Vísir - 05.08.1972, Side 20

Vísir - 05.08.1972, Side 20
vísm Visir Laugardagur 5. ágúst 1972 Lagast er frú Spasskt kemur? „Það er engin von fyrir Spasski, ja litil sem engin,” sagði júgóslavneski stórmeistarinn Gligoric okkur eftir að Fischer haföi unnið i. gær. „Þetta var rétt hjá Bent (Larsen), ” sagði Ingi R., þegar Guömundur Agústsson kom að- vifandi og spurði hvernig hefði farið. „Þegar staöan var athuguð betur, kom i ljós, að þetta var gjörtapað hjá Spasski”. Daninn Larsen var manna for- sjálastur i mati á biðstöðunni. Glicoric talaði fyrir munn áhorfenda flestra hverra, að þvi er virtist af skrafi manna eftir skákina. Nokkrir sögðu þó „þetta lagast, þegar konan hans Spass- kis kemur”. —HH. SVEINN ÞJÓÐLEIK- HÚSSTJÓRI Þá hefur verið úr þvi skorið, hver verður Þjóðleikhússtjóri næsla leikár. Það er Sveinn Ein- arsson, fráfarandi leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavikur, sem hefur hlotið embættið, en sem kunnugt er, er aðeins ráðið til eins árs að þessu sinni Sveinn tekur við embættinu 1. september eða um leið og hann lætur af embætti hjá Leikfélaginu. —ÞS Allir vegir í byggð í 3000 komnir að Laugar- vatni strax í gœrkvöldi - Önnur 3 þúsund með flugvélum til Vestmannaeyja „Það hefur verið mikil umferð hingað að Laugarvatni og streyma enn að bilar fullir að fólki,” sagði Jón Guðmundsson, yfirlögregluþjónn i simtali við Visi um kl, 21.30 i gærkvöldi. Ljóst var i gær, að mikill fjöldi fólks mundi leggja leið sina að Laugarvatni um Verzlunar- mannahelgina enda giskuðu menn á að nær 3000 væru þegar komnir þar i gærkvöldi þegar fréttist. siðast. Löggæzlan hafði_ þar mikinn viðbúnað. 20 lögreglumenn voru á staðnum.,,en þetta hefur allt gengið vandræðalaust,” sagði Jón yfrrlögregluþjónn. Veður var skinandi gott þar austur i sveitum, eins og i Reykjavik, og hafði verið mikil umferð á þjóðvegunum allan daginn. Hluti beirrar umferðar stefndi að bindindismótinu i Galta- lækjarskógi og var auðséð i gær- kvöldi að þangað mundu margir fara. „Það hefur veriö töluverð um- ferð hingað i Húsafell, en menn búast við mestri aðsókninni á morgun,” sagði Hörður Jóhannesson lögregluvarðstjóri frá Borgarnesi, þegar Visir náði sambandi við lögreglubifreið hans rétt undir kl. tiu i gærkvöldi. Umferðin hefði gengið stórslysa- laust, en Hörður treysti sér ekki til að kasta tölu á fjöldann sem kominn var á staðinn. Sextán flugferðir voru farnar til Vestmannaeyja i gær, enda bezta flugveður, svo að ekki spillir það bioðhátið Vestmannaeyinga. Einnig voru allar flugvélar sem flugu til Akureyrar i gær fullar af farþegum og fullar vélar flugu til Egilsstaða og tsafjarðar, svo að heita má að allir hafi verið á ferð og flugi siðdegis i gær, sem á annað borð geta hreyft sig ur stað. GP Kótir krakkar í heyskap í Reykjavík Þessi káti krakkaskari þurfti svo sannarlega ekki aö fara út á land til þess að komast í hey- skap. Það er nefnilega víðar heyjað heldur en á landsbyggðinni. Þarna una börnin sér í ilmandi töðunni á miðju Reykja- víkursvæðinu, iðandi af f jöri og ærslum og sögðu öll einum munni að ekk- ert væri eins skemmti- legt eins og að leika sér í heyi. Feikinóg að gera hjó mólurum fram ó haust Fullt ó Edduhótelum um verzlunarmannahelgina Allir vegir i byggð skarta nú sinu fegursta, segir Vegagerðin, og eru skotfærir fyrir alla bila. Hins vegar eru Kjalvegur og Sprengisandur ekki fyrir litla bila, nema i fylgd með stærri bflum. Sprengisandur er vel fær niður i Báröardal, en þar er ill- fært yfir Mjóadalsá. Sömuleiðis eru ár á Kili vatnsmiklar og~ ill- færar fyrir litla bila. Fjallabaks- leið nyrðri er sæmilega fær. Mik- ill bilastraumur er nú um Kjalveg og hefur verið norður Sprengi- sand, þótt ekki sé veðurspáin hagstæð fyrir Norð-austurlandiö. En þeir sem ætla að halda sig ná- lægt byggðinni sólarmegin á landinu geta treyst þvi að veg- irnir séu i góðu standi, segja þeir hjá Vegagerðinni. —ÞS Nú koma Reykvíkingar brúnir til baka Þaö er allt útlit fyrir að Suð- vestur horn landsins verði veður- sælasti staöurinn á landinu um helgina, þó að sólin eigi að halda sér um allt suður og Vesturlandiö. I gær var farið að rigna á blettum á Norðausturlandinu og einstaka stað á Norðurlandi og suður með Austfjörðum. Skafheiðrikt var syðra, norðangola og hlýtt. En við minnum svefnpokafólk á að búa sig vel, norðanáttin lætur svolitið á sér kræla þegar fer að kvölda og sólar nýtur ekki lengur við. En þeir sem fara i Borgarfjörðinn eða ausur fyrir fjall geta reiknað meö að koma með nokkrar frekn- ur til baka, ef ekki sólbrenndir bak og fyrir. -þs Þeir liufa allir feikinóg að gera fram á haust. Það er meö þá eins og bændur, að þeir þurfa þurrkinn til að geta unnið. Þessi svör fengiini við hjá Málarameistara- félagi Reykjavikur i gær um aukna vinnu málara vegna sói- skinsins. Sólardagana tóku málararnir aldeilis til höndunum og mátti sjá þá viðsvegar um bæinn við iðju sina. Margt skellótt húsið breytti um svip og ekki var annað að sjá en, að málarar yndu ánægðir við sitt i sólinni. Hin mörgu hús i borginni, sem eru nýlega máluð bera þess merki, að fólk láti málara meira en áður mála hjá sér. Og þegar spurt var um þetta atriði fékkst þaö svar að það gilti bæði um úti- málningu sem innanhússmáln- ingu. Þaö er að aukast aftur, að fólk láti mála hjá sér. Það eru t.d. allar nýbyggingarnar, sem stóru byggingarfélögin skila af sér. Það er skilyrði hjá Húsnæðismála- stjórn, að þeir skili fullfrágengnu. Svo nennir fólk ekki lengur að standa i þvi að mála, finnst það leiðinlegt og erfitt. — Þaðer löngu orðið fullt, t.d. á Suöurlandi og allir, sem ég hef talað við segja það sama, segir Berta Konráösdóttir uin svefn- piáss i Kdduhótelunum nú yfir verzlunar ma nnahclgina. Hún sagðist ekki vera viss um hvort hið saina gilti um Edduhóteiin á Keykjum og á Varmalandi, en taldi það liklegt vegna mótsins á Ilúsafelli. Nú er liðin sú tið, að fólk gat brugðið sér úr bænum og átt visa gistingu úti á landi, ef þvi brá svo viö að horfa. Ferðamanna- straumurinn til landsins eykst ár ,frá ári með þeim afleiðingum, að heimamenn verða að hafa fyrir- vara á og panta hótelpláss. — Eftirspurnin eykst alltaf ár frá ári en rúmum fjölgar ekki að sama skapi. t sumar hefur nýt- ingin verið mest á Suðurlandi. Veðrið hefur ekki verið eins leiðinlegt og það hefur veriö i Reykjavik t.d. var ágætis veður á Kirkjubæjarklaustri þótt ekki væri sólskin, þegar rigndi sem mest i Reykjavik. En um leið og veðrið batnar fara tslendingarnir af stað, enda eru þeir ekki eins bundnir og útlendingarnir af þeim tima, sem þeir hafa til um- ráða. En ég held, að íslendingar séu farnir að læra meir af reynsl- unni en áður var og eru farnir aö panta með góðum fyrirvara, þótt hann dugi kannske ekki alltaf til, sem dæmi má nefna Laugarvatn. —SB— SB— Bárður Jóhannesson mótar andlitsmyndir af Spasski og Fischer i nýja peninginn. I/ Nýi skákpeningurinn: „Skil ekki sjónarmið þeirra - segir Bárður Jóhannesson um gagnrýni myntsafnara á fyrri peninginn það'snúa þeir bræði sinni persónulegar ofsóknir hendur mér.” „Þessi vinr min hefur verið unnin v óframkvæmanlegar aðstæði og timinn sem ég hef haft i nánast enginn”. Og nú siti Bárður nótt og dag við nýj peninginn sinn, sem verði portret af Spsski og Fische Ekki er ennþá ákveðið af hálf Skáksambandsins hvenæ peningurinn kemur út né i hv stóru upplagi, en áætlað er a hann verði i gulli, silfri og ei eins og fyrri peningurinn. Hann Bárður Jóhannesson er nú i óðaönn að vinna nýja minnispeninginn fyrir Skák- sambandiö vegna einvigisins. Fyrri peningurinn var einnig framleiddur af Bárði og hefur reyndar hlotið slæma gagn- rýni hjá myntsafnarafélaginu. i gær sögðum við frá þvi hér i Visi hvað þeir hafa að segja um pcninginn. „Ég skil ekki sjónarmið þeirra,” segir Bárður. „Þeir voru manna áfjáðastir i aö kaupa peninginn og vildu reyndar kaupa allt upplagið. Þegar þeir gátu ekki fengið

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.