Vísir - 29.08.1972, Qupperneq 3
Visir Þriðjudagur 29. ágúst 1972
3
„Líkar bezt að leika
konur með „bakgrunn
,,Ég hiýt aö koma með vonda
veðrið, að minnsta kosti rigndi
hressilega eftir að ég kom. Ég get
aðeins verið hér i þrjá daga og er
með hlutverkiö mitt með mér til
þess að læra það. Ég á að mæta á
æfingu i Zúrich á miðvikudags-
kvöld, og það er eins gott að það
verði hægt að fljúga,” sagði
þýzka leikkonan Christine
Wodetzky, en hún kom hingað til
landsins á sunnudagskvöld til
þess að hitta mann sinn, Peter
H'ássenstein, sem er kvik-
myndatökumaður I Brekkukots-
myndinni.
Christineerein þekktasta sviðs
og sjónvarpsleikkona Þjóðverja
og hefur á undanförnum árum
leikið i ýmsum helztu leikhúsum
m.a. i Hamborg, Stuttgart,
Dilsseldorf, Köln og nú i Zilrich i
Sviss, auk þess sem hún hefur
leikið i fjölmörgum sjónvarps-
myndum og kvikmyndum. Við
hittum Christine stutta stund, þar
sem hún og maður hennar búa
hér i Reykjavik. Með henni var
Jón Laxdal, en hann er einmitt
fastráðinn leikari við leikhúsið i
Zúrich, þar sem Christine æfir nú.
,,Þvi miður lendum við vist
ekki saman i sýningu að þessu
sinni’’ sagði Jón og þótti
auðsjáanlega miður. ,,Ég er
núna að æfa Charlotte Corday i
Marat Sade og fer siðan að æfa
Pollý i Túskildingsóperunni.”
sagði Christine okkur.
„Hvort likar þér betur að leika i
kvikmynd (sjónvarpi) eða á
sviði?”
W
„EG SE FYRIR MER
ENDURREISN . . .
— segir Gunnar Eyjólfsson leikari um leikhússtjóraskiptin.
Nýr þjóðleikhússtjóri tekur
við starfi sínu nú, þegar nýtt
leikár hefst 1. september.
Sömuleiðis byrjar nýr leikhús-
stjóri starf sitt hjá Iðnó I haust.
Visir fór á stúfana um daginn
að reyna að fá það upp úr leik-
urum, hvað þeim fyndist um
húsbændaskiptin. Hvort þeir i
báðum leikhúsunum, Iðnó og
Þjóðieikhúsinu, kviðu ný-
breytni, sem þeir sæju fyrir, eða
væru kannski i sjöunda himni
yfir breytingunni.
En, nei! Leikarar eru afskap-
lega varkárt fólk. Og áreiðan-
lega ekki mikið gefnir fyrir að
bera hugsanir sinar á torg —
a.m.k. ekki þegar um er að
ræða stjórn leikhúss, sem i
þeirra augum er afskaplega
viðkvæmt mál.
Jú — flestir voru á þvi, að nú
væri von til að samstarf tækist
með húsunum. Að samgangur
yrði meiri en verið hefur og
jafnvel samræmi i verkefna-
vali.
Við gátum samt (með þó
nokkrum fortöíum), fengið
hann Gunnar Eyjólfsson til að
spjalla ögn um útlitið i leikhús-
málum:
„Ég sé fyrir mér endurreisn”,
sagði Gunnar. „Leikarar ættu
nú að gera sér ljóst hvaða tæki-
færi þeir hafa til að endurskoða
og endurnýja afstöðu sina til
starfs sins. Til listarinnar. Leik-
arar, ég á við þá eldri og ráð-
settari, verða að notfæra sér
þetta tækifæri, sem nú gefst.
Ég get ekki gefið nákvæma
forskrift fyrir þeirri endur-
reisn. Ég hins vegar ber mikið
traust til Sveins Einarssonar,
hins nýja þjóðleikhússtjóra, og
er sérlega ánægður með að fá
hann til þessa starfa”.
Gunnar Eyjólfsson liggur
þessa dagana á Borgarsjúkra-
húsinu, „það tók sig upp gamalt
mein i baki. Ég slasaðist fyrir 14
árum i Bandarikjunum. Hefði
átt að láta laga þetta fyrir
löngu, en þóttist aldrei hafa
tima til þess. Svo var allt i einu
ekki um annað að ræða — ogþá
sýndi það sig, að éghafði nógan
tima.
Og þá komst ég lika að þvi, að
enginn er ómissandi. Ég stóð i
heyskap austur i sveit, þegar
ég fékk vont kast. Og þegar ég
var lagztur hér inn, kom i ljós
að aðrir menn gátu alveg eins
bjargað heyinu handa hest-
unum og ég hefði gert.”
Gunnar fékk frábæra dóma
gagnrýnenda i fyrravetur fyrir
leik sinn i hlutverki Jagó i
óþelló eftir Shakespeare — og
við spurðum hvort Jagó myndi
aftur sjást á sviðinu i haust?
„Nei — ég má ekki reyna neitt
á mig. Verðað slappa algerlega
af til áramóta. 1 mesta lagi að
ég megi lyfta hnifapörum. Hann
vinur minn, Guðni i Sunnu leit
til min um daginn og rétti mér
farseðil til Mæjorka. Þar fæ ég
ibúð til afnota i mánuð og ætla
svo sannarlega að nota timann
og slappa vel af”. — GG.
,,,Þegar ég er i leikhúsinu,
langar mig til þess að leika i kvik-
mynd og öfugt. Mér finnst hvort-
tveggja nauðsynlegt, en leikhúsið
sjálft er nú samt háskóli fyrir
leikarann og þar lærir maður
mest. t leikhúsinu verður að leika
allt út, alveg aftur á aftasta
bekk, en þegar maður leikur fyrir
kvikmyndavélina, er maður al-
gerlega einn. Maður verður að
temja sér að hvorki heyra né sjá
allan tækniútbúnaðinn i kringum
mann”.
Og hér koma þeir Peter
Hassenstein og Rolf Hadrich, þeir
eru i matarhléi frá upptökunum.
Rolf og Jón Laxdal setjast beint
að taflinu, sem biður þeirra á
borðinu. Þeir eru geysilegir tafl-
áhugamenn og hafa skroppið
nokkrum sinnum inn i Laugar-
dalshöll að fylgjast með skák-
inni.
„Já, Fischer vinnur þetta, það
vissi ég reyndar alltaf” segir Rolf
og athugar stöðuna.
Peter og norski framleiðandinn
Sölve Kern hafa annað áhugam&l
hér á Islandi, en þeir eru báðir
farnir að læra að fljúga.
„Peter skiptir umáhugamálum
leið og hann skiptir um land”
segir Christine. „En þetta getur
komið sér vel ef hann skyldi
þurfa að fljúga með mig út svo að
ég verði ekki of sein á æfinguna”.
„Hvað þykir þér mest gaman
að leika?”
„Ég held mest upp á innhverfar
og brotnar konur eða „konur með
bakgrunn” eins og ég kalla þær.
Mér leiðast einhæfar persónur,
það eru ekki manneskjur. Við
erum jú öll brotin og flókin og slik
hlutverk held ég mest upp á”.
Jón Laxdal fræðir okkur nú á
þvi, að þau þrjú, Peter, Christine
og Rolf hafi öll fengið sjónvarps
og kvikmyndaverðlaun Þýzka-
— ein þekktasta
sjónvarps- og
sviðsleikkona
Þjóðverja —
Christine Wodetzky
í stuttri heimsókn.
Hún, maður hennar
Peter Hassenstein
kvikmyndatökumaður
í Brekkukotsmyndinni
og leikstjórinn,
Rolf Hddrich, hlutu
öll þýzku
sjónvarps og
kvikmyndaverðlaunin
arið 1968.
„Sakna leikhússins, þegar ég
vinn aö kvikmynd” Ei.tt siðasta
vcrkcfni Christine i vor var að
leika visindakonuna Madamc
Cuirs i sjónvarpsmynd, sem sýnd
veröur i Þýzkalandi I haust.
lands árið 1968, „gull-mynda-
vélina”. — Christine fyrir leik
sinn i kvikmyndinni Dybuk, þar
sem hún lék gyðingastúlku, Peter
fyrir 4—5 verkefni og Rolf fyrir
sjónvarpsmyndina „Morð i
Frankfurt”. Það er þvi skemmti-
leg tilviljun að þau skuli öll vera
hér samankomin. En nú megum
við ekki tefja lengur og kveðjum
þau öll og vonum að Christine
mæti timanlega á æfinguna á
miðvikudag i Sviss. — ÞS
Þessa mynd hafa þeir Brekkukotsmenn látið gera af Jóni Laxdal, en
hún er notuð i kvikmyndinni. Þarna er búiö að „yngja” Jón upp eftir
beztu getu, enda á hann að vera rúmlega tvítugur á henni, nýbúinn aö
syngjá I Kairó fyrir Mohammed Ben AIi.