Vísir - 05.08.1972, Page 6

Vísir - 05.08.1972, Page 6
6 Vísir Laugardagur 5. ágúst 1972 Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaðaprent hf. Öll stjórnin ber ábyrgðina Mikið hefur verið ritað og rætt um hin nýju skattalög rikisstjórnarinnar, allt frá þvi að frum- varpinu var með óafsakanlegri hroðvirkni hespað gegnum þingið s.l. vetur. Sumir kunna ef til vill að vera farnir að lita svo á, að það sé borið i bakkafull- an lækinn, að halda þessum skrifum áfram nú, þeg- ar skattskrárnar eru komnar út, og öll þjóðin veit, hvaða áhrif þessi nýju skattalög hafa á afkomu al- mennings, og ekki minnst þeirra, sem sizt máttu við þvi að taka á sig aukna útgjaldabyrði. Skal minnst á ályktun miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins um þetta efni fyrir nokkrum dögum. En hér er um svo mikið hagsmunamál alls þorra skattborgaranna að ræða að flestum mun vera ósárt um, þótt rikisstjórnin fái orð i eyra fyrir þetta tiltæki sitt. Stjórninni sjálfri og stuðningsmönnum hennar er nú orðið ljóst, hve mikilli gremju og gagnrýni þessi skattpining hefur valdið meðal landsmanna, og þess vegna lætur hún málgögn sin daglega bera fram allar þær blekkingar og talna- falsanir, sem hún getur upphugsað til þess að verja sitt auma skinn. Stjórnarandstæðingar sögðu það fyrir strax i upp- hafi, hver afleiðing þessarar lagabreytingar mundi verða og þær spár hafa reynzt réttar. En ósvifni stjórnarliðsins er svo mikil, að það segir bara, að hvitt sé svart. T.d. sagði Timinn i forystugrein nú i vikunni, að höfuðatriðið fyrir launþega með lágar og miðlungstekjur væri þetta: „Hlutfallsleg skattabyrði hefur ekki aukizt á þessum launahópum. Sami eða lægri hlutiaf launum er tekinn i opinber gjöld en áður var. En fyrir þann hluta, sem launþegar halda sjálfir, fá þeir nú miklu meira en áður.” Svo mörg eru þau orð, og á eftir fylgdu útreikningar i prósentum, sem áttu að sanna þessar fullyrðingar blaðsins. Miklir pólitiskir trú- menn mega þeir lesendur Timans vera, sem taka mark á þessum skrifum. í sömu forystugrein Timans er rikisstjórninni hælt með sterkum orðum fyrir að hafa bætt kjör bótaþega um mörg hundruð milljónir. Þeir sem lesa Þjóðviljann hafa lika séð lofsönginn, sem þar er að staðaldri kyrjaður um Magnús Kjartansson út af umhyggju hans fyrir gamla fólkinu og bótaþegun- um öllum. Hið sanna er þó, að hækkun sú á trygg- ingabótunum, sem rikisstjórnin hefur komið i fram- kvæmd er engin önnur en sú, sem ákveðin var i stjórnartið Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins og hefði þvi eins komið til framkvæmda, ef þeir hefðu farið áfram með völd. Alþýðubandalagsmenn viðurkenna skattahækk- unina með þvi að ráðast á Framsóknarflokkinn fyr- ir þær. En vitaskuld er öllum ljóst að rikisstjórnin ber öll ábyrgðina á þeim. Alþýðubandalagsmenn geta ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð með þvi að rægja samstarfsflokka sina og skella allri skuldinni á þá. Framsóknarmönnum sviður að sjálfsögðu undan þessu og reyna að bera hönd fyrir höfuð sér. Þjóðviljinn hefur t.d. verið að tala um „Eysteinsk- una” endurvakta og þykir það vist engum ofsyrði, sem man eftir hugkvæmni Eysteins Jónssonar i að finna upp nýja skatta, þegar hann stjórnaði fjár- málum rikisins. En þetta er engin afsökun fyrir Al- þýðubandalagsmenn. Þeir eiga sökina, engu siður en hinir. Mörj{um þætti vist gott að losna viö prófpúlið. Þessar íslenzku skólastúlkur eru að „slappa af”, þrekað- ar i iniöjum prófum. Danski menntamálaráðherrann gengur lengra en Gylfi: Próflausir skólar Danski menntamálaráðherr- ann gengur töluvert lengra en (jylfi gerði í grunnskólafrum- varpinu. öll próf og allar ein- kunnir skulu lagðar niður i grunn- skólanum danska. Nemendur, ekki skólinn, ákveða, hvort þcir vilja fara i gagnfræöaskólann (gymnasiet). Mcnn sitja ekki „oítir i bekk” lengur. Knud ileinesen menntamála- ráðherra leggur þetta til. Umsagnir skólans um nemend- ur verða ekki sendar öðrum skól- um. Það verður nemandinn, sem ákveður, hverjir fá slikar um- sagnir i hendur. Nemendur drag- ast ekki með lélegar umsagnir skólans alla ævi. Nemendur fá að hafa hönd i bagga um hvernig námsefni er valið og hvernig háttað kennslu. Foreldrar hafa einnig tillögurétt, en þeir geta ekki hindrað, að börn þeirra fái sérstaka kennslu ef börnin vilja. Lýðræði, frelsi og umburðarlyndi Heinsen gengur allra manna lengst i skólabyltingu. Málið mun ekki ganga fram með þögn. Dönsk blöð spá hávaðasömun deilum milli skólamanna. Ráð- herra rökstyður breytinguna með eftirfarandi: Nemendur eiga að öðlast i skólanum þekkingu, kunnáttu og hæfni, vinnutækni og tjáningaraðferðir, sem leggja grundvöll fyrir fjölbreytta, al- hliða þroska ungmennisins, and- lega og likamlega, tilfinningalega og félagslega. Nemendur eiga að öðlast „meiri löngun til að læra og ( þroska hugarflug sitt, beita hæfi- ‘ leikum til sjálfstæðs mats og af- stöðu, þroskast með trausti á eig- in getu og möguleika, sem sam- féiagið býður”. „Nemendur skulu búnir undir '( að taka þátt i lýðræðislegu þjóð- skipulagi, þess vegna skal allt skólalifið byggjast á lýðræði, frelsi og umburðarlyndi.” ilialdsmenn og sósial- istar andvigir þessu „Skólinn má ekki,” segja tor vigismenn skólabyltingarinnar dönsku, ” reyna visvitandi að fá börnin til að tileinka sér sérstakt lifsviðhorf eða sérstakar skoðan- ir.” 1 danska „folkeskolen” er smá- barnabekkur i eitt ár, og siðan grunnskóli i 9ögl0. árið er frjálst. Þegar nemandi fer úr skóla að loknu námi, á hann aö fá vitnis- burð (umsögn) um, hvaöa grein- ar hann hefur lagt stund á, og hvernig honum hefur gengið. Hann fær einnig umsögn kennara i hverri grein, og skólinn getur gefið honum vitnisburð um sam- vinnuhæfileika hans. Illlllllllll asw Umsjón:, Haukur Helgason Knud Heinesen ráðherra byggir tillögu sina um afnám einkunna á þvi, að „einfölduð einkunn geti ekki gefið jafn góðar hugmyndir um ungmennið og vel samin greinargerð frá kennurum, al- mennari eðlis.” Tveir ólikir flokkar, ihalds- flokkurinn og sósialistiski flokkurinn, hafa risið gegn mörg- um þessum tillögum jafnaðar- mannsins Heinesen. Flestir flökkar virðast annars klofnir. Ihaldsmenn og sósialistar segjast vilja halda einkunnagjöfinni. Þeir benda á áhrifin á hugmyndir for- eldra um, að kennari sé hliðhollur eða „á móti” ákveðnum börnum, en slikt fylgir skólamálum alls staðar. „Alveg steinhissa”, segja nemendur. „Ég er alveg steinhissa, ” sagði formaður landssambands nem- enda, Kulavig, þegar hann frétti um þessar ráðherratillögur. „Við höfðum ekki minnstu hugmynd um, að þetta væri i aðsigi. Þetta er samt einmitt það, sem við höf- um barizt fyrir af allri hörkunni undanfarin ár, svo að við getum verið ánægð.” Ýmsir kennarar mæltu með breytingunum, en aðrir gegn. Til dæmis hefur verið bent á, að nemendur ættu að eiga kost á ein- hvers konar prófum, svo að þeir, sem finnst kennarinn ,,á móti” sér i „umsögninni”, verði ánægð- ari. Ganfræðaskólakennarar voru yfirleitt sæmilega ánægðir. Kenn- arasamtökin almennt benda á agnúa. Danir enn reiðu- búnir til „tilrauna”. Skólalýðræði, sem kallað er, verður grundvöllur danskra skóla, ef ráðherrann má ráða og þingið samþykkir. Nemendur fá mun meiri áhrif á skólann sinn en áður, val námsgreina og allt fyrirkomulag kennslu og val stjórnenda. Heinsen er þvi töluvert lengra kominn en islenzk skólalöggjöf i átt til þess „skólafrelsis”, sem deildt er um hvarvetna. Er það börnum og ungmennum fyrir beztu að ráða sem mestu? Verður það til þess, að þau læri i rauninni fremur það, sem þau sjálf geta notað og það sem hagnýtt er og raunhæft i nútimanum, i stað upptugginna dauðra náms- greina? Eða leiðir það af sér þjóðfélagshnignun, leti og aðra ómennsku? Við þessum spurningum fæst raunar ekkert ótvirætt svar, fyrr en skólalýðræði hefur verið reynt með nokkuð róttækum hætti, og Danir eru eins og fyrri daginn til- búnirað gera þá tilraun. Tillögur ráðherrans verða samt varla samþykktar óbreyttar, og með ferð þingsins mun skera úr um, hvort gengið verður jafn langt og hann vill eða numiö staðar skrefi fyrr. vísrn Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson, Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.