Vísir - 28.12.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 28.12.1972, Blaðsíða 3
Visir. Fimmtudagur 28. desember 1972. 5SSli.; Furðulegustu hluti má koma auga á i kössum þeim og dóti, sem safnað hefur verið i brenn- urnar. „Það vantar bara kropp- inn á hana", sagði einn strákur- inn á þessa brotnu ginu. brennunni. A kassa trónar hálf- ur búkur af kvenmanns-ginu. „Það vantar bara kroppinn", kölluðu strákarnir, en ekkert vissu þeir, hvaðan ginan hafði borizt. Það varð uppi fótur og fit meðal þeirra, þegar það kom i ljós, að i pappakössum, sem þarna lágu, var allt fullt af spil- um. Strákarnir ráku upp sigur- óp, og siðan var hlaupið um og skriðið og hver reyndi sem bezt hann gat að fá sem flesta spila- kassana. „Það mætti nú alveg selja eitthvað af spilunum", sögðu þeir, en kölluðu siðan hátt og hvellt á eftir okkur: „Munið að segja, að þetta er stærsta brennan i bænum, og að hún heitir Ægisiðubrennan." Blaðið hafði samband við Bjarka Eliasson yfirlögreglu- þjón og innti hann eftir þvi, hversu margar brennur yrðu i bænum i allt. Hann gat ekki svarað þvi, en bjóst þó ekki við, að þær yrðu færri en i fyrra. Þá voru þær alls 40, en Bjarki sagði þó, að liklega yrði ekki veitt leyfi inni við Laugarnestanga eða Kleppsveg sökum umhverf- isins. Bæjarbrennur verða á horni Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar, og það var meiningin að koma annarri upp i Breiðholti. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um það ennþá, hvort af þvi verður eða hvar hún muni þá standa. -EA Smyglaði tíu þúsund kín verjum til landsins að það striðir ekki gegn reglunum að skipta utn akrein þar i hring- torgi, sem brotin lina skilur á milli. Slikt er þó talið óæskilegt." Útvarpsþáttur Páls og Örnólfs GG simaði til þáttarins strax að þætti Páls og Órnólfs loknum: ,,Ég hef sjaldan eða aldrei heyrt annað eins i utvarpinu. Það virðist ekki farið yfir það efni, sem flytja á hverju sinni. Við hverju má eiginlega búast i fram- tiðinni? Þessi þáttur var frá upp- hafi ógeðfelldur og gamanið væg- ast sagt rýrt. Á jólunum hlustar gjarnan öll fjölskyldan, og þannig var það hjá mér. Okkur fannst þetta léleg jólakveðja frá rikisút- varpinu og undarlega samansett- ir menn, sem standa 'að flutningi á svo ógeðfelldu efni". RH sagði i símann m.a. um útvarpsþátt Páls Heiöars og Örnólfs Arnasonar: „Er ekki full ástæða til að út- varpsráð geri sinar athugasemd- ir við „skemmtiefni" eins og það, sem hellt var yfir þjóðina i út- varpinu i þættinum fyrir klukkan 8 á annan jóladag. Allt var efni þetta svo afkáralegt og ósmekk- legt, aðyfirallan þjófabálk tekur. Hátiðin, sem enn er flestum til gleði og ánægju, var saurguð, guðlast, ógeð, klám og sori flaut um allan þáttinn. Oft hefur út- varpsráð kippt i spottann af minna tilefni en þessu". Tveir 14 ára gamlir piltar úr Hafnarfirði voru teknir hér i Reykjavik af lögreglunni, eftir að þeir höfðu fleygt nokkrum kin- verjum inn i verzlanir i bænum og gert fólki hverft við. Við nánari athjigun kom i ljós, að þeir höfðu 100 kinverja undir höndum, en kinverjar eru ekki seldir hérlend- is og harðbannaðir, enda hættu- legir. Piltarnir neituðu að segja hvar þeir hefðu fengið kinverjana, við yfirheyrslu i Hafnarfirði, en það kom i loks i ljós, að kunningi þeirra, fullorðinn maður, hafði gefið þeim þessi 100 stykki. Þegar leit var gerð á heimili þess manns, fundust hvorki meira né minna en 10.000 stykki. Maðurinn neitaði þvi að hafa ætlað sér að selja þetta magn hérlehdis, en sagðist hafa hugsað sér að gefa þetta vinum og kunningjum. Hafði maðurinn smyglað eldfærunum með sér hingað til lands frá Gautaborg. Ætlaði að gefa kunningjum og vinum Voru kinverjarnir i kössum, og 5000 stykki i hvorum. Maður- inn er starfandi á skipi sem siglir þessa leiðina, en kinverjarnir voru allir gerðir upptækir. Ekki hefur orðið vart við meira magn af þessum óheillagripum, en lög- reglan i Hafnarfirði telur þó lik- legt að meira sé um kinverja. — EA. Pólýfónkórinn mun halda tvenna tónlcika á næstunni. Það vcrður .lólaóratórian eftir Bach, scm flutt verður. Kórinn hefur verið að æfa fyrir flutning verksins siðan i haust, og hafa verið þrjár æfingar i viku. Ein æfing fyrir karlaraddir, cin fyrir kvenna- raddir og ein samæfing. Undir- búningsstarfið fyrir þessa vænlanlegu tónleika hefur gengið vel, meðal annars vegna þcss, að kórinn hefur sungið þctta verk áður. Áð visu er nýtt fólk i kórnum, sem hefur ekki sungið verkið áður, en þvi hefur gcngið vcl að tileinka sér það. Tónleikarnir verða annað kvöld klukkan niu og á laugar- daginn klukkan tvö. Þegar er uppselt á fyrri tónleikana. Dýrmœtur pípuhattur tekinn úr búðarglugga Ekki væri amalegt að bera pipuhatt á höfði, svipaðan þeim og herrarnir i kvikmyndinni og leikritinu My fair lady báru á höfði. Þannig hefur líklegast einhver hugsað i allri jólaösinni, fáum dögum fyrir jólin, þvi að dýrniætur pipuhattur af þeirri gcrðinni hvarf úr glugga vcr/.lunarinnar Vogue á Skóla- vörðustig. „Stúlkan sem var að afgreiða alveg við gluggann leit aðeins frá, og þegar hún leit við aftur var hatturinn horfinn", sagði verzlunarstjórinn i viðtali við Visi i morgun. „Það var ógur- lega margt fólk i verzluninni, og þvi ómögulegt að segja um hvernig hatturinn var tekinn. Eitt vitum við þó. Hatturinn er það stór að ekki er hægt að stinga honum i vasann eða brjóta hann saman, þar sem hann er gerður úr hörðu efni". Hattur þessi er jafn stór og hver annar pipuhattur, grár að lit úr eins konar loðnu filtefni. Verzlunin hafði fengið hann að láni fyrir jólaskreytinguna, og þar sem gina i glugganum á að tákna My fair lady var hattur- inn tilvalinn við, þar sem hann er eins og bezt gerðist á þeim tima. Hatturinn var nálægt útidyra- hurð, þannig að ekki var mikl- um erfiðleikum bundið að halla sér yfir grind sem er við glugg- ann og gripa i hann. Slikur hattur er ófáanlegur hérlendis, en óliklegt er að ein- hver sprangi með hann um göt- urnar, þar sem hann er nokkuð óvenjulegur og myndi þekkjast strax. Kemur hatturinn þvi að litlum notum, nema þá helzt' fyrir luktum dyrum. — EA. ' Hefði bara mátt standc lengur Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta var harla vinsæl meðal fólks igærkvöldi. Að þvi er óskar Olason lögreglumaður tjáði okkur, var griðar mikill áhorfendafjöldi, og þó aö hann vildi enga tölu gizka á um það hversu margir horfðu á, sagði hann þó að fólk hefði skipt þúsundum. Engin slys eða óhöpp urðu og allt fór vel fram. Fólk dreif aö úr öllum áttum, gangandi og á bif- reiðum, en helztu vandræðin urðu með bifreiðarnar. Þegar einni bifreið hafði verið ekið á einhvern stað vildi oft svo til að önnur bif- reið kom o'g stiliti sér upp beint fyrir framan þá sem fyrir var. Þá var aö sjálfsögðu úti von um mikið útsýni. En úr þeim erfiðleikum leystist þó von bráðar, en heyra mátti á ýmsum, að þarna hefði mátt hafa lengri skemmtun. En flugelda- sýningin stóð yfir i tæpan klukku- tima.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.