Vísir - 05.08.1972, Qupperneq 7
Vfsir Laugardagur 5. ágúst 1972
7
„Barnabœkur
eiga að efla
málþroska auka
þekkingu örva
hugmyndaflug"
. . . getum við ekki
bœtt einhverju við?
Umsjón: S B
Mamma, mamma,
mamma. Langdregið
kall frá barni, sem sit-
ur ásamt öðrum börn-
um í bilnum. Fyrir ut-
an bilinn sitja fjórir
fullorðnir á sólstólum
við borð og njóta úti-
verunnar. Loksins
svarar mamman kall-
inu og segir: „Viltu
hætta þessum
hávaða”.
,,Er þetta uppeldi?
spyr Else Mia Sigurðs-
son forstjóri Norræna
hússins og bókavörður,
sem varð vitni að þess-
um atburði hjá Krýsu-
vik um daginn.
Hvað vitum við um uppeldi?
Það er hætt við þvi að viðhorfin
hafi breytzt mikið frá þvi i
Skemmtun fyrir bömin
í aftursœtum bílsins
— er ein af barna- og uppeldisbókunum á sýningunni í Norrœna húsinu, sem börnin hafa meiri
áhuga á að sœkja en foreldrarnir
sveitaþjóðfélagi gömlu dag-
anna, en það skortir vist mikið
á, að foreldrar almennt geri sér
grein fyrir þvi. Nú undanfarin
ár hefur mikið verið skrifað og
rætt um barnauppeldi af leikum
sem lærðum, en þær umræður
hafa oftast farið fram á öðrum
vettvangi en hér á landi. Það
getum við merkt af ýmsum
staðreyndum. Ein þeirra er, að
þeir sem fjölmenna á barna-
bókasýningu Norræna hússins,
sem er i tilefni fóstrumótsins '
eru fóstrur, kennarar og svo
börnin, sem virðast hafa leyni-
sambans sin á milli, sem visar
þeim veginn á þá staði, sem
vænlegir eru til afþreyingar.
Það býður sýningin upp á með
leikrými, leikföngum og bókum,
fyrir utan möguleikann á að
teikna.
Foreldrar hafa hins vegar lit-
ið látið sjá sig á sýningunni, þar
sem má sá fjölbreytt úrval
barnabóka flokkuðum eftir aldri
auk fjölda bóka um uppeldis-
mál.
Þá erum við komin aö öðru at-
riðinu, sem bendir til þess, að
uppeldismálin, sem slik hafa
ekki enn komizt inn i umræð-
urnar, og það er sá fjöldi rita
um uppeldismál, sem hafa verið
skrifuð á islenzku eða þýdd á is-
lenzku. Það eru einar 17 bækur
og eru allar á sýningunni i Nor-
ræna húsinu. Þar er mikilsvirk-
asti rithöfundurinn Dr.
Matthias Jónasson.
Til samanburðar höfum við
svo það sem aðrar þjóðir, aðal-
lega Norðurlandaþjóðirnar,
hafa gefið út um sama efni og er
það þó hvergi nærri tæmandi.
Við sjáum, að leikskólarnir taka
á móti börnunum á þann hátt að
geínir eru út bæklingar með
feiðbeiningum fyrir foreldra og
mun bæklingur Valborgar
Sigurðardóttur skólastjóra
Fóstruskólans „Uppeldismál,
fræðsla handa foreldrum” geta
svarað þörfinni að einhverju
leyti. Þessi bæklingur kom út i
tengslum.við fóstruþingið og i
samvinnu Norræna hússins og
Sumargjafar.
En þegar litið er á ýmsa titla
bókanna á sýningunni er margt
freistandi að sjá. Við sjáum, að
Færeyingar eru komnir lengra
en við i fræðslu um kynferðis-
mál handa yngsta aldursflokkn-
um. Þeir hafa þýtt á færeysku
bók Sten Hegeler, sem er ekta
barnabók með teikningum sem
virðast svo saklausar að þær
ættu ekki að geta hneykslað
siðavöndustu sálir og þaðan af
siður börnin.
Við sjáum lika bókina „Bilsjov
for börn pa bagsæd'et”' eða
„Skemmtun fyrir börnin i aftur-
sætum bilsins”. Það ætti ekki að
vera ónýtt fyrir foreldra að hafa
kynnt sér þessa bók áður en þau
leggja upp i feröalagið fyrir
verzlunarmannahelgina eða
sumarleyfið. En þessi bók er
ekki til i islenzkri þýðingu frem-
ur en aðrar bækur umuppeldis-
mál sem virðast mjög skemmti-
legar, bæði fyrir foreldrana sem
börnin. Eða eru uppeldismál
ekki með skemmtilegri við-
fangsefnum fyrir foreldrana?
Barnabókasýningin sýnir að svo
getur verið.
■p 3i>r\S
Ka/v\ 'Uea GÍ
Wuys\ oJí
Þaö er lika hægt að sjá bókina
um börn og fjölskylduna og bók-
ina um börn og matinn og litlu
skemmtilegu bókina um það
hvernig á að hugga börnin.
Hún er ætluð systkinunum ekki
siður en foreldrum og meö
teikningunum, afar auðvelt og
skemmtilegt lesefni.
Svo sjáum við lika sigildar
bækur um uppeldismál, sigildar
að þvi leyti, að alltaf er hægt að
sækja fróðleik og gaman i þær,
bæði fyrir börn og foreldra.
„Leikur barna og afþreying”
er ein þessara sigildu bóka og er
eftir Anna Marie Nörvig. Og af
henni hefur Else Mia Sigurösson 1
haft kynni og notað og segir frá
einu dæmi. „Það er hlutverka-
leikurinn t.d., þegar börn og
foreldrar skipta um hlutverk, •
börnin leika foreldranna og for-
eldrarnir börnin. Með þessum
leik sér maður hvernig maður
hefur beitt uppeldinu. Kannske
á maður von á óþægilegri upp-
lifun, ef börnin skamma mikið,
en augun ættu að opnast fyrir
vissum hlutum.
Og þarna sjáum við lika
„Börnemetorik”, sem fjallar
um það hvernig handahreyfing-
ar og starfsemi heilans fylgjast
að og tengist þvi hvaða leikföng
er hægt að láta börnin hafa og
hvenær. Undirtitill þessarar
bókar er „hreyfingarþroski
smábarna”.
Sýningin er byggð upp á bók-
um úr bókasafni Norræna húss-
ins og Fóstruskólans.
„Við höfum mjög sómasam-
legt safn uppeldisbóka hér”,
segir Else Mia Sigurðsson. „Og
fyrir þessa sýningu höfum við
pantað mikið af bókum frá
Norðurlöndum og fengið þær,
þótt Finnarnir hafi verið seinir
til að afhenda sinar.”
Og einhverjir eru áhugasamir
um uppeldismál vegna þess, að
bókin hennar Thea Bank Jensen
„Dramatisk leg” eða bókin um
leikinn er oftast nær i útláni frá
safninu.
En ákjósanlegast er þó aö fá
bækurnar i islenzkri þýðingu, þá
ekki siður bækur fyrir börnin
sjálf eins og bókina á sýning-
unni, þar sem börnin geta lært á
klukkuna og lært á peninga með
leiðbeiningu foreldrisins áður
en farið er að sofa.
Þótt margir foreldrar fari út
úr bænum þessa sólarhelgi þá
eru það kannske jafn margir
sem dveljast i bænum. Er þá
ekki úr vegi að lita á sýninguna i
Norræna húsinu, sem er opin frá
2-7 bæði laugardag og sunnu-
dag. Börnin eru velkomin.
— SB -