Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 9. april 1973. 3 t mikilli bleytutíð getur mikil bílaumferð farið illa með vell- ina, — sérstaklega ef bílastæðin vantar. hátiðina, 46% voru á móti. Það er dreifbýlisfólkið, serti þarna dregur niður meðaltalið, svo að um munar. 1 dreifbýlinu voru hvorki meira né minna en 72% mótfallin þvi að halda þjóð- hátiðina en 28% voru með. Mörkin á milli dreifbýlis og þéttbýlis eru hérna kannski ekki alveg eðlileg. Þéttbýlið er i raun aðeins talið höfuðborgarsvæðið. Það var hinsvegar fróðlegt að sjá það, að i mesta dreifbýlinu, þ.e. sjálfum sveitunum var and- staðan gegn þvi að halda þjóð- hátiðina lang mest. Þar reyndust aðeins 17% vera þvi fylgjandi að halda þjóðhátið — 83% voru á móti. Úrtakið er að visu orðið of litið til þess að unnt sé að fullyrða um hlutfallið. Svo virðist þó vera, að andstaðan gegn þjóðhátið aukist þvi lengra sem kemur út i sveitirnar. Skýringar á þessari mis- munandi afstöðu eftir búsetu á landinu, liggur ekki fyrir. Hægt væri að láta sér detta i hug, að dreifbýlisfólk teldi sig siður hafa tækifæri til þess að njóta hátiðahaldanna á Þingvöllum, en höfuðborgarbúar. Um and- stöðuna almennt virðast m.a. gilda þær skýringar, að fólkið óttast, að þjóðhátiðin breytist i skrilshátið, samanber hvita- sunnuhátið ölvaðra unglinga á Þingvöllum fyrir nokkrum árum og 17. júni i Reykjavik i fyrra. Þá kemur ekki siður inn i myndina sú skoðun, að Islend- ingar hafi annað og þarfara að gera við peningana, en skemmta sér, eftir áfallið i Vestmannaeyjum. Slikt hugar- far getur að sjálfsögðu verið horfið eftir nokkra mánuði. Það gæti þvi alveg eins orðið, að þjóðin kæmist i meira hátiðar- skap, eftir þvi sem nær dregur þjóðhátiðarárinu. •—VJ ósómanum hér. Mál er til komiö að kvenfólkið taki i taumana. Hætta þarf öllum óþarfa kaupum ekki einungis hvað matvælum viðkemur. Allir geta verið án þess að kaupa flest af þvi sem er til sölu, svo sem i hálft ár. Mætti telja upp svo margt, að það yrði of langt mál. Arum saman var juðað yfir kartöflum sem ekki voru mannamatur, en keyptar þrátt fyrir það. Með fyrirfram þökk Guðrún Agústa Júliusdóttir HRINGIÐ í síma86611 KL13-15 FENGU BREZKA 0X1 A l/DAI/lilil — farið í heimsókn til sjómanna ó ■CfiCr fCl NEw iínubót fró Grindavík um helgina ,,Öxi hefur aldrei fyrr komið á krókinn, í þær þrjátíu vertiðir, sem ég hef verið á línubáti, á vetrar vertiðum. Stýrjmaðurinn, sagði mér að fleygja henni umsvifalaust í sjóinn, — en ég tók það ekki í mál og henni verður áreiðanlega ekki varpað fyrir borð í bráð. Okkur hefur nefni- lega ekki brugðizt róður síðan hún kom á línuna, á 160 faðma dýpi, suður af Grindavík". Þessi orð komu af vörum Árna Gunnars Arnasonar, 2. vélstjóra á m.b. Freyju, GK-364, þegar fréttamaður Visis rakst þar um borð á laugardagskvöldið og þeir Freyjumenn voru að landa 14 tonnum af vænum þorski i Grindavik. Við gáfum okkur á tal við Arna og fengum að grandskoða öxina, nýja heillagripinn um borð. „Hrúðurkarlar voru búnir að taka sér bólfestu á öxinni, en vél- stjórinn skóf þá af”, sagði Arni”, og þegar betur var að gáð, reyndist öxin vera ensk, og vel mátti greina stafinn fjóra og skrautlegt ess, sennilega merki framleiðanda. Strákarnir voru eitthvað að gantast með að þeir hefðu sent mann til að reyna að höggva á linuna hjá okkur, i hefndarskyni fyrir trollvira- klippingarnar”. Nú reiðir Arni öxina hátt á loft og segir. ,,Ef Bretarnir gerast ágengir við okkur, þá höfum við þó alltaf þessa til varnar og getum vegið þá með þeirra eigin vopnum”, — og heggur i borð- stokkinn orðum sinum til áherzlu. Sennilega geta fáir isl. sjómenn státað af þvi að hafa verið 30 vertiðir samfleytt á linubátum, eins og Arni og án þess að verða nokkurn tima misdægurt. ,,Ég kann ávallt bezt við mig á linunni, en dragnót fyrirlit ég af öllu hjarta, slik veiðarfæri eyði- leggja fiskistofninn, þegar til lengdar lætur og ætti að banna notkun þeirra með öllu”. A sinum þriggja áratuga sjómannsferli, hefur Arni upplifað stökkbreytingar i isl. fiskiskipaflotanum og honum Þetta er Arni Gunnar Sveinsson meö öxina „Arna-gigi”, sem dregin var úr undirdjúpum Grinda vikur- sjávar (Ljósmynd Visisemm.) finnst mikill munur á að búnaðinum, þegar hann byrjaði á Arna Árnasyni, árið 1943, með Atla Þorbergssyni (föður knattspyrnukappanna) og nú til dags. Skrinukostur var fæðan um borð, snæddur kaldur og vistarverur frumstæðar. „Sjóhræðslu þekki ég ekki. Maður fer þegar kallið kemur. Einu sinni hefur bátur, sem ég var á sokkið eftir að hafa strandað. Það gerðist á örfáum minútum og brá mér ekki til- takanlega við það. Aftur á móti tók hjartað heldur betur kipp, þegar við fengum lik á linuna, i fullum sjóklæðum. Enginn ætlaði að hafa kjark til að innbyrða hinn látna, en þegar betur var að gáð, var þetta spaug. Vegna þess að þetta var siðasti róður á verlið- inni, gerðu skipverjar á bátnum, sem lagði linu sina rétt hjá okkur, sér þetta til gamans, þegar okkar lina kom óvart upp hjá þeim”. Freyjan hefur róið eingöngu á linu á yfirstandandi vertið og aflað bezt þeirra skipa af Suður- nesjum sem linuveiðar stunda eða nálægt 400 tonnum, þar af 75 tonn s.l. viku. Skipsljórinn, Halldór Þórðarson, sagði það athyglisvert, að varla sæisl ioðna i fiskinum, þrátt fyrir mikla loðnu- gengd. „Maður er að velta þvi fyrir sér hvaðan þessi fiskur eiginlega kemur”. Halldór vonaði að aflinn héldist út mánuðinn, en kvartaði nokkuð undan ágangi netabata, sem koma fljótt á vettvang, ef þeir frétta um veiði hjá linu og færabátum. —em m „Fast verð ó íbúðum eðlilegast" — segir Breiðholt hf. bótaleið" nauðsynlegt „Við erum út af fyrir sig, til- búnir til þess að taka upp ein- hverskonar „verðbótaleið” viö uPPgjör á söluveröi þeirra ibúða, sem við byggjum”, sagði Ilafsteinn Baldvinsson hæsta- réttarlögmaður, er við ræddum við hann, en hann er lög- fræðingur Breiðholts hf„ eins stærsta byggingafyrirtækis landsins. En við sögðum frá þvi fyrir helgi, að nokkur vafi væri á þvi hvort visitöluákv. I sölusamn- ingum um ibúðir væru heimil samkvæmt lögum. Hafsteinn sagði, að Breiðholt hf„ hefði aldrei áður selt ibúðir nema á föstu verði og þeir teldu það eðlilegustu leiðina. 1 lok siðasta árs, þegar komið var að þvi að bjóða til sölu, þær fbúðir, sem tilbúnar eiga að vera haustið 1974, var ástandið þannig, að nýlega hafði verið fellt gengi krónunnar og orð- rómur var á kreiki um, að jafn vel þyrfti að gera það aftur innan skamms. Vegna þessara og ýmissa annarra ótryggra þátta i efnahagsmálum var mjög erfitt að bjóða ibúðir, sem ekki hafði verið lokiö við, á föstu verði, Spá um verðbreytingar á byggingartimanum hafði verið mjög ótrygg og töldu forráða- menn Breiðholts hf., ekki fært miðað við aðstæður að gefa upp fast verð. Ákveöið var þvi að bjóða ibúðirnar til sölu á verði, sem miðað var við verðlag i janúar siðastliðnum, en siðan skyldi verðið breytast miðað við helm- ing breytingar á byggingarvisi- tölu frá nóvember 1972 til marz 1974. Hafsteinn sagði, að þar sem þeim hefði verið kunnugt um lögin frá 1966 um verðbindingu fjárskuldbindinga, þá hafi þótt rétt að spyrjast fyrir um það hjá Seðalbanka Islands, hvort visi- tölubinding sölusamninga væri ekki örugglega heimil. Við þvi bréfi hefði þeim ekki ennþá borizt svar. Þegar þeir hafi siðan haft samband við Húsnæðismála- stofnunrikisins, hafi þeir fengið þau svör, að þeir hafi talið óhætt að hefja sölu á ibúðunum með ákvæðum um hækkanir sam- kvæmt visitölu. Einnig vegna þess, að þeim hafi verið kunnugt um að stofnunin hefði samþykkt slika samninga áður. Það hafi þvi komið þeim á óvart, þegar þeim barst bréf Húsnæðismálastofnunarinnar um, að hún samþykkti verð á ibúðum þeirra en stofnunin taldi sérstaklega rétt aö vekja at- hygli á þvi, að hún teldi eigi heimilt að verðtryggja slika sölusamninga vegna ákvæða i lögum um verðbindingu fjár- skuldbindinga. Hafsteinn benti á, að Breið- holt hf., hefði nýlega skilað inn tilboði i byggingu ibúða fyrir Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar. 1 þeim samningum væri ákvæði um hækkanir i samræmi við hækkanir á launum og efni og ætti að gera þetta upp samkvæmt ákveðnum reglum, sem tiðkuðust i slikum samningum. Breiðholt hf., væri tilbúið til að hafa sömu aðferöir við allar sinar framkvæmdir, en ef verið væri að byggja fyrir einstak- linga,sem litla möguleika hefðu til að fylgjast með fram- kvæmdum, gæti hann ekki séð annað en nauðsynlegt væri að einhver opinber aðili hefði eftir- lit með útreikningi hækkana og semdi reglur um þær. Til þess hefði Húsnæðjsmála- stofnunin bezta möguleika, þvi að hún ætti að fá stöðugar upp- lýsingar um þróunina á bygg- ingamarkaðinum. Hafsteinn sagði okkur að lokum, að hann teldi mjög vafa- samt, að óheimilt væri sam- kvæmt lögum aö hafa visitölu- ákvæði i sölusamningum en ef svo væri þá kæmi vissulega til greina einhvers konar verð- bótaleið enávalltyrði þó að vera gott eftirlit og reglur af hendi opiberra aðila til að forðast mis- notkun og misskilning milli aðila —ÓG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.