piyadassi, Búdda- munkur frá Ceylon, sem farið hefur fimm sinnum umhverfis hnöttinn f trúboðserindum. Vindsœngur hœttu- legar fleytur Forsiðumyndirnar i Visi tvo siðustu dagana hafa ekki vakið aðdáun þeirra hjá Slysa- varnarfélaginu, þótt um fallegar stúlkur hafi verið að ræða. Aðallega eru það þó farartækin, sem stúlkurnar eru á sem slysavarnarmenn reka augun i. Hannes Hafstein hafði ýmislegt að at- huga við þennan búnað. Hann sagði um klæðn- að annarrar stúlkunnar að hann hafi verið fyrir neðan allar hellur og þá helzt fótabúnaðurinn, sem var með háum leðurhæl. — Það þarf ekki nema einn lit- inn nagla á svona skóm til að rifa loftið úr lofthylkjunum. Svona skófatnaður er stórhættu- legur, það eina sem dugir eru gúmmiskór eða strigaskór. Ekkert björgunarvesti sást á myndinni og klæðnaðurinn þarf að vera skjóllegur ef eitthvað kynni að koma fyrir. Stúlkan sem sást á vindsæng- inni er dæmigerð fyrir hættu- lega misnotkun, þar sem vind- sængur eru ekki gerðar fyrir að vera fljótandi farartæki. Það eru engar höldur á vindsæng- um, hætt við að fólk renni út af þeim og alveg ógjörningur að komast upp á þær aftur. t sambandi við þetta mál má lika minnast á létta bolta sem börn fá oft til að leika sér að við vatn eða synda með. Þetta er svo létt að það berst fljótt frá landi og er ekki fyrir nokkurn mann að ná þeim á sundi. Það er þvi betra að reyna ekki að ná boltanum þótt hann sé kær gjöf heldur láta hann fara sina leið. Og Hannes lýkur þessum pistli um hættur við vötn, sem fólk ætti að hafa i huga, þegar það er statt nálægt vatni nú um verzlunarmannahelgina. —SB— legan guð, ekkert i heiminum er varanlegt. Hugur mannsins er frumkraftur lifsins, hann einn ber alla ábyrgð, viö getum ekki kast- að ábyrgðinni á einhverja guöi. Búddisminn er umburðarlyndur og hefur engin boð eða bönn. Þekking og skilningur er frum- skilyröi-, að uppbötva og reyna, það er þýðingarmest i lifinu. Búddisminn er huglæg visindi.” „Nú hefur Búddisminn orðið geysilega vinsæll á Vesturlöndum á seinni árum.” „Ungt fólk i dag vill reyna eitt og annað, það vill ekki láta skipa sér fyrir verkum. Mjög margar trúarstofnanir eru ólýðræðislegar og skortir umburðarlyndi. Maðurinn hefur einbeitt sér of mikið aö ytri visindum, efnisleg- um en ekki huglægum. Búddism- inn er hugvisindi og hugleiðsla Búddatrúarmanna er ekki „mystisk”, heldur fullkomlega eölileg.” „Tekur Búddatrú afstöðu til stjórnmála?” „Búdda var einn affrumkvöðl- um lýðræðis i heiminum og það er enn i dag frumatriði trúar- bragðanna. Margir Búddamunk- ar hafa fórnað lifi sinu i Vietnam, i striöi, sem ekki er trúarbragða- legt, heldur pólitiskt, og þannig sýnt öllum heiminum, að þeir eru reiðubúnir að fórna sér fyrir lands sitt og þjóð. Búdda vildi að fólkið hefði valdið og hann er einn af þeim fyrstu sem hefja konuna upp i sama sæti og manninn. Hann hvatti foreldra til þess að láta mennta dætur sinar, eins og syni, til þess að þær gætu átt sömu möguleika i lifinu og piltarnir.” Og nú verðum við að koma með siðustu spurninguna og þá sigildustu: „Hvernig lizt þér á Island” Óg Piyadassi ljómar: „Dásam- legt land, fallegi fossinn ykkar, ég kalla hann „mini Niagara”, hann er dásamlegur, (Gullfoss). Og svo hafiö þið enga herskyldu, það þykir mér dásamlegast. Þar sem engin her er, þar verður ekki bar- izt.” Og þar meö kveðjum við Piyadessi að Búddasið. Piyadessi mun halda fyrirlestur á þriðjudag og hugleiðslu á miðvikudag og verður það auglýst nánar. —ÞS Fram, fram í stríð - ip Iwm Knttku w». * Fengu fjall að gjöf - „Arivm «4 ólfo v*rí*ef»«, þoi gœti vínsaril ótsý»!«fo4»r" segir Árw' ' ' san fr«nkv*n«los»|W NdHunmertKhwráSj *»>»'« M, « „„ » awgn A»eaK«i3P- «fc.Atí l«))««tvr **t*rtob*x ÓPÍUM OG MORFÍN NÚ ÓÞÖRF LYF —BLS. 5

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.