Vísir - 05.08.1972, Blaðsíða 8
Vísir Laugardagur 5. ágúst 1972
Stríð á þjóðvegum
8 i
Þaö er meö vegina islenzku eins
og veöriö: ef menn ætla geöheilsu
aö halda, þýöir ekki aö láta þaö á
sig fá. Og rétt eins og veöráttan
hér á landi, býöur vegakerfiö upp
á óendanlega fjölbreytni. Þaö er
hægt aö finna hér steyptar ak-
brautir nú oröiö, rétt eins og þeir
hafa i útlöndum. Og á köflum er
hægt aö lauma hraöamælisnál-
inni á nýja bilnum upp undir
hundraöiö, þótt á malarvegi sé
ekiö — en þá verður maöur raun-
ar aö vera viö öllu búinn og má
ekki láta haröan dynk á sig fá.
Aöalsmerki islenzkra vega er
nefnilega hvarvetna aö finna:
Ævintýraleg hvörf sem leikmenn
telja lifshættuleg, en atvinnu-
menn i þjóövegaakstri krækja
bara fyrir og gefa svo aftur i botn.
Nú er verzlunarmannahelgi. Sá
timi ársins sem þjóöin telur sig
hvaö mest þurfa á vegum aö
halda.
Siöastiiönar tvær vikur eöa svo,
hefur veriö unnið daga og nætur
af ótrúlegum dugnaði við að gera
hverja skellitik feröafæra,sem á
landinu finnst. Dekk hafa selzt
eins og prins póló og þúsund tonn-
um af bensini hefur verið dælt á
tanka, brúsa,flöskur og potta.
Og nú er haldið af stað.
Fyrst i stað, svona á meðan
umferðin silast út fyrir bæinn —
Ártúnsbrekkan farsællega að
baki og sextán Nestis-pylsur
komnar i kvið bilstjórans er
hlustað eftir torkennilegum hljóð-
um sem farartækið kann að gefa
frá sér.
I finu standi!
....ákveður loks bilstjórinn,
spyrnirsér aftur i sætinu, kreppir
hnefana um hjólið og horfir ein-
beittur fram á veginn. Og svo er
að sjá, hvernig gamli Gráni
stendur sig i hinni ofsafengnu
biiaorrustu á þjóðveginum.
Það er eins og vélarnar fái lif —
ökuþórar hverfa bak við rykuga
framrúður og sitja þar eins og
ópersónulegur óvinur. Liðsmenn
bilforingjans við stýrið eru
skyldulið hans, konan i framsæt-
inu, afi og amma i aftursætinu og
krakkarnir: Frammúr pabbi!
farðu frammúr pabbi! passaðu
þig á þessum pabbi! farðu til
Þingvalla! eða Egilsstaða!
kauptu is, pulsu og kók!!
Akurslag náungans i bilnum
fyrir framan, eða þeim sem á
móti ekur er umræðuefni stund-
arinnar. Enginn keyrir „eins og
maður" nema pabbi. Menn aka
undantekninga litið of hratt eða of
hægt. Enginn hefur áttað sig á
þvi, að það er „pabbi” sem kann
réttu tökin og veit, hvenig á að
feröast.
Og svo fær Vegageröin sinn
skammt.
Hvers konar aular stjórna þar?
Kalla þeir þetta veg? Ég myndi
kalla þetta vigvöll! Þetta lltur út
eins og Kaninn hafi villzt á þjóö
veginum frá Quang Tri og vegin-
um yfir Holtavörðuheiði! Þaö er
ekki hægt að bjóöa manni þetta —
finnst þér það kona?
Gieymum rigningunni
og Vegageröinni
En til eru þeir, sem tekizt hefur
aö þróa með sér hugsunarhátt,
hafinn hátt yfir þennan þjóðvega-
slag og hina eilifu sunnlenzku
súld.
Við heyrðum raunar sögu af
ungum hjónum, sem við borð lá,
að færi illa fyrir. Hann þóttist
himin hafa höndum tekið, þegar
hann fékk hálfsmánaðar fri úr
vinnunni kringum verzlunar-
mannahelgi. Og hún lika, þvi
henni hafði tekizt að fá hann til að
gangast inn á að nota friið til að
aka alla leiö frá Reykjavik austur
að Hornafirði, þar sem aldraðir
foreldrar hennar búa og höfðu
aldrei séö unga tengdasoninn.
Konuna langaöi aö sýna mannin-
um hina fögru fæöingarsveit sina.
Lagt var af stað i rigningu.
Konan hóf þegar i stað að
skamma Guð fyrir veðrið og
Vegagerðina fyrir vonda veginn.
Maðurinn hins vegar hafði stillt
skapið _inn á þægilegri bylgju-
lengd. Hann gamnaði sjálfum sér
við aö hugsa um allt það
skemmtilega, sem hann gæti nú
gert i friinu — og heyrði hreint
ekki til konunnar.
Leiðin austur á Hornafjörö er
löng og þreytandi, einkum, ef tið
er rysjótt.
Þau tjölduðu fyrst á Akureyri,
komu þangað i kalsaveðri siðla
nætur. 1 rauðabitið morgun-
inn eftir hristi konan manninn
upp, og áfram var haldið. Billinn
bilaöi i Ljósavatnsskarði — dreg-
inn til Akureyrar, þar sem mað-
urinn gætti að sinu góða skapi
með þvi að ganga um götur og
glápa á fólk. Konan sat fúllynd
inni á matstað. Aftur af stað. Og
eftir þrjár dekkjasprengingar,
talsvert bölv og formælingar
tókst eiginmanninum loks að
drauga tikinni til Mývatns. Þá
voru liðnið tveir dagar og ein nótt
frá þvi að þau lögöu upp. A
Mývatni var lagzt i viðhald og
viðgerðir. Konan starði ólundar-
lega framfyrir sig og vildi ekki
létta lund sina.
Maöurinn þvermóðskaðist við
bilinn — og þóttist loks hafa kom-
ið honum i lag. Þá höfðu þau legið
tvær nætur úti við Mývatn. Bætti
úr skák að sól var farin að skina á
hjúin. Austur var haldið.
Þau komust klakkalust ofan af
Möðrudalsöræfum og alla leið til
Egilsstaða. Þar var tjald reist
yfir frúna — eiginmaðurinn þurfti
ekki slikt, þvi hann lá undir biln-
um alla nóttina og baksaði með
skiptilykil.
Þegar frúin vaknaði að áliðnum
morgni stóð farartækið reiðubúið
i þriðja sinn. Eiginmaðurinn hins
vegar ekki. Hann hafði nefnilega,
þar sem hann átti við bilinn nótt-
ina löngu, farið svolitið að velta
hlutunum fyrir sér.
Sex daga, hugsaði hann, við
höfum verið sex daga að steðja
hingaö. Við verðum a.m.k. enn
einn dag á leiðinni til Hafnar i
Hornafirði. Þá verð ég nákvæm-
lega hálfnaður með sumarfriið
mitt — og mér sýnist okkur ekki
veita af hinum helmingnum til að
komast til baka.
Og þegar frúin vildi setjast i
gamla Rauð og ak-' alla leiö heim
til pabba og mömmu, sagði hann
bara nei: Eg ætla að slappa af
hér, á meðan þú keyrir austur og
talar við þau gömlu. Ef þú verður
ekki komin aftur hingað er ég
þarf að leggja af stað suður að
fara að vinna, þá er það i lagi, ég
fer með flugvél. Bless. Og hann
fleygði sér i grasið með nefið upp
i loft mót sólu og sofnaði, enda
úrvinda eftir slaginn við bilinn.
Og það fauk alveg mátulega
mikið i þá stuttu, þvi hún rauk af
stað i illsku, komst heim til pabba
og mömmu og hafa þau hjón ekki
sézt siðan.
Vonandi enda ekki margar
sumarleyfisferðir með þessum
ósköpum — en þessi saga er þó
gott dæmi um, að fólk má ekki
láta ytri aöstæöur, svo sem vonda
vegi, vonda bila og vont veöur,
rugla skynsemina um of...og
kannski ungu hjónin nái saman að
nýju, þegar hann verður orðinn
ögn efnaðri, kominn á nýjan bil og
getur ekiö eftir Þjóðhátiðarbraut-
innu austur til Hafnar árið 1974.
,/Það fór þá svona"
ökumenn eiga ekki aö imynda
sér, að þeir geti meðan á feröa-
lagi stendur, skoðað landslagið og
gróðurinn eins og aðrir sem i biln-
um eru. Þeir verða, áður en ferö
er hafin, að gera sér ljóst, að þaö
er vegurinn og ekkert annað sem
þeir eiga að skoða. Hafa augun
fast limd við veginn sem þýtur
undir bilinn — vita af hverri holu,
þræða af samvizkusemi á milli
þeirra, og nota girstöng, kúplingu
og bremsur óspart i þeim til-
gangi að verja bilinn verstu áföll-
unum, gera allt seno i þeirra valdi
stendur til að koma sjálfum sér,
farþegunum og bilnum i svipuðu
ásigkomulagi á áfangastað og
þegar lagt var upp.
Annars getur farið illa fyrir
mönnum, sem einblina um of á
veginn. Vegagerðin kom mér t.d.
iþrælsleganbobba um daginn. Ég
var að aka i Gilsfiröinum á
suðurleið — vegurinn hafði verið
helvitlegur alla leið að vestan,
enda kom ekkert fyrir okkur, ég
keyrði eins og sérfræðingur.
Þar til i Gilsfirðinum. Þá varð
vegurinn allt i einu svo beinn — og
sléttur! Silkimjúkur og yndisleg-
ur hvarf hann undir bilinn, ósjálf-
rátt sté ég þéttar á gasgjöfina og
hraðinn var dulitið meiri en fyrir-
hyggjumenn myndu telja ráðlegt.
En vegurinn var svo beinn.
Spegilsléttur Breiðafjörðurinn á
hægri hönd, Gilsfjörðurinn að
nálgast. 1 suðri glitti i Flatey og
sólin eins og glóandi kolamoli hátt
á himni. Sjáið þið húsin i Flatey!
'kallaði einhver. Já, já — og um
leið fékk ég ónotasting fyrir
brjóstið. Hvað varð um veginn?
Hann var ekki lengur beint fram
undan bilnum, eins og ævinlega á
að vera. Hann var horfinn niður i
gil! og nú sveif ég með alla
familiuna eitthvað út i buskann.
Jæja, það fór þá svona, hugsaði
ég fyrir mér og sá fyrir mér ara-
grúa fólks, prúðbúið með tár i
augum að fylgja mér til grafar. 1
þvi skall glæsidrusla min niður á
einhvern andskotans mel ofanvið
gljúfrið — öll hjól á sinum stað og
allt i fina. Ég setti i bakkgir og
hundskaðist meö hyski mitt upp á
veginn afturl — GG
Verzlun er undirstöðuatvinnuvegur
Mannkynssagan segir
okkur frá vexti, við-
gangi og falli ýmissa
þjóöa fyrr og siðar.
Hægt er að leiða hugann
þúsundir ára aftur i tim-
ann til þjóða, t.d. i Aust-
urlöndum nær, sem
blómguðust og urðu að
stórveldum á þeirra
tima mælikvarða. Oftast
var það svo, að verzlun
og viðskipti voru annað
hvort þess valdandi, að
þær urðu að slikum stór-
veldum eða aukin verzl-
un var snar þáttur
i stórveldisuppbygg-
ingu þeirra. Benda
má t.d. á Ilómaveldi.
Það var ekki einungis
hernaðarlist Rómverja,
heldur ekki siður mikil
og blómleg viðskipti,
sem ollu þvi að Róma-
veldi varð slikt stórveldi
á sinum tima, sem raun
bar vitni.
öllum er okkur kunn hin mikla
iðnbylting, sem byrjaði i Bret-
landi á átjándu öldinni þegar
vefstólarnir voru fundnir upp,
gufuvélin og ýmislegt fleira. Þeg-
ar talað er um iðnað allar götur
siðan hafa flestir aðeins i huga
framleiðslustigið. Hins vegar
verður að benda á það, að fram-
leiðslan er aðeins einn þáttur
verömætasköpunarinnar, eftir er
aö koma vörunni á markað, og
það er þar, sem verzlunin gripur
inn i. Siðasti þáttur framleiðsl-
unnar, sem ekki er hvað þýðing-
arminnstur, er að gera verðmæti
úr þeim iðnaðarvörum sem fram-
leiddar hafa verið.
„Sé ég i anda knörr og vagna
knúða
krafti, sem vannst úr fossa þinna
skrúða,
stritandi vélar, starfsmenn glaða
og prúða,
stjórnfrjálsa þjóö, með verzlun og
eigin búða.”
Þannig kvað Hannes Hafstein i
sinum fögru aldamótaljóðum.
Fyrir siðustu aldamót var það
eitt helzta baráttumál islenzku
þjóðarinnar að ná verzluninni úr
höndum Dana og gera hana alis-
lenzka. Þá skildi hvert einasta
mannsbarn gildi verzlunarinnar
fyrir frjálst þjóðfélag, ekki sizt til
að tryggja, að arður af verzlun-
inni yrði eftir i landinu, svo og til
að tryggja landsmönnum nægi-
legt framboð af vörum á sam-
keppnisfæru verði, og að lands-
menn þyrftu ekki að vera háðir
duttlungum erlendra kaupmanna
um vöruverð, gæði og fleira.
Þvi miður verður maður að
segja, að skoðun almennings á
gildi verzlunarinnar i dag hefur
breytzt, og menn skilja það ekki
nú á sama hátt, og þegar sjálf-
stæðisbarátta þjóðarinnar stóð
sem hæst. Ef litið er á skilning al-
mennings á verzlun i dag og ekki
siður stjórnvalda, þá hefur það
oft komið fram i ræðum og riti, að
verzlun nýtur ekki sama álits og
ýmsar aðrar atvinnugreinar
þjóðarinnar, s.s. fiskveiðar og
landbúnaður. Þessar tvær at-
vinnugreinar eru taldar undir-
stöðuatvinnuvegir, án þess að
menn skilgreini það neitt nánar,
en ég vil endurtaka það, sem ég
segi hér að framan, að þessir at-
vinnuvegir væru ekki mikils
megnugir, ef siðasta stig þeirra
væri ekki fyrir hendi, þ.e.a.s. að
koma vörunni á markað, gera úr
henni verðmæti, en það er einmitt
hlutverk verzlunarinnar. Bent er
á það, að alltof mikill mannafli sé
bundinn i verzlun og öörum þjón-
ustugreinum, en menn gleyma
þvi, að i þróuðum rikjum eru það
færri og færri, sem vinna við
framleiðslustörfin, sem fyrst og
fremst er vegna mjög aukinnar
verkaskiptingu og framleiðslu-
tækni. t nútima þjóðfélagi og sér-
staklega i þróuðu rikjunum er það
staðreynd.að fleiri og fleiri menn
eru bundnir i þjónustugreinum,
og þarna á rikisvaldið sjálft ekki
sizt hlut að máli. Allir verða að
gera sér ljósa grein fyrir þvi, að
nútima tryggingarkerfi, skóla-
kerfi og annað, sem lýtur að ör-
yggi, fræðslu og þjónustu við al-
menning krefst vaxandi mann-
afla og svo hefur lika orðið hér á
landi. Tækni öll i fiskveiðum og
landbúnaði hefur valdið þvi, að
ekki er þörf fyrir sama fjölda
manna til starfa við þessar fram-
leiðslugreinar eins og áður var,
og þvi er fyrir að þakka mjög örri
tækniþróun og verkaskiptingu.
A tslandi er verzlunin þvi miður
ekki enn komin á sama þróunar-
stig og i nágrannalöndum okkar,
og ennþá má segja, aö islenzka
þjóðin hafi ekki öðlast frjálsa
verzlun, og á ég þar við, að hluti
innflutningsins er háður gjald-
eyris- og innflutningsleyfum, sem
nemur um 20% af heildarinn-
flutningnum og er það einkum til
að vernda viðskipti okkar viö
Austur-Evrópulöndin. Þetta er
kannski réttlætanlegt ákveðið
timabil, en stefna ber að þvi að öll
islenzk innflutningsverzlun veröi
frjáls og óháö afskiptum rikis-
valdsins.
Þá er annar liður verzlunarinn-
ar, sem ekki er frjáls, og á ég þar
við verðlagsákvæðin. Hér á landi
hefur verið við lýði verðlagseftir-
lit svo til óbreytt að formi siðan
fyrir striö. Núverandi verðlags-
nefnd er skipuð fjórum fulltrúum
launþega annars vegar og 4 fulltr.
atvínnurekenda hins vegar, en
oddamaður nefndarinnar og ni-
undi maðurinn er skipaður af rik-
isstjórninni. Allar ákvarðanir,
sem teknar eru af þessari nefnd,
eru þvi stjórnmálalegs eðlis, en
ekki er sinnt sem skyldi að lita á
málin frá faglegu sjónarmiöi.
Slikt kerfi, sem við eigum við að
búa, er að minu áliti úrelt, og aðr-
ar þjóðir, t.d. Norðurlandaþjóð-
irnar, hafa fyrir löngu afnumið
sams konar verðlagskerfi, en
þess i stað reynt að efla eðlilega,
frjálsa samkeppni á sem flestum
sviðum verzlunarinnar.
Ég tel, að þvi fyrr, sem þetta
kerfi verður afnumið, þvi betra
fyrir almenning hér á landi. Nú-
verandi verðlagskerfi hvetur ekki
til hagstæðra innkaupa, en þaö
sem gera ber, er aö auka verö-
skynjun almennings, efla neyt-
endasamtök og það veröi þessir
þættir, sem fyrst og fremst verði
hið skapandi verðlagseftirlit.
Ég hef bent hér á tvö dæmi,
sem úrbóta er þörf i islenzkri
verzlun, en forsenda þess, að
breytingar eigi sér stað er að al-
menningur og stjórnvöld sýni
meiri skilning á hlutverki og gildi
þessa þýðingarmikla atvinnuveg-
ar.
Fáar þjóðir eru eins háðar ut-
anrikisviöskiptum og við Islend-
ingar, og þvi ættu allir að sjá
nauðsyn þess að almenningur og
ráðamenn séu upplýstir um gildi
og hlutverk verzlunar. Veita þarf
verzlunarfræðslu i auknum mæli i
hinu almenna skólakerfi þjóöar-
innar og auk þess mættu fjölmiðl-
ar ljá meira rúm fyrir fréttir og
fróðleik um þessa atvinnugrein.
Þá vil ég minna á hlutverk Verzl-
unarskóla íslands, og tel að efla
beri starfsemi hans til að hann
geti lagt enn meira af mörkum i
þágu verzlunarmenntunar á Is-
landi.
Ég vil aö lokum óska þjóðinni
þess, að hún megi senn búa við
frjálsa verzlun, öllum neytendur
til hagsbóta og ég óska þess lfka,
að verzlunin megi i framtiðinni
hafa á að skipa fleiru vel mennt-
uðu verzlunarfólki til að sinna
þeim þýðingarmiklu störfum,
sem nútima verzlun krefst. ts-
lenzku verzlunarfólki óska ég til
hamingju með daginn.
ÁRNl GESTSSON
form. Fél. Isl. stórkaupmanna