Vísir - 29.08.1972, Side 2
2
Visir Þriðjudagur 29. ágúst 1972
visiiism:
í siðustu skákum ein-
vigisins hefur Spasski
haft frumkvæði en ekki
tekizt að sigra. Teljið
þér Fischer vera ósigr-
andi?
Friðrik ólafsson, stórmeistari:
Nei. Það held ég að enginn maður
geti orðið. Að visu hefur Spasski
haft frumkvæðið i nokkrum sið-
ustu skákum en það er ekki gott
að benda á afgerandi vinnings-
leiðir fyrir hann. Með mjög
nákvæmri taflmennsku má segja
að hann hefði getað notfært sér
örlitla stöðuyfirburði eins og i siö-
ustu skák (19.) t.d. með þvi að
drepa ekki á d5 með riddaranum
eins og hann gerði. Staða hans
var þá þegar orðin mjög ákjósan-
leg. Annars er álagið farið að
segja til sin, svo það er erfitt að
segja til um hvoru megin vinn-
ingarnir ættu að lenda, i siðustu
skákunum. En þetta eru vafa-
laust tveir sterkustu skákmenn
heimsins núna. Þó Kússarnir telji
ýmsa landa sina fremri Spasski
t.d. Kortsnoj, Petrosjan og jafn-
vel Karpov.
Jónas Þorvaldsson, bókbindari:
Ég fer að halda það. Ef ég væri i
sporum Spasskis þá væri ég
löngu búinn að gefast upp á að
vinna þennan dreng. Hann virðist
alltaf sleppa með skrekkinn. Auð-
vitað nálgast hann titilinn með
þvi að tefla upp á jafntefli eins og
að undanförnu en Spasski hefur
haft frumkvæðið i siðustu skákum
og teflir núna miklu betur en hann
gerði fyrst i einviginu. En það er
ekki gott að benda á hvar honum
urðu á mistök, ef einhver voru —
Fischer teflir lika vörnina frá-
bærlegavel. Þaðer enginn vafi að
þetta er- tveir sterkustu skák-
menn heims(ég tel vist að Spasski
verði næsti áskorandi ef Fischer
vinnur sem hann hlýtur að gera.
Jón Þorsteinsson, lögfræðingur:
Það er erfitt að segja. Aö visu
hefur Spasski haft heldur meiri
möguleika i siðustu skákum en
Fischer hefur lika brennt af vinn-
ing eins og t.d. i 18. skákinni. Ég
hef enga trú á þvi að einn maður
geti haft langvarandi foryztu i
skákheiminum, svo það er spurn-
ingin hvað lengi heldur Fischer
þessum styrkleika sinum. Hann
er fyrst og fremst frhbær varnar
og endataflsmaður en þegar út i
opnar sóknarstöður er komið, þá
teflir hann ekki eins vel.
ReykjahSíðakirkja í Mývatnssveit rifin:
„Ég þvœ hendur mínar"
segir þjóðminjavörður
Gamla Reykjahlíðarkirkjan i
Mývatnssveit hefur verið rifin.
Þessi steinkirkja frá siðustu öld,
sem stóð á gömlu kirkjustæði var
löngum viðkomustaður ferða-
manna. Þótti hún merk fyrir þær
sakir, aðsagnir hcrma að i jarð-
eldum hafi hraunið klofnað, þeg-
ar það var komið að kirkjunni,
sem þá stóð, og runnið sitt hvoru
megin við hana.
Arið 1962 var ný kirkja vigð á
staðnum og hin gamla lögð niður.
Visir hafði samband við þjóð-
minjavörð Þór Magnússon, sem
sagði.
— Þegar búið er að byggja nýja
kirkju þá er náttúrlega um leið
búið að fórna hinni gömlu. Getum
við nefnt mörg dæmi þessa t.d.
kirkjubyggingarnar á Reykhól-
um og i Heydölum, auk Reykja-
hliðarkirkju. Menn eru nefnilega
dálitið fljótir á sér að dæma þess-
ar eldri kirkjur ónýtar, sem eru
á tiðum illa leiknar vegna algjörr
ar vanhirðu. Þá er fenginn smið-
ur, sem segir i einu orði ,,þetta er
ónýtt.”
Það er ráöizt i nýja kirkjubygg-
ingu þótt það kosti ekki nema litið
að gera þá gömlu upp og lögð á
söfnuðinn stórkostleg skulda-
byrði, sem söfnuðurinn stynur
undan i mörg ár. Sem betur fer
hefur okkur hér i Þjóðminjasafn-
inu tekizt að afstýra þvi i nokkr-
um tilfellum að slikt niðurrif ætti
sér stað. Og ég vil leggja áherzlu
á það, að hefði Þjóðminjasafnið
vitað að til stóð að byggja nýja
kirkju, þegar það var gert á sin-
um tima hefðum við vafalaust
reynt að afstýra þvi, en um hina
nýju Reykjahliðarkirkju vissi
enginn fyrr en hún var risin.
Siðar sjá menn eftir þessu og
koma og vilja, að Þjóðminjasafn-
ið taki að sér varðveizlu.
Kirkjan i Reykjahlið var stein-
kr.ikja frá um 1880 og skemmti-
lega byggð en veggir mjög
sprungnir ofan frá og niður úr og
virtist sem grunnurinn hafi sigið.
Við hana hefði eflaust mátt gera.
Hinsvegar er nokkuð seint að
hugsa um varðveizlu þegar ný
kirkja, sem staðsett er þannig, að
hún skyggir á hina gömlu er risin.
A Reykhólum og i Heydölum
hefur hið sama gerzt, að ný kirkja
var byggð á stað hinnar gömlu og
er nú verið að tala um möguleika
á að flytja gömlu kirkjuna i Hey-
dölum á annan stað. Svo hefur
okkur lika tekizt að bjarga ýms-
um gömlum kirkjum. Tvö nýleg
dæmi um það eru Auðkúlukirkja i
Húnavatnssýslu og Kirkjuvogs-
kirkja i Kirkjuvogi i Höfnum.
Það er mikil eftirsjá að Reykja-
hliðarkirkju en eftiratvikum ekki
annað hægt að gera en það sem
var gert. Annars er það ekki mitt
mál og þvæ ég hendur minar af
þvi.
—SB—
Um hraunrennslið og Reykja-
hlíöarkirkju hefur verið ritað og
segir Ebeneser Henderson m.a.
svo i Fcrðabók sinni: „Þegar
hraunflóðið nálgaðist útnorður-
horn torfgarðs þess, er lykur um
kirkjugarðinn, hefir það stöðvast
um það bil tvö fet frá garðinum,
þar sem það hefur klofnað i tvær
kvislar, likast þvi sem það vildi
þyrma hinum helga reit. Siðan
hafa kvislarnar tvær haldið
áfram um það bil tuttugu skref og
þá sameinast á ný, svo að kirkjan
stóð ósködduð umlykt logunum.
Sumsstaöar er hraunbakkinn al-
veg uppi við vegginn helmingi
hærri en kirkjan”.
Þorvaldur Thoroddsen kom að
Reykjahlið og segir, að hraunið
hafi farið hægt og hafi ekki getað
náð til kirkjunnar af þvi að hún
hafi staðið á ávölum bakka.
4
Aðeins grunnurinn af gömlu kirkjunni stendur nú eftir.
I* eröamenn hafa ekki lengur erindi sem erfiði, ef þeir ætla sér aö sjá gömlu kirkjuna i Reykjahlið, sem
nú hefur verið rifin. Hún var reist af Pétri Jónssyni árið 1876 og stóð á milli hraunkvislanna, sem runnu
kringum kirkjuna i Mývatnseldum á 18. öld. A myndinni sést nýja kirkjan og sú gamla.
LESENDUR
Jk HAFA
Cm ORÐIÐ
Furðuleg hugmynd
r
að Island skatt-
leggi Fischer
og Spasskí
Komið hafa fram i blaðaskrif-
um hugmyndir um það, að skatt-
leggja hér á islandi tekjur heims-
meistara og ákoranda, sem þeir
fá greiddar fyrir „einvigi aldar-
innar” i skák hér á hhii.
Ég tel þessa hugmynd svo nei-
kvæða frá hálfu islands, að ég get
ckki annaö en birt um hana nokk-
ur orð:
Það skal i upphafi þessa máls
tekið fram, að ég þekki litið til
skattmála, nema ef nefna mætti
tvö atriði:
1 fyrsta lagi, að ég hefi greitt öll
opinber gjöld sem á mig hafa ver-
ið lögð siðan ég náði tilskildum
aldri.
I öðru lagi það að skattalög á
tslandi virðast mér ætið hafa ver-
ið i endurskoðun, svo langt er
munað verður og eru það enn. Er
þvi varla un neina „absalút for-
múlu” að ræða i þeim efnum.
önnur atriði er snerta þetta
mál þekki ég nokkuð.
I fyrsta lagi mátt og gildi aug-
lýsinga á aðstöðu og atvinnulifi
þjóða.
1 öðru lagi gildi þekkingar hins
almenna borgara, þjóða um aðr-
ar þjóðir, þvi almenningsálit er
ætið mjög sterkt.
Þeir sem mikið hafa ferðast er-
lendis hafa orðið mjög mikið var-
ir við það, að þegar sleppt er þeim
aöilum erlendis sem stunda bein
verzlunarviðskipti við tsland,
sendifulltrúum annarra þjóða er
hér dveljast, svo og fámennri tölu
erlendra fræðimanna, vita
almennir borgarar erlendra
þjóða harla litið um hagi islenzku
þjóðarinnar, menningu hennar,
lifsbaráttu o.s.frv.
Um þetta gæti ég nefnt ótal
dæmi frá ierðum minum erlendis,
en það verður ekki gert hér.
Með einvigi aldarinnar i skák
hafa heimsmeistari og áskorandi
auglýst tsland og islenzkar að-
stæður meira en við tslendingar
mundum hafa ráð á eða mögu-
leika að gera i náinni framtið.
Vegna skákeinvigisins hafa
dvalið hér hundruð fréttamanna
erlendra fjölmiðla, tsland orðið
og verður vikum og mánuðum
saman á forsiðum heimsblaða i
sjónvarpi þeirra og hljóðvarpi.
Það er meðal annars alls ekki
ólikt að svona gifurlegar aug-
lýsingar geti haft mikil áhrif á
mál málanna, sem tsland stendur
frammi fyrir nú — útfærslu land-
helginnar, svo og markaðsmál,
aukningu erlendra ferðamanna
ofl.
Komið hefir fram i blaðagrein
eða greinum, að likleg upphæð
sköttunar tslands á þá Boris
Spasský og Robert Fischer gæti
numið sex milljónum ísl. króna.
Fyrir þessa upphæð væri t.d.
unnt að koma fáeinum mátt-
litlum augl. i erlenda fjölmiðla.
Þetta er nánast verð á einu sæmi-
legu einbýlishúsi eða nokkurra
smálesta fiskibát.
Hins vegar hefi ég einhvers
staðar séð skrifað, að við Islend-
ingar höfum gert samninga um
kaup á fiskiskipum er kosta muni
sex milljarða islenzkra króna.
Byggt á framanrituðu er það
einlæg ósk min að við tslendingar
föllum ekki i þá litilmennsku og
vanþakklæti gagnvart heims-
meistara og áskoranda hans i
skák, að skattleggja væntanlegar
tekjur þeirra hér — látum vald-
hafa fósturlanda þessara ágætu
snillinga um það atriði.
Reykjavik 21. ágúst 1972.
B.A. Bergsteinsson.
Óánœgja
austanfjalls með
fréttaflutning
útvarps og
sjónvarps af
einvíginu
Pétur Pétursson frá Selfossi sim-
ar:
Hvernig er það, er ekki nokkur
leið að fá almennilega fréttaþjón-
ustu útvarps og sjónvarps frá ein-
viginu? Þær eru nefnilega mjög
lélegar fréttirnar úr Laugardals-
höllinni sem þessir fjölmiðlar sjá
um. Það er mjög bagalegt fyrir
okkurfólkiðúti á landi að fá ófull-
nægjandi upplýsingar frá skák-
unum. Núna i gær t.d. i biöskák-
inni, sem var búin rétt fyrir 3yþá
kom frétt i útvarpinu þess efnis
að það hefði orðið jafntefli. Nú,
nú. Gott og vel. En siðan ekki sög-
una meir. Engir leikir eða neitt,
bara sögð úrslit skákarinnar.
Munaði nokkuð um að lesa þessa
3 eða 4 leiki sem leiknir voru?
Eða átti maður bara að geta sér
til hvað kapparnir hefðu leikið?
Svona fréttaflutningur er fyrir
neðan allar hellur. Við heimtum
það dreifbýlismenn að meira tillit
verði tekið til okkar og auðvitað
allra hlustenda útvarps. Vonumst
við til, að úr þessu verði bætt, þó
langt sé nú liðið á einvigið.