Vísir - 05.08.1972, Page 9
Visir Laugardagur 5. ágúst 1972
9
Staður í Grindavík
Mörg eru eyðibýlin, sem blasa
við vegfarendum, bæði inn til
dala og út við sjó. Þessi sjón er
eðlileg afleiðing af þeim miklu
búferlaflutningum sem hafa átt
sér stað i landinu undanfarna
áratugi. Engar horfur eru á að
þessu linni enn sem komið er.
Jarðirnar, sem i eyöi hafa fariö
á þennan hátt eru bæði smákot
og stórbýli og allt þar á milli,
þará meðal nokkur prestssetur.
Eitt af þeim er Staður i
Grindavik, sem fór i eyði vorið
1964 og þar með Staðarhverfið
allt, því að Grindvikingar fóru
að hópast kringum Hópið, þegar
þar var komin ein bezta höfn
Suðurnesja. Þar er ekkert lát á
nýbyggingum vegna sivaxandi
ibúafjölda þessa myndarlega
þorps á suðurströnd Reykjanes-
skagans. En utar á ströndinni
hnipir Staðurinn i eyði, prest-
setriö, kirkjustaðurinn, bærinn,
sem áður var sagður i miðri
byggð. Fyrst var kirkjan flutt
árið 1910, svo flutti presturinn
sig tæpum tveim áratugum sið-
ar. Svo liðu árin. En eftir þvi
sem þéim fjölgaði, fækkaði ibú-
um Staðahverfisins. Seinast var
hann oröinn einn, bóndinn á
Stað, Gamaliel Jónsson. Hann
andaðist 4. marz 1964.
Húsið á Stað er reisuleg bygg-
ing og er nú sumarbústaöur. Og
Grindvikingum þykir vænt um
það. Lvons-klúbbur plássins
hefur málað það að minnsta
kosti tvisvar sinnum. Og einn
sunnudag i sumar komu nokkrir
félagar úr Staðhverfingafélag-
inu þangað suöur eftir á fornar Þetta sýnir ræktarsemi viö enn legstaður Grindvfkinga i
slóðir til að dubba upp á gamla þetta yfirgefna pláss. En þótt grænu túni gamla prestsseturs-
prestssetrið sitt með málningu. kirkjan og fólkið sé farið, þá er ins.
Velferðarríki
Valdimars
Briem
Hve sælt er sérhvert land,
þótt sé það bert og kalt,
ef öflugt bræðraband
þar bindur fólkið allt.
Þótt vanti völd og auð,
er velliðan þar góð,
þar blessast daglegt brauð,
þar byggir dæmdar þjóð.
Þannig hefst kunnur sálmur
eftir hið vinsæla skáld, vigslu-
biskupinn á Stóra-Núpi.
Hvaða land er sælt að hans
dómi?
Þar sem almenn velmegun
rikir? Þar sem menn búa við
nægtir alls og áhyggjuleysi?
Þar sem kaupgetan fer vaxandi
og ytri kjör batna með hverju
ári? Nei: þvi fer fjarri, að þetta
sé rétt mynd af velferðarriki
Valdimars Briem.
Kaupgetu-aukningin og hag-
vöxturinn, það eru keppikefli
hins veraldlega velferðarrikis,
enda má með sanni segja að þar
hafi orðið talsvert ágengt. En nú
er eins og þeir, sem þar hafa
staðið fremstir i flokki vakni
upp við vondan draum. Þeir
virðast vera að komast að raun
um það, að lifsgleði, ánægja,
innri friður og fullnægja hafi
alls ekki vaxið að sama skapi og
kaupgeta og kjarabætur. Þess
vegna hefur verið komist svo að
orði að ,,hún (lifshamingjan)
hefur örugglega ekki aukist i
markaðsþjóðfélagi hins stöðuga
hagvaxtar.” (Þjóv. 21. 6. 1972).
Hér er kveðinn upp sá dómur að
ekki nægir efnaleg velmegun
ein til að skapa sæluriki á jörðu.
Það þarf annað og meira til.
Fólkið þarf að nota hinn aukna
arð vinnu sinnar á réttan hátt til
að láta gott af sér leiða hver og
einn i sinu umhverfi. Og það
gerir þjóðin þvi aðeins að öflugt
bræðraband bindi fólkið allt
„eins og sr. Valdimar kemst að
orði i sálmi sinum, sem fyrr er
vitnað til.
Þetta sjónarmið sálma-
skáldsins á Stóra-Núpi er vitan-
lega i fullu samræmi við þann
meginþátt i kenningu kristin-
dómsins að það er kærleikurinn,
sem á að ráða i öllum samskipt-
um mannanna. Með þakklæti i
hjarta til skaparans eiga menn
*Sér« ViiUliinur Bricm
á /iinmtugsuldri.
að þiggja gjafir lifsins og með»
kærleiksrikum huga eiga menn
að skipta þeim milli sin.
En þetta er þvi miður
ekki hið rikjandi sjónarmið. Það
er kröfugerðin en ekki fórnar-
lundin, sem fær að setja mót
sitt á framkomu bæði hópa og
einstaklinga. Og það sannast
hér sem oftar, að mikill vill allt-
af meira. Aldrei — á meira en
100 ára æviferli þjóðarinnar hef-
ur hún haft meira að bita og
brenna heldur en nú. Aldrei
hafa nægtirnar verið meiri svo
að segja á hvaða sviði sem er.
Samt hafa kröfurnar um meira
og meira af öllu tagi aldrei verið
háværari. Aukin kaupgeta, hag-
stæðari kjör, meiri eyðslueyrir
er krafa dagsins. Merki
kröfunnar er hvarvetna við hún.
Undir þessum fána eru allir að
berjast. Og það er i raun og veru
alveg sama, hversu mikla sigra
þeir vinna á þessum vettvangi.
Alltaf er búist til nýrrar bar-
áttu, stærri vinninga.
Og þetta er i sjálfu sér alveg
eðlilegt. Enginn hagvöxtur get-
ur uppfyllt „þarfir” þess kröfu-
freka, engin kaupgeta getur
fullnægt hugarstefnu þess
öfundsama, engar kjarabætur
hafa ráð við eyðsluseminni og
lifsþægindagræðginni. Heims-
hyggjunni finnst kjörin aldrei
mannsæmandi, hvað þá meira.
Með slikum sjónarmiðum á
kristin lifsskoðun enga samleið.
Hún leggur að visu áherzlu á
réttláta skiptingu heimsgæð-
anna, sem aöeins fæst með þvi
að kærleikurinn fái að skipta.
Og þá leiðir sú skipting lika til
þess, að ávextir þroskast i
mannlegu samfélagi. Og þeir
eru — eins og segir á einum stað
i orði Guðs:
Kærleiki, gleði, friður,
langlyndi, gæzka, góðvild,
trúmennska, hógværð, bindindi.
Með þvi að raða orðunum i 22.
versi 5. kap. Galatabréfsins á
þennan hátt er þetta orðið ágætt
nútimaljóð. Ekki ætti það að
spilla lesningu þeirra. En það er
með þennan ritningarstað eins
og raunar fleiri. Það er ekki nóg
að lesa hann, ekki einu sinni nóg
að ihuga efni hans. Það á að lifa
hann, letra hann á hjarta sitt og
láta hann verða sitt daglega lif
— fylla sál sina, gegnsýra huga
sinn, mótbreytni sina og fram-
komu, svo að við fáum hafist yf-
ir lágkúrulegan leik lifsþæg-
inda-kapphlaupsins og gengið
fram sigurglöð og fagnandi i
samfélagi kærleikans þar sem
„öflugt bræðraband — bindur
fólkið allt”.
1 siðari erindum þessa sálms
talar sr. Valdimar um kosta-
rýra byggð og þröng hús og
smá. Hann vissi sem var, að
ekki náðu gull-Hrepparnir hans
yfir Island allt og þá voru hús-
næðismálin ekki komin á hallar-
stig velferðarsamfélagsins.
En hér ber allt að sama
brunni. Þetta hafði i raun og
veru ekki svo mikið að segja. 1
hinni kostarýru sveit gat verið
sælt að búa ef ekki skorti dáð og
tryggð og guðsótta. Ög hin
þröngu hús gátu veriö unaös-
reitir þeim sem áttu hið sáttfúsa
hjarta.
Þannig var velferðarriki
Valdimars Briem. Það á vel við
að enda huglciðingu um það
með þessu fallega erindi eftir
Stein skáld Sigurðsson:
Þar sem Drottinn ber á borð
blessun streymir niður.
Þar sem hljómar himneskt orð
helgur rikir friður.
Fyrir allt sem mettar mann
miklum dýra gjafarann:
Lof og dýrð sé Drottni.
Stefánssteinn
Sr. Stefán Þorleifsson i Presthólum (1720 - 1797) var gáfumaður
mikill og vel skáldmæltur. Um hann eru margar sagnir.
Sr. Stefán var mikill reykingamaður og mátti ekki án tóbaks vera til
lengdar. Bar hann jafnan á sér eldfæri og kveikti i pipu sinni þegar
hann var á ferð.
A Leifhafnarskörðum milli Núpasveitar og Sléttu stendur á einum
stað einkennilegur steinn, sem nefndur er Stefánssteinn. A sr. Stefán að
hafa kveikt þar i pipu sinni og gefið steininum nafn meö þessari stöku:
Hér hefi ég slegið eldinn einn
oft þó varakaldur.
Þessi gamli Stefánssteinn
stendur heims og aldur.
Frœkorn
Vinaskilnaður
Og nú fel ég yður Guði og orði
náðar hans, sem máttugt er aö
uppbyggja yður og gefa arfleifð
með öllum þeim, sem helgaðir
eru. Ég hefi eigi girnst silfur eöa
gull eða klæði nokkurs manns.
Sjálfir vitið þér, að hendur þessar
unnu fyrir öllu er ég þurfti að hafa
og þeir er með mér voru. 1 öllu
sýndi ég yður, að með þvi að
vinna svo, verðum vér að taka að
oss hina óstyrku, og minnast orða
Drottins Jesú, aö hann sjálfur
sagði: Sælla er að gefa en þiggja.
Og er hann hafði þetta mælt,
féll hann á kné ásamt þeim öllum.
Og allir tóku sáran að gráta og
féllu um háls Páli og kysstu hann
og voru allra hryggnastir yfir orði
þvi sem hann hafði mælt, að þeir
mundu aldrei framar lita auglit
hans. Siðan fylgdu þeir honum til
skips.
POSTULASAGAN 20. kap.)
Vœnlegasta leiðin
Ég minnist þess að Þórarinn
Björnsson skólameistari, hið
mikla vit- og göfugmenni sagði
eitt sinn við okkur nemendur sina
i ræðu á Sal i Menntaskólanum,
að ein vænlegasta leiðin til
þekkingar og þroska væri sjálfs
ögunarleiðin sú að hafa taum-
hald á löngunum sinum og eðlis-
hvötum. Og i þvi skyni væri sú
ágætust æfing að neita sér dag-
lega um eitthvað, er við kæmi
hinum óæðri áhugamálum. Við
það yrði hugurinn frjáls en ekki
þræll nautna og heimshyggju. Ég
nefni þessi ummæli hins merka
skólamanns hér af þvi að þau eiga
sérstaklega við áfengið, af þvi að
það er eitt áhrifarikasta
svæingarlyf hugarorku og lætur
svo marga missa marks i
lifinu.
(Úrræðusr. Guðm. Þor-
steinssonar)
Sœlla að gefa en þiggja
Oll atvinna lands og sjávar
hefur heppnast báglega og
margir bræður vorir og systur
nær og fjær eiga, hvað efnahag
snertir.mjög erfiða stöðu og hafa
átt undanfarin ár.
Sakir þess óvenjulega hnekkis
höfum vér orðið aðþiggja gjafir
af útlendum þjóðum, sem ef rétt
er álitið, er ekki litið neyðarúr-
ræði og aðgæzluvert að slikt verði
ekki til skaða fyrir þann
sjáifstæða hugsunarhátt, sem
hverri þjóö liggur lifið á að inn-
ræta sér. Verður i þvi tilliti aldrei
of gert aö brýna fyrir sjálfum sér
og öðrum orð Drottins, er hann
sagði:
Sælla er aö gefa en þiggja.
(Úr prédikun sr. Páis i
Gaulverjabæ 1885.)
✓
BÆNARHVÖT
Á hljóöri stund oss helgur andi leiðir
á Herrans fund
Þá játum trú/ er götu vora greiðir
og gripum styrka mund.
Drottinn, sem oss bezta veginn velur
og vizku gefur þá
sem í sér lifið eilift, fegurst felur
— já finna hver það má,
sem biður heitt og vakir verði á.
S
BOLLI GUSTAVSSON.