Vísir


Vísir - 16.12.1972, Qupperneq 3

Vísir - 16.12.1972, Qupperneq 3
Visir. Uaugardagur 1 (>. desembcr 1!)72 3 „NÆSTA VERÐLAUNAHAFA ÆTLA ÉG AÐ SENDA UM- HVERFIS JÖRÐINA" -............. — Kennslukona á Sauðárkróki vann Fiatinn í Winston-keppninni ,,Ég var fyrir iöngu búin að gleyma þátttöku minni i Winston- keppninni, þegar Rolf Johansen hringdi i mig fyrir nokkrum minútum og tilkynnti mér, að ég hefði unnið Fiatinn,” sagði Disa Dóra Hallgrimsdóttir, Sauðár- króki, þegar Visir náði tali af henni i gærkveldi. ,,Að sjálfsögðu er ég kát yfir vinningnum og ætla að sækja bil- inn suður á mánudaginn,” sagði Disa Dóra — en bætti við, að hún væri ekki alveg billaus fyrir. „Við hjónin eigum Chevrolet Impala frá i fyrra og hann hef ég að mestu útaf fyrir mig, þvi hús- bóndinn ekur flutningabil fyrir Kaupfélagið á daginn.” — Eiginmaðurinn, Gunnar B. Fló- ventsson, er staddur i Ameriku þ'essa stundina og má næstum bóka það, að hvað svo sem hann kanna að færa konu sinni frá út- landinu, verður það frúin, sem kemur honum meira á óvart við heimkomuna. Þau hjónin eiga tvö börn, sjö og niu ára. „Eg sendi einnig inn miða á þeirra nafni, en lét mig aldrei dreyma um að eitthvert okkar mundi vinna. Mér fannst bara gaman að svara spurning- unum. Maður spilar i svo mörg- um happdrættum án þess að vinna nokkrum tima, að maður er hættur að leiða hugann að vinn- insmöguleikum.” Disa Dóra, sem er kennari við bæði Iðnskólann og gagnfræða- skólann á Sauðárkróki, fékk mið- ana sina hjá Kjörbarnum á Sauð- árkróki. Þar af leiðandi fellur Mallorka-ferð fyrir tvo i skaut Kjörbarsins. Við spurðum Disu Dóru hvert álit hennar væri á banninu við sigarettuauglýsingum . Hún kvaðst ekki hafa velt áhrifamætti þeirra fyrir sér, en sagðist vera fegin að vera hætt að sjá þær i blöðum. „Þær komu svo viða irpi á ósmekklegan hátt,” sagði hun. Sjálf reykja þau bæði, hún og nús- bóndinn. „Það hefur þó ekki verið Winston,” svaraði hún aðspurð. „Fast að sjö þúsund/ úrlausir bárust i keppnina, eða sem næst tiu prósent útsen'Öra miða,’’ upplýsti Rolf i viStali við Visi. Fimm þúsund laúsnir kvað hann hafa verið rétjÆir. „Næstersyófyrirhugað að hafa keppni uipr' hnattferðalag með Pan Am,Ön það yrði um mánað- arlöng ferð, og sú fyrsta, sem veitt ej*' i verðlaun hérlendis, að þvi eöég bezt veit,” sagði Rolf. Auklverðlaun sagði hann verða veitt þá, eins og nú. , Og viðtalinu lauk ekki fyrr en hann hafði farið orðum um aug- lýsingabannið. „Ég viðurkenni, að tóbak er skaðlegt, en mér finnst samt sorglegt, að Islendingar skuli fleygja frá sér þeim 50 milljónum króna, sem þeir gætu fengið í gjaldeyri, ef blöð og iþróttafélög mættu aug- lýsa tóbak. Sérhver tslendingur hefur tóbaksauglýsingar hvort eð er fyrir augunum i erlendum timaritum, sem ekki eru lesin hér i minna upplagi en innlend blöð og timarit.” — ÞJM Fulltrúar borgarfógeta, þeir Jón Þóroddson og Ingólfur Sigurz lesa nöfn vinningshafa á skrifstofu Rolf Johansen i gær. Með þvi fyigjast skrifstofustúlkan, sem dró og Gunnlaugur Jónsson fulltrúi úr söludeild umboðsins. „STERKASTA SKÁKMÓT ÁRSINS" „Kjúklingamótið” i San An- tonio með görpum eins og Keres, Petroshan, Karpov, Gligoric og Portisch, svo fáir séu nefndir verður að teljast eitt allra sterk- asta skákmót ársins. Þó fannst heimsmeistaranum Fischer held- ur litið til þess koma og hafnaði boði um þátttöku á þeirri for- sendu að mótið væri of veikt. Ekki jók verðlaunaféð (kr. 260.000.00) áhuga meistarans, sem taldi það smápeninga. Spasský hafði þegið boð um að teflá á mótinu, en af einhverjum áiítæðum hætti hann við þátttöku. Hann hefur litið teflt siðan hann missti heimsmeistaratitilinn, allt og sumt er klukkufjöltefli gegn sovézkum unglingum. Framan af mótinu beindist at- hyglin mest að Petroshan sem tefldi óvenju djarfan sóknarstil. Skák hans við Gligoric var tefld af festu og dirfsku, en jafnframt dæmigerð fyrir næmt stöðumat Armeniumannsins. Hvitt : Petroshan Svart : Gligoric Kóngsindversk vörn. 1. C4 g6 2. e4 Bg7 3. d4 d6 ‘ 4. Rc3 Rf6 5. f3 0-0 6. Be3 c6 7. Dd2 a6 (Gligoric velur mjög tvieggjað framhald gegn Saemisch-árás- inni. Að mati byrjanasér- fræðingsins Boleslavsky, má svartur ekki hróka svona fljótt. Hvitur eigi þá of auðvelt með að súiflwy beina skeytum sinum að svarta kóngnum.) 8. Bd3 b5 9. Hcl Rb-d7 10. Rg-e2 e5 11. d5 b4 (Svartur ákveður að loka mið- borðinu og drottningarvængnum, en það þýðir að úrslitin ráðast á kóngsvæng. Til greina kom 11. . . cxd5 12. cxd5 Rc5.) 12. Rdl c5 13. g4 h5 14. RÍ2! hxg4 (Svartur á óhægt um vik. T.d, 14. . De8 15. h4 og Rg3 ásamt gxh5 er sterk hótun.) 15. fxg4 Rh7 16. h4 f5 17. gxf5 gxf5 18. exf5 e4 (Svartur reynir að losa um sig með fórnum, en Petroshan slepp- ir ekki takinu.) 19. Bxe4 Re5 20. Rg3 Rf6 21. 0-0! (Eftir að hafa unnið tvö peð fer hvitur sér að engu óðslega og vill vinna á liðsyfirburðum. Nú dugar ekki 21. . . Rxe4 22. Rfxe4 Dxh4 23. Bg5 með vinningsstöðu.) 21... Ha7 22. Bg5 Db6 23. b3 Haf7 24. De2 Dc7 25. Bbl Rh7 26. Kg2 (Stöður sem þessa teflir Petroshan af fullkomnun. Hann bætir hag sinn sifellt, þar til hann leggur til lokasóknar.) 26. . . Rd7 27. Rg4 Rdf6 28. Hc-el Rxg4 29. Dxg4 Kh8 30. He6! (Ekki er útlitið glæsilegt hjá Gli- goric og það gildir raunár engu hvort hann tekur skiftamuninn eða ekki.) 30... Bxe6 31. dxe6 Rf6 32. Df3 33. Rh5 34. Rf4 35. Rd5 He7 Kg8 Hb8 Gefið Jóhann örn Sigurjónsson. Leit að kúnum hœtt Flestir inuiia sennilega cftir kúnum, sem hurfu af túnum fyrir norðan nú i haust. Var leitað mikið aðþeim, en ekkert hefur til þeirra spurzt siðan og mun alveg verið hætt að reyna að hafa upp á þeim. Ekki er vitað hvar kýrnar lentu, hvort það var í fjósi, einhvers annars en eiganda, ofan i skurði,eða einfaldlega í frystikistu einhverrar húsmóðurinnar sem misst hefur af sláturtiðinni eða ekki liaft efni á að kaupa kjöt i kistuna. — ÞM — PIERPONT-ÚRIN MAGNÚS E. BALVINSSON, úrsmiður LAUGAVEGI 12 - SIMI 22804 handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni ogfallegt útlit. Kven- og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.