Vísir - 16.12.1972, Page 10

Vísir - 16.12.1972, Page 10
Visir. Laugardagur 16. desember 1972 Hjarta úr brjóstsykri: Það gæti þó ★ veriö hætta á því að einn og einn * £************************************************************************+**+******************************************:£ Búið sjólf til kransinn ó útidyrnar IMN M Umsjón: i Edda Andrésdóttir ************************* ★ Gjafavörur Dönsku borðóróarnir Campagne Bubbles — Ilaindrop Iljartaglösin Kertastjakar Sænski Ekenos kristallinn Vasar-Bakkar- Kertastjakar Kerti Norðurljós Ilreinskerti Japönsk kerti Pólsk kerti Jólaskraut Loitskraut Veggskraut Jólasveinar Englahár Blóm og skreytingar Jólastjarna Aðventukransar Krossar Leiðisgreinar Kertaskreytingar frá 190/- Jólatré Greni-Sypres-Fura Nœg bilastœði — góð aðkeyrsla. Opið alla daga frú 9-22 GtLómh & ®& Q Q Ati í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ í ★ ★ j ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ i ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ I ★ . ★ ★ ★ ★ i ! ★ ★ ★ ★ t ★ ★ ★ ★ ★ ★ t ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ t I * 1 1 I •* ¥• Á Þorláksmessu hefjast skreytingar innan dyra á flestum heimilum. Þá eru kassar hlaðnir jólaskrauti dregnir fram í dagsljósið og það týnt til sem ætlað ertil skreytinga um hátíð- arnar. Á hverju ári bætist þóalltaf eitthvað nýtt við. Freistingarnar eru oft miklar þegar farið er í verzlanir og svo birta blöðin alls kyns skemmti- legar hugmyndir og leið- beiningar um hvernig búa má til ýmsa hluti sem skemmtilegt væri að skreyta með. Kransar eða annað skraut er hengt á útidyr margra heimil- anna i bænum. Meðfylgjandi myndirsýna hvernig búa má til sérstaklega skemmtilegt og frumlegt jólaskraut eða kransa, á útidyrnar og dyrnar að ibúð- inni. Og það tekur ekki langan tima að búa slikt skraut til. Ótrúlegt en satt, þrjá af þess- um krönsum má borða! Þannig er mál með vextiað einn krans- inn er búinn til úr appelsinum og negulnöglum. Annar er búinn til úr karamellum eða súkkulaði- molum og sá þriðji er búinn til úr brjóstsykri. Það er ekki amalegt að hafa slikt sælgæti hangandi á dyrum sinum, en það getur þó verið hætta á þvi að nokkrir molanna hverfi þegar á liður. Efsta myndin sýnir kransinn sem búinn er til úr appelsinum. Appelsinurnar eru þræddar upp á þykkan og góðan stálþráð sið- an eru þær skreyttar með negul- nöglum á einhvern skemmtileg- an og skrautlegan hátt. önnur mynd sýnir kransinn sem búinn er til úr karamellum, súkkulaðimolum og hnetum. Allir molarnir eru þræddir upp á þunnan þráð, einn og einn i einu. Alls kyns jólakúlur fást i verzlunum i mörgum fallegum litum. A einni myndinni sjáum við dyraskraut búið til úr slikum kúlum og greni. Kúlurnar eru hafðar misstórar og eru i græn- um lit og silfurlit. Kúlurnar eru þræddar upp á finlegan þráð. Slaufu og greni siðan komið fyrir i bakgrunninum. Svo kemur hjartað sem búið eru til úr brjóstsykursmolum. Molarnir eru þræddir upp á fin- an stálþráð, en til þess að mynda hjarta þarf mjúkan við eða jafnvel pappa. Viðurinn eða pappinn er þá beygður og lagður til svo hann myndi hjarta, og molarnir eru siðan bundnir á hann með stálþræðinum. Hjart- að er svo skreytt með skraut- legri slaufu. Ein myndin sýnir svo hvernig einföld karfa með greni getur skreytt dyrnar. 1 körfuna má setja jólakúlur eða annað skraut ásamt greninu og auðvitað er svo rauðri slaufu komið fyrir einhvers staðar. Litlu pokana sem skreyttu jólatrén svo mikið hér áður fyrr, kannast án efa flestir ef ekki all- ir við. Einhvern tima hafa flest- ir setzt niður með skrautlegan pappir og búið til slika poka. Og Hér kemur svo einn af krönsunum sem má boröa. Búinn til úr kara- mellum og súkkulaöimolum. Jolaskraut a dyrnar, búið til appelsinum og negulnöglum. ur Jolakulum koma fyrir ma svona skemmtilegan hatt a uti- dyrunum og skreyta þær með greni. moli hyrfi meö timanum. Hér kemur einföld skreyting á útidyrnar. Greni og kúlum komið fyrir í litilli körfu. Svona jólapoka hafa allir ein- hvern tima búið til. Nú má gera hann stærri og skreyta dyrnar með honum. nú má gera þá miklu stærri og skreyta dyrnar með þeim. Pok- inn sem við sjáum á einni myndinni er gerður úr rauðum og hvitum glanspappir, og i hann er svo látiö greni eða jafn- vel blóm. Ef ekki er þegar fyrir hendi eitthvert skraut til þess að hengja á útidyrnar, þá væri til- valiö að reyna að búa til eitt- hvert af þessu eða jafnvel að láta hugmyndaflugið ráða og búa til annað. — EA íjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjf******************************************************************************

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.